Austri


Austri - 05.06.1981, Síða 1

Austri - 05.06.1981, Síða 1
Tómas Árnason: Raforkuver Við umræður í efri deild Al- þingis um frumvarp ríkisstjórn- arinnar um raforkuver tók Tóm- as Árnason til máls. Þar sem þar er komið inn á marga þætti þessara mála þykir blaðinu rétt að birta hluta ræðu hans hér á eftir. STÓRFRAMKVÆMDIR Frumvarp það um raforkuver sem hér er til umræðu, er án efa eitt af stærstu málum sem lögð hafa verið fyrir Alþingi um margra ára skeið. Þær fram- kvæmdir sem gert er ráð fyrir að framkvæma samkvæmt þessu frumvarpi eru sennilega þær kostnaðar- og yfii-gripsmestu, sem samþykktar hafa verið á Alþingi e.t.v. um alla tíð. Til marks um það hvað þær eru miklar má nefna að gert er ráð fyrir því að heildarstofn- kostnaður Blönduvirkjunar verði um 77.4 milljarðar gkr. Fljótsdalsvirkjunar 176.2 mill- jarðar og Sultartangavirkjunar 108.6 milljarðar, samanlagt 362.2 milljarðar króna. Síðan eru ýmsar fleiri framkvæmdir sem gert er ráð fyrir í frum- varpinu eins og öllum háttvirt- um þingmönnum er kunnugt um. SAMSTAÐA ER NAUÐSYN- LEG Ég vil taka undir það sem hér hefur komið fram í ræðum manna að um svona stórmál sé æskilegt að hafa sem víðtækasta samstöðu á Alþingi, vegna þess að þau verða ekki framkvæmd nema á löngum tíma. Þó ég óski núverandi ríkisstjórn langra lífdaga er ekki alveg öruggt að hún verði við völd meðan fram- kvæmdir samkvæmt þessu frum- varpi verða framkvæmdar. Þess vegna kallar það á að það sé sem víðtækust samstaða á Alþingi um svona mál. FRAMKVÆMDARÖÐ Um það mál er mikið rætt og ritað, í hvaða röð eigi að ráðast í þessar framkvæmdir. Nú er gert ráð fyrir því að áður en tekin er ákvörðun um fram- kvæmdaröð af Alþingi, skuli liggja fyrii* greinargerðir frá Landsvirkjun, Orkustofnun, Rafmagnsveitum ríkisins og öðrum þeim aðilum, sem ríkis- stjórnin kveður til um þjóð- hagslega hagkvæmni virkjunar- leiða og þýðingu þeirra fyrir raforkukerfi landsins. Ég álít að það séu aðallega tvö sjónar- mið sem þarna komi til greina og hljóti að ráða úrslitum um röðun. Það er í fyrsta lagi þjóð- hagsleg hagkvæmni og það er í öðru lagi öryggissjónarmið. Ég held að þeirri skoðun hafi vaxið fylgi á seinni árum, að það sé skynsamlegt og nauðsynlegt fyr- ir þjóðina að virkja og reisa stóra virkjun utan eldvirku svæðanna og það geti verið var- hugavert að hafa ekki varaafl til staðar ef eitthvað það gerð- ist á svæði Þjórsár sem hefur truflandi áhrif á orkuverin þar. FRAMKVÆMDATÍMI Til þess að gera sér grein fyr- ir hvaða stefnumörkun í virkj- unarmálum felst í þessu laga- frumvarpi, þá vísa ég í fyrsta lagi til þess sem segir í grein- argerðinni að framkvæmdatím- inn sé 10 - 15 ár og til árétting- ar þessu að samkomulag varð um í ríkisstjórninni að stefnt sé að því að ljúka framkvæmdum samkvæmt frumvarpinu á 12 árum. Þetta er ótvíræð stefnu- mörkun í þessum málum og gef- ur að sjálfsögðu til kynna hver framkvæmdahraðinn þarf að vera til þess að þetta sé unnt. Það er því að mínu mati rangt hjá stjórnarandstæðingum að það felist ekki stefnumörkun í frumvarpinu. Ég er þeirrar skoðunar að það sé ekki hyggilegt með tilliti til okkar hagkerfis og ástands í efnahagsmálum að hafa öllu meiri hraða á heldur en hér er stefnt að. Ég hef rætt það mál við ýmsa málsmetandi menn og þeir eru mér sammála í þessu efni. ELDSNEYTISFRAM- LEIÐSLA I öðru lagi segir um stefnu- mörkunina í þessu frumvarpi á blaðsíðu fjögur að eðlilegt sé að Eins og þeir vita sem farið hafa hinn fjölfarna veg í Hall- ormsstað, er brúin á Grímsá orðin heldur hrörleg, enda byggð fyrir aðrar kröfur í um- ferð heldur en nú eru, og að henni er mjög slæm beygja að norðanverðu. Nú er hafin smíði nýrrar brú- ar á ána og verður hún utar heldur en nú er, niður undan Eins og komið hefur fram áð- ur hér í blaðinu hyggst U.Í.A. byggj a hús við íþróttavöllinn á Eiðum til þess að bæta aðstöð- una við völlinn. Þetta hús er nú nær fokhelt, og þegar þetta er ritað á mánudaginn var, var unnið við að steypa gólfplötu hússins. I húsinu verður hreinlætisað- staða og búningsherbergi, ásamt annarri aðstöðu sem sambandið þarfnast við samkomu- og móta- hald á Eiðum. Tilkoma þessa húss bætir aðstöðu við íþrótta- völlinn á Eiðum mjög verulega, en hann hefur verið notaður í vaxandi mæli undanfarin ár með vaxandi mótshaldi sem fylgir blómlegu íþróttalífi hér. Ekki má heldur gleyma sumar- landsmenn setji sér það mark- mið að jafna orkureikning gagn- vart útlöndum fyrir lok aldar- innar. Sumpart með framleiðslu á eldsneyti hér innanlands eftir því sem hagkvæmt getur talist og með tilliti til öryggis í orku- málum, svo og með útflutningi afurða orkufreks iðnaðar til gjaldeyrisöflunar. Með þessu væri jafnframt náð því mark- miði að þjóð sem býr ríkulega að orku að tiltölu við fólksfjölda og Islendingar gangi ekki á orkuforða annarra þjóða. Hér er einnig viðmiðun. VIRKJANIR UTAN SUÐ- VESTURLANDS Þá er það merkilegt við þetta frumvarp að hér er í fyrsta sinn leitað lagaheimildar fyrir meiri háttar virkjun utan Suð- framhald á bls. 3 bænum Ulfsstöðum. Vegur hef- ur nú verið lagður að brúnni austan Grímsár, en eftir er að yfirkeyra hann. Eins og fram kom í vegaá- ætlun sem birt var í síðasta blaði, eru ætlaðar 3.90 milljónir nýkróna til verksins nú í sumar. Ætlunin er að ljúka brúargerð- inni fyrir það fé. hátíðum U.Í.A. sem haldnar hafa verið á Eiðum og eru hin- ar myndarlegustu samkomur eins og þeir vita sem þær hafa sótt. Vinna af skynsemi, Sverrir Fyrir mistök í prentsmiðju brenglaðist fyrirsögn á forsíðu síðasta tölublaðs. Fyrirsögnin átti að vera VINNA AF SKYN- SEMI, SVERRIR, en ekki: Minna af skynsemi, Sverrir. Biðjum við greinarhöfund og lesendur velvirðingar á þessum leiðu mistökum, en prentvillu- púkinn getur verið erfiður við- ureignar. Prentarinn. Ný brú á Grímsá Húsbyððing II.U. d Eiðum

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.