Austri


Austri - 31.12.1981, Blaðsíða 3

Austri - 31.12.1981, Blaðsíða 3
Egilsstöðum, 31. desember 1981. AUSTEI 3 Útgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson, sími 97-1314. Auglýsingar og áskrift: Ásgeir Valdimarsson Símar 1585 og 1584 Pósthólf 73 HÉRAÐSPRENT SF. Krossferð gegn öfgum Breskar þingræðis- og lýðræðishefðir eru mj ög sterkar og rótgrónar. Oft hafa breskir kjósendur komið mjög á óvart, t.d. þegar breska þjóðin hafnaði Winston Churchill í fyrstu kosningunum eftir styrjöldina, en hann var óumdeilanlega styrkasti leiðtoginn í styrjöldinni gegn Nazismanum. Um nokkurt skeið hafa öfgasjónarmið í stjórnmálum riðið húsum á Bretlandi. Annars vegar er erki- íhaldið undir forystu járnfrúarinnar Margrétar Thatcher og hins vegar allt að því hálfkommar, sem náð hafa sterkum tökum í breska Verkamannaflokknum undir forystu Michael Foot. Öfgasjónarmið hafa því sett mark sitt á bæði stjórn og stjórnarandstöðu. Við þessar kringumstæður skeði það snemma á þessu ári að fjórir fyrrverandi ráðherrar í breska Verkamannaflokknum stofnuðu frjáislyndan jafnaðarmanna- flokk, sem hefur nú 22 þingmenn í breska þinginu. Þessi flokkur hefur gert bandalag við Frjálslyndaflokkinn og mun bandalagið bjóða fram saman í næstu þingkosningum. 1 lok nóvember fóru fram aukakosningar í mjög sterku íhaldskjördæmi á Bretlandi. Frambjóðandi bandalagsins var fyrrverandi menntamálaráðherra Shirley Williams. Hún vann gtæsilegan sigur. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum Gall- up-stofnunarinnar myndi bandalagið fá 43% atkvæða í al- mennum kosningum, en íhaldið 25% og Verkamannaflokkur- inn 28%. Shirley Williams lýsti því yfir eftir kosningarnar að hafin væri krossferð gegn öfgunum í breskum stjórnmálum og höfðaði til heilbrigðrar skynsemi. Þessi þróun stjómmála í Bretlandi á vissulega erindi hér á Islandi. öfgarnar höfða gjarnan til óhóflegrar kröfugerðar og órökstuddra kenni- setninga eins og leiftursókn eða óraunhæf öfgasjónarmið út á vinstri væng stjómmálanna, en hafna hófsamri stefnu sem byggir á heilbrigðri skynsemi. Þetta nýja, sterka stjórnmálaafl í Bretlandi, miðjusveiflan í stjórnmálunum, höfðar til fólks sem skilur vanda stjórnunar og nauðsyn þess að fylkja þjóðinni saman um raunhæfa stefnu í þágu þjóðarinnar allrai’, en ekki einstakra þrýstihópa. Islendingar eiga að fylgja fordæmi nýja kosningabanda- lagsins í Bretlandi. Hafna erkiíhaldinu og hálfkommum og styrkja Framsóknarflokkinn til aukinna áhrifa í íslenskum stjórnmálum. T. Á. Bókhaldsþjónusta Tölvuvinnsla Hefi rekið tölvuvinnslu frá 1974. Frá áramótum býð ég eftirfarandi vinnslu: Launabókhald, fjárhags- og viðskiptabókhald, birgðabókhald, áskrifendabókhald og fl. Leitið upplýsinga. Birgir Hallvarðsson Botnahlíð 14, Seyðisfirði Sími 97-2173 Haraldur Kr. Guðmundsson skólastjóri í Neskaupstað MINNING Þann 29. nóvember síðast- liðinn andaðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstáð Haraldur Kristinn Guð- mundsson skólastjóri Tón- skólans, fyrr prentari og prentsmiðjustjóri. Mér hnykkti við þegar ég frétti andlát Haralds. Mér var ekki kunnugt um van- heilsu hans. Samfundir okkar urðu strjálli eftir að ég hætti ritstjóm Austra. Og kynni okkar voru raunar aðeins skyndifundir á vinnustað ell- egar á fömum vegi. En öll með ágætum. Haraldur mun verða mér hugstæður sökum ljúf- mennsku sinnar og vegna þess hvað mér þótti hann ein- staklega skemmtilegur í við- kynningu. E.t.v. var það í síðasta sinni sem fundum okkar bar saman þegar við mættumst á þjóðveginum á fögrum stað suður í Lóni einn bjartan sumardag. Konur beggja voru með í för. Við stað- næmdumst rétt andartak og skiptumst á almennum orð- um, annað ekki. En það var eins og greiddist leið og ljúf- ara yrði að aka næsta áfang- ann. — Það er einmitt á þessa leið sem ég minnist samfunda okkar Haralds þótt þeir ættu sér jafnan stað í öðru og hversdagslegra umhverfi. Haraldur vann brautryðj- andastarf í prentsmiðju- rekstri á Austurlandi og leiddi Austfirðinga út úr eyði- mörkinni eftir mikið um- komuleysi. Þessa starfs nutu þeir sérstaklega sem sýsluðu við blaðamennsku, einnig við sem vorum á öndverðum meiði í pólitík. Austri var prentaður í Nesprenti alla tíð á meðan hann var gefinn út í Neskaupstað. Svo löngum fjarstaddir ritstjóramir nutu hjálpsemi og kunnáttu Har- alds í ríkum mæli og á ég um það samstarf hinar ágætustu minningar. Auk þess tel ég að Austri hafi á stundum átt Haraldi líf að launa. Haraldur Guðmundsson ruddi brautir austanlands á fleiri sviðum en í prentiðnaði. Hann var burðarásinn í tón- menntalífinu í Neskaupstað um áratuga skeið og síðast skólastjóri Tónskólans þar frá 1969. Allt fram að þeim tíma vann hann að tónlistar- málum jafnframt fullu starfi í prentiðnaði. Mér þykir hlutur Haralds á þessu sviði svo merkur, að mig langar til að Austri geymi frásögn af honum. Tek ég mér bessaleyfi að birta knapporða lýsingu Stefáns Þorleifssonar í minningarorð- um í Austurlandi 10. þ.m.: „Fjölhæfni Haralds sem tónlistarmanns var með ólík- indum. Hann virtist jafn víg- ur á blásturshljóðfæri og strengjahljóðfæri. Þannig kenndi hann á öll blásturs- hljóðfæri, sem tíðkast í lúðra- sveit. Ennfremur kenndi hann á fjölmörg strengja- hljóðfæri, svo sem fiðlu, selló, bassa, gítar, mandólín o.fl. Sem dæmi um einstaka hæfni hans á strengjahljóð- færi má nefna, að þegar Þjóð- leikhúsið setti á svið Grikkj- ann Sorba, var Haraldur einn Islendinga, sem gat leikið á það gríska strengjahljóðfæri, sem þar var leikið á og gerði hann það með svo miklum á- gætum að hann var talinn betri, en Grikkinn, sem hann leysti þar af hólmi. Banjó var eitt af uppáhalds hljóðfærum hans og var mikil unun að hlýða á leik hans á það hljóðfæri. Samleikur þeirra Höskuld- ar Stefánssonar á harmon- ikku og banjó er eitt það besta og fágaðasta, sem hér hefur verið flutt í hljómlist af heimamönnum, og er mikil eftirsjá, að sá flutningur skuli ekki vera varðveittur á plötu. Haraldur var ekki einungis snjall hljóðfæraleikari og kennari heldur og mjög góður útsetjari. Vann hann á þeim vettvangi mikið verk. T.d. held ég að hann hafi útsett flest það, sem lúðrasveitir undir hans stjórn léku. Haraldur Guðmundsson kom víða við á tónlistarferli sínum. Hann var m.a. stofn- andi og stjórnandi Mandolín- hljómsveitar Reykjavíkur á árunum 1945 - 1949. Varð- veist hefur upptaka frá hljómleikum þessarar hljóm- sveitar og nú við útför Har- alds sl. laugardag var þessi upptaka flutt. Það sýnishorn af leik hljómsveitarinnar bar stjórnanda hennar fagurt vitni. Einnig stjórnaði Haraldur kór verkamanna í Reykjavík. Haraldur var einnig stofn- andi og fyrsti stjómandi Lúðrasveitar verkalýðsins. Hann kom og einnig mikið við sögu tónlistarlífs í Vest- mannaeyjum og átti þar m.a. gott samstarf við tónskáldið vinsæla Oddgeir heitinn Kristjánsson . Þar stofnaði hann og II.G.-sextettinn, danshljómsveit, sem mjög var rómuð. Eftir að Haraldur flutti til Norðfjarðar stofnaði hann nýjan H.G.-sextett, sem var afburða skemmtileg og raun- ar listræn danshljómsveit. Hann tók við stjórn Lúðra- sveitar Neskaupstaðar árið 1955 og segja má að síðan hafi hann stjórnað lúðrasveit hér þótt skipt hafi verið um nafn og meðlimi. Nú síðustu árin hefur það verið Skóla- hljómsveit Neskaupstaðar, skipuð nemendum úr tónskól- anum og hefur hún farið víða og leikið og alls staðar við mjög góðan orðstír. Um tíma stjórnaði Haraldur karlakór hér og voru þá stundum haldnir sameiginlegir tónleik- ar lúðrasveitarinnar og karla- kórsins. Þessi kór varð þó ekki langlífur og var það sumpart vegna tímaskorts.“ Haraldur Kristinn Guð- mundsson fæddist í Vest- mannaeyjum 30. júlí 1922. Hann lauk prentnámi og tók sveinspróf 1939. Hann starfaði síðan sem vélsetjari í Vestmannaeyjum og Reykjavík fram til 1955. Þá fluttist hann austur og rak prentsmiðjuna í Neskaupstað þar til hann tók við forstöðu Tónskólans sem fyrr greinir. Að Haraldi er mikill mann- skaði í byggðarlaginu sakir mannkosta hans og starf- hæfni. Mestur er þó missir ástvina. Ég sendi eftirlifandi eiginkonu Haralds, Grétu Þórarinsdóttur og börnum þeirra fjórum, innilegar kveðjur. Vilhjálmur Hjálmarsson. i----------------------— —~—r — ÓSKA HÉRAÐSBUUM OG AUSTFIRÐINGUM gleðilegs nýs árs ÞAKKA VIÐSKIPTIN Á LIÐNU ÁRI Þvottahús og fatahreinsun sf. Sími 1650 Egilsstöðum

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.