Austri


Austri - 05.06.1981, Blaðsíða 4

Austri - 05.06.1981, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 5. júní 1981. AMfmHlgr Koupjéldgn'ns Frim, Hcshaupsteð Aðalfundur Kaupfélagsins Fram á Neskaupstað var hald- inn nú nýverið. Af því tilefni hafði blaðið samband við Gísla Haraldsson kaupfélagsstjóra, og innti hann eftir afkomu félags- ins á liðnu ári og því sem helst er á döfinni hjá Kaupfélaginu um þessar mundir. YELTA Velta félagsins á árinu sem leið varð g.kr. 2.460.788 og jókst um 52% frá árinu áður. Sala verslana jókst um 53%. Velta félagsins skiptist þannig að sala verslunardeilda er 1.858.864.00, iðnaður kr. 109.734.000.00, mjólkurafurðir 234.046.000.00 og aðrar afurðir 258.144.000.00. ÚTHLUTUN TEKJUAF- GANGS Eftir að afskrifað hafði verið eins og lög leyfa var tekjuaf- gangur af rekstri félagsins g.kr. 3.141.000.00 Fundurinn tók á- kvörðun um úthlutun tekjuaf- gangs, og var úthlutað 25% í varasjóð. Auk þess var úthlutað ki'. 250 þús. g.kr. til Skógrækt- arfélags Neskaupstaðar og kr. 250 þús. til Sjálfsbjargar. FJÁRFESTINGAR Lokið var við nýtt verslunar- hús á árinu og er það á Nes- bakka. Þetta er matvörubúð fyr- ir nýju hverfin í bænum og var þetta stærsta framkvæmd fé- lagsins og var fjárfest í henni fyrir 40 milljónir g.kr. á árinu. I mjólkurbíl var fjárfest fyrir 18 milljónir króna, en keyptur var tankbíll á árinu. Auk þess var keyptur vélakostur í brauð- gerð, ásamt minni lagfæringum og viðhaldi. LANDBÚNAÐURINN Mjólkurstöðin tók á móti 700.565 lítrum á árinu og var það 3.7% minnkun frá árinu á undan. Slátrað var 3941 kind, en árið 1979 var slátrað 4324 kindum. KOSNINGAR Kaupfélagið Fram er ein deild og á aðalfundi þess eiga allir félagar rétt á setu. I stjórn félagsins eiga nú sæti: Eyþór Þórðarson, formaður, Jón Bjarnason Skorrastað, Ragnar Sigurðsson, Neskaupstað, Há- kon Guðröðarson, Miðbæ og Friðrik Vilhjálmsson, Neskaup- stað. Endurskoðendur eru Aðal- steinn Jónsson, Ormsstöðum og Hálfdán Haraldsson. Kaupfélagið Fram rekur nú þrjár matvöruverslanir, bygg- ingavörudeild, vefnaðarvöru- deild, kjötfrystihús, mjólkur- stöð, brauðgerð, skipaafgreiðslu, umboð fyrir Olíufélagið hf. og umboð fyrir Samvinnutrygging- ar. Kaupfélagsstjóri er eins og ifyrr segir Gísli Haraldsson. Fyrsti dfangi Vonarlands tehinn í nothun Nú er undirbúningi að verða lokið að opnun þjónustumið- stöðvar fyrir þroskaheft fólk á Austurlandi, sem nefnd er Von- arland og reist er á Egilsstöðum á vegum Styrktarfélags vangef- inna á Austurlandi. Ryggingarframkvæmdir hafa verið undir yfirumsjón fram- kvæmdadeildar Innkaupastofn- unar ríkisins, en fjármagn til verksins hefur komið úr Fram- kvæmdasjóði öryrkja og þroska- heftra, sem heyrir undir félags- málaráðuneytið. Mun Vonarland verða fyrsta stofnun sinnar tegundar, sem frá upphafi býður upp á þjón- ustu í samræmi við lög frá Al- þingi um aðstoð við þroskahefta, er tóku gildi 1. janúar 1980. Þjónustugreinar Vonarlands verða í meginatriðum fjórþætt- ar. Þar geta foreldrar þroska- heftra barna fengið ráðgjöf um meðferð og þjálfun barna sinna. Einnig, ef á þarf að halda, vist- að þau í dagvistun, skammtíma- vistun eða langtímavistun, eftir því sem við á hverju sinni og samkomulag verður um. I dagvistun er aðstaða til þess að taka á móti tíu einstakling- um á dag, í langtímavistun 6 og í skammtímavistun 4 hverju sinni og er hámarksdvalartími í skammtímavistun 3 mánuðir á ári. Þannig geta verið allt að tuttugu einstaklingar í þjálfun samtímis. Þau hús Vonarlands, sem nú verða tekin í notkun eru aðeins fyrsti áfangi þeirra húsa, sem fyrirhugað er að reísa til þjón- ustu við þroskaheft fólk á Aust- urlandi. Markmið Vonarlands miðar að því að hæfa þroskahefta ein- staídinga sem þar njóta þjón- ustu að samfélaginu eftir því sem geta þeirra og aðstæður leyfa. Forstöðumaður Vonarlands er Bryndís Símonardóttir. Ráðstefna á Hallormsstað 12. júní, um áhrif stórfram- kvæmda á Austurlandi Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi gengst fyrir ráðstefnu á Hallormsstað þann 12. júní um áhrif stór- framkvæmda á Austurlandi. Halldór Árnason iðnþróunar- fulltrúi tjáði blaðinu að tilgang- ur ráðstefnunnar væri að ræða áhrif þessara framkvæmda á atvinnulíf í fjórðungnum, og hins vegar hver áhrifin yrðu á þróun sveitarfélaganna. Ráð- stefnan er öllum opin, og eink- um skal atvinnurekendum bent á að sækja hana þar sem málið snertir allt atvinnulíf í fjórð- ungnum. Meðal þess sem rætt verður er hvernig virkj anaframkvæmd- um og framkvæmdum við kísil- málmverksmiðju verður háttað, hvernig þeim verður skipt niður í verkþætti, svo að austfirsk fyrirtæki geti gert sér grein fyrir hverja þeirra þau hugsanlega geti tekið að sér og í hve ríkum mæli fyrirtæki hér í fjórðungnum eiga að beina sér inn á þessar framkvæmdir. Einnig hvernig sveitarfélögin eiga að bregðast við þeirri þenslu sem slíkar framkvæmdir munu skapa, hver áhrifin verða á vinnumarkaðinn, og hver verða áhrifin á jaðarbyggðirnar í fjórðungnum með tilliti til at- vinnu. Ráðstefnan stendur í tvo daga og fyrri daginn verður einkum rætt um virkjunarfram- kvæmdir og tala þá Páll Ólafs- son staðarverkfræðingur Lands- virkjunar, Sigmundur Frey- steinsson frá verkfræðiskrif- stofu Sigurðar Thoroddsen, Ól- afur Jensson frá Rarik, auk iðnaðarráðherra sem mun á- varpa ráðstefnuna. Einnig tala þeir Ingimundur Sigurpálsson frá Framkvæmda- stofnun ríkisins um styrkingu jaðarbyggða, Halldór Árnason iðnþróunarfulltrúi um uppbygg- ingu atvinnulífs og Stefán Thors, frá skipulagsstofnun Austurlands, um hlutverk skipu- lags í byggðaþróun. Seinni daginn verða rædd stóriðjumál, og halda þá erindi Finnbogi Jónsson, formaður verkefnisstjórnar um kísil- málmverksmiðju, Jón Stein- grímsson frá íslenska járn- blendifélaginu ræðir um fram- kvæmdir í ljósi reynslunnar frá Grundartanga, Pétur Stefáns- son verkefnisstjóri staðarvals- nefndar ræðir þætti sem áhrif hafa á staðarval verksmiðjunn- ar. Þá ræðir Magnás Magnússon verkfræðingur frá iðntækni- stofnun notkun raforku við há- hita og Hörður Jónsson fram- kvæmdastjóri þróunardeildar iðntæknistofnunar ræðir um hvernig Austfirðingar geta nýtt sér stórframkvæmdir í fjórð- ungnum til iðnaðar og atvinnu- uppbyggingar. Á ráðstefnunni verða almenn- ar umræður, og eins og áður segir er hún öllum opin, og þátt- takendur sem vildu gista á Hallormsstað geta fengið þar svefnpokapláss nær ótakmarkað, þótt gistirými sé þar takmarkað við vissan fjölda. Smyrill kominn í fyrstu ferð sína á þessu sumri Færeyska bílferjan Smyrill kom til Seyðisfjarðar í fyrstu ferð sína á sumrinu, þriðjudag- inn 2. júní. Mun skipið fara 14 ferðir hingað í sumar og verða á Seyðisfirði síðdegis á þriðju- dögum. í tilefni af komu skips- ins hafði útgerðin boð inni fyrir nokkra gesti og bauð Jónas Hallgrímsson bæjarstjóri skip- ið og áhöfn þess velkomna. Þetta er sjöunda sumarið sem Smyrill heldur uppi siglingum til Seyð- isfjarðar. Aðstaða til afgreiðslu Smyrils hefur verið bætt mjög og hefur verið steyptur hafnarkantur og er þar nú gott athafnapláss. Einnig stendur yfir stækkun á vöruskemmunni á hafnarbakk- anum, en þar fer tollafgreiðsla fram. Með skipinu kom fjöldi bíla í þessari fyrstu ferð og nokkrir bílar fóru utan. Einnig fóru með skipinu 24 tonn af vörum til Færeyja. Þetta voru landbúnað- arafurðir frá Kaupfélagi Hér- aðsbúa, mestmegnis svið, einnig svokallaður saltmör, lifur og hjörtu. Landbúnaðarafurðir, kjöt og innmatur hafa verið fluttar út með skipinu í nokkr- um mæli undanfarin sumur. Það er Strandfararskip lands- ins í Færeyjum sem gerir út Smyril og heldur hann uppi siglingum yfir sumarmánuðina milli Færeyja, íslands, Bergen og Scrabster í Skotlandi og einnig hefur hann viðkomu í Hanstholm á Jótlandi.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.