Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Birtingmynd-efnis á vefnum Wiki- leaks þar sem sjá má árás Bandaríkjahers úr lofti, fyrst á hóp manna í Bagdad og síðan á menn, sem reyna að bjarga særð- um manni, hefur víða vakið hörð viðbrögð. Á sumum vefjum vestanhafs skrifuðu nokkur þúsund manns at- hugasemdir. Um er að ræða myndband úr þyrlu Bandaríkjahers og var það unnið til birtingar í sam- vinnu við RÚV. Ekki hefur síst farið fyrir brjóstið á almenningi hvað hermenn- irnir tala af mikilli lítils- virðingu um fórnarlömb sín, hreykja sér af dráp- unum og klæjar í fingurna að láta til skarar skríða. Þá vekur óhug þegar ákveðið er að fara ekki með tvö börn, sem særðust í árásinni, beint á sjúkra- hús, heldur fela þau írösku lögreglunni með þeim orð- um að fólkinu hafi verið nær að hafa þau með sér á vettvang átaka. Bandarísku hermenn- irnir töldu að þeir væru að gera árás á vopnaðan hóp, en hann reyndist vopnlaus. Í hópnum voru tveir út- sendarar fréttastofunnar Reuters. Atburðurinn átti sér stað árið 2007 þegar mjög róstusamt var í Bagdad og kringumstæður þannig að ógerningur er að gera greinarmun á vinum og óvinum. Það getur verið erfitt fyrir hermenn í þyrlu í mörg hundruð metra fjar- lægð að greina á mynd hvort maður heldur á vopni eða myndavél. Þó er það svo að samkvæmt starfs- reglum Bandaríkjahers og Genfarsamningnum þarf að gæta þess að beita þá ekki ofbeldi, sem ekki taka beinan þátt í hernaðar- aðgerðum. Ekki er að sjá á myndbandinu að skotið hafi verið á bandarísku hermennina og þaðan af síður að beitt hafi verið sprengjuvörpu. Síðan er augljóst að maður, sem kemur aðvíf- andi í sendiferðabíl, er að reyna að bjarga særðum manni og óskiljanlegt á hvaða forsendum ákveðið er að gera aðra árás. Óbreyttir borgarar hafa áður fallið í Írak og Bandaríkja- her hafði geng- ist við því sem gerðist í árás- inni áður en myndbandið var birt. Myndbandið er hins vegar afhjúpandi og skiljanlegt að Bandaríkja- her sé í mun að slíkt efni komi ekki fyrir sjónir al- mennings. Á innrásarher hvíla skýrar skuldbindingar um að virða mannréttindi og gæta þess að brjóta ekki gegn alþjóðasamningum. Þegar lýðræðisríki láta til skarar skríða verður þrýst- ingurinn þeim mun meiri. Þótt óvinurinn geti hæg- lega dulist meðal óbreyttra borgara dregur það ekki úr þeirri kvöð, en það eyk- ur hættuna á mistökum. Myndbandið á Wikileaks er frá Írak, en almennir borgarar hafa einnig verið drepnir í Afganistan, nú síðast þegar fjórir féllu í árás herja NATO á þriðju- dag. Varnarmálaráðherra Þýskalands, Karl-Theodor Guttenberg, hefur verið í miklum vanda heima fyrir vegna þess að þýskur her- maður fyrirskipaði árás á liðnu ári þar sem óbreyttir borgarar létu lífið. Vandi hans er fólginn í því hvern- ig hann brást við. Fyrst sagði hann að þýski herinn hefði brugðist rétt við og þegar hið sanna kom í ljós knúði hann undirmenn sína til afsagnar fyrir að hafa ekki gefið sér réttar upp- lýsingar. Þó hafði hann að- gang að þeim upplýsingum, sem sýndu að ekki hefði verið allt með felldu. Í lýðræðisríkjum veitir almenningur stjórnvöldum aðhald. Brot á Genfarsátt- málanum dregur úr stuðn- ingi almennings heima fyr- ir. Slík brot ala líka á tortryggni og andúð í garð aðkomuherjanna. Það er ekki nóg að stjórnvöld gangist við því að brot hafi verið framin, þau verða að sýna að allt verði gert til að koma í veg fyrir að slík brot endurtaki sig. Mynd- bandið á Wikileaks sýnir atburðarás, sem ekki er hægt að verja. Stríð er hryllingur, en hann verður að takmarka eftir megni. Myndbandið á Wikileaks sýnir atburðarás sem ekki er hægt að verja} Skyldur í hernaði I nnan ríkisstjórnarflokkanna mun hafa vaknað sú hugmynd að henda út úr stjórninni utanþingsráðherrunum, Rögnu Árnadóttur dómsmálaráð- herra og Gylfa Magnússyni við- skiptaráðherra. Það þykir ekki lengur pláss fyrir þau þar sem ríkisstjórnarflokkunum finnst brýnt að koma eigin flokksgæðingum í vel launuð embætti. En einmitt þegar ríkis- stjórnin virtist vera búin að ná sátt um að þjón- usta eigin flokksmenn á kostnað fagmennsku birtist skoðanakönnun sem sýnir að þessir ut- anþingsráðherrar njóta mestra vinsælda með- al þjóðarinnar. Atvinnustjórnmálamennirnir ættu að taka vandlega eftir þessum dómi þjóð- arinnar því hann er áfellisdómur yfir þeim sjálfum. Það er engin tilviljun að einmitt þessir ráð- herrar, Ragna Árnadóttir og Gylfi Magnússon, njóta mestrar virðingar og vinsælda meðal þjóðarinnar. Það er þægileg hvíld í því að hlusta á Rögnu og Gylfa. Þau tala mannamál, eru sanngjörn og ljóst er að þau vinna af heil- indum. Maður hefur aldrei á tilfinningunni að þau láti al- mannahagsmuni víkja fyrir flokkshagsmunum. Þau virka dugleg, áreiðanleg og heiðarleg. Það er skrýtið að sam- ráðherrar þeirra hafi ekki komið auga á hina góðu eig- inleika þessara tveggja ráðherra sem þjóðin sér svo greinilega. Þegar flestir aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar byrja að tala er engu líkara en að flokksmaskínan hafi trekkt þá upp því frá þeim streyma endalausir frasar. Það er eins og þessir stjórnmálamenn hafi al- ist upp í pólitískum uppeldisbúðum þar sem hver dagur hefst á því að lesið er upp úr stefnuskrá Flokksins og sá stendur uppi sem sigurvegari sem flinkastur er að leggja flokks- frasana á minnið. Fyrir vikið verða stjórn- málamennirnir í huga manns nánast að einum manni, fremur sviplausum kontórista sem er einkar laginn í því að tala í frösum og lifir í þeim misskilningi að hann sé þjóðargersemi sem hafi nokkuð alveg sérstakt fram að færa. Fylgið reytist af hinni dáðlausu ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Ríkis- stjórnin má engan veginn við því að missa úr sínum röðum vinsælustu ráðherra landsins. Flokksráðherrarnir geta vel haldið því fram að vinsældakosning sé bara eins og hver önn- ur fegurðarsamkeppni sem skipti litlu máli í hinum ískalda raunveruleika. En ef þeir vilja halda því fram eru þeir um leið að horfa framhjá því að þjóðin er orðin þreytt á íslenskri flokkspólitík, sem er oftar en ekki nauðaó- merkileg. Aldrei hefur það komið jafn greinilega í ljós og á síðustu mánuðum þegar flokkarnir þjóta í skotgrafirnar í stað þess að sýna manndóm og leggja saman til að leysa úr gríðarlegum vandamálum lítillar þjóðar. Það þarf alvörumanneskjur í íslensk stjórnmál. Ekki fólk sem hópar sig reglulega saman, les í kór upp úr stefnuskránni og hrópar síðan húrra fyrir eigin ágæti. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Kontóristar í stjórnmálum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Skiptar skoðanir á töku veggjalda Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is H ugmyndir um að veg- gjöld fjármagni vega- framkvæmdir framtíð- arinnar hafa verið reifaðar. Kveikjan að umræðunni eru framkvæmdir við Vesturlandsveg, Suðurlandsveg og Reykjesbraut, sem stjórnvöld vilja ráðast í þrátt fyrir að lítið svigrúm sé til þess í ríkiskassanum. Gjaldtaka á þessum þremur stofn- leiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu kæmi mjög misjafnlega við lands- menn. Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri Árborgar, bendir til að mynda á að veggjöld á Suðurlandsvegi lendi mjög hart á þeim sem búa á Ár- borgarsvæðinu en vinna í Reykjavík. „Mér finnst mjög mikilvægt að horfa til jafnræðis landsmanna þegar talað er um að taka upp veggjöld,“ segir Ragnheiður, og leggur áherslu á að vönduð umræða þurfi að fara fram áður en gerðar eru breytingar í þessa veru. Lífeyrissjóðirnir hafa lýst sig reiðu- búna til að lána fyrir framkvæmd- unum. Yfirvöld hafa kynnt sjóðunum hugmyndir um að endurgreiðslan verði fjármögnuð með veggjöldum, og nefndu að 200 króna gjald kynni að verða tekið á vegunum þremur. Skattar sjaldan lækkaðir Einnig er horft til veggjalda sem framtíðarlausnar við fjármögnun vegakerfisins í heild. Í frétt í Morg- unblaðinu í gær sagði Kristján Möller samgönguráðherra að veggjöld væru að mörgu leyti skynsamlegri og sann- gjarnari leið til slíkrar fjármögnunar en eldsneytisgjöld. Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, hefur hins vegar ekki mikla trú á að eldsneytisgjöld lækki þótt veggjöld verði tekin upp. „Sagan kennir okkur að stjórnvöld eru dugleg við að finna upp nýja skatta, en komist þeir einu sinni á virðast þeir nánast vara að eilífu.“ Sem dæmi nefnir hann að Íslend- ingar séu enn að greiða bensíngjald, sem sett var á árið 1989 og átti aðeins að leggja á í eitt ár til að stoppa í fjár- lagagat. Þá bendir hann á að akstur og eldsneyti hafi hingað til verið skattlagt langt umfram þá upphæð sem varið er til vegaframkvæmda og umferð- armála. Ekki aðrar leiðir í boði Loks hefur það verið fundið að þess- um nýju hugmyndum um töku veggjalda að ökumenn geta ekki með góðu móti valið hjáleiðir til að komast hjá gjöldunum, hvort sem þau verða aðeins lögð á áðurnefndar stofnleiðir eða á alla vegi. Runólfur bendir á að það hafi verið notað sem rök fyrir gjaldheimtu í gegnum Hvalfjarðargöng, að öku- menn geta valið að keyra Hvalfjörðinn ef þeir sætta sig ekki við að greiða uppsett verð. Svipaðar hjáleiðir séu yf- irleitt í boði erlendis þar sem veggjald er tekið. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir það vera alfarið stjórnvalda að ákveða hvort veggjöld verða tekin til að fjár- magna endurgreiðslu til sjóðanna. „Við þurfum fyrst og fremst að huga að ávöxtun og öryggi greiðslna, en höf- um ekki komið beint að hugmyndum um veggjöld.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Ójafnræði Bæjarstjóri Árborgar segir veggjöld á Suðurlandsvegi koma mjög illa við þá sem búa á Árborgarsvæðinu en vinna í Reykjavík. Gjaldtaka á stofnleiðum til og frá Reykjavíkur kæmi mjög misjafn- lega við landsmenn. Fram- kvæmdastjóri FÍB telur litlar líkur á að stjórnvöld lækki eldsneyt- isgjöld þótt sett verði á veggjöld. Með búnaði sem notaður er til að innheimta gjöld fyrir notkun vega, sem hefur verið að ryðja sér til rúms í Evrópu, er mjög nákvæmum upplýsingum safnað um akstur ökumanns. Framtíðarsýn yfirvalda víða í Evrópu er að í hverjum bíl verði slíkur búnaður. Samgöngu- ráðherra sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að slíkt þyrfti einnig að skoða hér á landi, að teknu tilliti til persónuverndarsjónarmiða. Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, bendir á að lyk- ilatriði í þessum efnum sé að tryggt hafi verið að ökumaður viti af því að verið sé að skrá upplýsingar um akstur hans, viti hver sjái um skráninguna og í hvaða tilgangi það er gert. Þá þurfi að tryggja að sá sem safnar upplýsingunum noti þær einungis til gjaldheimtu, af- hendi þær ekki öðrum og eyði þeim strax að gjaldheimtu lokinni. Að þessum skilyrðum uppfylltum hefur umræddur búnaður að sögn Sigrúnar víðast hvar ekki verið tal- inn stríða gegn grunnreglum evr- ópskrar löggjafar um persónu- upplýsingar. Viðkvæmar upplýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.