Austri


Austri - 13.11.1981, Side 1

Austri - 13.11.1981, Side 1
Áskrifta- og auglýsingasíminn er 1586 og 1584 Pósthólf 73 Egilsstöðum. 26. árgangur. Egilsstöðum, 13. nóvember 1981. 35. tölublað. Opið frá 9-6 Föstudaga 9-7 Laugardaga 9 - 12. Fataverslunin BJÖRK Egilsstöðum. 4 jSímamál SKREFATALNING Skrefatalning símtala er nú komin til framkvæmda, og þótt Reykvíkingar hafi haft hæst um hana, ber þó að geta þess að hún kemur til fram- kvæmda á öllu landinu í einu, og þar á meðal hér á Austur- landi. Skrefatalning er fram- kvæmd frá kl. 8-19 frá mán- udögum til föstudags að báð- um dögum meðtöldum og er hvert skref 6 mínútur að lengd. Skrefatalning hefst þegar svarað er, og kemur 1. skrefið einhvern tíma á 6 mínútna bili, en síðan kemur skref á 6 mínútna fresti. Nú verður breyting á tíma- mælingu langlínusamtala og lengjast skrefin þanning t.d. frá Austurlandi til Reykja- víkur að 8 sek. skref verður 12 sek. ÖRBYLGJUSAMBÖND Nú er komið örbylgjusam- band frá Reykjavík norður um land til Gagnheiðar með 960 rásum. Nú standa yfir framkvæmdir við örbylgju- samband frá Höfn í Horna- firði, en þangað eru komnar 960 rásir leiðina Skálafell - Vestmannaeyjar - Vík - Höfn. Þetta samband verður leiðina Höfn - Stokksnes - Hvalnes - Streiti - Hafnarnes. Hins veg- ar lenda Breiðdalur og Stöðv- arfjörður út úr þessu kerfi. Um Fagradal til Fáskrúðs- fjarðar liggur 120 rása línu- kerfi til Fáskrúðsfjarðar. Að sögn Reynis Sigurþórs- sonar á Egilsstöðum er svo ætlunin að loka þessu ör- bylgjukerfi á næsta ári. SJÁLFVIRKIR SÍMAR í SVEITUM Nú er hafin vinna af full- um krafti við lagningu sjálf- virks síma í sveitum, og er unnið eftir 5 ára áætlun sem nýlega er búið að samþykkja. Sjálfvirkur sími er kominn í Öræfi og Bakkafjörð og var þeim framkvæmdum lokið í haust, og jafnframt því kem- ur sólarhringsþjónusta á sím- stöðinni á Vopnafirði. Á ár- inu 1982 verður gert sjálf- virkt í Tunguhreppi, Hjalta- staðahreppi, Stöðvarhreppi og Mýra- og Borgarhafnar- hreppi. Á árinu 1983 í Vallahreppi, Fáskrúðsfjarðarhreppi og Beruneshreppi. Á árinu 1984 í Fellahreppi, innri hluta Tunguhrepps, Helgustaðahreppi og Breið- dalshreppi. Á árinu 1985 í Vopnafirði, Fljótsdal, Seyðisfirði og Skriðdalshreppi og á árinu 1986 í Hlíð, Jökuldal og Mjóa- firði. ferðir til Fsreyja - nýir möauleihar opnast fyrir Austfirðinga Undanfarið hefur verið unnið að því á vegum „Vest- norden” - nefndarinnar, en í henni á sæti m.a. Jónas Hall- grímsson, bæjarstjóri á Seyð- isfirði, að koma á föstum reglubundnum siglingum á milli Austurlands og Fær- eyja. Nú hefur tekist að fá nokkra aðila hér Austanlands og í Færeyjum til þess að á- byrgjast fjárhagslega af- komu slíkra ferða fyrst um sinn til reynslu. Ráðgei’t er að ferðimar verði hálfsmánað- arlega yfir veturinn og hafa nú þegar verið farnar tvær ferðir. Skip hefur verið leigt í þessu skyni. Heitir það Elsa F og getur flutt um 500 tonn. Þar með verða reglu- bundnar ferðir til og frá Austurlandi til Færeyja all- an ársins hring með umskip- unarmöguleikum þar fyrst í stað, en síðar er reiknað með framhaldi til meginlandsins án umskipunar. Við þetta opnast miklir möguleikar fyr- ir fyrirtæki á Austurlandi með beinan innflutning frá aðilum í Fæfeyjum og megin- landinu, án milligöngu Reyk- víkinga og greiðslu ails konar „tíunda” til þeirra. Einnig skapast miklir möguleikar fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi, landbúnaði og ekki síst iðn- Ymis verkefni í takinu hjá Hafnarhreppi — rætt við Sigurð Hjaltason, sveitarstjóra Blaðið hafði samband við Sigurð Hjaltason sveit- arstjóra á Höfn í Horna- firði og innti hann eftir því hvaða verkefni væru helst í takinu hjá Hafnar- hreppi um þessar mundir. VATN S VEITUFR AM- KVÆMDIR Sigurður sagði að und- anfarin ár hefðu staðið yf- ir umfangsmiklar vatns- veituframkvæmdir á Höfn. Gamla vatnsbólið í svo- kölluðum Bergdal var orð- ið of lítið, og var því lögð ný vatnsleiðsla úr svoköll- uðum Hólmslæk í mynni Laxárdals. Þaraa er yfir- drifið vatn og hefur aldrei mælst minna en 100 sek- úndulítrar í mestu þurrk- um. Lögð hefur verið 12 tommu vatnsæð úr þessu vatnsbóli, og er hún 7,5 kílómetrar að lengd. Þess- ar framkvæmdir hafa stað- ið yfir í þrjú ár, en vatns- veitan var formlega tekin í notkun þann 21. október síðastliðinn. Kostnaður við þessar , framkvæmdir er kominn í 3,5 milljónir ný- króna. ÍÞRÓTTAHÚS Önnur stói’framkvæmd sem nú er komin í gagnið er íþróttahús sem tekið var í notkun í mars síðastliðn- um, þ.e.a.s. íþróttasalur- inn sem er 18 x 33 metrar að stærð. Einnig eiga að verða í húsinu sérkennslu- stofur, en þær eru ekki fullgerðar. Um síðustu ára- mót var búið að kosta til þessara framkvæmda 3 milljónum nýkróna, og á þessu ári var varið til þeirra 1,3 milljónum ný- króna. GATNAGERÐ Stöðug vinna er í því að byggja upp nýjar götur, og helst hún í hendur við ör- ar byggingarframkvæmdir og stækkun þorpsins. Hins vegar hefur ekki verið mikið unnið í varanlegu slitlagi, vegna þess að stór hluti framkvæmdafjár hef- ur farið til annarra verk- efna eins og þeirra sem á undan hafa verið talin. Þó var steyptur 300 metra kafli í sumar, á Silfurbraut og Vesturbraut, sem eru götur sem bera mikla um- ferð. Kostaði þessi vegar- kafli um 800 þúsund ný- krónur. BYGGINGAR Mjög mikið er byggt á Höfn og hefur rétt hafst undan með lóðaúthlutun. Er ekki að sjá breytingu þar á og stöðugt fjölgar á Höfn og sagði Sigurður að liti út fyrir að um 1500 manns mundu verða þar á íbúaskrá þann 1. desember næstkomandi. Mest er byggt af einbýlishúsum. Um síðustu áramót var þó lokið við 13 íbúða fjölbýl- ishús og var það Guðmund- ur Jónsson byggingameist- ari sem byggði bær íbúðir. Nú er að hefjast bygg- ing 8 íbúða sem byggðar eru eftir lögunum um verkamannabústaði. Þegar hafa sótt um þessar íbúðir a.m.k. helmingi fleiri en hægt er að úthluta. Það er Trésmiðjan Álmur sem byggir þessar íbúðir, en það er fyrirtæki heima- manna og átti það lægsta tilboðið í þessa fram- kvæmd og var það tilboð sambærilegt við áætlun um verkið. Ibúðirnar eiga að verða tilbúnar í september á næsta ári. FJARVARMAVEITA Eins og kunnugt er, hef- ur verið komið upp fjar- varmaveitu á Höfn og er nú stofnframkvæmdum við hana lokið. Veitan er nú komin í um 130 hús og til þi’iggja stórnotenda og var frvstihús K.A.S.K. tengt við hana nú nýlega. Þessi framkvæmd hefur reynst vel. Veitan er lögð í þau hverfi bæjarins þar sem hitað var upp með olíu, eða rafhitunartúpum, en ekki verður lagt í bau hverfi þar sem bein rafhitun er. ÓSKALISTINN Er undirritaður spurði Sigurð hvað væri á óska: lista Hafnarhrepps um framkvæmdir þá sagði hann að sá listi væri lang- ur. Hins vegar væri fjár- hagsgetan takmörkuð, og mikið af fé hreppsins væri bundið í rekstrarútgjöld- um og rekstri skóla, heilsu- gæslu og ýmissi samfélags- þjónustu. Því yrði alltaf að velja og hafna í fram- kvæmdum en margt kallaði að í vaxandi byggðarlagi. J. K. aði til þess að koma sínum vörum á markað í Færeyjum og öðrum Evrópulöndum. Bara í Færeyjum er fjórum sinnum stærri markaður heldur en allt Austurland og þaðan er stutt til fjölmennra landa. Austurland er. „fram- hliðin” á Islandi, eins og góð- ur maður orðaði það, en til þess að nýta þá aðstöðu þurfa til að koma reglubundnar ferðir, sem hægt er að treysta á. Eru hér með allir, bæði fyrirtæki og einstaklingar, hvattir til þess að notfæra sér þann möguleika, sem nú skap- ast. Skipaútgerð ríkisins veit- ir 25 - 30% afslátt frá gild- andi töxtum fyrir fragt, sem tengist þessu skipi. Þá er rétt að undirstrika, að skipið mun koma inn á þær hafnir, sem þess óska, enda sé þar um að ræða talsverðan flutning að magni til. M.E.

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.