Austri


Austri - 23.10.1981, Blaðsíða 4

Austri - 23.10.1981, Blaðsíða 4
Það er kunnara en f rá þurfi að segja, að hér á Austur- landi, sem og annars staðar, eru til ógrynni gamalla ljós- mynda. Flestar eru þær í einkaeign, þó talsvert sé til á söfnum. Austfirðingar eiga e.t.v. meira af gömlum mynd- um en margir aðrir. Kemur það einkum til af því, að hér fyrir austan störfuðu fjöl- margir ljósmyndarar fyrir og eftir aldamót. Nægir að nefna til Nicoline Weywadt og Hansínu Eiríksson í Beru- firði, Ólaf Oddson á Fá- skrúðsfirði, A. Klausen og S. Guðnason á Eskifirði, Carl Wathne. Hallgrím Einarsson, Jón Jónsson, Brynjólf Sig- urðsson og Eyjólf Jónsson, sem allir störfuðu á Seyðis- firði, og G. Benediktsson og Björn Ólafsson á Vopnafirði. Ljósmyndun var dýr iðn og ekki á færi allra að fara út í hana. Það voru einkum dætur og synir efnaðra útgerðar- og kaupmanna, sem lærðu ljós- myndaiðn. Það er eftirtekt- arvert, að konur létu ekki síð- ur að sér kveða sem ljós- myndarar en karlar. Fyrir utan ljósmyndir frá atvinnuljósmyndurum eru til fjölmargar eldri mynda, sem teknar voru af áhugaljós- myndurum. Þessar myndir eru yngri en hinar, enda leið nokkur tími áður en ljós- myndun varð almenn. En þær eru oft ekki síður merkilegar. Myndirnar, sem atvinnuljós- myndararnir tóku, eru oftast af prúðbúnu fólki. Menn dubbuðu sig upp og fóru á ljósmyndastofu. Oftast er vit- að hver tók myndirnar, því þær voru merktar með sér- stökum ljósmyndarastimpli. Áhugaljósmyndararnir tóku aftur á móti myndir af á- kveðnu tilefni og við viss tækifæri. T.d. tóku menn myndir af mannvirkjum og atvinnutækjum, af fólki við ýmis störf, af skemmtunum og hátíðahöldum o.fl. Margar myndanna geta því verið ein- stæðar heimildir um atvinnu- og menningarstörf fjórðungs- ins. Nær allur þessi myndaauð- ur er óskráður og líður senn að því, að enginn veit af hverju myndirnar voru tekn- ar. Ríður nú á að gera á þessu bragarbót. Vil ég hvetja menn einkum eldra fólkið, til að nota nú einhverjar af þeim löngu og dimmu vetrarstund- um, sem nú fara í hönd, til að skrá hjá sér upplýsingar um eldri myndir, sem til eru á heimilinu. Skráningunni má haga á margan hátt. Auðveldast er að skrá á bakhlið myndarinn- ar nafn og heimili viðkom- andi (ef um mannamyndir er að ræða) eða aðrar upplýs- ingar um hvað myndin sýnir. Einnig má númera hverja mynd og skrá allar upplýs- ingar á sérstakt blað. Fyrir utan upplýsingar um hvað myndin sýnir, er æskilegt að fá fram eftirfarandi atriði: 1) hvenær myndin var tekin 2) hver tók myndina 3) af hvaða tilefni myndin var tekin (t.d. hópmynd- ir: 17. júní, 1. maí, af- mælishátíð, útiskemmtun o.s.frv.). Ailar aðrar upplýsingar, sem veitt geta nánari fróðieik um myndirnar eða þá, sem á þeim eru, er auðvitað æski- legt að skrá einnig hjá sér. Að lokum má geta þess, að Safnastofnun Austurlands og Héraðsskjalasafnið á Egils- stöðum taka fúslega við myndum til varðveislu. Ragnheiður Þórarinsdóttir, minjavörður. Þehhirðu mannínn? Undir þessari fyrirsögn er ætlunin að birta myndir af óþekktu fólki. Þetta er þáttur í þeirri viðleitni Safnastofn- unar Austurlands að afla. upplýsinga um gamlar ljós- myndir, sem eru varðveittar hjá SAL og á Héraðsskjala- safninu. Ritstjóri Austra tók beiðni um aðstoð og birtingu afar vel, og hafi hann þökk fyrir. Nú er það von okkar, að lesendur blaðsins beri kennsl á einhverja á mynd- unum og geti veitt okkur vitneskju um þá. Allar upp- lýsingar má senda til Safna- stofnunar Austurlands, póst- hólf 33, 700 Egilsstöðum, ell- egar hringja í síma 1451 (SAL) eða 1187 (minjavörð- ur heima). % Myndin af þessum fallegu hjónum er komin til SAL frá Þjóðminjasafninu. Ljósmynd- arinn er óþekktur. Snæfugl selur í Cuxhafen Síðastliðinn mánudag seldi togarinn Snæfugl frá Reyðar- firði 115 tonn af ufsa og karfa í Cuxhafen. Fékkst 8,71 kr. fyrir kílóið til jafnaðar og er þetta mjög góð sala að sögn Hallgríms Jónassonar hjá Gunnari og Snæfugli á Reyðarf. Sagði Hallgrímur að gott verð væri fyrir þess- ar fisktegundir í Þýzkalandi öfugt við Bretland þar sem ekki hefði fengist hátt verð fyrir karfa og ufsa. Hjá Gunnari og Snæfugli hefur verið saltfisk og skreið- arverkun og var um síðustu helgi skipað út því síðasta sem til var af saltfiski frá vetrarvertíð. Togarafiskur- inn færi til Grikklands innan tíðar, en Snæfuglinn kom til Reyðarfjarðar í júlí í sumar, en útgerðarfyrirtækið Guim- ar og Snæfugl eru stærstu eigendur í honum, móti Kaup- félagi Héraðsbúa, Reyðar- fjarðarhreppi og Borgar- fjarðarhreppi. J. K. Nýjar verslanir 1 næstu viku verða opnað- ar tvær nýjar verslanir á Egilsstöðum, sem verða til húsa í nýbyggingu Kjartans lngvarssonar á horni Lyng- áss og Fagradalsbrautar. Verslanirnar bera nafnið Húsgagnaverslunin Björk og Fataverslunin Björk, og verð- ur verslað með gott úrval húsgagna frá mörgum fram- leiðendum og þekkt merki í fatnaði og má þar m.a. nefna Iris ungbarnafatnað, Simba flauelsfatnað, Steffens, peys- ur, buxur og ungbarnafatnað, Onassiss bamaföt og Bag’i unglingafatnað. Eigandi verslananna er Al- exander Björnsson og síminn verður fyrst um sinn 1427. Fréttatilkynning. Honstfognatur Haustfagnaður Framsóknarmanna á Héraði verður lialdinn í Valaskjálf laugardaginn 31. október n.k. Húsið verður opnað kl. 20.30 og hefst horðhald kl. 21.00. Skemmtiatriði verða meðan á borðhaldi stendur. Hljómsveitin Slagbrandur leikur fyrir dansi. Ollum er heimil þátttaka og tekið er við þátttöku- tilkynningum hjá eftirtöldum. Guðbjörgu Björnsdóttur sími 1527 Ljósbrá Björnsdóttur sími 1281 Þórhalli Pálssyni sími 1113 Jóni Kristjánssyni sími 1314 Til sölu Lada station 1978. Bíll í góðu ástandi. Ekinn 78 þúsund km. Upplýsingai' í síma 97-8434 eftir kl. 7 á kvöldin. Danssfingar Fiðrildin eru nú að hefja vetrarstarfið og verður fyrsta æfingin í Valaskjálf þriðju- dagskvöld 27. okt. kl. 9. Æf- ingar verða svo annan hvern þriðjudag. Næstu æfingar verða því 10. og 24. nóv. og 8. des. Nú er upplagt fyrir nýtt fólk að gerast félagar. Egilsstöðum, 23. október 1981. Námsflokkar M.E. Eins og undanfarin ár mun M.E. leitast við að koma til móts við náms- og kennslu- þarfir fullorðinna sem áhuga og möguleika hafa á því að sækja nám. Boðin er kennsla í eftirtöld- um greinum: íslensku, dönsku, ensku, þýsku, frönsku og námstækni. Lág- marksfjöldi er 12 þátttakend- ur. Kennt verður einu sinni í viku, 2 x 40 mín. í senn. Kennslutími verður ákveðinn í samráði við þátttakendur. Tímabilið hefst 1. nóv. og reilmað er með 6 vikum fyrir áramót og 6 vikum á nýári (1982). Nánar um ’lengd „jólafrís” verður samkomu- lagsatriði. Kennslan í hverjum hóp verður sniðin að „meðaltali” hópsins, og reynt að koma sem mest til móts við óskir og þarfir sem flestra. Námið og kennslan er í þeim skilningi frjáls, að ekki er stefnt að prófi. Æski þátt- takendur þess að fá námið metið þurfa þeir að semja um það við viðkomandi kennara að fá að þreyta próf með nem- endum skólans í hliðstæðu námi í lok annar. Þátttökugjald er kr. 300.-, sem greiðist á skrifstofu skól- ans í upphafi tímabils. Þátttaka tilkynnist í síma 1U11 frá kl. 9-12 fram að 25. okt. n.k. Fréttatilkynning. Minnisgreinar úr pressunni „Ég1 var kjörinn á þing til að verða að liði í mínu kjör- dæmi.” (Egill Jónsson í viðtali við Mbl. 13. okt. s.l.) Alltaf skarpur Egill. Ekki tók það hann nema tæp 2 ár að komast að þessari niður- stöðu. * „Austri vill benda þeim, sem þurfa að kaupa eða selja lausafé á að notfæra sér smáauglýsingar blaðs- ins.” (Austri 16. okt. s.l.) Hvert skyldi vera gang- verð á tíköllum um þessar mundir? * „Er þá enginn fslendingur læs, þegar hann les upphátt? Svarið við því er sem betur fer jákvætt. En aðeins einn hópur manna sem heild og það eru íslenskir leikarar.” (Síðar í sömu grein) „Þegar hann (þ.e. undir- ritaður, Æ. R. K.) tók að kenna leikaraefnum árið 1947 varð hann að sjálfsögðu var við að unga fólkið var ekki læst .... ” (Ævar R. Kvaran í grein í Mbl. 15. okt. s.l.) Sælir eru hógværir.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.