Austri


Austri - 13.11.1981, Blaðsíða 5

Austri - 13.11.1981, Blaðsíða 5
Egilsstöðum, 13. nóvember 1981. AUSTRI 5 Rafmagnstæki stór og smá í úrvali. Grunnvörur. Fjölbreytt úrval í vefnaðarvörudeild. I JÁRNVÖRUDEILD: Málning í óskalitunum Handverkfæri alls konar Metabo rafmagnsverkfæri í úrvali Plaströr og fittings til innanhússlagna. Leikföng nýkomin! Athugið ef varan fæst ekki veitum við pöntunarþjónustu, viðskiptavinum okkar að kostnaðarlausu, á stærri hlutum frá Reykjavík. Verslið í kaupfélaginu, það borgar sig. Kaupfélag Stöðfirðinga STÖÐVARFIRÐI OG BREIÐDALSVÍK I dagsins önn Á sunnudaginn var gafst tækifæri til þess að hlusta á jazz í Menntaskólanum á Egilsstöðum, og var það á fyrstu áskriftartónleikum Tónlistarfélags Fljótsdals- héraðs á þessum vetri. Það voru Viðar Alfreðsson og fé- lagar sem léku. Auk Viðars, sem leikur á trompet, Alfreð Alfreðsson á trommur, Árni Scheying á bassa og Kristján Magnússon á píanó. Þessir tónleikar voru skemmtileg tilbreyting og kærkomið tækifæri fyrir þá hér um slóðir, sem gaman hafa af því að hlusta á þessa tegund tónlistar, að hlusta á lifandi músík af þessu tagi. Tónlistarfélaginu skal hér með þökkuð forganga fyrir þessum tónleikum, því vitað er að jazz er dálítið umdeild músík, og er ekki á dagskrá hjá öllum félögum af þessu tagi. Undirritaður hafði mjög gaman af leik þeirra félaga, einfaldlega vegna þess að ég hef gaman af þessari tónlist og ef ég er beðinn að útskýra aí hverju mér finnst gaman að henni, segi ég eins og krakkarnir „af því bara”, og hirði ekki um að útskýra það nánar. Ég held að engum hafi blandast hugur um að þarna voru kunnáttumenn á ferð og var góð stemning á þessum tónleikum. Starf áhugamanna eins og skipa Tónlistarfélag Fljóts- dalshéraðs verður seint full- þakkað, og mikill fengur er að því að fá hingað kunnáttu- fólk á sviði tónlistar, eins og félagið hefur gert þau ár, sem það hefur starfað. Slíkt auðg- ar menningarlífið og það er óhætt að hvetja fólk til þess að sækja tónleika á vegum félagsins, af hverju tagi sem þeir eru, styrkja með því starfsemi þess og þroska sjálfan sig í leiðinni. Sumir bölva sígildri tónlist, aðrir bölva jazz, enn aðrir bölva popptónlist. Þó er sannast sagna að hver grein tónlistar hefur eitthvað við sig ef menn gefa sér tíma til þess að hlusta með opnum huga og án fordóma. Tónmennt er áreiðanlega mjög þroskandi og nám á þessu sviði ætti að efla veru- lega. Tónlist höfðar til manna á einhvern óútskýranlegan hátt, og hefur góð áhrif á sálarlífið. J.K. OG LOKS SKEIN SÓLIN Eftir eindæma illviðri kom loks almennileg hláka og nú er orðið nær autt í byggð. Grasið, sem ekki hafði tíma til að fölna til fulls í haust, kemur nú grænt undan snjón- um. Tíðarfarið hefur svo sannarlega verið óvenjulegt, og það fór ekki hjá því að Austfirðingar Húsbyggjendur Erum að byrja að fram- leiða hinn vinsæla panel frá Kjöita Sagbruk í Noregi, í ýmsum gerðum. Eigum einnig á lager hinar vinsælu norsku loft- og veggjaplötur í litunum Gammel hvítt, Gammel brúnt og natur- elle. Svo og hinar venju- legu sléttu loftplötur. Smíðum ódýrar útihurð- ir úr mahony og oregon- pine. Höfum til sölu fokhelda 110 fermetra íbúð. Trésmiója Fljólsdalshcraðs hf. Hlöóum, Fellahrcppi SUNNUDAGUR 15. nóv. Kl. 15.00 Bíó. Vaskir lögreglumenn m/Trinitybræðrum. Kl. 21.00 Bíó. í sporðdrekamerkinu Ole Söltoft. FIMMTUD. 19. nóv. Kl. 21.00 Bíó. Rothöggið. Barbara Streisand Ryan O’Neel. manni fyndist dálítið ein- kennilegt að sjá menn vera að taka upp kartöflur í nóv- ember, en slíka sjón sá ég hér í nágrenni Egilsstaða á sunnudaginn var. Garðurinn nýkominn undan snjó, og kartöflurnar sennilega ó- frosnar í jörðinni, sem kem- ur þíð undan snjónum. Ekki skal hér farið út í neina spá- dóma um veðrið, en ólíklegt er að jörðin haldist þíð lengi, og kartöflur sem enn eru í jörð fá líklega að vera þar um sinn. nuglýsir; I VEFNAÐARVÖRUDEILD: * Efni alls konar, og ýmsar aðrar vörur til saumaskapar fyrirliggjandi. * Buxur, unglinga og fullorðinna. * Peysur, unglinga og fullorðinna. — Jólabækurnar eru byrjaðar að koma. — Iiljómplötur í úrvali, nýjar sendingar. I JÁRNVÖRUDEILD: * Ný sending af gólfteppum World Carpet. * Metabo handverkfæri * Munið málninguna í óskalitunum * Alls konar handverkfæri fyrirliggjandi Hreinlætistæki ^ Koupfílog Héruðsbúu EGILSSTÖÐUM Bjötk nuQlýsir/ ER AÐ TAKA UPP : / Hnébuxur Reiðbuxur Stretch-gallabuxur Kjóla í úrvali á börn og unglinga Ulpur á börn og fullorðna Staka herrajakka og buxur Skyrtur á dömur og herra Ódýr náttföt Gammosíur á unglinga og peysur í sama lit Frúarpils Dýnuhlífar Rúmfatnað. Frúarkjólar væntanlegir í mörgum stærðum. Alltaf eitthvað nýtt. Verslið þar sem úrvalið er. Fataverslunin Björk Á liorni Lyngáss og Fagradalsbrautar Egilsstöðum

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.