Austri


Austri - 23.10.1981, Blaðsíða 1

Austri - 23.10.1981, Blaðsíða 1
Bifreiðaeigendur Látið stilla vélina í bifreiðinni fyrir vet- urinn. Það borgar sig. Pantið tíma í síma 1181 eða komið í Bjarkarhlíð 5 Egils- stöðum. SIGURÐUR MAGNÚSSON vélvirkj ameistari. Prentun, offsetprentun, fjölritun, vélritun, pappír, umslög, serviettur, félagsvistarkort, bridgeblöð, sauðfjárbókin o.fl. o.f 1. ©^évaðófirmt 14í9 SgikdtöSum Bakkafjörður Ögœftir - góður ojli þegor gefur Blaðið leitaði fregna af Bakkafirði og ræddi við Bjartmar Pétursson hjá út- gerðarfélaginu Utveri. Bjart- mar sagði að nú væru gerðir út frá Bakkafirði tveir bátar, Már og Halldór Runólfsson. Þessir bátar komu nýir til Bakkafjarðar og eru 26 og 29 tonn að stærð og hafa reynst mjög vel, eru prýðisbátar, eins og Bjartmar orðaði það. Afli þeirra er saltaður og hengdur upp til skreiðarverk- unar hjá Utveri. Sumarið var mjög gott hvað aflabrögð snerti og gæftir voru þá góðar. I sept- emberbyrjun söðlaði um og hefur verið afskaplega erfitt tíðarfar síðan. Bátarnir liggja nú inni á Vopnafirði og þeir geta ekki athafnað sig við bryggju á Bakkafirði, þegar viðrar eins og gert hef- ur undanfarið. Þegar undir- ritaður ræddi við Bjartmar á þriðjudaginn var norðan 6 - 7 vindstig og hríð á Bakka- firði og hefur verið svo lang- tímunum saman í október eins og víðar um norðan og austanvert landið. I sumar var unnið að því að kanna grjótnám og að- stöðu fyrir nýja höfn á Bakkafirði, sem ætlunin er að byggð verði um 5 km. fyrir innan þorpið. Athuganir þess- ar komu vel út, og sagði Bjartmar að þetta væri stærsta mál þeirra á Bakka- firði núna að fá framkvæmd- ir við nýja höfn þama. Kostnaðurinn væri svona einn þriðji af skuttogaraverði svo notuð sé vinsæl viðmiðun. Það voru menn frá Vita- og hafnarmálastofnuninni sem unnu að þessum athugunum. J. K. Kjördæmisþing framsókn- armanna á Austurlandi hefst í Valaskjálf föstudaginn 30. október kl. 20.00. Tómas Árnason mun halda ræðu um stjórnmálaviðhorfið í upphafi þings, og einnig kemur til þingsins Guðmundur G. Þór- arinsson alþingismaður sem mun fjalla í framsöguerindi um orku- og iðnaðarmál. Skipað verður í starfs- nefndir þingsins á föstudag, og nefndir munu starfa á laugardagsmorgun og af- greiðsla mála verður eftir há- degi á laugardag. Ætlunin er að ljúka þinginu síðdegis á laugardag, en um kvöldið verður Haustfagnaður Fram- sóknarmanna á Fljótsdalshér- aði, sem auglýstur er á öðrum stað í blaðinu. Þau flokksfélög sem ekki hafa kjörið fulltrúa á þingið eru hvött til þess að gera það sem fyrst og láta vita um fulltrúatöluna til formanns kjördæmasambandsins Bene- dikts Vilhjálmssonar á Egils- stöðum. Eiðaskóli 131 nemandi í vetur, færri komast að en yilja Vetrarsigling hafin frd fœreyjum til Austurlands Fyrir nokkru var skýrt frá því hér í blaðinu að í upp- siglingu væri færeyskt - ís- lenskt skipafélag. Stofnun fé- lagsins er í undirbúningi, en Færeyingar hafa leigt skip til Islandsferða sem er þegar bú- ið að fara sína fyrstu ferð. Skipið heitir Elsa F og er 500 tonn. Það kom til Reyðar- fjarðar í vikunni sem leið og lestaði þar 100 tonn af kjöti og kom með 75 tonn af salti hingað. Skipið hafði þá tafist nokkuð vegna óveðurs á hafinu milli Islands og Fær- eyja. Skipið kemur aftur á mánudaginn kemur í aðra ferð sína, en ætlunin er að halda uppi hálfsmánaðarleg- um ferðum í vetur. Jónas Hallgrímsson bæjarstjóri á Seyðisfirði skýrði blaðinu frá því að nú hefðu Færeyingar ákveðið að auglýsa ferðir Smyrils næsta sumar til Seyð- isfjarðar, en eins og kunnugt er var skipið troðfullt í ferð- um sínum hingað til lands í sumar. Undirritaður sló á þráðinn til Kristins Kristjánssonar skólastjóra á Eiðum og innti hann eftir skólastarfinu. Kristinn sagði að í vetur stundaði 131 nemandi nám við skólann og væri yfirfullt. Flestir nemendur eru af Austurlandi. I framhalds- deildum eru 72 og 59 í grunn- skólanámi. Nemendur geta lokið námi á viðskiptabraut á Eiðum, og í vetur er boðið í fyrsta sinn upp á annað ár á uppeldisbraut. Af 72 nem- haldsnám eru 30 á öðru náms- ári. Nám skólans í fram- haldsdeildum er samræmt námi annarra framhaldsskóla á Austurlandi þannig að nem- endur lenda ekki í blindgötu þegar námi er lokið í Eiða- skóla. Kennarar við Eiðaskóla eru 11 auk skólastjóra, þar af tveir stundakennarar. HEIMAVISTARHÚS f BYGGINGU Heimavistarhús er í bygg- ingu á Eiðum og er það nú að verða fokhelt. Stefnt er að því að taka húsið í notkun næsta haust. Það tekur 40 nemend- ur og í því er auk þess ein kennaraíbúð. Bætir þetta húsnæði úr brýnni þörf, og leysir af hólmi íbúðir í risi gamla skólahússins, sem eru ófullkomnar vistarverur, enda aldrei innréttaðar nema til bráðabirgða. Húsiðjan hf. á Egilsstöðum sér um framkvæmdir við skólahúsið og hefur þetta verk gengið mjög vel það sem af er. J. K. Rjúpnaveiðitíminn byrjaður Rjúpnaveiðitíminn byrjaði 15. október og héldu rjúpna- skyttur þegar til fjalla um síðustu helgi. Veiði er misjöfn, en slæðingur mun vera af rjúpu, en sums staðar er hún stygg og sýnd veiði en ekki gefin. Vafalaust mun margur munda byssu sína næstu daga og vikur, líkt og þessir tveir ungu menn sem myndin sýnir. Nýtt útlit Með þessu tölublaði verða nokkrar breytingar á broti og útliti blaðsins. Sú breyting er veigamest að fimm dálkar verða af lesmáli á síðu í stað fjögurra áður. Þetta gerir það að verkum að blaðið er efnismeira heldur en áður var eða allt að einni síðu stærra. Þessi breyting gefur tæki- færi til meira svigrúms í efn- isvali en áður hefur verið, og eru í undirbúningi og að fara af stað nokkrar breytingar í því efni. Það er von okkar, sem að blaðinu stöndum að það geti orðið sem aðgengilegastur fréttamiðill, og í það sé nokk- urn fróðleik að sækja um það sem er að gerast á hverjum tíma. Þess ber þó að geta að vikublað getur aldrei flutt fréttir á sama hátt eins og dagblöð, og stórfréttir sem birtast á síðum þeirra og í útvarpi og sjónvarpi líta hjá- kátlega út ef þær birtast á síðum blaðs sem þessa mörg- um dögum seinna. Eigi að síður eiga hér heima fjöl- margar fréttir sem ekki koma annars staðar. Lítið er um það að blaðinu berist greinar eða bréf frá lesendum og skal hér hvatt til þess að senda blaðinu línu um hvaðeina sem mönnum liggur á hjarta. Það skal tekið fram ef um lesendabréf er að ræða, eða höfundur vill ekki láta nafns síns getið að nafn greinarhöfundar verður að fylgja til ritstjórnar þótt það sé ekki birt. Nafnlaus bréf eða greinar, eru ekki tekin til birtingar, hversu gott sem það efni kann að vera. Hér skulu ekki höfð mörg orð um framtíðina eða heit- ingar. Tíminn verður að leiða í ljós hvernig þessar breyt- ingar á blaðinu reynast og reyna verður á það hvort nýir efnisþættir ná fótfestu. Blað- ið rita engir launaðir starfs- kraftar og það hlýtur alltaf að bera þess merki að það er tómstundavinna. Hins vegar trúum við því sem í þessu stöndum að þessi útgáfu- starfsemi sé til gagns og þjóni ákveðnu hlutverki hér á Aust- urlandi sem gæti verið meira ef blaðið væri notað til skoð- anaskipta, í ríkara mæli en nú er gert. Austri hefur nú verið gef- inn út samfleytt í 25 ár, þótt misjafnt hafi verið hvað mörg eintök komu út á ári. Þessi stækkun og útlitsbreyt- ing er síðbúin afmælisgjöf til blaðsins, og ég ætla að leyfa mér að vera hóflega bjart- sýnn og vona að hún verði fyrsta skrefið í átt til þrótt- meiri útgáfu heldur en verið hefur. Jón Kristjánsson.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.