Nýr Stormur - 09.02.1968, Blaðsíða 3

Nýr Stormur - 09.02.1968, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 9.FEBR. 1968 "SfoRMim 8 HEIMSSTYRJÖLDIN II. í MÁLI OG MYNDUM Operation Barbarossa Innrásin í Rússland Innrásinni í Rússland var frestað í fimm vikur vegna mót- stöðu Júgóslafa, Grikkja og Eng lendinga gegn þýzku herferðinni á Balkan. Þessar vikur urðu ör- lagaríkar.. Sunudaginn 22. júní 1941, kl. 5.30 að morgni, réðust þýzkar og skömmu síðar fjöl- mennar hersveitir frá banda- mönnum Þjóðverja inn í Rúss- land á 2300 km. langri víglínu frá Eystrasalti til Svartahafs. Árásarliðinu var skipt í- þrjár stórar fylkingar. Hin nyrzta var staðsett í austur Prúsiilandi og var undir stjórn Leeb marskálks og skyldi hún umkringja Lenin- grad og sameinast finnskum her sveitum undir stjórn Manner- heims marskálks. Miðherirnir voru ttndir stjórn von Bokc; og voru staðsettir í mið Póllandi og skyldu þeir 'sækja til Moskvu ásamt Minsk og Smolensk. Syðsta fylkingin var undir stjórn von Rundsedt, sem skyldi ráðast inn í Ukrainu, að bökkum Don og Kákasus. Þar, í Suður-Rússlandi áttu Rússarnir aðal kornbirgðir sjnar og stærstu námur sínar af kol- um, járni, mangari og olíu. Gegn árás þessari beittu Rú'ss ar 186 herfylkjum, undir..stjórri marskálkanna, Voroshilov í norðri, Timoshenko í miðið og Budjenny í suðri. Churchill og Roosewelt höfðu aðvarað* Stalín, en Þjóðverjar komu Rússum á óvart, því að hann hafði ekki lagt trúnað á viðvaranirnar. Stór hluti af rússneska flug- hernum var eyðilagður á jörðu niðri á flugvöllunum og þýzku hersveitirnar hittu á ráðvilltar rússneskar hersveitir. í stað þess að fylgja áætlun Tuchachevskis marskálks um að mæta þýzku herjunum með smáum og dreifð um hersveitum og draga sig til baka yfir hinar víðáttumiklu rússnesku steppur, höfðu Rússar dregið saman mikið lið á landa- mærunum. Þetta var einmitt það, sem Hitler og herforingjar hans vildu, því að það gerði mögulegt að umkringja stóra rússneska heri og taka veruleg- an hluta þeirra til fanga rétt við landamærin. f 25 ár hafði Churchill verið ákafur fjandmaður kommúnism ans, en þegar hann var nú spurð ur hvað hann myndi gera, ef Þjóðverjar gerðu innrás í Rúss- land, svaraði hann: Ég hef að- eins eitt markmið, en. það er að gereyða Hitler . .. . Ef Hitler ger ir innrás* í helvíti, mun ég að minnsta kosti segja nokkur hlý- leg orð um djöfulinn í Neðri- Málstofunni." Strax eftir fyrstu árás. Þjóð- verja lýsti Churchill yfir samT stöðu með Rússlandi. „Sérhver maður eða ríki, sem berst gegn nazismanum mun fá hjálp okkar. Sérhver maður eða ríki, sem gengur með Hitler, er fjandmaður okkar. Þetta er vor pólitík og þetta tilkynnum vér Framsókn þýzku herjanna var faröð og engu þyrmt. ;»t;^ ~ P^CSÖ^vgri* Þýzku hermennirnir fundu fljótt að rússnesku hermennirnir voru ekki lömb við að leika.. hátíðlega. Við munum þessvegna véita alla hjálp, sem við megn- um til Rússlands og til Iiinnar rússnesku þjóðár. Við vilju'm skora á aila vini okkar og sam'- herja í öllum heimshlutum, að velja sömu stefnu og fylgja henni eins og við sjálf munum með trúmennsku og festu gera, þar til yfir líkur . . . ." Það kom óðara loforð um am- eríska hjálp og stuðning og Stal ín sagði fólki sínu að það stæði ekki eitt í baráttunni. Hann hvatti það til að sýna hugrekki og hörku gegn fjandmanninum og hvatti það til að skilja eftir „sviðna jörð", ef það þyrfti að hörfa undan. Allt skyldi eyði- leggja, sem komið gæti fjand- mönnunum að gagni og rékinn skyldi. miskunnarlaus skæru- hernaður að baki óvinanna. Fyrsti árangur hinnar þýzku herferðar var stórkostlegur. Fyrsta mánuðinn tókst Þjóð- verjum að færa alla víglínuna milli 3 og 6 hundruð km. inn í lahdið. Sérstaklegá varð von Bock mikið ágengt á miðvígstöðvun- um, þar sem honum tókst í „ger eyðingarorustum" við Minsk og Smólensk að taka geysilegan fjölda fanga, auk þess sem hon- um hafði tekist á átján dögum að fara tvo þriðju leiðarinnar til Moskvu. Samt sem áður hafði honum ekki tekist að eyðileggja allar herdeiídirnar sem hann átti í höggi við. Einn af hershöfðingjum Bocks Blumenstritt segir frá fyrstu or- ustunum: Fótgönguliðið átti erfiða daga er það varð að fylgja vélaher- deildunum. Dagleið upp á 40 kílómetra var ekki óalgengt auk þess sem vegirnir voru slæmir. Eitt af því minnisstæðasta frá þessum vikum voru mikil ský af gulu ryki, sem þyrlaðist upp af hersveituhum sem héldu undan og hermönnum okkar sem-skund uðitxá eftir þfeim. Hitinn vár hræðilegur, þrátt fyrir að stundum kæmu skyndi- lega regnskúrir, seni gerðu veg- inn þegar að forarleðju, þar til sólin braust fram að nýju, sem bakaði hann þegar í rjúkandi leir. Hinn 2. júlí var fyrsta orrustan unnin. Herfangið var gífurlegt: 150.000 fangar, 1200 skriðdrekar og 600 fallbyssur ýmist tekið eða eyðilagt. Það kom fljótt í ljós að* ússarnir' voru eins harðir her- menn og áður fyrri. Skriðdrekar þeirra voru hinsvegar ekki eins ógnvekjandi' og við gátum ekki séð að flugher þeirra gegndi neinu hlutverki. Rússarnir voru eins harðir her- allt öðru vísi að en polakkarnir og hinir vestrænu bandamenn, er þeir biðu ósigur í orustu. Rússarnir börðust áfram þótt þeir væru umkringdir og hið víð áttumikla landslag, skógar og fen var þeim til mikillar hjálpar. Þýzku hersveitunum tókst wkki að loka fyrir eins og í or- ustunni við Bialystok-SIonim. Vélaherdéildir okkar börðust á vegunum og við þá, meðan Rúss arnir gátu verið nokkurnveginn óhultir í hinum veglausu víð- áttum* á milli vegakerfisins. Þetta var ástæðan til þess, að þeim tókst oft að brjótast út úr hringnum: herdeildir marsér- uðu á nóttunni í gegnum skóg- ana, austur á bóginn og brutust í gegnum og framhjá vélaher- deildunum. Þýzkir hermenn komu að Iogandi húsum og mannvirkjum, sem Rússar höfðu sjálfir kveikt í.

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.