Austri


Austri - 31.12.1981, Blaðsíða 1

Austri - 31.12.1981, Blaðsíða 1
f? s 1 jé f ^ @fyuótvi óókar leómdum óínum "leðihvó nífdró L -1 oa oi J moi on Gætið varúðar við meðferð elds um áramótin. Slökkviliðið Egilsstöðum sími 1222. L í 26. árgangur. Egilsstöðum, 31. desember 1981. 39. tölublað. Vonarland — rætt við Bryndísi Símon ardóttur, forstöðumann Mynd tekin á vinnukvöldi með foreldrum og starfsfólki. Árið sem nú er senn liðið var ár fatlaðra og umræða hefur verið með meira móti á árinu um málefni þeirra sem minna mega sín í þjóð- félaginu. Einn slíkur hópur eru þroskaheftir og hér á Austur- landi náðist á árinu merkur áfangi í málefnum þeirra, þegar þjónustumiðstöðin Vonarland tók til starfa á Egilsstöðum, en fyrstu vist- mennirnir komu þangað þann 22. júní í vor, en í lok ágúst var Vonarland formlega tek- ið í notkun. Vonarland. Forstöðumaður Vonarlands er Bryndís Símonardóttir, en hún hefur undanfarin ár starfað að málefnum þroska- heftra. Hún útskrifaðist sem þroskaþjálfi frá Þroska- þjálfaskóla íslands árið 1977, vann síðan í eitt ár á Sólvangi í Hafnarfirði, sem er elli- og hjúkrunarheimili, við iðju- þjálfun og uppbyggingu fé- lagsstarfa þar. Síðan vann hún á Skálatúni í Mosfells- sveit í eitt ár. Undirritaður hitti Bryndísi að máli nýverið og spjallaði við hana um starfsemi Von- arlands og málefni þroska- heftra. — Hvernig er rekstri Von- arlands háttað? Heimilið er rekið á fjár- veitingu frá ríkissjóði, en Styrktai’félag vangefinna á Austurlandi sér um rekstúr þess, og skipar stjórn þess sem er þannig skipuð nú að Berit Johnsen á Hallorms- stað er formaður, Bergljót Þorsteinsdóttir er ritari og Páll Sigþórsson er gjaldkeri. Það stendur til að þetta breyt- ist og ríkið taki alfarið við rekstrinum árið 1982. Vonarland er þjónustumið- stöð fyrir þroskahefta, og vil ég að það komi skýrt fram að hér er um meira en vistun að ræða. Héðan fá einstaklingar þjónustu fyrir milligöngu Vonarlands, en koma aldrei hér inn til dvalar. Þá er til dæmis um að ræða ráðgjöf til foreldra og/eða kennara sem þjálfar baniið í heima- byggð þess. Einnig höfum við verið með minniháttar leik- fangaútlán á þroskaleikföng- um, þar sem þörf hefur verið á. Ég vil eindregið hvetja for- eldra og aðra forsjármenn þroskaheftra á svæðinu að hlífast ekki við að hafa sam- band við okkur um vandamál þeim viðkomandi, sem við ef til vill gætum leyst úr. Á Von- arlandi voru fyrir jól 7 í heimili, 5 í langtímavistun og 2 í skammtímavistun. Þar að auki fengu aðrir sjö þjónustu eða aðstoð utan Vonarlands. — Hvemig er reynsldn af starfinu þaö sem af er? — Það hafa verið ýmsir byrjunarörðugleikar en segja má að í heild hafi gengið vel. Helst háir okkur skorturinn á þjónustu sálfræðinga og fé- lagsráðgjafa sem ekki er að fá hér sem stendur, en við höfum fengið aðstoð frá Kjarvalshúsi, og hefur Fræðsluskrifstofa Austur- lands haft milligöngu um þessa þjónustu, þar sem um einstaklinga á skólaskyldu- aldri er að ræða. Það væri æskilegt að þessu samstarfi við fræðsluskrifstofuna væri haldið áfram og það aukið. Aðstaðan á heimilinu er að mörgu leiti góð, einkum þó aðstaðan til þjálfunar, sem er mjög góð. Á Vonarlandi er heimiliseining þar sem er að- staða fyrir tíu í einu til lengri eða skemmri dvalar og skólabygging, þar sem þjálf- un fer fram. Fimm þroska- þjálfar vinna nú á Vonar- landi og er það vel búið starfsliði, en þar eru nú 15 heilar stöður, að þroskaþjálf- um meðtöldum. Aðsóknin í skammtíma- plássin hefur verið frekar dræm, og kemur það nokkuð á óvart, því nýleg könnun á Austurlandi sýnir talsverða þörf á skammtímavistun fyr- ir þroskahefta. Hins vegar er meiri aðsókn í langtímapláss, og verður sennilega að fjölga þeim á kostnað hinna. Það má geta þess í sam- bandi við aðstöðuna á heimil- inu, að Austfirðingar hafa sýnt Vonarlandi mikinn hlý- hug og örlæti, og þess vegna erum við að verða nokkuð vel búin tækjum. Félagasamtök og einstaklingar hafa safnað miklu fé sem hefur gert okk- ur kleift að kaupa hjálpar- tæki og fleira sem kemur heimilisfólki að góðu gagni. — Hver eru helstu verkefn- in framundam ? — Það er þegar kominn hálfur grunnur að þriðja hús- inu og hefur svæðisstjórn lagt til að það verði byggt. Þar væru möguleikar á vernd- uðum vinnustað e.t.v. fyrir fleiri öryrkja en þroskahefta hér á Héraði. Þetta mál er ekki afgreitt af hálfu ráðu- neytisins, svo það er ekki ljóst ennþá hvað verður gert. Sundlaug er í byggingu við Vonarland, og gefa Lions- menn vinnu sína við bygg- ingu hennar, en Styrktarfé- lagið greiðir byggingarkostn- aðinn. Sundlaugin mun koma í góðar þarfir þegar þar að kemur, en hún er mjög gott hjálpartæki við þjálfun. Á næsta ári verður komið á fót leikfangasafni (leko- teki), sem staðsett verður á Vonarlandi. Þrjú slík eru fyr- ir í landinu, á Suðurnesjum, Akureyri og í Reykjavík. Með notkun þess má finna út fyrr en ella hvert getustig bams- ins er og þjálfa það síðan út frá því. Þetta er mjög mikil- vægt, því að því fyrr sem hægt er að byrja þjálfun því betra. — Hver verður framtíöin í málefnum þroskaheftra? — Á síðustu árum hefur verið horfið frá stórum stofn- unum sem sinna þessum mál- um. Hér er Vonarland grunn- ur að því sem koma skal á Austurlandi en æskilegt væri Séð inn í eitt svefnherbergið. að á víð og dreif um Austur- land væru fjölskylduheimili eða sambýli með ca 4 - 5 í heimili sem nytu þjónustu þar, en með sérfræðiaðstoð frá Vonarlandi. —- Hvernig fellur starfsemi Vonarlands inn í umhverfi hér? — 1 þeim sökum hafa ekki komið upp nein vandamál og heimilisfólki verið mjög vel Heimilisfólkið á Vonarlandi sér sjálft um hluta af hús- verkunum. tekið. Börnin í þorpinu koma og líta inn og fullorðnir héð- an úr nágrenninu líka. Þetta er frekar óvenjulegur samgangur en mjög æskileg- ur. Hins vegar eru ekki mikl- ir atvinnumöguleikar hér fyr- ir okkar skjólstæðinga frem- ur en aðra, og vil ég beina því til atvinnurekenda að láta okkur vita ef þeir hefðu ein- hver störf á sínum snærum sem hentuðu heimilisfólki Vonarlands. Ég þakka Bryndísi fyrir spjallið og óska starfsemi Vonarlands gæfu og gengis á komandi árum. J. K.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.