Austri


Austri - 29.05.1981, Blaðsíða 4

Austri - 29.05.1981, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 29. maí 1981. Tímamót í skólamálum Austfirðinga FRAMHALDSSKÓLINN í NESKAUPSTAÐ - KJARNASKÓLI IÐN- OG TÆKNIMENNTUNAR Á AUSTURLANDI - TEKUR TIL STARFA í HAUST Þann 27. apríl sl. var mikið framfaraspor stigið í skólamál- um Austfirðinga, en þann dag var undirritaður samningur á milli Neskaupstaðar og Mennta- málaráðuneytisins um skólahald á frarnhaldsskólastigi í Nes- kaupstað. Kveður samningurinn á um að sérstakur framhalds- skóli skuli stofnsettur í bænum og skuli hann taka til starfa næsta haust, eða í upphafi skóla- árs 1981-1982. Á skólinn að bera heitið Framhaldsskólinn í Nes- lcaupsta'ð og á hann að verða kjarnaskóli iðn- og tæknimennt- unar á Austurlandi. Samkvæmt samningum á þessi nýi skóli að taka alfarið við starfsemi Iðn- skóla Austurlands og Gagn- fræðaskólans í Neskaupstað. ÁSTÆÐUR SKÓLASTOFN- UNARINNAR Hingað til hefur verið boðið upp á framhaldsnám í Neskaup- stað af tveimur skólum. Iðnnem- ar hafa stundað nám í Iðnskóla Austurlands, en í framhalds- deildum Gagnfræðaskólans hafa þeir nemendur setið sem feng- ist hafa við bóklegt nám. Nem- endur, sem stundað hafa fram- haldsnám í þessum skólum, hvorum um sig, hafa verið fáir og hefur nemendafjöldinn skor- ið starfseminni þröngan stakk. Vegna smæðarinnar hefur stað- an gagnvart fjárveitingavaldinu oft reynst erfið og ókleift að bjóða upp á eins fjölbreytt nám og æskilegt hefði verið. Við stofnun Framhaldsskól- ans, sem taka á alfarið yfir starfsemi Iðnskólans og Gagn- fræðaskólans, styrkist fram- haldsnám í Neskaupstað til mik- illa muna. Staðan gagnvart f jár- veitingavaldinu batnar umtals- vert og auðvelt ætti að vera að auka námsframboð frá því sem nú er. Allt byggist þetta á því að Framhaldsskólinn verði stærri en þeir skólar, sem hafa boðið upp á framhaldsnám til þessa. Aukið námsframboð ætti að leiða til þess að nemendum fjölgaði talsvert umfram þann fjölda, sem hefur stundað nám í framhaldsdeildum Gagnfræða- skólans og í Iðnskóla Austur- lands á því skólaári sem nú er nýlokið. UNDIRBÚNINGUR SKÓLA- STARFSINS Ekki er gert ráð fyrir því að skólameistari verði ráðinn að hinum nýja skóla fyrr en 1. á- gúst nk. Fram að þeim tíma munu skólastjórar Gagnfræða- skólans og Iðnskólans, skólafull- trúi og formaður nýstofnaðrar skólanefndar annast umsjón með því skipulags- og undirbún- ingsstarfi, sem þarf að inna af hendi áður en skólameistari hef- ur störf. HÚSNÆÐISMÁL Framhaldsskólinn mun fá til afnota allt það húsnæði sem Iðn- skóli Austurlands hefur haft til umráða á neðstu hæð nýju sjúkrahússbyggingarinnar auk Gagnfræðaskólahússins. Nú er fyrsti áfangi þeirrar byggingar, sem sérstaklega verður reist með húsnæðisþarfir Framhalds- skólans í huga, fokheldur. Er þessi fyrsti áfangi glæsilegt 1340 m2 hús á þremur hæðum. Stefnt er að því að taka hluta hússins í notkun í upphafi skóla- ársins 1982-1983. Hafa verður hugfast að Framhaldsskólinn mun fyrst í stað annast kennslu þriggja efstu bekkja grunnskólans (7.- 9. bekkur) og því mun það hús- næði, sem skólinn fær til afnota, ekki einvörðungu nýtt í þágu fi’amhaldsnáms. Á það ber að leggja áherslu að húsnæðisþörf til kennslu á framhaldsskóla- stigi er mikil og vegna mismun- andi stærðar námshópanna hentar Gagnfræðaskólahúsið illa slíkri kennslu. Af þeim sökum er afar brýnt að nýbyggingin, sem nú er fokheld, komist öll í gagnið hið fyrsta. Þegar því markmiði er náð hlýtur bygging verknámshúss að verða næsta verkefni Framhaldsskólans í húsbyggingamálum, áður en hafist verður handa um að reisa tvo síðari áfanga hússins, sem ætlað er til bóklegrar kennslu. MÖGULEIKAR AÐKOMU- NEMENDA Brýn nauðsyn er á því að nemendur, sem koma að til að stunda nám í skólanum, verði sköpuð viðunandi aðstaða í Neskaupstað. Iðnskóli Austur- lands hefur á undanförnum ár- um rekið heimavist fyrir 10-12 nemendur og mun Framhalds- skólinn fá hana til afnota. Blas- ir við að þessi heimavist dugir hvergi til að fullnægja þörfinni. Ljóst er að taka verður af festu á heimavistarmálunum og finna á þeim viðunandi lausn fyrir haustið. Þá verður einnig að taka til athugunar hvort ekki reynist unnt að setja á laggirn- ar mötuneyti í tengslum við skólann. NÁMSFRAMBOÐ Framhaldsskólinn í Neskaup- stað verður kjarnaskóli iðn- og tæknimenntunar á Austurlandi eins og fyrr greinir og verður áhersla lögð á að hann ræki það hlutverk sitt sem best. Hægt verður að stunda nám á málm-, tré-, og rafiðnbrautum við Framhaldsskólann. Fyrir hendi nú þegar er bráðabirgðahúsnæði fyrir verknámsbraut tréiðna og verður boðið upp á kennslu á þeirri braut þegar næsta haust. Leggja verður áherslu á að skól- inn útvegi sér til bráðabirgða verkkennsluhúsnæði fyrir aðrar iðnbrautir á meðan hann hefur ekki komið upp eigin húsnæði, sem sérstaklega er ætlað til slíkrar kennslu. Með því að bjóða upp á eins til tveggja ára verknámsbrautir ætti að vera hægt að sameina kosti meistara- kerfisins og verknámsskólans. Reynsla annarra samsvarandi skóla virðist sýna að slíkt fyrir- komulag iðnnáms sé heppilegt. Fljótlega ætti einnig að vera hægt að starfrækja vélstjórnar- braut fyrsta og annars stigs við skólann svo og meistaraskóla húsasmiða. Nemendur sem stefna að stúdentsprófi geta stundað nám á öllum bóknámsbrautum í tvö ár, en fyrst um sinn verður þó megináhersla lögð á eftirtaldar brautir: Eins árs fiskvinnslubraut, tveggja ára sjávarútvegsbraut, tveggja ára íþróttabraut, tveggja ára heilsugæslubraut og tveggja ára viðskiptabraut. Fyrir nemendur sem ekki hafa náð grunnskólaprófi og fyrir fólk, sem vill hefja nám að nýju eftir hlé og vill rifja upp helstu námsgreinar, mun Fram- Með stofnun hins nýja fram- haldsskóla í Neskaupstað verða tímamót í sögu framhalds- menntunar á Austurlandi með svipuðum hætti og varð með til- komu Menntaskólans á Egils- stöðum. Hinum nýja skóla er ætlað það veglega hlutverk m.a. að vera brimbrjótur á sviði verk- og tæknimenntunar á Austurlandi. Eitt brýnasta verk- efnið nú er að efla iðn- og tækni- menntun í fjórðungnum. Til þess að það verði að veruleika þarf að styrkja stöðu hins nýja skóla og bæta aðstöðu fyrir þá nemendur utan Neskaupstaðar sem óska að stunda þar nám. Nú skiptir höfuðmáli að Aust- firðingar snúi bökum saman og horfi fram á veginn. Framhaldsnám í fjórðungn- um er skipulagt sem ein heild enda þótt kennt sé á fleiri en einum stað. Með því ei' reynt að tryggja nemendum sem auðveld- astan flutning milli skóla bæði innan fjórðungsins og utan. Framhaldsskólinn í Neskaup- haldsskólinn bjóða upp á upp- rifjunaráfanga (fornám). HVERJIR GETA HAFIÐ NÁM I FRA MHALD S SKÓL- ANUM? Allir þeir sem lokið hafa grunnskólaprófi með framhalds- einkunn geta hafið nám við Framhaldsskólann, en nemend- ur sem ekki hafa staðist grunn- skólapróf geta hafið nám í upp- rif j unaráf öngum (f ornámi). Tekið skal fram að þeir sem luku gagnfræðaprófi eða lands- prófi fyrr á árum hafa sama rétt til að hefja framhaldsnám og þeir sem lokið hafa grunn- skólaprófi og auk þess geta allir sem náð hafa 18 ára aldri hafið framhaldsnám án tillits til þess hvaða fyrri menntun þeir hafa. Það er alls ekki nauðsynlegt að nemendur Framhaldsskólans verði í fullu námi, heldur verður möguleiki á því að stunda nám í einstökum áföngum. Má segja að þetta verði framlag skólans til fullorðinsfræðslu og ættu margir, sem ekki hafa tök á að helga sig námi alfarið, að eiga möguleika á að bæta menntun sína með þessum hætti. HVAÐ TEKUR VIÐ AÐ LOKNU NÁMI í FRAM- HALDSSKÓLANUM? Framhaldsskólinn í Neskaup- stað mun starfa eftir námsvísi fjölbrautaskóla og munu því nemendur hans eiga greiðan að- gang að skólurn, sem starfa eft- ir sama námsvísi, að námi í Framhaldsskólanum loknu. Má þar nefna skóla eins og Mennta- skólann á Egilsstöðum, Fjöl- brautaskólann á Akranesi, Fjöl- framhald á bls. 3 stað er hluti af þessari heild og lýtur námsstjórn stjórnunar- nefndar framlialdsskólastigsins á Austurlandi, en í henni sitja skólastjórarnir auk fræðslu- stjóra. Frá stofnun nefndarinn- ar 7. júní 1979 hefur samræm- ing námsins og samstarf skól- anna smám saman verið að mót- ast með dyggri aðstoð kennara og nemenda. í þeim efnum lofar liðin tíð góðu einu um fi’am- vinduna. Þótt tvær grónar mennta- stofnanir í Neskaupstað, gagn- fræðaskólinn og iðnskólinn, hætti störfum sem slíkar með tilkomu hins nýja skóla er ekki verið að leggja þær niður. Starf- semi þeirra er aðeins fundinn nýr farvegur í samræmi við kröfur tímans. Framhaldsskólanum í Nes- kaupstað er óskað allra heilla nú þegar ýtt er úr vör í fyrsta sinn. Guðmundur Magnússon fræðslustjóri Austurlandsumdæmis. Heillaóskir til Framhaldsskólans i Neskaupstað

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.