Austri


Austri - 15.05.1981, Blaðsíða 3

Austri - 15.05.1981, Blaðsíða 3
Egilsstöðum, 15. maí 1981. AUSTRI 8 auglýsir; Vor og sumarfatnaður á börnin! Strigaskór, sportskór, Peysur Lee Cooper gallabuxur Srigaskór og sportskór í kvennúmerum Efni í miklu úrvali. Járnvörudeild Garðyrkjuverkfæri, komin og að koma skóflur, kvíslar, garðhrífur o.m.fl. Garðslöngur Teppi, mottur og gólfdúkar í úrvali Fúavarnarefni, Gori og Solignum Reiðhjól á mjög góðu verði Koupfélag Héraðsbúa E^iisstöduin Vistheimili fyrir þroskahefta að Vonarlandi Egils- stöðum tekur til starfa í byrjun júní. Þeim foreldrum er hyggja á vistun, langa eða stutta, fyrir barn sitt er bent á, að umsóknareyðu- blöð liggja frammi á sveitarstjórnarskrifstofum, Fræðsluskrifstofu Austurlands sími 4211 og á Vonarlandi í síma 1177 eða 1577. Vinsamlegast sendið síðan umsóknir svo fljótt sem auðið er til Vonarlands pósthólf 121 Egilsstöðum. Svæðisstjórn. BÖNNUÐ er öll styggð og umgangur um Hólmana á varptímanum, nema að fengnu leyfi. Jón Vigfússon, Hólmum. $itt úr hvcrri Áttinni Árbók hins Islenska Fom- leifafélags er nýkomin út. Rit- stjóri hennar er Kristján Eld- jám, fyi'rverandi forseti, og hefur verið það samfleytt í 32 ár. Fyrsta greinin í Árbókinni að þessu sinni fjallar um silfur- sjóðinn frá Miðhúsum í Egils- staðahreppi, og er eftir Þór Magnússon, þjóðminjavörð. Greinin byrjar á þessa leið: „Sunnudaginn 31. ágúst 1980 hlýtur að teljast með happadög- um íslenskrar fomleifafræði, en þann dag fannst stærsti gang- silfursjóður, sem þekktur er frá Islandi, að Miðhúsum í Egils- staðahreppi, Suður-Múlasýslu. Þessi merki fundur vakti að vonum mikla athygli. enda ekki á hverjum degi að meiri háttar lausafundi reki á fjörur ís- lenskra fornleifafræðinga.” Seinna í greininni segir þjóð- minjavörður: „Ekki fer á milli mála að þessi nýfundni silfursjóður frá Mið- húsum er hánorrænn. Gripirnir eru allir af þekktum víkinga- aldargerðum á Norðurlöndum sem oft finnast, en mestur f jöldi slíkra gripa hefur fundist á Gotlandi í Eystrasalti, þar sem þeir eru mjög algengir, enda hefur þar verið kaupmannaþjóð- félag um langan aldur og mikið fé í silfri verið í umferð. Þótt þessi sjóður sé óvæntur fundur hér á landi og gríðarmerk við- bót við íslenska fornleifafundi víkingaaldar, er hann á engan hátt einstæður sé litið á Norð- urlöndin eða norræna menning- arsvæðið á víkingaöld. Það sýn- ir, ásamt fjölmörgu öðru, hve hánorrænar menningarminjar víkingaaldar á Islandi yfirleitt eru, og þarf það að vísu engum að koma á óvart.” Og enn segir Þór: „Allt bendir því til þess að sjóður þessi sé grafinn í jörð á 10. öld, en nákvæmar virðist vart hægt að taka til orða.” Öll er þessi grein hin merk- asta, nákvæm lýsing og glöggar og góðar myndir af öllum þeim 41 grip sem voru í silfursjóðn- um á Miðhúsum. Allur var sjóð- urinn 653,5 gr. að þyngd, en það svarar nokkum veginn til þess að vera þrjár merkur silfurs að fornu tali. Hvers vegna þessi sjóður var grafinn í jörðu fyrir þúsund árum og hver gerði það verður hins vegar leyndarmál um alla eilífð. Það má svo benda á í leiðinni að með því að gerast félagi í Hinu íslenska Fornleifafélagi fá menn Árbókina, en árgjaldið í því félagi er sára lítið. Síðustu 25 árgangar Árbókarinnar eru líka fáanlegir fyrir lítið verð. Svo er líka byrjað að ljósprenta eldri árganga. Svo áður en langt líður verður hægt að eignast alla árgangana af þessu merka riti. (I til minniiwr STdnsson Við skólaslit á Eiðum síðast- liðinn sunnudag afhentu 30 ára nemendur Eiðaskóla U.Í.A. gjöf til minningar um Þórarinn Sveinsson, sem var um árabil kennari á Eiðum og þarf ekki að kynna Þórarinn Austfirðing- um. Gjöfin var sjóður, 2,7 millj- ónir króna, sem ætlaður er til þess að reisa Þórarni minnis- varða á Eiðum og mun U.l.A. Heldur er bágt til þess að hugsa að vönduð og merk rit eins og Árbók Fornleifafélags- ins, Árbók Sögufélagsins og Skírnir tímarit Bókmenntafé- lagsins hafa aðeins fáeina kaup- endur, þegar Samúel, Vikan, Gúsi og önnur slík „fræðirit” hafa kaupendur svo þúsundum skiptir. um Nrm sjá um framkvæmd verksins. Samið hefur verið við Sigurjón Ólafsson myndhöggvara um gerð varðans. Eins og kunnugt er var Þór- arinn mikill frumkvöðuli í ung- menna og íþróttamálum hér eystra, og hefur U.I.A. eigi fyr- ir all löngu gefið út pening til minningar um hann. Auglýsinga- og áskriftarsími 1151

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.