Morgunblaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 14
14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2010 FRÉTTASKÝRING Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Reykjanesbær fjármagnar stóran hluta kaupverðs Magma Energy á 52,3% hlut í HS Orku. Geysir Green Energy selur hlutinn sem um ræðir, en þegar Geysir keypti hlutinn af Reykjanesbæ á síðasta ári fékk fé- lagið seljendalán frá sveitarfélaginu upp á 6,3 milljarða króna. Það lán er nú framlengt til Magma Energy. Skuldabréfið er til sjö ára og síðasti gjalddagi er árið 2016. Forsvarsmenn kanadíska fyr- irtækisins sögðu í gær að 80% kaup- verðsins væru greidd með reiðufé, en skuldabréfið sem um ræðir er þar með talið. Því munu um það bil 6,4 milljarðar renna til Geysis Green, en 20% sem út af standa verða mögu- lega í formi hlutabréfa í kanadísku móðurfélagi Magma. Íslandsbanki hefur í dag töglin og hagldirnar í Geysi Green, en stofnendur fyr- irtækisins voru FL Group, Glitnir, VGK Hönnun og Reykjanesbær. Lífeyrissjóðir áhugalitlir Íslenskir lífeyrissjóðir höfðu lít- inn áhuga á því að taka þátt í kaup- um á 52,3% hlut Geysis Green Energy í HS Orku. Magma Energy ræður nú yfir 98,53% hlut í orkufyr- irtækinu af Suðurnesjum, en form- lega var tilkynnt um söluna í gær. Ross Beaty, forstjóri Magma, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fulltrúar síns fyrirtækis hefðu komið ítrekað að máli við ís- lenska lífeyrissjóði og boðið þeim að vera með í fjárfestingunni. Að sögn Beaty hugnaðist lífeyrissjóðum það ekki: „Þeir töldu verðið of hátt og töldu fjárfestinguna ekki nægilega arðbæra til skamms tíma litið.“ Vöxtur framundan Magna Energy hefur nú greitt fyrir eða tekið yfir skuldbindingar sem nema alls 32 milljörðum króna fyrir ráðandi hlut í HS Orku. Að auki skuldar HS Orka um 20 milljarða króna. Til að Magma Energy fái ásættanlega arðsemi þarf því fyrst og fremst tvennt að breytast: Selja þarf orkuna dýrara verði, og stækka þarf fyrirtækið. Ross Beaty segir að ekki sé unnt að hækka verð á núver- andi orkusölusamningum, þar með talið til almennings. „Hins vegar ætl- um við að ræða við Norðurál [sem er að reisa álver í Helguvík] um sann- gjarnara verð. Orkan er í dag seld á of lágu verði, ég vona að við þurfum aldrei aftur að horfa upp á viðlíka orkuverð og tíðkaðist á síðasta ári.“ Beaty boðaði mikinn vöxt HS Orku á næstu árum í ræðu sinni í gær. Þannig hyggst HS Orka fjár- festa fyrir 60 milljarða króna í upp- byggingu fyrirtækisins á næstu ár- um, í því augnamiði að auka framleiðslugetu upp í 405 megavött. Ríkið fær forkaupsrétt Fram kom í gær að Magma hygðist veita íslenskum stjórnvöld- um forkaupsrétt á hlutabréfum í HS Orku, ef kanadíska fyrirtækið hefði hug á að selja hlut sinn í HS Orku. „Við komum að máli við ríkisstjórn- ina og þeim leist vel á þessa leið. Við munum ganga frá viljayfirlýsingu innan skamms. Ég hef hitt Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra og rætt þetta við hana, og hef þar að auki átt símtal við fjármálaráðherra um málið,“ segir Beaty. Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra, sagði á þingi í gær að ríkisstjórnin myndi fjalla um söluna á HS Orku á næsta ríkisstjórn- arfundi. Ráðherrann sagði að stjórn- völd hafi farið á þess leit við Magma síðastliðna helgi að sölunni yrði frestað, en það hafi ekki verið sam- þykkt. Steingrímur nefndi að dregist hefði að móta sterka löggjöf á Íslandi sem verði auðlindir landsins. Hagnaðist um 500 milljónir HS Orka skilaði uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung 2010 í gær. Rekstur félagsins skilaði tæplega 500 milljóna króna hagnaði. Félagið færir sér hins vegar til tekna verð- breytingar framvirkra orkusölu- samninga og bókar hagnað á fyrsta ársfjórðungi upp á 1,2 milljarða króna eftir skatta. Taka yfir seljendalán Morgunblaðið/Ómar HS Orka Magma Energy hefur nú eignast 98,53% í HS Orku. Fjögur sveitarfélög eiga afganginn, alls 1,47%.  Reykjanesbær fjármagnar stóran hluta kaupverðs á 52,3% hlut í HS Orku  Lífeyrissjóðir áhugalitlir um þátttöku Steypu- og byggingavörufyr- irtækið BM Vallá hefur lagt inn beiðni um gjaldþrotaskipti til Hér- aðsdóms Reykjavíkur. Í tilkynningu frá félaginu segir að unnið hafi ver- ið að fjárhagslegri endurskipulagn- ingu á undanförnum mánuðum, sem gerði ráð fyrir uppgjöri við veðhafa og 30% greiðslu óveð- tryggðra krafna. Ein meginfor- senda fjármögnunar nauðasamn- ings var skuldabréfaútboð sem félagið hafði unnið og kynnt fag- fjárfestum. Óskað var eftir því að félagið fengi heimild til að leggja fram nauðasamningafrumvarp á föstu- daginn, en Arion banki hafnaði því og setti fram þá kröfu að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. BM Vallá gjaldþrota                   !  "   " #  " $ % & '  '  $ ()$( $ *! +,+-./ +.0-++ +12-, 1+-3,2 1+-+ +4-333 ++4-01 +-/154 +.,-,, +41-5 +,1-15 +.0-52 +12-42 1+-.0+ 1+-+41 +4-.,2 ++4-,/ +-/1.3 +.,-.+ +41-.5 110-.54 +,1-54 +.+-0, +13-0/ 1+-.45 1+-11/ +4-.34 ++4-44 +-/,/ +./-/. +4,-/ Fund, en Íslandsbanki sér jafn- framt um rekstur þess sjóðs. GRE á 40% í GGE. Atorka á 41% í GGE. Stærstu kröfuhafar Atorku, Ís- landsbanki og Landsbanki, fara með stjórn þess. Á hluthafafundi GGE í janúar var ný stjórn skipuð eingöngu af fulltrúum Íslandsbanka. Þar með treysti bankinn endanlega tökin á félaginu og eins og greint var frá í Morgunblaðinu þá var eignasala boðuð í kjölfarið til þess að grynnka á skuldum. Var talað um að ganga hratt til verks í þeim efn- um. Meðal helstu eigna GGE á þessum tíma var HS Orka en félag- ið á ennþá Jarðboranir auk er- lendra jarðhitaverkefna. Sam- kvæmt heimildum blaðsins nemur skuld GGE við Íslands- banka um 25 milljörðum króna. ornarnar@mbl.is Útlendingar löngu komnir í HS EINKAVÆÐING ÍSLANDSBANKA OG GEYSIR GREEN ENERGY Eins og fram kom í Morgunblaðinu í vetur hefur HS Orka verið meira og minna í eigu erlendra fjárfesta allt frá því að gengið var frá sölu íslenska ríkisins á Íslandsbanka í hendur erlendra kröfuhafa bank- ans síðastliðið haust. Einkavæðing Íslandsbanka leiddi þannig til þess að erlendir fjárfestar náðu í raun undirtökunum í HS Orku og salan á hlut GGE á hlutnum í gær er í raun viðskipti milli tveggja er- lendra fyrirtækja. Geysir Green Energy, sem var stærsti hluthafi HS Orku þangað til gengið var frá sölu eignarhlut- arins til Magma, hefur átt í rekstr- arerfiðleikum en Íslandsbanki er stærsti kröfuhafi félagsins. Auk þess er bankinn einn stærsti eig- andi að GGE í gegnum ráðandi eignarhlut sinn í Gla- cier Rene- wable Energy VIÐSKIPTATÆKIFÆRI Í INDLANDI Viðtalstímar sendiherra Íslands í Nýju-Delí 5 A R A RRRR A R AAAAAAAAAAPAAAAAAAPAAPAAPAPAPAPAPAPP PI P PI PIPPI PPP PI PIPIP \T BW A \T BW A \T BW A \T\T\T\T\T\T\T\T\T\T\TT\T\T •S Í •S Í •S ÍA •1 A •1 AA 01 14 5455 01 14 01 1 www.utflutningsrad.iswww.utn.stjr.is Guðmundur Eiríksson, sendiherra Íslands á Indlandi, verður til viðtals eftir hádegi 19. maí nk. Fundirnir eru ætlaðir þeim sem vilja ræða viðskiptamöguleika, menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál í umdæmi sendiráðsins. Auk Indlands eru umdæmislönd sendiráðsins: Bangladess, Indónesía, Malasía, Maldíveyjar, Máritíus, Nepal, Seychelles-eyjar, Singapúr og Srí Lanka. Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Útflutningsráðs, Borgartúni 35, og má bóka þá í síma 511 4000 eða með tölvupósti, utflutningsrad@utflutningsrad.is. Nánari upplýsingar veita: Andri Marteinsson, andri@utflutningsrad.is og Hermann Ottósson, hermann@utflutningsrad.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.