Austri


Austri - 13.11.1981, Qupperneq 4

Austri - 13.11.1981, Qupperneq 4
4 AUSTRI Egilsstöðum 13. nóvember 1981. 1WTH'1» - " lituwrr-— RAUÐARARSTIGUR 18 S‘ $itt úr Hverri úttinni Síðasti þátturinn okkar „Sitt úr hverri áttinni” var um þann mikla meistara Jóhannes Kjarval Sveins- son Kjarval og að mestu tekinn úr ræðu Valtýs Péturssonar. En Kjarval gerði fleira en að mála, stundum var hann líka að skrifa og gaf út nokkrar smábækur, m.a. Grjót, Ljóðagrjót, Meiragrjót og Hvalssögur. Hann byrjaði líka að gefa út blað: „Kvöldblað lista- manna.” En ekki urðu það mörg eintök, þrjú eða fjögur, og mundu nú kosta kýrverð ef þau væru fá- anleg. í stærstu bókinni Meiragrjót eru bréfin frá London 13 að tölu. I ræðunni um Kjarval sagði Valtýr Pétursson, að bréfin frá London væri það snjallasta sem Kjai"val hefði skrifað og mikil listaverk. Fyrir nokkrum árum las dr. Broddi Jóhannesson þau i útvarp- inu og fór um þau fögrum orðum. Við leggjum hér engan dóm á bréfin frá London né aðrar rit- smíðar Kjarvals en birtum hér til gamans sýnishorn af þessum bréfum. EST POSTOFFIS LONDON POSTE RESTANTE. Ástkæra frænka! Jeg gleymdi að skrifa þjer addressuna mína á brjefið seinast þegar jeg skrifaði þjer — en hjer er nú hún. En jeg hefi altaf svo mikið að gera. Er alment vinnu- leysi hjá þjer, eða ykkur strax og vorar, fyrst ekki er fært frá? — Jeg hugsa oft um ykkur og alla í sveitinni, þó jeg sje svona langt frá. Jeg get ekki trúað því, að af- koman verði beisin. — Það er einkennilegt — það er einhver nýr tími alstaðar núna. — Það er erf- itt að skilja það, menn hætta við það gamla og taka upp eitthvað nýtt. — En til dæmis í sveitinni sjest bara ekki neitt öðru nýrra nú en var áður. Lömbin á hverju vori. Það tekur hver hundur eftir því. Það nýja í sveitinni eru árs- tíðirnar, annað ekki; en það er líka nóg, manneskjan tekur eftir því. Hver morgun í sveitinni er það nýja þar, og hvert kvöld — annað ekki — vetur, sumar, vor og haust, — og svo náttúrlega fráfærurnar; þar er himinblám- inn í mjólkinni, sem grasið nær sjer í, sjerstaklega í sólskini; þar eru fjarlægðirnar, sem skapa nógu rúrnt umhverfi fyrir efnin, — nógar fjarlægðir í mannssálina innvortis og útvortis, af því það er svo langt upp í himininn þegar heiðríkt er; alt fer eftir því. Þeg- ar er þokusumur, eða mikið sýkj- aður himin, er minna af himin- bláma í sauðamjólkinni en þegar heiðríkt er. Það er af því, að gras- ið er undirlagt sömu ástæðum, kvíaærnar líka. Vellíðan manns- ins fer eftir því, hvað látið er of- an í sig, segja menn hjer — en alt er matur, sem í magann kem- ur, segja menn í sveitinni. Það getur verið, að það sje eitthvert vit í því. En hver maður getur sjeð muninn á orðinu — bæði í tali og á prenti. — Himinblám- inn er merkilegri en menn halda, jafnvel þoka er oft betri en skýj- aður himinn að þvi leyti, að þeg- ar birtir upp, þá er heiðríkja, en þyknið byrgir heiðríkjuna. — Jeg vil ekki tala meira um þetta nú. En það er gaman að vita, að þeim líður vel, sem maður fór frá — þá er maður rólegur þar, sem maður er. En svo er ekki að heilsa um mig. — Jeg var reyndar órólegur þegar jeg fór, jeg vissi ekki af hverju, en jeg held jeg viti það nú. Það er eitthvað nýtt í loftinu, sem gerir það, — eitt- hvað, sem kanski altaf hefir verið til — mismunandi mikið, held jeg nefnilega. — Og jeg held Marconi hafi uppgötvað eitthvað af því, og jeg held það sje mikið af þessu í loftinu í sveitinni hjer hjá þjer, hjá ykkur — jeg býst við því. — Hjer hafa menn brúk fyrir margt, af því hjer er alt öðruvísi en hjá ykkur í sveitinni — hjá þjer. — Hjer er mikið grjót; já, hjer er nú mikið grjót. Hjer er alt líkast og til dæmis í huldufólkssögu. — Stundum finst mjer jeg vera kom- inn inn í annan heim — og jeg er viss um að þjer mundi finnast það líka, ef þú værir hjer, því hjer er svo margt. Jeg hætti nú núna við þetta brjef, háttvirta frændsystir. Þinn ónýtur frændi. Góða nótt. Albjartur Siklingsbur. m-.hmmmm Til sölu diesel Rússajeppi árgerð 1971, með öku- mæli. Sæti fyrir 8 manns. Upplýsingar í síma 97-1487 á kvöldin og 97-1329 á daginn. Kaffistofan ■ ■ ■ er OPm allan daginn. Heitur matur, brauö, kaffi og kökur.Vistlegt umhverfi. i-----------------— Happý - húsgögn Barnakojur úr furu eða litaðar. Tvær stærðir 75 x 195 cm og 65 x 161 cm. Verð 4.347 og 3.864. Þörfin fyrir pláss til geymslu á fötum og öðru eykst með aldrinum og við 15 - 17 ára aldur gæti til dæmis reynst heppilegt að bæta við fataskáp og auk þess einum skáp, og þá hefur maður herbergi búið fallegum sterkum og um fram allt ódýr- um húsgögnum. Húsgagnaverslunin Björk Lyngási 1 Egilsstöðum sími 1427 V//////////////Z/////////////////////////////////ZVVVVm ■ Þetta gæti verið byrjunin, þegar barn er svona 5-8 ára og byrjar í skóla. Uppstillingin er samsett af einsmanns bekk með heilli sængurfatageymslu, skrifborði með þremur skúffum, skáp, bókahillu og skrifborðsstól. Það er nóg til að byrja með. r Egilsstaðabúar Héraðsbúar X ★ ★ HEF Á BOÐSTÓLUM; ★ ★ ★ Gott úrval af unnum kjötvörum ★ ★ ★ ★ • ★ ★ ★ Mjólk og mjólkurvörur X ★ ★ ★ Brauð og kökur ★ ★ ★ ★ • ★ ★ Ávexti, nýja og niðursoðna ★ ★ Ásamt annarri algengri matvöru * ★ ★ og hreinlætisvöru. ★ ★ ★ ★ • ★ ★ Verslið þar sem er lágt vöruverð ★ ★ ★ og góð þjónusta. ★ ★ ★ ★ • ★ ★ Opið virka daga frá kl. 9 - 6 og á X ★ laugardögum frá kl. 9 - 12. Matariðjan Reynivöllum 1, Egilsstöðum Sími 1219.

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.