Austri


Austri - 26.06.1981, Blaðsíða 2

Austri - 26.06.1981, Blaðsíða 2
2 AUSTRI Egilsstöðum 26. júní 1981. Otgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi. I Ritstjóri og ábyrgðarmaður: | Jón Kristjánsson, sími 97-1314. | Afgreiðsla og auglýsingar: Kristrún Jónsdóttir, sími 97-1151. HÉRAÐSPRENT SF. Einstaklingshyggja - félagshyggja - ríkishyggja Eitt af því sem miklu ræður um það hvernig þjóðfélagið þróast á næstu árum er það rekstrarform sem nýjum fyrirtækjum er valið, ekki síst ef þau eru stór á okkar mælikvarða. Rekstrarfoim stærri fyrirtækja getur skipt sköpum um það, hvort þjóðfélagið þróast til þess sem má kalla einstaklingshyggj u, félagshyggju eða ríkishyggju. Ekki þarf að lýsa því hér, að sterkur áróður hefur verið reldnn fyrir einstaklingshyggjunni og kapítalismanum sem henni er ná- skyld. Þar er fjármagnið sett ofar fólkinu, og fjárhagsleg mark- mið eru ávallt í fremsta sæti. Einstaklingarnir sem eiga og reka fyrirtækin eru frjálsir að því að ráðstafa fjármunum eftir vild, leggja niður rekstur hér og reisa hann þar, án þess að landamæri, eða hagsmunir fólksins sem við framleiðsluna vinnur ráði nokkru eða komi þar nokkuð nærri. Þótt þetta fyrirkomulag eigi sér talsmenn hérlendis, og þá nokkuð öfluga, held ég að fullyrða megi að þetta er ekki það fyrir- komulag sem við viljum hafa við okkar atvimiuuppbyggingu í náinni framtíð. Á hinn bóginn er fyrirkomulagið, sem kalla má ríkishyggju. Þar er ríkið langstærsti hluthafinn í atvinnufyrirtækjunum, og það er ekki nóg með það heldur er öll forsjá í þess höndum og allt frumkvæði á að koma þaðan. Þetta fyrirkomulag ber líka að var- ast. Það er áreiðanlega ekki til framdráttar fyrirtækjarekstri að vera stjórnað úr ráðuneytum, af mönnum sem ekki standa í dag- legri stjórnun fyrirtækjanna og bera takmarkaða ábyrgð að því leyti. Það ber að athuga vel sinn gang, áður en þessi leið er valin. Of mikil ríkisforsjá á þessum sviðum er varhugaverð. Það vill svo vel til að þriðja leiðin er til, og það er leið félags- hyggjunnar. Það er sú leið að blandað eignarform ríki á atvinnu- starfseminni. Hún sé í eigu félagssamtaka fólksins, samvinnu- hreyfingar, verkalýðsfélaga, ríkis og einstaklinga. Ef hægt er að velja atvinnustarfseminni slíkt form, er það langfarsælast, og búa þannig um hnútana að stjórnun hennar og frumkvæði í atvinnu- rekstri sé hjá fólkinu og komi því við og ákvarðanirnar séu tekn- ar af mönnum sem standa í ísköldum veruleika atvinnustarfsem- innar frá degi til dags. Þetta kom leiðarahöfundi í hug vegna þess að nú liggja á borð- inu áætlanir og frumvörp um iðnaðaruppbyggingu á nokkrum sviðum, og athuganir hafa verið í gangi um nokkur allstór fyrir- tæki á iðnaðarsviðinu, og áform eru uppi um fleiri. Við uppbygg- ingu þessarar atvinnustarfsemi þarf að gæta mjög vel að þessu atriði, hver á að reka fyrirtækin og bera ábyrgð á rekstri þeirra og hafa frumkvæðið um þróun þeirra. Það ber að varast að ganga að þessum verkum með því hugarfari að ríkissjóður og ráðuneyti sé ein allsherjar forsjá, og aðalverk stjórnenda þeirra í náinni fram- tíð eigi að vera að sitja í ráðuneytum, eða anddyri Alþingishúss- ins til þess að sækja leyfi og frumkvæði til manna sem eiga að sitja á bak við lokaðar dyr, og hugsa fyrir þessa menn. Stærstu verkefnin í íslensku atvinnulífi til þessa hafa ekki verið unnin á þennan hátt, og það er óþarft að taka það fyrirkomulag upp nú. Þriðja leiðin er til, leið félagshyggjunnar og hún tryggir fólk- inu aðgang að fyrirtækjunum og stjórnendum visst frelsi til þess að takast á við ný verkefni og þróa atvinnustarfsemina til hags- bóta fyrir fólkið í landinu. J. K. jSiít úr bverri úttiitifi Eyvindarstaðaheiði heitir afréttar- land, sem lig'g-ur suðvestur frá Skaga- firði, og nær allt upp til Hofsjökuls milli Blöndu og Vestari-Jökulsár, en hún er önnur upptakakvísl Héraðs- vatna. Austur þaðan heitir Hofsaf- rétt. Landslagi er svo háttað á heiði þessari, að hálendishryggur verður um hana miðja, breiður mjög, en eigi allhár. Nær hann frá jöklinum norður að byggðafjöllunum vestan Skagafjarðar og skiptir vötnum milli meginánna. Ekki hefur hrygg- urinn sérstakt nafn, en tíðast er hann kallaður Hraunin eða á hraun- unum, og eru þar þó eldhraun engin, heldur samfelld grágrýtisauðn, gróð- urlaus að mestu og ýfð í langar öld- ur, sem hraungarðar heita. Austan við þennan hrygg dregur í dal að Jökulsá. Dýpkar hann norður og nefnist þá Goðdaladalur. Hann er óbyggður og liggur niður Vesturdal milli Goðadala og Hofs. Þetta er upphafið á lýsingu Pálma Hannessonar rektors og náttúrufræð- ings á Eyvindarstaðaheiði. En þessi heiði hefur komið við sögu í umræð- um um Blönduvirkjun, því a.m.k. hluti hennar fer undir vatn ef farið verður eftir þeirri áætlun sem nú liggur fyrir um virkjun Blöndu. Indriði G. Þorsteinsson skáld og rit- höfundur er fæddur og uppalinn í Gilhaga í Tungusveit, í nágrenni við heiðalöndin og öræfin. Sér þess víða stað í skáldverkum hans, hann fór ungur í göngur þar inn á heiðarnar. Indriði orti vísur um Eyvindarstaða- heiði, þær eru svona. VÍSUR UM HEIÐINA Á Eyvindarstaðaheiði eru ríðandi menn á þeytingi að reka rollur því réttirnar hefjast senn. Þarna hafa þeir hóað að haustinu alla tíð og tafizt við torrækar kindur í Tungum og Brunnahlíð. í göngum í hörðum hríðum þeir hafa í villum lent en komizt klakklaust til byggða þótt kindurnar hafi fennt. Enginn veit að hverju er leitað um auðnir, mela og sand. Á Eyvindarstaðaheiði er illfundið beitarland. Þó er það keppikefli að komast í göngur þar því sögurnar grasið sýna í síbreiðum alls staðar. Ég trúði um grænar grundir gengi sauðkindin frjáls. Einungis svartan sandinn ég sá yfir Þingmannaháls. Þótt blásin og ber séu hraunin og blökk eins og erfðasynd er Eyvindarstaðaheiðin elskuð af manni og kind. Svo er hér ein vísa eftir Þorstein í Gilhaga föður Indriða. Margan hendir manninn hér meðan lífs er taflið þreytt að hampa því sem ekkert er og aldrei hefur verið neitt. „Örnefni eru mikilvægur hluti um- hverfis okkar og menningar. Þau auðkenna hvers konar staði og eru í sjálfum sér ómetanleg menningar- verðmæti, sem mikil áhrif hafa á heimúð manna og unan. Örnefnagæzla er því mikilvægt hagsmunamál samfélagsins. Samfé- lagið verður að sjá örnefnaarfinum borgið og gæta þess, að nýjar nafn- giftir fari þannig úr hendi, að ör- nefnin verði vel nothæf og menning- ararfurinn varðveitist í samfélagi, sem er sífelldum breytingum undir- orpið. I öllum norrænum löndum hafa þjóðfélögin komið á fót stofnunum, sem hafa það hlutverk að safna ör- nefnum, vinna úr þeim og gera þau aðgengileg almenningi. Allir þeir að- ilar, sem fjalla um nafngiftir, eiga kost á að notfæra sér efnivið og sér- þekkingu örnefnastofnananna og ættu ekki að láta það undir höfuð leggjast.” — Qeqertaq er í firði, sem var full- ur af borgarís á reki, og skipstjóri okkar var því ekkert hrifinn af leg- unni, en Karl frændi áleit það per- sónulega móðgun við sig, ef einhver leyfði sér að gagnrýna byggð hans eða fjörðinn. Við fengum því ekki að hreyfa okkur þaðan, fyrr en búið var að halda mikla íþróttahátíð til heið- urs okkur. Komu þangað kappar úr öðrum byggðarlögum og háðu glímu. Sá, er undir varð í viðureigninni, fékk staup af brennivíni, — sigur- vegaranum var heiðurinn af að hafa unnið nægileg verðlaun. Ég komst að því síðar, að þetta er einkennandi fyr- ir íþróttahugarfar Eskimóa. — P. Freuchen. Gleði mín og æskuár undur lífsins, tíbrá vafið þjáning, raunir, tregatár týnist allt í sama hafið. Þóroddur Guðmundsson frá Sandi. Margan hendir manninn hér meðan lífs er taflið þreytt. Að hampa því sem ekkert er og aldrei hefur verið neitt. Þorsteinn Magnússon í Gilhaga. BÍLL TIL SÖLU! Til sölu er Fiat fólksbifreið 125 P, árgerð 1980, ekinn 5000 km. Upplýsingar í síma 7298, Neskaupstað.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.