Austri


Austri - 26.06.1981, Side 1

Austri - 26.06.1981, Side 1
Aðalfundur S.I.R. í Valaskjálf Aðalfundur Sambands ís- lenskra rafveitna var haldinn í Valaskjálf nú í vikunni og hófst á mánudagsmorguninn með því að Aðalsteinn Guðjónssen raf- magnsveitustjóri í Reykjavík flutti setningarávarp. Hjörleif- ur Guttormsson iðnaðarráð- herra ávarpaði síðan fundinn, en hann sátu fulltrúar frá hin- um ýmsu rafveitum landsins, á- samt mökum og einnig fulltrúar frá þeim stofnunum sem um orkumál fjalla. Alls voru þetta um 150 manns. Iðnaðarráðherra fjallaði í á- varpi sínu um markmið í orku- málum. Kvað það eðlilegt mark- mið í orkuöflun að jafna orku- reikning landsmanna til alda- móta. í þeirri orkunýtingu þyrfti að vera virkt íslenskt for- ræði. Hann sagði að nú væri unnið að ítarlegri áætlun um Eins og menn rekur minni til, fannst allvænn silfursjóður grafinn í jörðu á Miðhúsum, í hinni fornu Eiðaþinghá, s.l. haust. Fundur þessi þótti merkileg- ur og vakti mikla athygli, enda hinn stærsti sinnar tegundar, sem fundist hefur hér á landi. Dr. Kristján Eldjárn, sem staddur var á Egilsstöðum þeg- ar silfrið fannst, og athugaði það fyrstur fræðimanna, kvað þennan atburð svo merkann, að það væri a.m.k. á við meðal Heklugos. Þór Magnússon þjóðminja- vörður kom þegar austur og rannsakaði fundarstaðinn, á- samt dr. Kristjáni Eldjárn. Þjóðminjavörður hafði síðan sjóðinn með sér til Reykjavík- ur, en samkvæmt lögum á ríkið slík verðmæti, er í jörðu finnast. meginframkvæmdir næstu ára, og reynt yrði að ná samkomu- lagi um útfærslu Landsvirkjun- ar með tilliti til virkjana á Norður og Austurlandi. Varðandi orkunýtinguna kvað hann nauðsynlegt að efla orku- nýtingardeild innan iðnaðar- ráðuneytisins og tryggja eðli- legt frumkvæði iðnaðarráðu- neytisins í samstarfi við aðra um orkunýtingu. Hann sagðist þeirrar skoðunar að stofna bæri ríkisolíufélag sem hefði sam- starf við önnur olíufélög um at- huganir og þróun nýjunga og umsjón með öryggisþáttum. Hann boðaði frumvarp um eign- arrétt á virkjunar- og háhita- svæðum í haust. Dr. Jóhannes Norðdal, seðla- bankastjóri flutti erindi á fund- inum og ræddi ákvarðanir í orkumálum og fjárhagslega Síðan hefur sjóður þessi verið til sýnis í Þjóðminjasafninu og athuganir farið fram á silfrinu, m.a. hreinleika þess. Hins vegar var alltaf áform- að, að sjóðurinn yrði sýndur hér eystra sérstaklega. Nú hef- ur orðið af því, og verður silfrið til sýnis í Búnaðarbankanum á Egilsstöðum fyrst um sinn, á venjulegum opnunartíma bank- ans. Enginn hefur enn getað ráð- ið þá gátu, hvaðan þetta silfur er, eða hvers vegna það var fólg- ið í jörðu nálægt garði á Mið- húsum. Hins vegar telja fræði- menn augljóst, að silfrið sé frá víkingaöld og hafi, á þeim tíma er það var grafið, verið gang- silfur, þ.e. notað sem gjaldmiðill en ekki sem kvensilfur, enda þótt meiri hluti þess séu í upp- hafi skartgripir. stöðu rafiðnaðarins í landinu. Hann kvað skuldir raforkukerf- isins í erlendum lánum vera 44% af heildarskuldum þjóðar- búsins erlendis. Fjárhagsstöðu og arðgjöf í raforkuiðnaöi kvað hann slæma og skuldir vegna framkvæmda við byggðalínur Hrauneyjarfoss og Kröflu væru fyrir utan reksturinn. Taka þyrfti ákvörðun um hver ætti að reka byggðalínur í framtíð- inni. Um ákvarðanir í virkjunar- málum sagði Jóhannes Norðdal að ekki væri verjandi að taka ákvarðanir um nýjar stórvirkj- anir nema fyrir lægju áætlanir um hagkvæma stóriðju. Slíkt tæki óhjákvæmilega tíma. Vatnsveitur á Þórisvatns- Síðastliðinn þriðjudag voru opnuð tilboð í byggingu sex verkamannabústaða á Borgar- firði eystra. Þrír aðilar buðu í verkið og áttu heimamenn lægsta tilboðið 2.785.625.00 sem var nálega sama upphæð og á- ætlun húsnæðismálastjórnar hljóðaði upp á. Helgi Valdimars- son í Garðabæ átti tilboð upp á 3.955.497.00 og Stokkahús hf. 4.112.515.91. Ætlunin er að byggja þessar sex íbúðir í sumar og skila fyrstu 2 húsunum 15. janúar, tveim 15. febrúar og tveim 15. apríl. Fimm aðilar hafa þegar falað þessi hús. Stjóm verka- mannabústaða athugar nú til- boðin, og mun innan tíðar semja um verkið. Sunrnrlejffi Vegna sumarleyfa í prent- smiðju og fjarveru ritstjóra verður næsta blað af Austra það síðasta sem út kemur að sinni, og kemur það út föstudaginn 3. júlí. svæðinu ásamt Hrauneyjarfossi mundu anna almenna raforku- markaðnum út þennan áratug. Að loknu erindi Dr. Jóhann- esar Norðdal hófust frjálsar umræður og einnig voru venju- leg aðalfundarstörf seinna um daginn, nefndarkjör og skýrsl- ur stjórnar. Einnig voru mál- efni rafveitna rædd. Þriðjudaginn 23. júní hélt Guðmundur Magnússon há- skólarektor erindi um fjár- mögnun og verðlagningu í raf- orkuiðnaði og Steinar Friðgeirs- son verkfræðingur talaði um töp í raforkukerfum. Á miðvikudaginn var farið á virkjunarsvæði Fljótsdalsvirkj- unar í skoðunarferð, en fundin- um lauk á þi'iðjudaginn. GÓÐ AFLABRÖGÐ Mjög góður afli hefur verið á handfæri á Borgarfirði og eru trillurnar farnar að róa. Einn bátur er á línu, bátur Karls Sveinssonar og hefur hann feng- ið mjög góðan afla, upp í 4 tonn í róðri. Mjög hefur því lifnað yfir atvinnulífi á Borgarfirði að sögn Björns Aðalsteinssonar sem sendi blaðinu þennan pistil. Nýlega var stofnað á Borgar- firði hlutafélag sem hlotið hefur nafnið Álfasteinn hf. Ætlunin er að nýta hið fágæta grjót sem víða finnst þar í sveit til fram- leiðslu, og verður nánar sagt frá þeirri starfsemi síðar. Blaðið hefur göngu sína aftur síðari hluta ágústmánaðar og kemur blaðið væntanlega út aft- ur föstudaginn 28. ágúst. Prentsmiðjan verður lokuð frá 7. júlí til 3. ágúst. Silfursjóðurinn er kominn aftur TiM opnuð í MmmIMí ií Borgarfirði eystri

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.