Austri


Austri - 18.09.1981, Blaðsíða 2

Austri - 18.09.1981, Blaðsíða 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 18. september 1981. Utgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson, sími 97-1314. Auglýsingar og áskrift: Ásgeir Valdimarsson, sími 1585 og 1584 HÉRAÐSPRENT SF. Skógrækt - framtíðaratvinnuvegur Aðalfundur Skógræktarfélags íslands var haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum um mánaðarmótin ágúst - september og komu þá skógræktarmenn saman hvaðanæva að af landinu, til þess að ræða sín mál og þá hugsjón að klæða landið skógi. Það hefur verið hart deilt um það á undanförnum árum hve skynsamlegt væri að leggja áherslu á skógrækt og hver gagnsemin væri að því fyrir þjóðina. Hafa margir látið í ljós efasemdir um að athafnir skógræktarmanna beri nokkurntíma þann árangur að hægt verði með réttu að tala um nytjaskóg á fslandi. Sumir hafa tekið svo djúpt í árinni að telja skógrækt til lýta. öðrum þykir hún þrengja að í landinu og hafa nokkur skoðanaskipti orðið við for- svarsmenn landbúnaðar á liðnum árum út af því hver væri rétt- hærri í landinu, sauðkindin eða skógarplöntur. Þess sáust glögg merki á fundinum í Valaskjálf að viðhorf eru mjög að breytast í þessu efni og það er tímanna tákn í þessu efni að búnaðarmálastjóri og formaður skógræktarfélags Islands voru þarna sameinaðir í einum og sama manninum. Menn eru sem óð- ast að komast að raun um að hagsmunir þessara aðila þurfa ekki að rekast á ef vel er á málum haldið, og þessar greinar geta stutt hvor aðra. Fyrir 10 árum var hafist handa um merkilega tilraun í Fljóts- dal, svokallaða bændaskóga. Þetta hófst með því að nokkrir bænd- ur tóku frá land í því skyni að rækta þar lerki sem með tíð og tíma gæti orðið nytjaskógur. Nú eru á þessum svæðum að vaxa upp myndarlegir skógarreitir og sýnilegt er að á næstu áratugum geta þeir orðið til margvíslegra nytja. Þetta starf þarf að efla og reynslan hefur þegar sýnt að það á fullan rétt á sér á þeim svæðum sem best eru fallin til skógræktar, og getur þegar tímar líða orðið landbúnaðinum til styrktar. Einnig hefur það sýnt sig að þegar skógurinn er vaxinn upp þá er hægt að nota skógarsvæðin til beit- ar. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan að leiðarahöfundur hafði ekki mikla trú á skógrækt yfirleitt. Hins vegar hefur dvöl á svæði þar sem skógrækt er stunduð, og skógarilmurinn berst inn um glugg- ann frá birkiskógum allt í kring, orðið lífsreynsla, sem hefur sann- fært mig um að það ber að efla skógræktina, og vinna þannig að henni að hún verði bæði til gagns og augnayndis. Skógræktin getur gert þéttbýlið vistlegra heldur en það er, veitt skjól fyrir veðri og vindum, en það er mjög nauðsynlegt í okkar misviðrasama landi. I dreifbýli er sömu sögu að segja, skógur getur veitt öðrum gróðri skjól, heft uppblástur og verið til verulegrar prýði í landslagi sé plantað smekklega. Hins vegar er vandi að velja land undir skógarreiti og nauðsynlegt er að gera það ekki af handahófi. Skógrækt er ekkert áhlaupaverk. Þolinmæðin þarf að vera ó- þrjótandi og alls konar áföll dynja yfir af völdum veðurfars. Svo að notuð séu orð skógræktarstjóra, er hann viðhafði í ræðu á fund- inum í Valaskjálf, erum við „á mörkum hins mögulega í skógrækt og mottó skógræktarmanna þarf að vera, „við skulum aldrei aldrei gefast upp.” Þrjóska slíkra manna hefur skilað mörgum fallegum reit í hendur okkar sem bætir landið og leggur gull í lófa komandi kynslóða. J. K. Reglugerð um riðuveiki... Framhald af bls. 4 skoða allar vafakindur. Sýni skal taka þegar ástæða er til og alltaf úr fyrstu kind á bæ, þar sem veikin hef- ur ekki verið staðfest. 4. grein. Aðilum er skylt að tilkynna riðu- nefnd um alla flutninga á fé milli bæja og svæða til lífs og dvalar eða breytingu á upprekstri innan sveitar. Óheimilt er án leyfis riðunefndar að flytja til sveitarinnar eða milli bæja hey, túnþökur, húsdýraáburð og sláturúrgang; ennfremur óhreina ull til geymslu eða flokkunar, svo og umbúðir og annað, sem óhreinkast hefur af sauðfé. Riðunefnd er heimilt að stöðva flutninga og notkun tækja í þessu skyni. Jafnframt er riðunefnd heim- ilt, að höfðu samráði við Sauðfjár- veikivarnir, að láta flytja til baka eða lóga fé, sem þannig hefur verið flutt án leyfis. Nefndin getur leitað full- tingis hreppstjóra, héraðsdýralæknis og Sauðfjárveikivarna, sé þörf á því. Aðilar geta einnig leitað til þeirra, finnist þeim riðunefnd ganga á hlut sinn. Náist ekki samkomulag, sker sauðfjársjúkdómanefnd úr í samráði við yfirdýralækni. 5. grein. Riðunefnd skal hlutast til um að litið sé eftir grunsamlegu fé í göng- um, rekstrum og réttum og að fé sé skoðað á húsi a.m.k. einu sinni á ári og að fjáreigendur fái leiðbeiningar um það, hvernig best verði fylgt reglum um riðuvarnir. Riðunefnd skal fylgjast með aðstöðu í og við hús, réttir og girðingar. 6. grein. Merkja skal allt fé á riðubæjum með löggiltum lituðum eyrnamerkj- um. Litinn ákveða Sauðfjárveiki- varnir. Hyrndar kindur skal brenni- merkja á bæði horn. Ærbók skal halda á riðubæjum vegna skráning- ar á ættum. Merkja skal lömb með sömu númerum og mæður á meðan skráning á ættum er ekki fullkomin. Á grunuðum bæjum skal merkja fé samkvæmt ákvörðun Sauðfjárveiki- varna. Sama gildir um einstakar varasamar kindur eða hópa. Nægilega örugg merking og skrán- ing að mati héraðsdýralæknis og riðunefndar er iskilyrði fyrir bótum. Dragi menn að láta vita um grun- samlega kind eða brjóti á annan hátt gegn varúðarreglum geta þeir misst bótarétt. 7. grein. Á riðubæjum er bónda skylt að til- kynna um smithættuna þeim sem þar koma í fjárhús frá ósýktum eða minna sýktum stöðum og hafa tiltæk stígvél eða hlífðarskó (plastpoka) og sótthreinsiefni handa gestum. Riðu- nefnd festi upp í samráði við héraðs- dýralækni og húsráðendur viðvörun- ar- og leiðbeiningarskilti á sérstök- um hættustöðum eftir því sem við á t.d. fjárhús, sjúkradilka í rétt, flutn- ingstæki, sláturfjárrétt o.fl. Riðu- nefnd hlutast til um útvegun á sótt- hreinsiefni og varnarbúnaði í sam- ráði við héraðsdýralækni. Varað er við sameiginlegri notkun véla, tækja og annars, sem snert hefur fé eða saurgast á sýktum svæðum. Öheimilt er að flytja nokkuð slíkt á ósýkta bæi frá riðubæjum án sótthreinsunar, sem héraðsdýralæknir samþykkir. 8. grein. Alls ekki skal hýsa afbæjarfé í fjárhúsum né fóðra eða brynna með heimafé, hvorki við fjárrag á haust- in né á öðrum tímum. Ef hýsing er óumflýjanleg skal nota til þess hús þar sem fé hefur ekki verið geymt, þó ekki hlöður eða fjós. Lóga skal kind- um frá ósýktum bæjum, sem hýstar hafa verið eða lent í þröngbýli við fé á riðubæjum, nema riðunefnd á- kveði annað. Fé, sem kemur fyrir aö hausti fjarri eiginlegum sumarhög- um skal lóga. Riðunefnd ákveður í samráði við sveitarstjórn og héraðs- dýralækni hvernig þau mörk skuli dregin. Sauðfjárveikivarnir stað- festa þessa ákvörðun og samræma á milli sveita sé þess þörf. Riðunefnd má senda til slátrunar annað vara- samt fé að fengnu samþykki Sauð- fjárveikivarna. Samræma skal lögboðnar smalanir innan sveitar og milli sveita. Við allar lögréttir og skilaréttir (auka- réttir). skal vera aðstaða til ein- angrunar veikra kinda. Sjúkt fé af riðu eða öðru smitnæmu, línubrjótar og annað fé, sem vekur grunsemdir í göngum, rekstrum og fjársafni má alls ekki færa með líffé til nátthaga, réttar eða heim til sín eftir að það hefur verið handsamað. Það skal ein- angrað án tafar og sent beint til sláturhúss eða lógað á staðnum á á- byrgð rétts aðila, ef ekki er annars kostur vegna fjarlægðar og dýra- verndar. Alltaf skal taka til rann- sóknar og staðfestingar hausinn og önnur sýni eftir einkennum sam- kvæmt áður fengnum leiðbeiningum héraðsdýralæknis. Til að minnka fyr- irferð má saga af snoppu til augna og hom og leggja með sýni. Hræið skal grafa djúpt eða urða rækilega. Eiganda og héraðsdýralækni skal til- kynnt um slíka lógun við fyrsta tækifæri. Þegar lógað er fé frá þekktum riðubæjum að viðstöddum eiganda eða riðunefnd fer um sýna- töku eftir ákvörðun héraðsdýralæknis. Skylt er að fara vel og varlega með fé af riðubæjum og sérmerkt fé og láta það njóta forgangs við flutning og við sundurdrátt hvar sem réttað er. Það skal draga í sérstakan dilk annan en sjúkradilk. Varast skal að láta líffé frá mörg- um bæjum til dvalar í þröng beitar- hólf við réttir sem annars staðar. Ábyrgð samkvæmt þessari grein bera fjallkóngar, réttarstjórar og hreppstjórar og bændur almennt við smölun heimalanda sinna sbr. lög um fjallskil o.fl. og lög um sauðfjár- sjúkdómavamir. Við sérstakar að- stæður má víkja frá ákvæðum 8. greinar, ef Sauðfjárveikivarnirnar og héraðsdýralæknir samþykkja.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.