Nýr Stormur - 09.02.1968, Blaðsíða 7

Nýr Stormur - 09.02.1968, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 9. FEBR. 1968 ^mur © Hér er notalegt horn í Hábæ, sem er mjög snyrtilegt veitingahús og vinalegt. / Gagngerðar breytingar á rekstri Hábæjar Veitingahúsið Hábær, sem tók til starfa 6. apríl 1965, var frá upphafi með öðru sniði en tíðkazt hefir um veitingahús hér í Reykjavík og annars staðar á landinu. Er ástæðan sú, að stofn endumir — feðgarnir Svavar Kristjánsson og Hreiðar Svav- arsson — fitjuðu upp á þeirri nýjung að hafa þar allt í kín- verskum stíl, bæði skreytingu húsakynna og þá rétti, sem stað urinn lagði áherzlu á. Nú hefir sú breyting orðið, að Svavar er orðinn einn eigandi Hábæjar og gerir á honum gagn gerar breytingar. Hefir hann þegar fengið ýmis ný tæki í eld- hús og á von á fleiri á næstunni, en auk þess hafa verið gerðar breytingar á stærri sal neðri hæðar. Skreytingar þær, sem þar voru fyrir gluggum, hafa verið teknar niður, svo að salur- inn er mun bjartari en áður. Sömu áhrif hefir sandblásin, kanadísk risafura, sem veggir hafa verið klæddir með. Hefir salurinn tekið miklum stakka- skiptum við þetta, en er þó enn með kínverskum ■ svip, því að skreyting í lofti er óbreytt. Ar- inn sá, sem verið hefir í bláa salnum niðri, hefir einnig verið lagfærður, svo að nú geta gestir setið og yljað sér við arineld, þegar svo,stendur á. Ennfremur má geta þess, að á efstu hæð hússins er til leigu salur fyrir smáfundi, og er þar m. a. lang- borð, sem hentugt er við fund- arstörf. Hábæ verður eftir sem áður lögð aðaláherzla á kínverska rétti, og í þeim tilgangi hafa kinverskir matreiðslumenn ver- ið ráðnir að veitingahúsinu á ný til að standa fyrir matargerð af því tagi, sem tíðkast með þjóð þeirra. Hefir annar þessara manna starfað um 10 ára skeið við kínverskt veitingahús í Lon- don, en þar — eins og víðar í stórborgum heimsins — eru mörg slík veitingahús, sem fræg eru víða um lönd. # Hér þarf ekki að fara mörg- um orðum um kínverska matar- gerðarlist. Hún hefir verið heimsfræg um aldir, svo að hin franska á sér ekki eins langa frægðarsögu, og hvar sem kín- versk veitingahú hafa náð að skjóta rótum utan Kína hafa þau orðið vinsæl og fjölsótt. Með til- liti til þessa mun Svavar gest- gjafi í Hábæ leggja aðaláherzl- una á að hafa þar sem beztan mat á boðstólum, góða, kín- verska rétti sem sérgrein, en auk þess ýmislegt annað góðgæti, svo sem spaghettirétti, sem vin- sælir eru á Ítalíu. Alþingi Framhald af bls. 1. um eða saumakona frá saumavélinni og stæðu á kjaftatörn í vinnutímanum. Þingmenn ættu að vera skyldugir að vera í sætum sínum meðan umræða stend- ur yfir a. m. k. i deildinni. • Forseti ætti með klukku sinni að reka hjörðina inn og loka síðan dyrum fyrir þeim sem ekki passa vinnu sína. Endalaust ráp um þingsali og ganga á að banna og sitja hálfan fundartímann við kaffidrykkju og snakk á ekki að líðast meðan umræða stendur yfir. Á vinnustöðum almennt 'er hálftími í kaffi. Sami tími ætti að duga þingmönnum. Nú á að fara að spara — þá er rétt að fækka þingmönn- um í 36, ráðherrum í 3. Þing- ið sé ein deild. Þingtíminn 2 mánuðir. Stimbilklukka sé í þinghúsinu. Ef Alþingi væri stjórnað með skörungsskap mundi það aftur hljóta virðingu sína og þá mætti blygðunarlaust fara að nota orðin „háa‘ um stofnunina og „háttvirtu“ um starfsmenn þingsins. Bílstjóri. Olíuskortur? Framhald af bls. 1. skuli vera liðið. Talið er að áhrifamenn úr öllum flokkum aðhyllist stöðugt meir þá skoðun að rétt-sé að sameina olíufélögin annaðhvort sem hlutafélag und ir eftirliti hins opinbera, eða hrein og beint þjóðnýta þau. 200 þúsund manna þjóð hefir ekki efni á svona bruðli, jafnvel þótt allt annað væri í lagi. Menn vona visulega að ekki þurfi til þess að koma, að at- vinnutækin stöðvist vegna olíu- skorts, ef þau komast einhvern- tíma af stað. Það eina sem ís- lenzka þjóðin hefir að hanga á í dag, er sjávarútvegurinn og end urskipulagning hans og fiskveið anna er höfuð viðfangsefni stjómarvaldanna nú. FiBestear — ♦: >; >: >: >: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: g :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: í :♦: i :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: g :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: A 7. DEGl - Framh. af bls. 5. okkar um aldur og æfi í hend ur erlendra dómstóla. Vafalaust mætti þó ná ein- hverjum árangri með sam- stilltu átaki og vísindalegum rökum, en höfuðverkefnið er að gera tilraun til að fá meiri útflutningsverðmæti úr þeim hráefnum, sem þegar er afl- að. Það er ömurleg tilhugsun, að við skulum vera í vandræð um með að selja mntvæli í heimi, sem sveltur, en hafa skulum við það í huga, að helztu erfiðleikar okkar em heimatilbúnir. Verðbólgan er höfuðorsökin fyrir því, að við erum svo varbúin erfiðleik- um og þeir sem aðalábyrgð- ina bera á stjóm landsins, ekki aðeins síðustu kjörtíma- bil — hið svokallaða viðreisn artímabil, sem ætlar að ‘fá sama endi og „nýsköpunar- tímabilið', eru og allar ríkis- stjórnir frá stríðsbyrjun. Þar hafa flestir að unnið eins og vitskertir menn, en ekki á- byrgir stjómmálamenn, sem þjóðin hefir falið að gæta bús síns og vera þar ráðsmenn. Vissulega á þjóðin einnig sök á ófömnum, enda verður hún að taka afleiðingunum, en það hryggilegasta er, að þær lenda á ahnenningi ein- vörðungu, en stjómmála- mennimir hafa ílestir búið svo um sig, að þeir þurfa eng ar byrðar að bera oy hafa auk þess komið upp fjöl- mennri auðmannastétt, sem á ógrynni fjár í löndum og laus um aurum, heima og erlend- is. ;♦; :♦: :♦: :♦: :♦: $ :♦ :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: * :♦: ð :♦: >:■ I :♦: i s :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: Framh. af bls. 8. honum aðrar fregnir en þær, að hann hafði á tímabilinu eignast verðmætar eignir í Reykjavík, en hvort hann hefir gefið sig að hraðfrystihúsrekstri á nýjan leik er blaðinu ekki kunnugt um. I þeim þrengingum, sem nú hrjá íslenzkan sjávarútveg, er 'rétt að géfa þessari sögu gaum. í fjölmörgum stöðum standa frystihúsin mjög höllum fæti og það er ekki eingöngu að kenna aflabresti og verðhruni. Út úr fvrirtækjunum hefir verið dreg- ið stórfé og ýmist eytt, eða lagt í einkaeignir og önnur fyrirtæki, sem arðvænlegri voru. Lánastofnanir hins opinbera hafa í raun og veru byggt þessi fyrirtæki og fengið þau svo í hendur einstaklinga til rekstrar. Þeir hafa síðan rekið þetta sem „eign“ sína og ekki hirt um skuldbindingar fyrirtækisins við bankana. Sjálfir koma þeir stórauðugir út úr öllu saman og enginn fær fest hendur í hári þeirra vegna þess, að lánardrottnarnir höfðu ekkert eftirlit með rekstrinum. Fjölmörg frystihús hafa einn- ig verið rekin skynsamlega og af fullum heilindum. Þessi frystihús eru sum vel stæð í dag og þyrftu ekki þá fyrirgreiðslu sem hinir heimta, sem vitandi eða óafvitandi hafa komið öllu í kaldakol. 1,1 n ♦»> ■fmO’ Rangfœrðar... Framh. af bls. 6 þegar landið reis úr sæ og hraun brunnu. Var háttur manna þá rismeiri, hegning ströng og lá oft líf við, er um meiriháttar brot var að ræða. Nú er sá mestur er villir mönn um bezt sýn, og er nefndur klók ur stjómmálamaður, líka fyrir það, að sem sagt er og gert, oft á hæpinn máta, utan laga og réttar. Því er á þetta minnst, að ég tel þessa menn á annari og lægri gráðu siðferðilega, að erf- itt er að gleyma og una við um langan tíma. Alexander GuSmundsson. Loftleiðir Framh. af bls. 4. skráðir 11475 gestir á árinu 1967 eða 1303 fleiri en árið áður og 2265 fleiri en árið 1965. Með hinni öru þróun bankans á undanförnum árum veldur það vaxandi óþægindum í starf- semi hans og torveldar mjög eðli lega fyrirgreiðslu við viðskipta- menn, að hann hefur enn ekki fengið réttindi til að verzla með erlendan gjaldeyri, þrátt fyrir ítrekaðar óskir bankastjórnar og bankaráðs á síðustu tveimur áratugum. Auglýsiö í Nýjum Stormi ÍJTSALA Á KVENSKÖM heldur áfram nokkra daga. — Höfum tekiS fram margar gerSir til viS- bótar. ÚrvaliS á útsölu hefur aldrei veriS meira. VerSiS mjög lágt. — NotiS þetta sérstæSa tækifæri. SKÓVAL, AUSTURSTRÆTI 1S (Eymundssonarkjallara)

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.