Austri


Austri - 31.12.1981, Blaðsíða 4

Austri - 31.12.1981, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 31. desember 1981. Um leið og ég óska viðskiptavinum mínum og starfsfólki gleðilegs nýs árs vil ég þakka þær frábæru móttökur sem mér hafa verið sýndar. Ég mun á nýja árinu halda áfram að veita viðskiptavinum mínum alla þá þjónustu sem ég get í té látið. Lifið heil. ALEXANDER BJÖRNSSON Húsgagnaverslunin Björk Fataverslunin Björk Lyngási 1, Egilsstöðum, sími 1612 Gleðilegt nýtt ár! ÞÖKKUM ÁNÆGJULEG SAMSKIPTI Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA fÍuQféidQ Austurlands Gleðilegt nýtt ár! ÞÖKKUM ÁNÆGJULEG SAMSKIPTI Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA Verhalýðsjélað Fljótsdalshéraðs Qleðilegt nýtt áv ÞÖKK FYRIR VIÐSKIPTIN Á LIÐNUM ÁRUM Austurleið Hjálparsveit skáta, Fljótsdalshéraði Myndin er tekin á leitaræfingu HSSF í des. 1981. Hjálparsveit skáta, Fljóts- dalshéraði, sem við skamm- stöfum venjulega HSSF, er nú á sínu þriðja aldursári, en hún var stofnuð 2. nóvem- ber 1979. Hvetjendur að stofnuninni voru Landssamband hjálpar- sveita skáta (LHS) og Al- mannavarnir ríkisins, en þessir aðilar hafa gert starfs- áætlanir, þar sem hinum ein- stöku hjálparsveitum eru ætl- uð ákveðin mikilvæg verkefni á neyðar og hættutímum. Ekki þarf að kynna Hjálpar- sveitir skáta og störf þeirra neitt sérstaklega, þau eru flestum vel kunn. Enda eru skátarnir oft nefndir, þegar fréttir berast af hjálpar- og b j örgunarstörfum af ýmsu tilefni. HSSF er hins vegar ungt fyrirbæri og er ef til vill lítið þekkt á sínu heimasvæði. Saga HSSF er ekki löng, en á fyrsta starfsárinu voru fé- lagar 12 talsins. Haldið var námskeið í skyndihjálp fyrir félagana, en slík námskeið eru fastir liðir í starfseminni. Tækjakostur á þeim tíma var sára fátæklegur, en áhuginn mikill. Eftir flugslysið hörmulega, sem varð í Smjörfjöllum haustið 1980, varð atburða- rásin í sögu HSSF mun hrað- ari en áður. Félögum fjölgaði til muna, og lagðar voru lín- ur um fjáröflun til að byggja upp tækjakost sveitarinnar. Góðar undirtektir allra, sem leitað var til, gerðu það kleift að kaupa fyrsta ökutæki HSSF , — rússajeppa, árgerð 1974. Samtímis lögðu félags- menn hart að eigin buddu við að afla sér fatnaðar, fjall- gönguskóa og alls þess sem við á fyrir hjálparsveitar- menn. Er nú svo komið, að flestir félagar eru allvel bún- ir, eigin búnaði. Á árinu 1981 hefur stai'f- semin verið meiri en nokkru sinni fyrr. Að undanteknu há- sumarinu hafa verið haldnir fundir ekki sjaldnar en hálfs- mánaðarlega. Leitaræfingar hafa verið skipulagðar og ein- stakir félagsmenn haft í frammi fjallgöngur og ýmis konar leiðangra. Af starfinu á árinu ber þó e.t.v. hæst þátttaka HSSF í samæfingu Landssambandsins, sem fram fór í Vestmannaeyjum í haust en þangað fór vænn hópur og stóð sig vel. I haust var tekin ákvörðun um að ráðast í það verkefni að hefja uppbyggingu á fram- tíðar fjarskiptakerfi á metra- bylgjutíðni. Kerfi þetta er í uppbyggingu um land allt hjá öllum hjálpar- og björg- unaraðilum, — auk Almanna- varna. Nokkur styrkur hafði fengist frá Egilsstaðahreppi, sem rann í þetta og keyptar voru tvær handstöðvar. Hafa þær nú verið reyndar nokkuð og lofa mjög góðu. Fullur vilji er á því að halda þessu nauðsynjamáli áfram, en vegna kostnaðar getur það varla orðið, nema til komi verulegur fjárstuðningur. Þá skal þess getið, að í haust var Rússajeppinn seld- ur og pantaður nýr bíll af gerðinni VOLVO lapplander. Var nýi bíllinn afhentur sveitinni í desemberbyrjun. Kaupin voru fjármögnuð al- farið af HSSF, að frátalinni eftirgjöf á tollum og innflutn- ingsgjaldi, en með þessu stór- ræði varð að ráðstafa að nokkru leyti fyrirfram ágóða af flugeldasölu komandi ára- móta. Boginn hefur því verið spenntur til hins ýtrasta, en treyst verður á dyggan stuðn- ing almennings um þessi ára- mót, eins og endranær. Að þessu sinni hefur HSSF fengið til afnota húsnæði hjá Verslun Kjartans Ingvarsson- ar, fyrir flugeldasöluna. Verður opið þar alla daga milli jóla og nýárs, frá kl. 10.00 - 22.00, en kl. 9.00 - 16.00 á gamlaársdag. HSSF óskar Héraðsbúum gleðilegs nýárs og þakkar vel- vild og góðan stuðning á líð- andi ári. Sérstakar þakkir færum við Trésmiðju Fljóts- dalshéraðs fyrir dyggan stuðning fyrr og síðar. Og að endingu: Farið með aðgát með flugelda og blys. Fréttatilkynning. Dregið var í Happdrætti Hjálparsveitar skáta Fljótsdalshéraði 15. desember s.l. Vinningar komu á eftirtalin númer.: 1. Skíðabúnaður frá Versl. Skógum nr. 205 2. Svefnpoki frá Skátabúðinni nr. 873 3. Svefnpoki frá Skátabúðinni nr. 183 4. Armbandsúr nr. 487 5. Bakpoki nr. 901 Upplýsingar í síma 1369. Vinninga skal vitja innan árs. Öskum Egilsstaðabúum og Austfirðingum gleðilegs nýs árs Þökkum samstarfið á liðnu ári. SVEITARSTJÓRN EGILSSTAÐAHREPPS

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.