Austri


Austri - 13.11.1981, Blaðsíða 6

Austri - 13.11.1981, Blaðsíða 6
IMl Egilsstöðum, 13. nóvember 198 L AMERÍSK GÆÐAVARA, MEÐ FRÁBÆRU UNDIRLAGI — NÝ SENDING Éi Kaupfélog Héraðsbúa EGILSSTÖÐUM Lesandabréf Ég var að fá í hendur 33 tölublað Austra og sá þar fréttaklausu frá Breiðdalsvík sem mig langar að gera at- hugasemd við. I fréttinni seg- ir að tjón bænda vegna óveð- urs og ótíðar sé ekki mikið. Ekki veit ég hver heimildar- maður blaðsins er, en fáfróð- ur og einsýnn má hann vera ef hann álítur tjón eingöngu bundið við fjárdauða af völd- um óveðurs eins og af orða- lagi má ráða. Hér hefur verið hafður sá háttur á nokkur undanfarin ár, að farin er svokölluð hraðferð um svæðið og skulu menn þá koma með til slátrunar sem næst helm- ing þess fjárfjölda, sem þeir slátruðu haustið áður. Fyrir þessa hraðferð er ekki smal- að, aðeins tekið það sem til næst með fljótum hætti, og kemur venjulega heldur lak- ari vigt úr þessari umferð a.m.k. hjá þeim sem framar- lega eru í röðinni. I haust var mitt heimili framarlega í þessari hraðferð og var slátrað frá okkur 205 lömbum 23, september. Með- alþungi var 13 kg, sem sam- kvæmt verðlagsgrundvelli gerir kr. 97.272. Þrem vikum seinna gaf sama lambatala 12 kg meðalvigt á 89.790 kr. eða 7.482 kr. minna en fyrri hópurinn. Verðmunurinn er þó enn meiri en þessar tölur sýna því þær miðast við verð á DI, en auk þess hvað seinni hópurinn var mikið léttari mót venju, fór úr þeim hóp 15% í annan og þriðja flokk móti 2% úr fyrri hópnum og getur hver sem vill reiknað þann mun. Margt fleira má nefna. Til dæmis var slátur- fé á gjöf, jafnvel svo vikum skipti á sumum bæjum. Hverju skyldu menn hafa verið að eyða í sláturféð ? Þeir voru að eyða hluta af vetrar- fóðrinu, sem aflað var með ærnum kostnaði og fyrirhöfn. Einn þátt enn vil ég nefna, en það er hin gífurlega vinna sem skapast hjá bændum í árferði sem þessu. Tjón og tekjumissir. Hver er munur- inn? Allir vita hvað sagt yrði um slíkt hjá öðrum stéttum þjóðfélagsins. en hjá bændum er það ekki mikið. Felli 4. nóv. Guðrún Þorleifsdóttir. Athugasemd Hinn 30. október s.l. var stutt frétt frá Breiðdalsvík í Austra. Ekki er getið heim- ildarmanns, en hann virðist ekki vel kunnugur í sveitinni, ef fréttin er rétt höfð eftir. Eg tel rétt að geta frétta- manns þegar fréttir eru birt- ar. Það er þessi klausa sem ég tel fjarri lagi. „Tjón bænda vegna óveðurs og ótíð- ar er ekki mikið.” Ég tel tví- mælalaust að tjón bænda af völdum ótíðar í haust hér í Breiðdal sé mikið, þó það sé mjög breytilegt frá bæ til bæjar. Þessu tjóni má skipta í þrennt: 1. Fé sem hefur fennt eða farist í stórhríðinni 5. september og veðrahamn- um í október, en sam- kvæmt því sem ég hef frétt vantar frá 10 til 30 kind- ur á allmörgum bæjum. 2. Áætla má að vegna ótíðar og illviðra hafi fallþungi dilka orðið hálfu til þrem fjórðu úr kílói minni en í meðalári. 3. Á mörgum bæjum hefur þurft að gefa fé inni hálf- an mánuð til þrjár vikur fyrir októberlok þar með talið töluverðu af sláturfé, auk þess sem ekki var hægt að beita nautgripum frá 29. september. Samkvæmt lauslegri áætlun Undir þessari fyrirsögn er ætlunin að birta myndir af óþekktu fólki. Þetta er þáttur í þeirri viðleitni Safnastofn- unar Austurlands að afla upplýsinga um gamlar ljós- myndir, sem eru varðveittar hjá SAL og á Héraðsskjala- safninu. Ritstjóri Austra tók beiðni um aðstoð og birtingu afar vel, og hafi hann þökk fyrir. Nú er það von okkar, að lesendur blaðsins beri kennsl á einhverja á mynd- unum og geti veitt okkur vitneskju um þá. Allar upp- lýsingar má senda til Safna- stofnunar Austurlands, póst- hólf 33, 700 Egilsstöðum, ell- egar hringja í síma 1451 (SAL) eða 1187 (minjavörð- ur heima). tel ég að ef það tjón er metið til peninga, sem bændur í Breiðdal hafa orðið fyrir á þessu hausti vegna ótíðarinn- ar, þá nemi það frá 5 þúsund krónum til 20 þúsund krónum á bónda, eða talið í gömlum krónum, frá hálfri milljón til tvær milljónir. Þetta tel ég allmikið tjón, ekki síst ef haft er í huga ó- venju hart og gróðurlaust vor nú á þessu ári og sá kostnað- ur sem það bakaði bændum. Eg vil svo að lokum að gefnu tilefni skýra frá því, að samkvæmt bráðabirgða- tölum var slátrað 13.236 kind- um í haust hjá Sláturfélagi Suðurfjarða á Breiðdalsvík. Haustið 1980 var sláturfjár- talan hjá félaginu 13.300 kindur. En haustið 1979 var slátrað 14.711 kindum. I haust var slátrað hjá félag- inu 67 nautgripum og mun það vera svipuð tala og að undanförnu. Á þessu sést, að í haust var slátrað 1475 færri kindum en haustið 1979. Gilsá, 6. nóvember 1981 Sigurður Lárusson. Saoðfjdrsldtrun lokið Sauðfjárslátrun er nú lok- ið hjá Kaupfélagi Héraðsbúa og mun nokkru fleira fé hafa verið lógað en í fyrra, eða um 16 hundruð fleira. Kjötmagn er þó nokkru minna. Meðalvigt hefur ekki verið reiknuð endanlega út, en sýnilegt er á þessum tölum að fé er mun rýrara en í fyrra og kemur það ekki á óvart eftir það árferði sem nú hefur verið. Stórgripaslátrun stendur yfir á Egilsstöðum, en fer nú senn að ljúka. Hallgrímur Einarsson, ljós- myndari á Seyðisfirði tók myndina, sem er úr búi Gutt- orms Pálssonar. 21. KjördsÉiiinjiið Kosið yar í ýmsar tnúnaðarstöð- ur á þinginu og lauk kosningum þannig: Aðalmenn í stjórn Kjördæmissam- bandsins: Hjörtur Guðmundsson, Djúpavogi. Jóhann Hansson, Seyðisfirði. Benedikt Vilhjálmsson, Egilsst. Björn Aðalsteinsson, Borgiarfirði. Guðmundur Þorsteins., Fáskrúðsf. Varamenn í stjórn: Sig’urður Baldursson, Reyðarf. Hafliði Hjarðar, Hjarðarhaga. Alrún Kristmannsdóttir, Eskif. Sveinn Þorsteinsson, Egilsstöðum. Jón Þór Guðmundss., Vopnafirði. Aðalmenn í miðstjóm: Friðrik Kristjánsson, Höfn. Alrún Kristmannsdóttir, Eskif. Þórdis Bergsdóttir, Seyðisfirði. Vilhjálmur Hjálmarss., Mjóaf. Jón Kristjánsson, Egilsstöðum. Sigurjón Friðriksson, Vopnafirði. Gísli Haraldsson, Neskaupstað. Guðmundur Gíslason, Stöðvarf. Varamenn: Jón Guðmundsson, Reyðarfirði. Hannes Óli Jóhannss., Borgarf. Sveinn Sighvatsson, Höfn. Jóhann Hansson, Seyðisfirði. Petra Sverrisen, Vopnafirði. Kjartan Sigurgeirsson, Fáskr.f. Magnús Einarsson, Egilsstöðum. Óli Björgvinsson, Djúpavogi. Minnisgreinar úr pressunni „Úr þessari eldraun hefur Geir Hallgrímsson komið meiri maður en áður. Hann er maður þjóðarinnar.” (Mbl. 6. nóv. is.l ) Og við sem vissum ekki einu sinni hvort hann væri maður íhaldsins! * „Núna ættu menn því að hætta vangaveltum um hvernig flokkur þeir vilji að Sjálfstæðisflokkurinn sé ..” (Jónína Michaelsdóttir í Mbl. 27. okt. s.l.) Auðvitað skiptir það engu máli. * Gísli Jónsson birtir nokk- ur dæmi um ambögur í Mbl. 1. nóv. s.l. Hér eru fáein þessara dæma: 1. „Það er enn ósköp lítið vitað ennþá um framhald- ið.” 2. „Afkomendur þeirra hjóna hafa margir kippt í kyn- ið . .. .” 3. „Smalað verður í Reykja- rétt endurbyggðri í fyrsta sinn n.k. föstudag.” Alfktanir II. KjörUsliiDis Framséhnaraianna d Austurlandj ÁLYKTUN UM ORKUMÁL OG MEIRIHÁTT AR IÐNAÐ Á Austurlandi er um það bil helmingur þess vatnsafls sem hag- kvæmast er að virkja. Orkulindirnar eru undirstaða fraimfara. Það er því nauðsynlegt fyrir fjórðunginn og þjóðina alla að haf- ist verði handa um virkjunarframkvæmdir á Austurlandi þegar í stað. Kjördæmisþingið vill leggja áherslu á eftirfarandi atriði: 1. Að ákvörðun verði tekin, án frekari tafar, um að næsta virkj- un verði byggð í Fljótsdal. 2. Tekin verði ákvörðun um byggingu kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. Nú þegar verði stbfnað félag sem annist þessar framkvæmdir undir virkum íslenskum yfirráðum. Þingið tel- ur mjkilvægt að íslensk þekking og reynsla verði hagnýtt og því er æskilegt að tengja rekstur verksmiðjunnar starfsemi íslenska járnblendifélagsins. Einnig verði tryggt að heima- aðilar geti verið eignar- og stjórnunaraðilar í fyrirtækinu. 3. Þingið telur áríðandi að ötullega verði unnið að öðrum orku- nýtingarkostum. í því sambandi er sérstaklega mikilvægt að byggja upp iðnfyrirtæki sem henta hinum ýmsu byggðarlögum og geta nýtt þá miklu virkjunarmöguleika sem eru fyrir hendi í fjórðungnum. 4. Stofnaður verði þróunarsjóður í tengslum við uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Hlutverk sjóðsins verði að örva og auðga atvinnu og menningarlíf í fjórðungnum. Með því verði tryggt að byggðaröskun fylgi ekki slíkri uppbyggingu. 5. Stofnað verði eitt landsfyrirtæki er annist megin raforku- vinnslu og raforkuflutning. Það er raunhæfasta leiðin til að ná því mikilvæga markmiði að öllum landsmönnum verði tryggð næg raforka á sama verði til sömu nota. Áhrif heimamanna verði tryggð með stjórnunar og/eða eignaraðild. Þingið telur að mikilvægum áföngum sé náð með tengingu Vopnafjarðar og Austur-Skaftafellssýslu við landskerfið og telur mjög brýnt að hringtengingu verði lokið hið fyrsta. 6. Jarðhitarannsóknir á Austurlandi verði efldar, og ríkisstjómin beiti sér fyrir aðgerðum til jöfnunar á hitunarkostnaði íbúðar- húsnæðis.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.