Nýr Stormur - 09.02.1968, Blaðsíða 2

Nýr Stormur - 09.02.1968, Blaðsíða 2
2 "&MMIIR FÖSTUDAGUH 9. FEBR. 1968 4,2 millj.... Framh. aí bls. 1. söguöld og eggjamar bitu þótt ekki væri á sama hátt og á hin- um fyrri þjóðveldistíma. Ungir menn gengu um götur og sungu baráttusöngva og klæddust einkennisbúningum og stundum sló í brýnu svo harða, að hendur skiptu. Þrátt fyrir að hart var í ári og ef til vill fyrir það, var líf í tuskunum og margir miðaldra menn og eldri eiga skemmtilegar minn- ingar frá þessum ámm. Upp úr þessum jarðvegi uxu margir mikilhæfir menn, sem létu til sín taka síðar meir og sumir þeirra em áhrifamenn með þjóð vorri í dag. Því miður urðu stríðsárin til þess að slæva dug og baráttu- vilja margra þessara manna og sljóleikinn sem heltók þjóðina í blóra við stríðsgróðann og vel- megunina sitraðist inn í vitund þeirra með aldrinum. Nú em flestir þessara manna ekki svipur hjá sjón. Peningar og aftur peningar gerðu þá væmkæra, hugsjónalausa og blauða. Einn þessara manna gemm við að umtalsefni í dag, en þó skal tekið fram, að hann er ekki einn í flokki. Hann er þó að mörgu leyti sérstæðari persónu- leiki en margir hinna — eins- konar dr. Jekyll og mr. Hyde. AÐ KUNNA VEL TIL VERKA Þessi maður hafði þótt einna efnilegastur allra róttækra manna á íslandi í árdögum full- veldis þjóðarinnar og af þeim sökurn hafði hann hafist til hinna æðstu metorða. Logandi áhugi hans fyrir málefnum verkamanna hafði gert hann að ráðherra þeirra, en er tímar liðu tók áhugi hans á því að deila kjörum við þá að hverfa. Á vori viðreisnarinnar hugðu margir úngir menn á fé og frama þar sem frekari frama- von hafði brugðist; hugðist þessi framgjarni og greindi maður beita fyrir sig því vopni, sem mörgum hefir dugað vel, en það er fésýslan. Hann gerði sér því ferð á hendur einn fagran sumardag á Suðurnes að hitta fornvin sinn, sem þar var búsettur og leitaði aðstoðar hans um liðveizlu við að útvega viðeigandi athafna- svæði, sem næst hinum auðugu fiskimiðum. Varð það að samkomulagi að þeir skyldu gera með sér félag um fiskverkun, þar sem kunn- inginn syðra var þaulkunnugur öllu slíku, en lögmaðurinn úr B.eykiavík sérfræðingur á sviði fjjái|ísála. Fengu þeir vón bráðar athafnasvæði, sem 1 daglegu tali er nefnt lóðir og voru gerðir upbdrættir að fiskverkunarstöð að tillögum Suðumesjamannsins Fyrstu framkvæmdir þeirra voru kaup á mannvirkjum og greiddu þeir kr. 40 þús. fyrir — 10.000 í pen. og þrjá 10 þús. kr. víxla. Var lögmaðurinn sam- þykkjandi að víxlunum og kunn inginn útgefandi. Fyrsta víxlin- um var komið inn í eilífðina á venjulegan hátt en annar þurfti aðstoð stéttarbróður lögmanns- ins til að fá hvíldina, þótt út- gefandinn hefði rétt áður lagt inn 130 þúsund krónur á hlaupa- reikning lögmannsins. Þeir félagar nutu skjótrar og velviljaðrar fyrirgreiðslu hafn- arstjórnarinnar í Keflavík og er þeir báðu um stærra athafiia- svæði fengu þeir það orðalaust í skiptum fyrir það er þeir höfðu áður fengið. Það mun venja er tveir menn taka eitthvað á leigu saman, þá skulu báðir skrifa úndir leigu- samning. Sú regla gildir einnig á Suðurnesjum. Staðarmaðurinn hlýtti þeim reglum, en lögmað- urinn ekki — fyrr en það varð, var leigusamningurinn ekki lagalega skuldbindandi fyrir hafnarstjóm. Keflvíkingurinn reyndi nú að fá félaga sinn til að gera samn- ing um áframhaldandi fram- kvæmdir og framtíðarstarf, en við það var ekki komandi. Bar lögmaðurinn því við, að félagi hans hefði ekki nægilegt fjármagn og var þó alls ekki á það reynt. Þrátt fyrir að byggingarnefnd Njarðvíkur hafði samþykkt teikningar og framkvæmdir á umræddu athafnasvæði fyrir fiskverkunarstöð, sem hljóðaði á nafn beggja leigutaka, hóf lögmaðurinn framkvæmdir fyrir eigin reikning og án samráðs við meðeiganda sinn að leigu- rétti á lóðunum. Var þá Ijóst að hverju stefndi. Hann var ekki til viðtals um sam eign, eftir að Suðurnesjamaður- inn hafði aðstoðað við útvegun athafnasvæðisins vegna búsetu sinnar og ætlaði að bola honum út, með því að hefja einn fram- kvæmdir. Bað meðeigandi hans þá um lögbann á framkvæmd- imar, sem sýslumaður fram- kvæmdi en upphóf daginn eftir, eftir að lögmaðurinn hafði sent hafnarstjóm símskeyti, þar sem hartn hótaði henni afarkostum. Mun hinn forni frægðarljómi stjórnmálamannsins hafa blind- að þeim háu herram sýn, svo að þeir hlýddu orðalaust. Sveit- ungi þeirra skrifaði þeim nú bréf, þar sem hann óskaði end- urskoðunar á leigusamningi þeirra og óskaði eftir að réttur sinn yrði tekinn til greina, enda bafði hann hafið framkvæmdir á lóðinni. Svar hafnarstjórnar var á þá leið, að rifta leigusamningnum, vegna þess að LÖGMAÐUR- INN hafði ekki skrifað undir, en daginn eftir fékk svo lögmaður- inn leigusamninginn á SITT nafn. Þar með vom áætlanir, fyrir- höfn og fé sveitunga þeirra rok- ið út í veður og vind, en lög- maðurinn hafði beitt lögvísi sinni og æfingu stjómmála- mannsins í baktjaldamakki til að sigra í viðureigninni við al- þýðumanninn, manninn úr stétt þeirri er hann hafði talið sig fulltrúa fyrir á hinum gömlu og góðu dögum, er hann var á Alþingi og í ríkisstjóm. Hirm nýi samningur var undirritaður uppi í Stjómarráði! Filisteinn hafði sigrað. EFTIRLEIKURINN En nú fór að verða líf í tusk- unum. Upphaflega hafði at- hafnasvæðið verið ein lóð, en nú var því breytt í þrjár lóðir. Ekki vora byggingar komnar langt á leið, áður en lögmaðurinn fór að leita fyrir sér um lán út á byggingarnar og' væntanlegan atvinnurekstur. í samræmi við upprana sinn leitaði hann fyrst til sjóðs verka manna, atvinnuleysistryggingar- sjóðsins. Þar var honum tekið af fornri stéttvísi og þaðan fór hann fjögur hundruð þúsund krónum rikari. Þá vora komnar 530 þúsund krónur í púkkið ef með vora taldar 130 þúsund krónurnar á hlaupareikninginn. Þetta skeði tæpum þrem vik- um ÁÐUR en lögmaðurinn fékk einn lóðaréttindin. Nú fer hinsvegar „útgerðin" að byrja fyrir alvöra og það fisk ast vel. Það er auðséð að lög- maðurinn er enginn viðvaning- ur á þessum miðum. Á fyrstu fimm mánuðum næsta árs, en verkamenn hlupu undir bagga með honum 14./11 ’62, aflaðist í þetta fiskverkunarhús ein milljón og átta hundrað þúsund. Þann 18/9 ’64 hlupu verka- menn enn undir bagga og lána 200 þúsund krónur og nú er öngullinn egndur á ný og ýmsar lánastofnanir verða enn til að Wlaupa uindir hagga og að síðustu Mnar ein Mnastoínunin sex hundr uð þúsund krónur hinn 10/5 1966 og eru þá komnar 1 fyrir- tækið að láni 4 milljónir og tvö hundrað þúsund krónur. Hvort vextir hafa verið greidd ir af þessari upphæð, eða þeir bætzt við, veit blaðið ekki um, en ekki sakar að geta þess, að enn hefir ekki uggi af fiski verið verkaður í þessu bósi og hafa ör lög þessa fyrirtækis orðið nokk- uð á annan veg, en Suðumesja- maðurinn, sem lögmaðunnn hugumstóri fékk til liðs við sig í fyrstu, hafði ætlað. „SEKUR ER SÁ EINN, SEM TAPAR“ En málinu var ekki með öllu lokið, því félagi lögmannsins undi illa sínu hlutskipti. Það vora allt önnur aflabrögð, sem hann hafði hugsað sér í sam- bandi við þessar framkvæmdir. Fiskverkunarhús í nálægð við þetta hafði gengið vel og að- stæður vora fyrir hendi að þama væri hægt að reka arðvænlegt fyrirtæki. Hann hafði lagt fé og vinnu í fyrirtækið en verið bólað út á harkalegan hátt, eins og áður er sagt. Hann leitaði því réttar síns fyrir dómstólum, en án árangurs í 6 ár hefir hann reynt að leita þess, er frá honum var tekið á svo lúalegan hátt, en unnið fyrir gýg. Hinn slyngi lögmaður bar sigur úr býtum — siðferðilegi rétturinn varð að lúta í lægra haldi fyrir hinum dauða bók- staf, sem bindur hendur dóm- stóla hér á landi, svo að dómar- ar eru neyddir til að dæma „rétt‘ þótt þeir finni sjálfir að dómar þeirra séu ósanngjamir. Þannig er réttvísin á íslandi í dag. Enn einu sinni sannast spakmæli skáldsins og hugsuðar ins að: „sekur er sá einn, sem tapar". Lögmaðurinn er ekki of sæll af „sigri" sínum í þessu máli. Svona aðfarir leiða ekki af sér hamingju. Fiskverkunarstöðin við Brekkustíg er löngu orðin fræg fyrir smán sína og eigand- ans, en það skaðar ekki að lok- í þessum ójafna og Ijóta leik, en um að kynna höfuðpersónumar prúðmennið í lögmannshemp- unni er leikið af Áka Jakobssyni og sá er nú er reynzlunni ríkari af lögvísi og réttvísi, heitir Gunnar Ásgeirsson. Af hverju þegja ... Framh. af bls. 1. hin stærri málin; svo var og nú, þegar samið var um verzl- unarmálin og kenndi nokkurs hita er hæst bar. Efa ég ekki, að hann hafi haldið vel á mál- um umbjóðenda sinna. Að minnsta kosti fór svo, að rik- isskipaður oddamaður varð að leggja sitt atkvæði á vogar- skálim, svo málið lenti ekki í þrátefli. Hvort niðurstaðan er rétt, er önnur saga. Það sem hvatti mig til að skrifa þetta greinarkorn var tvennt. Fyrst sú dauðaþögn sem um málið hefur ríkt, og svo hitt, að innsti kjarni þess er lítt ræddur. Þó eru þessi mál mikilvæg og varða alla. Um það hefur lengi verið deilt, þegar breytt hefur verið gengi íslenzkrar krónu, en það er svo að segja daglegur viðburð ur, hvort gömlu vörurnar skuli seljast á sama verði og áður gilti eða hvort heimila skuli hækkun þeirra og þá við hið lækkaða gengi. „Endurkaupa- verðið“. Á hverju máli eru að jafnaði tvær hliðar og eins ber að í þessu máli. Neytendur gæta þess ekki, að i hvert sinn er kaupmaour- inn tekur úr hyllu dós eða aðra vöru, verður hann að leggja til aukið fjármagn til að fylla skörðin og það kostar meiri peninga en áður. Þ. e. hann þarfnast aukins fjár- magns. Er þá sleppt að geta þess að ríkissjóður tekur ríf- legan aflahlut og því örðugra fyrir vik fyrir kaupmenn, er smásöluna annast. Hafa kaup endur hugleitt hinn langa vinnudag smákaupmanna? Ekki vildi ég í þeirra sporum standa og flæ þó ekki feitan gölt. Hitt málið ber hærra að mínum dómi, samningar yfir- manna á kaupskipaflotanum, en þeir féllu frá beinni kaup- hækkun eins og vitað er, en fengu þess í stað ívilnan á sköttum. Um þetta segir Stef- án Jónsson í dagbl. „Tíminn“ þann 2. desember síðastliðinn, og er rétt að taka fram að ég er ekki kaupandi að því blaði og mótsnúinn mörgu er þar kemur fram. En nú er rétt að gefa Stefáni orðið: „Menn, sem ná 60% skatt- heimtunni eins og flestir munu gera nú, verða því að hafa í huga, að fái þeir t. d. 4% kauphækkun, þá eiga þeir aðeins 1.6% af þeirri hækkun. Hitt, eða 2.4% af hækkuninni á hið opinbera. Reynslan hefur oftast verið sú, að kauphækkun sem er of eða úr hófi, veldur verðhækk- un á lífsnauðsynjum í það rík um mæli, að 100 krónu hækk- un skapar meiri verðhækkun á nauðsynjum en auðið er að mæta með þeim kr. 40, sem falla til launþeganna sjálfra. Samningur um óraunhæfar kauphækkanir geta því þýtt samninga um kjaraskerðingu en ekki kjarabót. Með framangreint í huga virðast full rök fyrir því hjá yfirmönnum á kaupskipaflot- anum að heyja verkfall gegn beinu sköttunum i stað kröfu um fleiri og minni krónur í launaumslagið. Það er athyglisvert, að þessi raunhæfa forusta yfirmanna á kaupskipaflotanum á sér stað samtímis og 50 verkalýðs félög tilkynna verkfall út af 4% kauphækkun, án skattfrið indi yfirmanna á skipunum. um framámanni þeirra sam- taka hafi komið í hug hygg- ndi yfirmanna á skipunum. Hljóta því verkalýðsleiðtogarn ir að hafa gert sér grein fyrir, að í flestum tilfellum þýddi fullur sigur ekki 4% kjarabót fyrir einstaklinginn, heldur 1.6%, því að 2.4% átti hið opin bera vegna gildandi skatta- laga“. a.g.

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.