Austri


Austri - 05.06.1981, Blaðsíða 3

Austri - 05.06.1981, Blaðsíða 3
Egilsstöðum, 5. júní 1981. AUSTRI 3 anglýsir: Nýkomið í vefnaðarvörudeild! Fyrir sumarið: — liáskólabolir margar stærðir -—- svartir bolir, aðeins kr. 20 — ljósir bolir í mörgum gerðum og litum, langerma og stutterma . Fótboltaskór, Hummel Jakkar, leðurlíki Barnafatnaður í járnvörudeild! Gólfteppi og mottur í úrvali Gólfdúkar Garðverkfæri Handverkfæri Nú er tíminn til að mála Utimálning í óskalitunum, Polytex Fúavarnarefni Gori og Solignum. Kaupfélog Hérndsbún Egilsstöðum Philco þvottavélar Ariston þvottavélar Ignis kæliskápar Ignis eldavélar Black & Decker garðsláttuvélar Black & Decker handverkfæri Tudor bílarafgeymar Sönnac bílarafgeymar Svedbergs baðherbergisskápar Reiðhjól í flestum stærðum Lucifer útigrill Tjöld og viðlegubúnaður. Garðhúsgögn væntanleg á mjög góðu verði. V. E. G. Eskifirði. Bókasafnið verður opið frá 1. júní til 1. ágúst sem hér segir: þriðjudaga frá kl. 17 - 19 fimmtudaga frá kl. 17 - 21 Bókasafn Héraðsbúa Menntaskólanum Egilsstöðum sími 1546 ________________________________________________________ Roforkuver Framhald af bls. 1 vesturlandsins og eins og ég hef áður tekið fram þá er það mjög hyggileg stefna með tilliti til öryggis. 1 þessum þýðingar- miklu málum er engin spurn- ing um það að dreifing stórra virkjana um landið eykur á ör- yggi í orkumálum og hring- tenging eða samtenging orku- veranna nýtir betur hina mis- munandi eiginleika íslenskra fallvatna til orkuframleiðslu. ORKUFREKUR IÐNAÐUR Það hefur verið rætt talsvert í þessum umræðum um orku- frekan iðnað og það fer auðvit- að ekkert á milli mála að það er gert ráð fyrir honum í þessu frumvarpi eins og ég var raun- ar að lesa hér áðan úr greinar- gerð fyrir frumvarpinu. Ég hafði fyrir mína parta áður gert grein fyrir heildarstefnu sem ég álít að sé skynsamleg í þessum málum á næsta áratug og áratugum og hér eru menn auðvitað að hugsa um alllangan tíma. Orkufrekur iðnaður hefur komið til tals á Austurlandi. Þar hafa viðhorf manna í þeim efn- um breyst frá því sem var fyrir fáum árum. Menn hafa nú miklu meiri áhuga á orkufrekum iðn- aði eystra heldur en var fyrir stuttu síðan. Rétt er þó að geta þess að mönnum er ljóst að ef slíkur orkufrekur iðnaður er stór þá getur það leitt til byggð- aröskunar, og þess vegna er það að menn hafa í huga orkufrekan iðnað af þeirri stærðargráðu sem samrýmist þeim staðhátt- um sem nú eru á Austurlandi. Þegar þetta mál var til með- ferðar í ríkisstjórninni þá bar ég fram tillögu um að við fyrri áfanga Fljótsdalsvirkjunar verði gert ráð fyrir orkufrekum iðnaði á Austurlandi, og að það kæmi fram í greinargerð með þessu frumvarpi. Með því að iðnaðarráðherra féllst á að láta efni þessarar tillögu koma fram í framsöguræðu á Alþingi sam- þykkti ég að standa að fram- lagningu málsins. Ég legg mikla áherslu á það að þegar virkjunarkostirnir þrír þ.e. Fljótsdalsvirkjun, Blanda og Sultartangavirkjun verða bornir saman þá fylgi Fljóts- dalsvirkjun orkufrekur iðnaðar- kostur á Austurlandi, sem sjálf- sagt verður staðsettur á Reyð- arfirði. Ég óttast það og hef látið þá skoðun í ljósi áður, að ef svo yrði ekki þá væri Fljóts- dalsvirkjun nánast úr leik í fyrstu lotu. En það kemur auð- vitað fyrst í ljós þegar þessir kostir verða bornir saman. Garðeigendur Austurlandi Höfum á boðstólum fjölbreytt úrval trjáplantna og runna. Gerið pantanir tímanlega hjá umboðs- mönnum okkar á Austurlandi. Bakkafjörður Járnbrá Einarsdóttir símstöð Yopnafjörður Una Einarsdóttir 3247 Egilsstaðir Gunnar Gunnarsson 1158 Boragrfj. eystri Arngrímur Magnússon Eiðalireppur Sigrún Björgvinsdóttir Eiðum Hjaltastaðahr. Jón Þórðarson Grænuhlíð Seyðisfjörður Bjarni Þorsteinsson 2191 Neskaupstaður Jón Þorgeir Þorgeirsson 7726 Eskifjörður Sigtryggur Hreggviðsson 6230 Reyðarfjörður Kristinn Briem 4171 Fáskrúðsfjörður Hjálmar Guðjónsson 5141 Stöðvarfjörður Petra Sveinsdóttir 5834 Breiðdalsvík Geirlaug Þorgrímsdóttir 5662 Beruneshr. Sigurður Þorleifsson Karlsstöðum Djúpivogur Óli Björgvinsson 8866 Höfn Hornafirði Ásgrímur Halldórsson 8228 Á næstu dögum verða farnar sérstaklega auglýst- ar söluferðir á alla ofangreinda staði. SKÓGRÆKT RÍKISINS 707 Hallormsstað STÓRÚTSALA ARISTON hefst á föstudag. Allt á að seljast. Gerið góð kaup. þvottavélin tekur bæði heitt og kalt vatn. Vinding 600 snúning- ar. Kostar aðeins kr. 6988. V. E. G. Egilsstöðum. V. E. G. Eskifirði.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.