Austri


Austri - 15.05.1981, Blaðsíða 4

Austri - 15.05.1981, Blaðsíða 4
AUSTRI Egilsstöðum, 15. maí 1981. 4 Tónleikar í vændum Tónlistarfélagið hefur nú lok- ið fyrsta starfsári sínu og byrj- að annað eftir hléið sem varð á starfsemi félagsins. Góð aðsókn hefur verið að öllum tónleikum félagsins. Félagið stóð í vor í samning- um um jasstónleika við Gunnar Ormslev, tenórsaxofónleikara, en hann veiktist sem kunnugt er af illkynjuðum sjúkdómi, sem leiddi hann til dauða á skömm- um tíma. Er þar skarð fyrir skildi. Félagið mun huga að jasstónleikum síðar. Næstu áskriftartónleikar fé- lagsins verða í Egilsstaðakirkju 23. maí n.k. Þámunu heimsækja okkur söngvararnir Ólöf Kol- brún Harðardóttir og Garðar gæta listafólk þarf lítt að kynna. Cortes ásamt Guðrúnu A. Krist- Ólöf Kolbrún og Garðar hafa insdóttur píanóleikara. Þetta á- sungið mikið að undanförnu í Ólöf Guðrún óperum og við margháttuð tæki- heimsókn einnig að minna fé- færi og eru löngu landskunn orð- laga góðfúslega á að greiða ó- in, og Guðrún A. Kristinsdóttir greidd áskriftargjöld. Margt er í hópi okkar bestu listamanna vill þjóta framhjá í dagsins önn, á sviði undirleiksins. en gott er að staldra við á Þessar línur eru ætlaðar að stundum og bergja af lista- vekja athygli á þessari góðu brunninum. frétdr frd TWrnim Tónkórinn á Fljótsdalshéraði er nú um þessar mundir að ljúka 10. starfsári sínu. Kórinn hélt tvenna tónleika hér á Egilsstöðum, 25. og 30. apríl s.l. Efnisskráin var fjöl- breytt að vanda og þar á meðal frumflutningur á tónverki eftir Jón Ásgeirsson tónskáld, sem hann samdi sérstaklega fyrir kórinn, við ljóð Hannesar Pét- urssonar, Hjá Fljótinu. Ekki verða fleyri tónleikar hér á Egilsstöðum, en á Hvítasunnu- dag fer kórinn til Reykjavíkur og heldur tónleika í Bústaða- kirkju 8. júní. Er það upphaf á söngferðalagi til Danmerkur og Noregs. I Danmörku verða haldnir tvennir tónleikar, í Gruntvig- kirkju í Kaupmannahöfn 10. júní, og í Sorö, vinabæ Egils- staða 11. júní. Tónleikarnir í Danmörku eru að öllu leyti skipulagðir af norræna félaginu í Kaupmannahöfn og Sorö. Búið er að auglýsa þessa tón- leika þó nokkuð mikið, bæði í þarlendum blöðum og innan norræna félagsins og annara fé- lagasamtaka. Föstudaginn 12. júní verður síðan haldið til Noregs, og dval- ið á Eiðsvöllum á vinabæjarmót- inu þar í tvo daga, og líklega sungið þar báða dagana. 15. júní lýkur svo þessari skipulögðu söngför. Ekki þarf að taka það fram, að ferðalag sem þetta er ákaf- lega kostnaðarsamt og er áætl- aður kostn. samt. rúml. 200.000. Sótt var um styrki til farar- innar, bæði úr Norræna Menn- ingarmálasjóðnum og úr Þjóð- hátíðarsjóð Norðmanna, og loks þegar svarið kom, var það því miður neikvætt — ekki króna. Ekki þarf að taka fram, að undirbúningur svona ferðar tekur langan tíma, og þegar svar kom loks frá þessum sjóð- um, sem allir bundu nokkrar vonir við, var þegar búið að skipuleggja það mikið, að eigi var aftur snúið.. Var nú úr vöndu að ráða, og hugsuðu menn stíft, hvað til bragðs skyldi taka. Var ákveðið að leita eftir styrkjum frá fyrirtækjum og stofnunum hér á Egilsstöðum, svo og að fá vinnu fyrir kórfé- laga til að afla kórnum fjár í væntanlega ferð. Ekki er að orðlengja það, hvarvetna sem kórfélagar báru niður var þeim vel tekið, og kunnum við þeim er styrktu okkur beztu þakkir. Kórfélagar tóku síðan að sér fráslátt og timburhreinsun í íþróttahöllinni og er mál manna að ekki hafi fyrr sést svo harðsnúið lið sam- ankomið við fráslátt. Lokaátakið í þessari fjáröflun verður svo fimmtudaginn 21. maí, en þá efnir kórinn til skemmtikvölds í Menntaskólan- um, Þar verður á boðstólum kaffi og kökur, að ógleymdum klein- um og hnallþórum og e.t.v. ein- hverju öðru góðgæti. Auk þess verður spilað bingó, og eru stórglæsilegir vinningar í boði og félagar úr kórnum flytja skemmtidagskrá. Einnig mun kórinn syngja nokkur létt lög, sem ekki eru á söngskránni nú í ár. Hvetjum við alla til að koma á skemmtikvöldið og fagna með okkur vori með söng og gleði, fimmtudagskvöldið 21. maí kl. 20.30 í Menntaskólanum. Verið öll velkomin á skemmti- kvöldið. Frá Alþýðuskólanum á Eiðum Á nýliðnu skólaári hóf Al- þýðuskólinn á Eiðum störf 21. september sl. og var slitið 10. þ.m. I skólanum var 121 nem- andi: 63 í grunnskóladeildum: 8. og 9. bekk, og 58 í framhalds- deildum: I. og II. bekk. Átta nemendur luku almennu verslu- narprófi frá skólanum í vor. Félagslíf nemenda var blóm- legt. Iþróttir voru mikið stund- aðar. Var þar um að ræða frjál- sa tíma í íþróttaaðstöðu skólans sem og námskeið, æfingar í ein- stökum greinum og keppni inn- an skólans, á milli skóla og á vegum UlA. Leikdeild Ung- mennafélags Eiðaskóla (UMFE ) setti upp leikritið ”Grænu lyftuna” fyrir árshátíð skólans, Marsinn, og sýndi verkið einnig víða um Austurland. Mart annað var stundað í félagslífi, en lokapunktur þess á þessu starfsári var skólaferð nemenda til meginlands Evrópu, sem hófst þegar eftir skólaslit. Nú er í byggingu ný heima- vist við Alþýðuskólann. Henni er ætlað að leysa af hólmi heim- avistarhúsnæði í mötuneytis- húsi, sem útbúið var til bráða- birgða eftir stórbruna árið 1960 er skólahúsið og heimavistir brunnu. Það er mikið fagnaðar- efni, að þetta mál skuli vera að leysast. Fram til þessa hefur skólinn einungis boðið upp á annars vetrar nám í framhaldsdeild á einni braut: öðru ári viðskipta- brautar, sem lokið hefur með almennu verslunarprófi. Á næs- ta hausti tekur til starfa við skólann annað ár uppeldisbraut- ar, sem einnig mun ljúka með lokaprófi, sem gefur nokkur réttindi. Báðar þessar loka- brautir skólans veita rétt og undirbúning til framhalds- náms til stúdentsprófs t.d.við Menntaskólann á Egilsstöðum. Á síðastliðnu hausti komu Stefán Jóhannsson, Óskar Björgvinsson og Hilda Torfa- dóttir til starfa sem kennarar við skólann. Haukur Ágústsson tók við skólastjóm í fjarveru Kristins Kristjánssonar, skóla- stjóra, sem er í ársleyfi við nám í Danmörku. Kristinn mun taka til starfa aftur á komandi hausti. Skólastjóri. Tónkórinn.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.