Morgunblaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hvorki eruþað nýtíðindi né óvænt að Ísland sé í vanda um þessar mundir. Daglega birtast dæmi um slíkt. Eitt merkið er viðvarandi og hefur á sér fleiri en eina hlið. Ísland þarf fjárfesta inn í landið. Það ætti að vera kjörlendi slíks núna því fjár- festirinn sem kemur með er- lent fé fær keypt nærri tvö- falt fyrir sitt fé miðað við það sem gerðist ef landið og efna- hagur þess hefðu rétt sig af. Og fjárfesting erlendis frá er reyndar eitt af því sem flýta mun slíkri endurreisn. En jafnvel svo ákjósanlegt efni hefur á sér aðra hlið. Um leið og við eigum að fagna margvíslegri fjárfest- ingu verðum við að hafa þrek til þess að láta ekki frá okkur auðæfi til langs tíma á gjaf- virði dagsins. Við höfum bognað aðeins en við höfum ekki brotnað. Þjóðin hefur ekki samþykkt að eignir hennar séu falboðnar af kæruleysi á brunaútsölu. Og við megum enn síður láta frá okkur að taka efnislega af- stöðu til hvers máls. Það fer til að mynda ekki á milli mála að það stríðir gegn anda gild- andi laga að lauma erlendum fjárfestum inn í orkugeirann í gegnum skúffufyrirtæki í Sví- þjóð. Og þó er líklegra að slík sniðganga við lög- in sé beint brot gagnvart þeim sjálfum. Við eig- um að taka okkar eign ákvarðanir um hvernig við viljum skipa eignarhaldi á meginauðlindum okkar. Það munaði hársbreidd á sínum tíma að leikflétta undir sama nafni og nú er í forsvari nýs leiðangurs heppnaðist fyrir fáeinum árum. Sex hug- rakkir borgarfulltrúar komu í veg fyrir það. Nú er hins veg- ar í landinu svo liðónýt rík- isstjórn að í henni er ekkert hald. Ráðherrarnir kvaka um sorglega atburði og hafast ekki að. Líklegast er að rík- isstjórnin komi saman og setji niður nefnd sem fari yfir það hvort setja megi nýjar reglur sem taki með óljósum hætti á málum eins og þess- um. Það eru hin háttbundnu og þekktu viðbrögð hennar við öllu sem upp kemur. Með- vitað stjórnleysi er vissulega einn af kostunum sem fyrir hendi eru um leiðsögn í lands- málum og geta við ýmsar að- stæður reynst prýðilegar. En á þeirri aðferð eru und- antekningar. Núverandi rík- isstjórn er hins vegar skipuð fólki sem aðhyllist stjórn- lyndi og miðstýringu en það er hins vegar svo óhæft til verka að jafnvel þegar ókost- ir þess gætu komið að gagni þá bregst það og bilar. Þjóðin hefur ekki samþykkt að eignir hennar séu settar á brunaútsölu} Hugsum okkar ráð Félagsmálaráð-herrann er færari í frétta- viðtölum en fram- kvæmdum. Hann stóð sig vel, brúnn og sællegur, í viðtölum um bílalán og heldur lítið hefur orðið úr þeim tilkynn- ingum mánuðina sem liðnir eru síðan. Enda komu fljótt í ljós umtalsverðir annmarkar á ráðagerðinni sem síðan hef- ur verið kennd við þá Range Rover og Hummer. Nú birtist ráðherrann aft- ur, brúnn eins og áður, og segist þurfa að skera hræði- lega mikið niður á næstunni hjá þeim sem helst eiga und- ir högg að sækja. Ekki gat hann þess að hann væri með því að heimta fé upp í Hum- merana. Nei, það virtist vera niðurskurðaráætlun rík- isstjórnarinnar sem væri að fara svona með hann. Samfylkingin eyddi millj- arði í að reyna að komast inn í Öryggisráðið. Þeir peningar koma aldrei aftur. Á þessu kjör- tímabili ætlar hún að eyða sjö millj- örðum til viðbótar í að reyna að komast inn í ESB sem þjóðin getur ekki hugsað sér. Ef það er svo sem hinn úti- tekni töframaður í fé- lagsmálráðuneytinu segir, að til standi að þrengja mjög að öryrkjum og ellilífeyr- isþegum umfram það sem þessi ríkisstjórn hefur þegar gert, er þá ekki rétt að staldra við. Trúa menn því að Vinstri grænir í ríkisstjórn ætli að standa að árásum Samfylkingar á þá sem lak- ast eru settir og leyfa þeim að henda í sömu andrá sjö milljörðum í bjölluatið í Brussel? Og það er einmitt verk- urinn. Menn hafa allar ástæður til að trúa einmitt því og engu öðru. Öryrkjar og aldraðir borga brúsann af bjölluatinu í Brussel} Undarleg forgangsröðun É g er með hugmynd. Hvernig væri að búa til risastóran svínsskrokk, úr mörg þúsund svínum hvaðan- æva að úr veröldinni, og grilla hann á teini yfir gosinu í Eyja- fjallajökli? Þessi framkvæmd yrði svo tröll- vaxin að leitun yrði að öðru eins. Hún yrði verkefni sem þjóðir heims gætu sameinast um. Ísland yrði í fararbroddi þess- arar viðleitni til að fá mannskepnuna til að ein- beita sér að sameiginlegu takmarki. Styrjaldir myndu gleymast. Landkynning yrði yfrin. Fjárhagslegur grundvöllur þjóðarinnar væri tryggður til eilífðarnóns. Þetta væri tvímælalaust þjóðhagslega hag- kvæm framkvæmd. Og ekki bara þjóðhagslega, heldur einnig heimshagslega. Allur heimurinn nyti góðs af. Hún myndi skapa tugþúsundir ef ekki milljónir starfa. Það yrðu störf af ýmsum toga – vissulega þyrfti hátæknistörf til. Verkfræðingar yrðu að hanna verktilhögun og hinn risastóra tein sem til þyrfti. Líffræðingar yrðu að hanna skepnuna ógnarstóru. Flutn- ingafyrirtæki yrðu að flytja svínsskrokkana til landsins. Verktakafyrirtæki yrðu að sjá um framkvæmdina. Allir þessir starfsmenn fengju að sjálfsögðu greitt fyrir störf sín. Þeir myndu svo nota það kaup til þess að greiða fyrir þjónustu og vörur víðs vegar um heiminn, þannig að allir hefðu hag af. Hagkerfi heimsins, sem núna riðar til falls, kæmist í gang á ný og allt yrði sem áður eftir þessa tröllvöxnu vítamínsprautu. Þessi hugmynd kann að hljóma skringilega en hún er samt kunnugleg. Stjórnmálamenn hafa löngum lofað öllu fögru. Samfylkingin vill núna tvöfalda allt viðhald í borginni og auka verklegar framkvæmdir. Sjálfstæðisflokk- urinn vill „skapa aukin tækifæri til atvinnu- sóknar með áframhaldandi framkvæmdum og átaksverkefnum“. Allt er þetta af sama meiði og hugmyndin um að þjóðir heims sameinist um að grilla margra rúmkílómetra svín yfir Eyjafjallajökli. Á þessum hugmyndum er stigsmunur, ekki eðlismunur, svo fáránlega sem það nú hljómar. Það er algengur misskilningur, hjá hægri- jafnt sem vinstrimönnum, að halda að velta jafngildi verðmætasköpun. Velta sem byggist ekki á raunverulegri verðmætasköpun fyrir fólk, með hagkvæmum hætti, er lítils virði. Alla þá framleiðsluþætti, sem notaðir væru í að grilla al- heimssvínið, mætti nota í önnur og arðbærari verkefni. Besti mælikvarðinn á arðbærni er verð á markaði. Á markaðinum eru óteljandi einstaklingar, sem allir hafa sinn eigin hag í fyrirrúmi. Þeir hegða sér í samræmi við það – ef þeir vilja hámarka fjárhagslegan hag sinn selja þeir vinnu sína hæstbjóðanda – ef þeir hafa önnur sjón- armið fara þeir eftir þeim. Ekkert miðstýringarvald getur sinnt þessu hlutverki og sett sig í spor óteljandi manna sem hver er með sitt gildismat og langanir. Ekki einu sinni Dagur B. Eggertsson eða Hanna Birna Kristjánsdóttir. ivarpall@mbl.is Ívar Páll Jónsson Pistill Grillum risastórt svín yfir gosinu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Hætt við tugi ráðstefna á Íslandi FRÉTTASKÝRING Hlynur Orri Stefánsson hlynurorri@mbl.is F rá því eldgos hófst í Eyja- fjallajökli hefur verið hætt við töluverðan fjölda ráðstefna og funda sem halda átti hér á landi. Vegna stopulla flug- samgangna hætta alþjóðleg fyrirtæki við að halda fundi á Íslandi, enda hrædd um að starfsmenn komist seint aftur til vinnu, og samtök vilja ekki bera ábyrgð á að gestir á ráðstefnum þeirra verði strandaglópar hér á landi. Tugum ráðstefna og funda sem halda átti á Grand Hótel Reykjavík hefur til að mynda verið frestað eða einfaldlega fluttir til annarra landa. „Þetta veldur mjög miklu tapi fyrir hótelið,“ segir Ingólfur Einarsson, aðstoðarhótelstjóri. Einnig hafa margir einstaklingar afbókað gist- ingu eftir að gosið hófst. Aðspurður segir hann þetta þó ekki verða bana- bita hótelsins. „En þetta er mikill skellur.“ Getur lamað fyrirtækin Karólína Ómarsdóttir, sem starfar við sölu á ráðstefnudeild Hil- ton Reykjavík Nordica, bendir á að nýlega hafi starfsemi norsks fyr- irtækis meira eða minna lamast í tvo daga þar sem starfsmenn þess voru strandaglópar eftir að hafa setið fund á Íslandi. Því sé ekki undarlegt að fyrirtæki hugsi sig tvisvar um áður en þau ákveða að senda starfsmenn á fundi hingað til lands, enda óvíst hve- nær þeir komast aftur til starfa. Einungis hefur þó verið hætt við eina ráðstefnu á Hilton, en ýmsir við- burðir sem áttu að vera í vor hafa verið færðir fram á haust. „Það er mjög mikil óvissa og auðvitað skynj- um við það á þeim kúnnum sem við höfum verið í samskiptum við og skipulagt ráðstefnur með í allan vet- ur,“ segir Karólína. Frá því að gosið hófst hefur einni ráðstefnu sem skipulögð var af Congress Reykjavík verið frestað, en hún átti að fara fram í apríl. Að sögn Láru B. Pétursdóttur, eiganda og framkvæmdastjóra fyrirtækisins, stendur þó til að reyna að halda ráð- stefnuna í september. Einnig féll lítill fundur niður vegna áhrifa frá eldgos- inu. Þá segir Lára að færri gestir komi á hverja ráðstefnu en áður. „Sumir gestir hætta við vegna þess að þeir eru hræddir um að komast ekki aftur heim til sín.“ Eins hringi gestir og spyrjist fyrir um ástandið. „Margir halda náttúrulega að hér sé allt á kafi í ösku og að það gangi allir um með grímur. En við reynum bara að upplýsa og róa fólk. Það hættir oft við að afboða þegar það fær réttar upplýsingar.“ Ingólfur tekur undir mikilvægi þess að réttum upplýsingum um ástandið sé komið til útlanda. Hann gagnrýnir hrakspár í erlendum fjöl- miðlum og óþarfa getgátur um Kötlugos. Spáir góðu næsta ári „Við sáum fram á mjög gott sumar, og þess vegna er sérstaklega sorglegt að svona skyldi fara,“ segir Ingólfur. Spáð hafði verið metsumri í ferðamennsku hér á landi, enda gengið túristum sérstaklega hag- stætt. Til framtíðar segir hann horf- urnar þó ekki vera slæmar og gerir ráð fyrir að á næsta ári verði ástandið í ferðamannaþjónust- unni og ráðstefnuhöldum aftur orðið nær því sem talist getur eðlilegt. „Það hafa þegar borist fyrirspurnir og þess háttar fyrir næsta ár. Og gosið hefur heldur betur vakið athygli á landinu.“ Ljósmynd/Ómar Ragnarsson Hræðir Fyrirtæki óttast að starfsmenn komist ekki í vinnu og samtök vilja ekki bera ábyrgð á að ráðstefnugestir verði strandaglópar. Hræðslan erlendis við eldgosið í Eyjafjallajökli er mun meiri en efni standa til, segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Fjölmiðlar úti í heimi hafa birt slæmar fréttir og myndir af ná- grenni gosstöðvanna og sagt að þær séu frá Reykjavík. Þess vegna skiptir óheyrilega miklu máli að koma réttum upplýs- ingum út í heim.“ Á miðvikudag verður boðað til fundar til að kynna útfærslu markaðsátaks, sem gera má ráð fyrir að muni m.a. felast í slíkri upplýsingagjöf. Ríki, borg, fyr- irtæki í ferðaiðnaði og fleiri hafa ákveðið að verja 700 millj- ónum til átaksins. Erna bendir á að fyrirtæki í ferða- þjónustu hafi um leið og gosið hófst kynnt útlendingum að ástandið á Íslandi sé víðast hvar óbreytt. Illa upplýstir KYNNA ÁTAKIÐ Í VIKUNNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.