Austri


Austri - 18.09.1981, Blaðsíða 1

Austri - 18.09.1981, Blaðsíða 1
Menntaskólinn á Egilsstöðum settur Rannsóhnir d fljótsdalsheiði - leitoí frepo hjd Oddi Siourðssyni jnrðfneðingi Menntaskólinn á Egilsstöð- um var settur í Egilsstaðakirkju síðastliðinn sunnudag. Sr. Ein- ar Þ. Þorsteinsson á Eiðum flutti hugvekju og Vilhjálmur Einarsson skólameistari flutti skólasetningarræðu. Jón Ólafur Sigurðsson og Ólafur Arason léku saman á trompet og orgel. 1 skólasetningarræðu Vil- hjálms kom fram að þetta er í þriðja sinn sem Menntaskólinn er settur, og í upphafi vetrar á haustönn stunda nám í honum 202 nemendur. Líkur eru til að bætist við á vorönn og þá stundi 215 - 220 nemendur nám við skólann. Skólinn er yfirfullur og ekki er hægt að taka við fleiri nem- endum í heimavistir og húsnæð- isvandræði hafa verið mjög mik- il í haust Nú er tilbúin botnplata fyrir nýju heimavistarhúsi og samn- ingar standa yfir um að það verði gert fokhelt fyrir áramót. Vilhjálmur sagði að skólinn hefði vaxið það ört að umfangi, að þörf hefði verið viðbótarfjár- veitinga til hans bæði til rekstr- ar og til uppbyggingar. Þakkaði hann þeim sem hefðu þar að unnið og þakkaði þingmönnum Austurlands góða samstöðu um þessa stofnun og hét á þá að duga vel hér eftir sem hingað til í því að byggja upp þessa stofnun, sem reynslan hefði sýnt að mikil þörf væri fyrir á Austurlandi. STARFIÐ í SKÓLANUM Að sögn Vilhjálms hefur starfið í skólanum gengið vel þrátt fyrir þrengsli og byrjun- arörðugleika, og hafa allir aðilar nemendur, kennarar og starfs- fólk lagt sig fram um að svo mætti ganga. Þrír fastráðnir kennarar hættu störfum í haust, en fjórir nýir taka til starfa í fullri stöðu, þeir Helgi Ómar Bragason, Jón Ingi Sigurbjörns- son, Kristján Kristjánsson og Sigurjón Hauksson. Alls starfa við skólann í vet- ur 22 kennarar með stundakenn- urum. Nýr ritari hefur tekið til starfa við skólann, Svala Egg- ertsdóttir. Við skólann er uppeldisbraut f jölmennust. í vetur verður haf- in kennsla á nýrri braut, bú- tæknibraut. Hafa ráðunautar Búnaðarsambands Austurlands aðstoðað við að koma henni á fót, og munu annast kennslu í þeim greinum sem henni til- heyra. GÓÐAR GJAFIR Skólanum hafa borist góðar gjafir síðan hann tók til starfa, og skýrði Vilhjálmur frá því að honum hefðu borist kr. 7500 að gjöf frá Austfirðingafélaginu í Reykjavík, sem ætlaðar eru til þess að efla leikni í beitingu móðurmálsins. Þá afhenti Þor- steinn Sigurðsson læknir mál- verk, sem ekkja Þorsteins M. Jónssonar, Sigurjóna Jakobs- dóttir færir skólanum. Málverk- ið er eftir Jóhannes Kjarval, málað árið 1921 af bænum Út- nyrðingsstöðum á Völlum, sem var fæðingarstaður Þorsteins M. Jónssonar. Þorsteinn var þjóðkunnur maður á sinni tíð, og eitt af þeim málum sem hann bar mjög fyrir brjósti var stofn- un Menntaskóla á Fljótsdals- héraði. Sigurjóna Jakobsdóttir var viðstödd afhendinguna og flutti skólanum árnaðaróskir. Tíðindamaður blaðsins hitti Odd Sigurðsson jarðfræðing hjá Orkustofnun, að máli, er hann var á leiðinni inn á Fljótsdals- heiði, en hann hefur unnið þar að rannsóknum ásamt öðrum Orkustofnunarmönnum í sumar. Leitaði ég frétta af því hvernig rannsóknir gengju og hvenær þeim lyki á þessu hausti. HÁLFUR MÁNUÐUR EFTIR Oddur sagði að eftir næsta úthald á heiðinni sem yrði um hálfur mánuður ætti rannsókn- um að mestu að verða lokið og ekki nema eftirhreytur eftir. Rannsóknir hafa tekið til allra þátta væntanlegra virkjunar- mannvirkja, stíflugerðar, að- veitna, aðrennslisskurðar og inntaksmannvirkja á svæðinu frá Eyjabakkajökli og allt nið- ur í Fljótsdal. Rannsóknirnar hafa yfirleitt gengið vel, nema hvað síðasta vika var þung í skauti og var verulegur snjór austan Snæ- fells og urðu skaflar þar allt að 2 metrar að þykkt. Um 35 manns hafa verið á heiðinni í sumar í ýmsum þátt- um rannsókna, vegagerð og við matreiðslu og umsjón í vinnu- búðum. 20 manns hafa verið á vegum Orkustofnunar, 6-8 á vegum Rarik og 7 manns við vegagerð. Auk þess hafa verk- fræðingar verið á ferðinni frá þeim verkfræðistofum, sem fylgjast með rannsókninni, en þær eru þrjár: Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen, Hönnun hf. og Almenna verkfræðistofan. Verkfræðingarnir hafa feng- ið aðgang að öllum niðurstöðum sem tiltækar eru jafnóðum. VERKHÖNNUN NÆSTA STIG Þegar rannsóknum lýkur í haust, er verkhönnun virkjun- arinnar næsta stig, en það er fyrst þegar henni er lokið sem gerð útboðsgagna hefst. Þegar því er lokið þurfa enn að fara fram prófanir á staðnum, áður en útboð getur farið fram og jafnvel gerð tilraunagangna. Hvort eða hvenær þær prófanir verða gerðar, ræðst af því hvort af virkjunaráformum verður á heiðinni. Oddur kvað á þessu stigi ekk- ert hafa komið fram sem breytti í stórum dráttum þeirri mynd, sem komin er af þessum fram- kvæmdum, en geta verður þess að úrvinnsla úr rannsóknunum í sumar stendur enn yfir. Nýr áskrifta- og auglýsingasími Austra 1585 og 1584 fbúðir til sólu á Egilsstöðum og í Fellabæ í stærðum frá 75 m2 — 110 m2 Trésmiðja v Fijótsdalshéraðs hf. . „„„ Hlööum, Fellahreppi- 1450

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.