Austri


Austri - 13.11.1981, Blaðsíða 2

Austri - 13.11.1981, Blaðsíða 2
2 AUSTRI Egilsstöðum 13. nóvember 1981. Otgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi. Ritstjóri óg ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson, sími 97-1314. Auglýsingar og áskrift: Ásgeir Valdimarsson Símar 1585 og 1584 Pósthólf 73 HÉRAÐSPRENT SF. Kaupmáttur og kxónutala Kjaramálin eru mjög gildur þáttur efna- hagsmála, þar sem talið er að laun séu a.m.k. 70 - 75% af þjóðarframleiðslunni. Raunhæf stefna í kjaramálum verður að byggjast á möguleikum fyrirtækja til þess að greiða hærri laun, þjóðarframleiðslu, viðskiptakjörum þjóðarinnar og öðrum þeim atriðum sem máli skipta. Það getur oft verið gagnlegt fyrir okkur að líta til annarra landa um meðferð mála og stefnumörkun; ekki síst Norðurlandanna, og athuga hvernig þessar þjóðir hafa leyst sín efnahagsvandamál, þeg- ar svipað hefur staðið á hjá þeim eins og stendur á hjá okkur um þessar mundir. Á árunum 1967 og 1968 var mjög mikil verðbólga í Finn- landi og samkeppnisstaða útflutningsatvinnuveganna því slæm. Þá var alveg ljóst, að nauðsyn bæri til að lækka finnska markið mjög verulega eða yfir 30%. Öllum ábyrgum aðilum í þjóðfélaginu var ljóst að ef slík gengisfelling yrði að veru- leika með þeim víxlverkunaráhrifum á verðlag og laun sem af henni leiddi mundu efnahagsmál Finna gjörsamlega fara úr böndunum. Eftir langar og ítarlegar viðræður milli ríkis- valds og aðila vinnumarkaðarins var á árinu 1968 gert sam- komulag sem var samþykkt í þinginu og fól m.a. í sér afnám vísitölubindingar á laun. Voru allir aðilar sammála þeirri á- kvörðun, en Alþýðusambandið hafði þann fyrirvara á að þetta væri til reynslu. I kjölfarið tókst að koma í veg fyrir kollsteypu í efnahags- málum og lækkaði verðbólgan verulega á næstu árum á eftir. Viðmælendur í Finnlandi voru sammála um að afnám vísi- tölubindingarinnar hefði verið til hagsbóta fyrir hlutaðeig- andi aðila og töldu að rauntekjur hefðu aukist meira næstu árin á eftir en ella hefði orðið. I Finnlandi, Svíþjóð og Noregi eru laun ekki vísitölubund- in og í Danmörku hefur um lengri tíma gilt skert verðbóta- kerfi. Virðast Danir stefna í þá átt að hverfa alfarið frá sjálfvirku verðbótakerfi, enda hafa þeir slæma reynslu af því. Þannig er launamálum hagað á Norðurlöndunum og gæt- um við e.t.v. eitthvað lært af þeirra reynslu þó aðstæður séu ekki að öllu leyti þær sömu hér og þar. Eitt er þó alveg víst, að gífurleg hætta er á ferðum ef nú verður reist ný verð- bólgualda í landinu. Hvemig fara t.d. atvinnuvegirnir og húsbyggjendur að því að standa undir hæmi verðbótum lána en nú eru ? Það er deginum ljósara að nánast engin skilyrði eru í okk- ar hagkerfi eins og sakir standa til að hækka laun þegar á heildina er liti'ö, e.t.v. lítillega í einstökum greinum og lægstu laun, ef slíkt ekki gengur gegnum allt launakerfið. Enginn, sem þekkir t.d. til rekstrargrundvallar sjávarút- vegs og iðnaðar, lætur sér koma til hugar að mögulegt sé að hækka rauntekjur í þessum atvinnugreinum. Það sem mestu máli skiptir nú er að verja kaupmátt ráð- stöfunarteknanna í stað þess að gera óraunhæfar kröfur, sem ekki er hægt að uppfylla nema með meiri verðbólgu og upp- lausn í efnahagslífinu. Það er augljóst, að aukin verðbólga við núverandi aðstæður myndi valda vaxandi rekstrarerfið- leikum atvinnulífsins og samdrætti sem hæglega gæti valdið atvinnuleysi en atvinnuöryggi er þýðingarmeira flestu öðru í kjaramálum. Það er lcaupmáttarstefnan sem skiptir öllu máli, en ekki krónutölustefnan. T. Á. MAGNÚS EINARSSON skrifar um skák jSKAHÞATTUR Helgina 28. og 29. nóvem- ber n.k. efna Flugleiðir hf. til skákmóts. Um er að ræða sveitakeppni, þar sem 22 þriggja manna sveitir keppa, auk sveitar frá Alþingi og einni frá Sviss. Alls verða því sveitirnar 24 og verða tefldar 23 umferðir á tveimur dög- um. Ein sveit frá Austur- landi mun taka þátt í mótinu, en hún er frá Eskifirði. Það- an munu fara 5 skákmenn, þeir: Trausti Björnsson, Gunnar Finnsson, Guðjón Magnússon, Jón Baldursson og Hákon Sófusson. Verðlaun verða tvenns kon- ar. Fyrir besta árangur sveit- ar eru verðlaunin helgarferð innanlands og sú sveit, sem verður í öðru sæti fær far- miða, einnig innanlands. Síð- an verða veitt verðlaun fyrir besta árangur einstaklings „á borði” og er það farmiði til útlanda. Á Eskifirði eru skákæfing- ar einu sinni í viku. Nú líður óðum að lokum heimsmeistaraeinvígisins því Karpov vantar aðeins 1 vinn- ing til þess að sigra eftir tap Kortsnojs í 14. skákinni. Kortsnoj virðist ekki ná sér verulega á strik þrátt fyrir kraftmikla taflmennsku í þeim tveimur skákum, sem hann hefur unnið. Nú hlýtur aðstaða hans að vera mjög erfið, þar sem minnstu mis- tök kosta einvígið, en þar á móti kemur að vísu, að allt er að vinna en engu að tapa. M. E. SIGURJÓN JÓNASSÓN skrifar um bridge BRIDQEFRÉTTIR Um síðustu helgi var Aust- urlandsmót í tvímenningi haldið á Reyðarfirði. Til leiks mættu 30 pör frá eftirtöldum bridgefélögum: Vopnafirði, Borgarfirði, Fljótsdalshéraði, Menntaskól- anum Egilsstöðum, Neskaup- stað, Reyðarfirði, Eskifirði og Höfn í Hornafirði. Auk þess spiluðu tvö pör úr Reykjavík, sem gestir á mót- inu. Mótsstjóri var Björn Jóns- son Reyðarfirði og að hans sögn gekk mótið vel fyrir sig og tókst í alla staði vel. Þetta er stærsta Austur- landsmót sem haldið hefir verið og var fyrirkomulagið þannig að spilaðar voru 3 umferðir í tveim 16 para riðl- um, tvö spil á par í umferð. Austurlandsmeistarar í tví- menningi urðu bræðurnir Pálmi og Stefán Kristmanns- synir frá Bf. Fljótsdalshér- aðs, með 795 stig samtals. Óskum við þeim til hamingju með titilinn og þeim og öðr- um Austfirðingum góðs geng- is á íslandsmótinu í tvímenn- ingi í vetur, en þetta var jafnframt úrtökumót fyrir íslandsmótið. Annars var röð efstu para þessi: 1. Pálmi og Stefán Krist- mannssynir Bf. Fljótsdalsh. 795 stig. 2. Hafsteinn Larsen og Jó- hann Þorsteinsson Bf. Reyð- ar- og Eskifj. 779 stig. 3. Ásgeir Metúsalemsson og Þorsteinn Ólafsson sama fé- lagi 774 stig. 4. Georg Sverrisson og Rún- ar Magnússon, sem voru gest- ir 705 stig. 5. Aðalsteinn Jónsson og Sölvi Sigurðsson Bf. Reyðar- og Eskifj. 704 stig. 6. Birgir Björnsson og Jón Gunnars. Bf. Hornaf. 702 st. 7. Páll Sigurðsson og Sigfús Gunnlaugsson Bf. Fljótsdals- héraðs 688 stig. 8. Guðmundur Magnússon og Hermann Ágústsson Bf. Reyðar- og Eskifj. 661 stig. 9. Egill Guðlaugsson og Páll Péturs. Bf. Fljótsdh. 657 st. 10. Árni Stefánsson og Jón Sveinss. Bf. Hornaf. 651 st. Þorsteinn Ólafsson Reyðar- firði hafði veg og vanda af undirbúningi keppninnar. Við upphaf hennar tilkynnti hann að hann væri hættur að sjá um þennan mótarekstur og yrði það verkefni stjórnar hverju sinni að sjá um það. Vil ég fyrir hönd bridgeáí hugafólks nota tækifærið og þakka Þorsteini fyrir áhuga hans og dugnaði við mótahald sambandsins á undanförnum árum. Næsta verkefni sambands- ins verður firmakeppnin, sem jafnframt er einmennings- keppni. Veður hún síðar í vetur og er jafnframt ein að- al tekjuöflun sambandsins með þátttökugjöldunum í firmakeppninni. Hafa þau runnið í ferðasjóð sambands- ins og má geta þess, að sam- bandið styrkti þá lengst að komnu, með kr. 4.000.00 úr sjóði þessum. Er þetta mjög mikilvægt til þess að létta undir með félögunum í ferða- kostnaði. Bf. Vopnafjarðar hóf vetr- arstarfið formlega s.l. sunnu- dag og verður spilað þar á sunnudögum fram til ára- móta. Sig. J. Sjónvarpsdaðskrdin nœstu viku Fastir liðir alla úts. daga: 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður, auglýsingar og dagskrá. FÖSTUDAGUR 13. nóvember 20.40 Á döfinni. 20.50 Skonrokk. 21.25 Fréttaspegill. 21.55 Billí og fálkinn. Bresk bíómynd frá 1969. 23.40 Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 14 nóvember 16.30 íþróttir. 18.30 Kreppuárin. Ellefti þáttur. 19.00 Enska knattspyrnan. 20.35 Ættarsetrið. Sjötti þáttur. 21.05 Spurt og spurt og spurt. Spurningakeppni í sjónvarssal. Þriðji þáttur. 21.35 Smnarið A2. Bandarísk bíómynd frá 1971. 23.05 Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 15. nóvember 16.00 &unnudagshugvekja. Séra Sveinbjörn Sveinbjörnsson sóknarprestur í Hruna, flytur. 16.10 Húsið á sléttunni. 3. þáttur. Ella litla. 17.00 Saga sjóferðanna. 3. þáttur. Seglskipin. 18.00 Stundin okkar. 18.55 Karpov gegn Kortsnoj. 20.35 Sjónvarp næstu viku. Umsj. Magnús Bjarnfreðsson. 20.50 Stiklur. 3. þáttur. Saga í grjóti og grasi. Umsjón Ómar Ragnarsson. 21.20 Æskuminningar. Þriðji þáttur. 22.15 Eldar í Helenu. Bresk mynd frá BBC um eldgos í Sankti Helenu. 23.10 Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 16. nóvember 20.35 Tommi og Jenni. 20.40 íþróttir. Umsj. Bjarni Felixson. 21.10 / lilutans eðli. Breskt sjónvarpsleikrit. 22.00 Fenja - Arabar. Bresk fræðslumynd. 22.50 Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 17. nóvember 20.35 Robbi og Kobbi. Tékknesk teiknimynd. 20.45 Víkingarnir 5. þáttur Herjað á England. 21.15 Hart á móti hörðu. Bandarískur sakamálamyndafl. 22.05 Fréttaspegill. Umsjón: Ólafur Sigurðsson. 22.35 Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 18. nóvember 18.00 Barbapapa. 18.05 Sigurður Fáfnisbani. Dönsk leikbrúðumynd. 18.45 Fólk að leik - Nýja Guinea. 20.35 Vaka - tónlist. Umsjón: Þorkell Sigurbjörnss. 21.05 Dallas. 22. þáttur. 21.50 Hver er réttur þinn? 3. þáttur.'Sjúkratryggingar. 22.10 Dagskrárlok.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.