Morgunblaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2010 Rýma þurfti Austurbæjarskóla upp úr hádegi í gær vegna elds í risinu norðan til í húsinu. Voru nemendur og starfsmenn sendir út á lóð á meðan slökkviliðsmenn athöfnuðu sig og réðu niðurlögum eldsins á skömmum tíma. Betur fór en á horfðist og var létt yfir krökk- unum á lóðinni, þó að einhverjum hafi brugð- ið um stund, eins og kom fram á mbl.is. Frek- ari kennsla var felld niður á meðan skólinn var reykræstur. Morgunblaðið/Júlíus Eldur í Austurbæjarskóla stytti kennsludaginn MVoru logandi hrædd - mbl.is sjónvarp Egill Ólafsson egol@mbl.is Erfitt getur orðið fyrir slitastjórn Kaupþings að sækja greiðslu til Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrr- verandi bankastjóra Kaupþings, vegna 5,8 milljarða láns sem hann tók til hlutabréfakaupa í bankanum. Ástæðan er sú að viðskiptin fóru fram í nafni einkahlutafélags sem Hreiðar Már stofnaði árið 2006. Erfitt er að rifta gjörningi svo langt aftur í tímann. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, var hins vegar með lánin á sinni kennitölu. Slitastjórn Kaupþings banka sendi í gær um 80 starfsmönnum gamla Kaupþings tilkynningu um riftun á niðurfellingu persónulegra ábyrgða vegna lána sem bankinn veitti þáverandi stjórnendum og lykilstarfsmönnum til hlutabréfa- kaupa í Kaupþingi. Niðurfellingin var ákveðin af stjórn Kaupþings banka þann 25. september 2008. Heildarfjárhæð lánanna sem um ræðir er hátt í 32 milljarðar króna. Tæplega 15 milljarðar voru veittir að láni með persónulegri ábyrgð. Nokkuð mismunandi er hvern- ig gengið var frá lánum helstu starfsmanna Kaupþings vegna hlutabréfakaupa. Sigurður Einars- son, Ingólfur Helgason, Magnús Guðmundsson, Steingrímur Kára- son og Guðný Arna Sveinsdóttir eru í persónulegum ábyrgðum fyrir lán- unum. Nokkrir fluttu lán sín yfir í einkahlutafélög stuttu fyrir hrun. Þetta eru Ingvar Vilhjálmsson, Hannes Frímann Hrólfsson og Guðni Níels Aðalsteinsson. Hreiðar Már tók hins vegar lán til hluta- bréfakaupa í nafni hlutafélags árið 2006. Það gerðist í kjölfar þess að Fjármálaeftirlitið heimilaði að starfsmenn banka mættu geyma hlutabréf í einkahlutafélagi í stað þess að þeir væru persónulega ábyrgir fyrir láninu. Það sama á við um Kristján Arason og Bjarka Diego sem stofnuðu eignarhalds- félög um viðskiptin 2007 og 2008. Arion banki lét í fyrra vinna tvær lögfræðilegar álitsgerðir þar sem segir að stjórninni hafi verið heimilt að gera þetta. Slitastjórn hefur líka aflað tveggja lögfræði- legra álitsgerða þar sem komist er að annarri niðurstöðu. Starfsmenn Kaupþings sem gáfu skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis sögðu að í raun hefði þeim verið haldið í „gíslingu“ í þessu máli. Fyrirsvarsmenn bankans hefðu stöðugt veitt sama svarið þegar starfsmenn báru sig eftir heimildum til að selja bréfin og mæta veðköll- um. Það var á þann veg að verið væri að skoða málið. Erfitt að sækja féð til Hreiðars  Sumir stjórnenda Kaupþings voru með lán til hlutabréfakaupa í einkahluta- félögum en aðrir á sinni kennitölu  Þrír færðu lánin í félög stuttu fyrir hrun Egill Ólafsson egol@mbl.is Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um kvótamarkað með mjólkurkvóta. Breytingin þýðir að öll viðskipti með mjólkurkvóta verða bönnuð fram til 1. desember nk. þeg- ar fyrstu viðskiptin um kvótamarkað fara fram. Landssamband kúabænda fór fram á að komið yrði á fót kvóta- markaði að danskri fyrirmynd. Markaðurinn á að fara fram tvisvar á ári, 1. júní og 1. desember. Viðskipti eiga að fara fram á jafnvægisverði sem þýðir að þeir sem eru næst með- alverði fá að kaupa og selja. „Með þessu viljum við tryggja gagnsæja umgjörð um þessi við- skipti og einnig viljum við að í því ástandi sem nú er verði ekki farið í sölu á framleiðsluheimildum á jörð- um. Margir bændur eiga í fjárhags- erfiðleikum og við viljum ekki breyta framleiðsludreifingunni við þessar aðstæður,“ segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra. Jón segir að ástæða þess að við- skipti fari aðeins fram tvisvar á ári sé sú að þetta séu frekar lítil við- skipti og því ekki hægt að standa fyr- ir markaði oftar á ári. Hann segir að menn hafi góðan tíma til að undirbúa málið og prófa sig áfram. Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda, segir að útfærsla reglugerðarinnar sé í stórum dráttum í samræmi við hug- myndir kúabænda. Hann segist vera ánægður með að stuðst sé við reynslu Dana af þessum málum. Sigurður segir að þessi breyting feli í sér verulegt inngrip af hálfu hins opinbera. Með þessu séu menn að fara frá algerlega frjálsum við- skiptum, en hafa þurfi í huga að nýja kerfið sé eftir sem áður markaðsdrif- ið. Hann segist helst hafa það út á reglugerðina að setja, að menn fái engan aðlögunartíma, en hún tók gildi í gær. Eins hefði verið æskilegt ef fyrsti markaðurinn hefði getað farið fram fyrr á árinu. Taka upp kvótamarkað  Öll viðskipti með mjólkurkvóta verða bönnuð til 1. des.  Kvótamarkaðurinn er byggður upp að danskri fyrirmynd Morgunblaðið/Eggert Kýr Engin viðskipti fara fram með kvóta fyrr en 1. desember nk. 32 milljarðar eru heildarfjárhæð þeirra lána sem starfsmenn Kaupþings tóku til hlutabréfakaupa 15 milljarðar af þessum lánum voru veittir með persónulegri ábyrgð 80 starfsmenn tóku lán til hlutabréfa- kaupa. Þar af eru 20 starfsmenn með 90% upphæðarinnar ‹ HLUTABRÉFAKAUP › » Ólafur Garðarsson, sem sæti á í slitastjórn Kaupþings, segir að reynt verði að rifta flutningi lána starfsmanna yfir í einka- hlutafélög, en einnig verði látið á það reyna hvort heimilt sé að rifta ákvörðun stjórnar Kaup- þings að fella niður persónu- legar ábyrgðir vegna lánanna. Nær öruggt er að á þetta mun reyna fyrir dómstólum. Starfsmenn fá 10 daga til að gera skil á lánunum. Ólafur segir að mönnum verði gefinn kostur á að semja um greiðslur. Fá 10 daga SLITASTJÓRN KAUPÞINGS fyrir heimilið Íslandskaffi, baunir og malað 349 kr.pk. Besti flokkurinn undir forystu Jóns Gnarr fengi sex menn í borg- arstjórn ef kosið yrði núna og yrði stærsti flokk- urinn í borg- arstjórn. Stöð 2 sagði í gær frá skoðanakönnun MMR sem gerð var fyrir Sjálfstæðisflokkinn í lið- inni viku. Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 36% kjósenda í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn er með tæpt 31% og fimm menn, Sam- fylkingin tæplega 18% og þrjá menn. VG er með rúmlega 11% og einn mann. Einnig könnuðu sjálfstæðismenn afstöðu fólks til þess hversu vel eða illa það teldi Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur hafa staðið sig í starfi borgarstjóra. 70,5% aðspurðra telja hana hafi staðið sig frekar vel eða mjög vel í starfi borgarstjóra. Besti flokk- urinn orðinn stærstur Jón Gnarr nær inn sex í borgarstjórn Oddvitinn Jón Gnarr á leið inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.