Morgunblaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 18
18 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2010 Sæmd er hverri þjóð að eiga sægarpa enn. Ekki er að spauga með þá útnesjamenn. Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn, fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn. Þessar ljóðlínur voru samdar á fyrri hluta síðustu aldar. Á þess- um tímum varð til auk- in samstaða til sjálfs- bjargar. Á uppgangstíma þjóðarinnar á síðastliðinni öld tóku Suðurnesjamenn fullan þátt í upp- byggingu þjóðarinnar. Á Suð- urnesjum komu fram fyrstu vélbát- arnir sem var bylting. Keflavík og Vestmannaeyjar voru á víxl stærstu verstöðvar landsins áratugum sam- an og lengi var Keflavík næstmesta útflutningshöfnin úr landinu. Suð- urnesjamenn voru í forystu fyrir kaupum á fyrsta togaranum, Coot, til Íslands. Útgerð stóð með blóma í Keflavík þrátt fyrir að lengst af væru Suðnesjamenn í banni hjá Byggðasjóði og sjóðum sem voru fyrirrennarar hans. Sem dæmi kom ekki einn einasti bátur í svokallaðri nýsköpun eftir stríðið til Suðurnesja. Suðurnesjamenn sluppu fram hjá kerfinu með því t.d. að kaupa notaða báta, blöðrurnar frá Svíþjóð án nokkurrar opinberrar fyrirgreiðslu. Í upphafi 21. aldar var hafin inn- leiðing nýrrar þekkingar í menntun í Reykjanesbæ sem hægt er að líkja við þá miklu byltingu sem vél- bátaútgerðin var á sínum tíma. Er þá átt við hina mikilvægu stefnu Suðurnesjamanna að bæta uppeldis- skilyrði barna með aukinni menntun fólks til að annast börn. Ný þekking En að einkunnum á samræmdu prófum (og nær okkur í tíma) þá er það staðreynd að um síðustu aldamót eða í upphafi 21. aldarinnar féllu 47% grunn- skólanema á sam- ræmdu prófunum á Ís- landi. Með öðrum orðum eftir tíu ára nám og kennslu heils ár- gangs í landinu skilaði mennta- og uppeldiskerfi þjóð- arinnar 53% árangri samkvæmt matskerfinu. Deila má um það hvort sú þekking sem mæld er með sam- ræmdum prófum er sú þekking sem mun nýtast þjóðinni best á þeim breytingatímum sem við siglum í gegnum nú eða er sú þekking mik- ilvægari sem menntar fólk í því að læra að lifa í því umhverfi sem það er í? Hvað er hagnýtt nám og hverjir setja þá mælikvarða sem eftir skal farið? Hvaða eiginleika viljum við rækta og hvernig manneskjur þurf- um við til að þróa lýðræðið áfram og vinna að þeirri siðbót sem óhjá- kvæmilega þarf að eiga sér stað? Barnahátíð í Reykjanesbæ Nýlega var haldin í fimmta sinn sérstök hátíð í Reykjanesbæ undir yfirskriftinni „Barnahátíð í Reykja- nesbæ“ Í kynningarbæklingi hátíð- arinnar sem var vel sótt má sjá kynningu á þeim fjölmörgu forvarn- arverkefnum sem bærinn stendur fyrir. Þrjú þeirra eru sérhönnuð fræðslunámskeið til að auka hæfni einstaklinga við uppeldi barna. Fræðslan er þátttakendum að kostnaðarlausu, fjármögnuð af Manngildissjóð Reykjanesbæjar. Það hlýtur að teljast einstakt að á tímum gróðahyggjunnar hafi sveit- arfélag lagt sig þannig fram um að fjármagna fræðslu í foreldrafærni fyrir grunnskólanemendur, pör sem eiga von á barni og foreldra. Rann- sóknir sýna að slík menntun hjálpar foreldrum við að ala upp börn sín, bæði tilfinningalega og félagslega, þannig að við fáum heilbrigðari manneskjur og þar með betra sam- félag. Foreldrar eru fyrstu og mik- ilvægustu umönnunaraðilar og kennarar í lífi barns og hafa afger- andi áhrif hvað varðar líðan barna og velferð þeirra. Reykjanesbær er fremstur meðal jafningja með fræðslu á þessu sviði. Alls staðar á landinu ætti að stefna að því að nota nútíma þekkingu til að hjálpa for- eldrum að ala börn sín upp þannig að þau verði tilfinningalega og fé- lagslega heilbrigð. Niðurstaðan gæti þá orðið sú að í framtíðinni fengi mun hærra hlutfall nemenda menntaþörfum sínum sinnt. Með frumkvöðlastarfi Reykjanesbæjar í fjölskyldu- og menntamálum gætum við haft andsvar við 47% fallinu sem hér að ofan greinir. Suðurnesjamenning Eftir Ólaf Grétar Gunnarsson » Í upphafi 21. aldar var hafin innleiðing nýrrar þekkingar í menntun í Reykjanesbæ sem hægt er að líkja við þá miklu byltingu sem vélbátaútgerðin var á sínum tíma. Ólafur Grétar Gunnarsson Höfundur er sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Friðlandið í Vatns- mýrinni er óslípuð náttúruperla. Þar er tækifæri til að fylgjast með fuglum í sínu nátt- úrulega umhverfi og upplifa villtan gróður í miðri Reykjavíkurborg. Rannsóknir á lífríki friðlandsins sýna að því fer hnignandi: ágengar plöntur ógna flórunni, varpfuglum fækkar, og þónokkur mengun mælist í vatninu. Votlendi frið- landsins hefur einnig minnkað og í norðausturhluta friðlandsins er jarðvegur nánast orðinn þurr. Vot- lendið þyrfti að geta hreinsað sig sjálft og þannig ýtt undir fjöl- breytileika lífvera og gróðurs. Sér- fræðingar hafa bent á að með til- tölulega einföldum og kostnaðarlitlum endurbótum á frið- landinu getur það þjónað hlutverki sínu enn betur sem griðastaður fugla, vatnalífvera og gróðurs. Háskóli Íslands, Norræna húsið og Reykjavíkurborg hyggjast taka höndum saman um endurbætur á friðlandinu. Þannig gefst tækifæri til að endurheimta votlendið, auka áhuga á náttúru svæðisins og vekja samfélagið til vitundar um verndun náttúrusvæða innan og utan borg- armarkanna. Sérfræðingar á sviði vatnalíffræði, grasafræði, fugla- fræði og umhverfisfræði verða kall- aðir til og koma með ábendingar um hvernig best sé að haga fram- kvæmdum í friðlandinu. Markmiðin með endurbótunum eru meðal annars að: tryggja tjarnarfuglum öruggt varpland, upp- ræta ágengar plöntur, endurnýja og viðhalda líffræðilegum fjöl- breytileika á svæðinu, rannsóknir á svæðinu verði styrktar og þekkingu miðlað til almennings, auka áhuga og þekkingu al- mennings á nátt- úrusvæðum innan og utan borg- arinnar, gera svæðið að fyrirmynd fyrir endurheimt votlendis. Til að virkja almenning til að taka þátt í verkefninu hefur verið opnuð fésbókarsíðan Friðlandið í Vatnsmýrinni, og þar getur fólk haft áhrif á mótun verkefnisns. Einnig er hægt að koma með hug- myndir og athugasemdir á net- fangið fridlandtjarnarinnar@gmail- .com Friðlandið í Vatnsmýrinni Eftir Þuríði Helgu Kristjánsdóttur Þuríður Helga Kristjánsdóttir » Lífríki friðlandsins fer hnignandi, með tiltölulega einföldum og kostnaðarlitlum end- urbótum getur það þjónað hlutverki sínu sem griðastaður enn betur. Höfundur er aðstoðarmaður forstjóra Norræna hússins. Ég er 65 ára kona sem hef verið á vinnu- markaði í 50 ár. Fyrir ríflega þremur árum blasti atvinnuleysi við á Suðurnesjum, þar sem við hjónin bjugg- um. Við ákváðum að flytja. Fengum vinnu hjá nýju álveri austur á landi. Við vildum vinna okkur svolítið meira inn fyrir eldriborgaraárin. Nema hvað, nýflutt austur veik- ist ég og missi vinnuna. Þegar svo var komið fór ég að athuga með réttindi mín og hafði samband við Starfsmannafélag Suðurnesja, sem er sjöunda stærsta aðildarfélag BSRB. Verkalýðsforingi þess fé- lags kvað réttindi mín engin, þar sem ég hefði flutt búferlum og réttur til sjúkradagpeninga flyttist ekki milli landshluta. „Það varst þú sem ákvaðst að flytja frá Suð- urnesjum“ – og sagði réttindaleysi mitt mér sjálfri að kenna þar sem ég hefði aldrei borgað neitt sjálf, heldur vinnuveitandinn. Sér- kennilegt svar þykir mér, þar sem á öllum launaseðlum mínum er tilgreindur frá- dráttur upp á greiðslur til verka- lýðsfélags og lífeyris- sjóðs, síðustu fimmtíu árin. Þar sem ég vann við umönnunarstörf var mér gert að vera í þessu tiltekna Suðurnesja- félagi til að „njóta réttinda“! Ári síðar náði ég heilsu, og sem betur fer átti ég mann sem sá fyrir mér á meðan – og fjármagnaði lyfja- kaupin sem voru ærin. Hefði ég verið einstæð, hvað hefði ég gert þá? Hamingjan felst í því að vera frísk/ur og geta unnið. Í dag hef ég draumastarf og horfi með hryllingi til þess tíma er ég varð veik, fékk ekki áunnar sjúkrabætur frá mínu verkalýðsfélagi og þurfti síðar að leita ásjár hjá Vinnumálastofnun, sem ég hef aldrei áður þurft. Sú stofnun býður upp á námskeið, ef ekki er mætt þá missir maður kannski bæturnar, við vitum að enginn lifir á loftinu, svo maður fer á námskeið. Í boði var íslensku- nám. Ég er auðvitað íslensk og var með góðan kennara í barnaskóla! Námskeið til að undirbúa sig fyrir ævistarfið, sem ég á bara eitt ár eftir af! Og svo var það tölvunám. Í fyrstu valdi ég tölvunám. Í fyrsta tölvutímann kom rögg- samur kennari, kona, milli þrítugs og fertugs. Hún var greinilega bú- in að mynda sér skoðun á við- stöddum, því hún sagði hátt og snjallt: „Ég ætla bara að láta ykk- ur vita að hér er mætingarskylda og það þýðir ekkert að biðja mömmu að hringja inn forföll.“ Blessuð konan vissi auðvitað ekki að ég hafði misst aldraða móður mína nokkrum vikum áður og mér var brugðið og fann til óþæginda. Tölvunám mitt varð ekki lengra. Önnur kona á staðnum hélt nám- skeið sem hét Undirbúningur fyrir ævistarfið, hún var indæl og ég sótti heilt námskeið hjá henni til að missa ekki atvinnuleysisbæt- urnar. Kannski er gott að þjálfa langömmur upp í „undirbúning fyrir ævistarfið“ á þessum síðustu og verstu tímum. Fólk sem unnið hefur umönn- unarstörf veit hve miklu máli það skiptir fyrir líkamlega og andlega heilsu að fá að halda mannlegri reisn sinni. Ég vildi senda þessa hugleiðingu frá mér með von um að fleiri þurfi ekki að láta svona nokkuð yfir sig ganga. Stundum er fólk þannig statt í lífinu að það getur ekki varið sig, við skulum hafa það í huga. Mér finnst þetta ömurleg kveðja frá samfélaginu mínu eftir langa starfsævi! Eru vistarbönd við lýði árið 2010? Eftir Arndísi Magnúsdóttur » Verkalýðsforingi þess félags kvað réttindi mín engin, þar sem ég hefði flutt bú- ferlum og réttur til sjúkradagpeninga flyttist ekki milli lands- hluta. Arndís Magnúsdóttir Höfundur er starfsmaður í gróðrarstöð. „Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög“ (rannsóknarskýrsla Alþingis). Veit-a hinn er vætki veit: Margur verður af aurum api. Maður er auðigur, annar óauðigur, skyli-t þann vítka vár. (Hávamál) „Á þingi sitja stjórnmálamenn og hafa ekkert lært. Formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins virðist ekkert skilja í samhenginu milli gjörða og ábyrgðar. Hann talar um að meira eftirlit þurfi, þegar sannleikur- inn er sá að allt eftirlit í heiminum kemur ekki í veg fyrir að menn nýti sér það þegar aðrir bera ábyrgð á gjörðum þeirra. Stjórnmálamennirnir eru að gera nákvæmlega sömu mistök og bankamennirnir gerðu í aðdrag- anda hrunsins, af nákvæmlega sömu ástæðu: Þeir þurfa ekki að bera ábyrgð á afleiðingum gjörða sinna,“ skrifar Ívar Páll Jónsson „Þegar stjórnmálamenn bregðast þjóð sinni svo gersamlega sem nú ber raun vitni verður þjóðin að hafa vit fyrir þeim … Af þessum sökum verð ég að segja, að allir þeir þingmenn sem koma með vafasömum hætti við sögu í rannsóknarskýrslunni eiga að segja af sér þingmennsku í þágu þjóð- arinnar og framtíðarhorfa hennar … Það er nefnilega ekki þannig, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins komst að orði í klaufalegri sjálfsvörn, að eðli- legt sé að þingmenn „taki þátt í at- vinnulífinu“. Þvert á móti er nauðsyn, að seta á löggjafarþingi krefjist þess, að þingmenn séu algerlega óháðir þeim sem þeir eiga að setja lög um. Ef menn skilja það ekki eru þeir ekki hæfir til þing- setu,“ skrifar Njörður P. Njarð- vík „Þegar öllu er á botninn hvolft verður æ ljósara að það sem dundi yfir okkur haustið 2008 átti ekkert skylt við nátt- úruhamfarir. Það voru glæpsamlegar athafnir ein- staklinga, hvort sem þeir störfuðu í krafti eigin fyrirtækja eða hins op- inbera, sem leiddu okkur í ógöngur. Ákall um æðruleysi og samstöðu mun ekki leiða íslenskt samfélag út úr þeim ógöngum, heldur að fólk fari að finna fyrir einhvers konar réttlæti. Ekki aðeins réttlæti sem snýr að því að leiða þá sem brutu gegn þjóðinni fyrir dóm, heldur líka réttlæti í því hvernig byrðunum sem hlutust af glæpum þeirra verður deilt á þá sem sitja eftir í öskunni af hagkerfi, sem fuðraði upp fyrir augunum á okkur,“ skrifar Bergþóra Njála Guðmunds- dóttir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern. (Hávamál) Það vita flestir að fiskurinn rotnar frá hausnum niður og eftir höfðinu dansa limirnir. Konfúsíus sagði: Að ljúga að öðrum er ljótur vani en að ljúga að sjálfum sér er hvers manns bani. Það er betra að vera hataður fyrir sannleikann en elskaður fyrir lygina. GUÐMUNDUR F. JÓNSSON, viðskiptafræðingur. Lágmýrarmenning eða menningarhrun? Frá Guðmundi F. Jónssyni Guðmundur F. Jónsson BRÉF TIL BLAÐSINS Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.