Morgunblaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2010 ✝ Ólafur Guð-björnsson fæddist í Reykjavík 19. ágúst 1925. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði 2. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörn Ásmundsson frá Sveinskoti á Álfta- nesi, f. 27. júní 1893, d. 19. júlí 1966, og Kristbjörg Jónsdóttir sem fædd var á Krókshúsum á Rauðasandi 11. jan- úar 1898, d. 7. mars 1977. Systkini Ólafs voru Ragnar Hafsteinn, f. 1917, d. 2008, Jón Ágúst, f. 1923, d. 2000, Ásmundur, f. 1926, Sigríður, f. 1927, d. 2009, Ingibjörg, f. 1929, d. 2008, og Guðmundur Vestmann, f. 1938. Ólafur kvæntist árið 1955 Gyðu Einarsdóttur sem fæddist í Reykja- vík 21. nóvember 1928. Hún lést 15. september 2006. Foreldrar hennar voru Einar Einarsson, málarameistari og kaupmaður á Vegamótum á Seltjarnarnesi, f 1892, d. 1945, og Anna Pálína Loftsdóttir, húsmóðir, f. 1900, d. 2000. Börn Gyðu og Ólafs eru: Guð- björn Steinþór, sjómaður, f. 1956, Anna Elísabet, lögreglumaður og þroskaþjálfi, f. 1958, gift Kristjáni Sigurmundssyni, forstöðumanni, börn þeirra eru Ólafur Halldór, f. 1977, og Edda, f. 1995, og eiga þau eitt barnabarn. Ólafur Rúnar, kjöt- iðnaðarmeistari, f. 1961, kvæntur Oddnýju Kristinsdóttur, húsmóður, börn þeirra eru Alma Rún, f. 1982, Eva Dögg, f. 1984, og Gyða Björk, f. 1993, og eiga þau þrjú barna- börn. Helgi Þór, matreiðslumeist- ari, f. 1962, kvæntur Ingibjörgu Jóhannesdóttur hárgreiðslumeist- ara, börn þeirra eru Jón Axel, f. 1993, og Andri Geir, f. 1995. Sonur Ólafs frá fyrri sambúð er Jóhann Valgarð, bókbindari, f. 1948, hann var kvæntur Ragnheiði Ólöfu Pálsdóttur, d. 2007, fósturbörn hans eru fimm. Móðir Jóhanns var Jóna V. Hansen, f. 1925, d. 1996. Sonur Gyðu er Einar Örn Krist- insson, bankastarfs- maður, f. 1949, kvæntur Áslaugu Stefánsdóttur, lífeindafræðingi, börn þeirra eru Anna Margrét, f. 1975, og Kolbrún, f. 1990, og eiga þau þrjú barnabörn. Ólafur ólst upp í Reykjavík og bjó þar fram til ársins 1960. Um áratugaskeið bjuggu Ólafur og Gyða á Akureyri. Eftir það fluttu þau á Seltjarnarnes og síðustu þrjátíu árin bjuggu þau í Hafn- arfirði. Ólafur bjó þar síðustu ævi- ár sín eftir að Gyða féll frá. Ólafur hóf störf á veitingahúsum sem ungur maður og lauk sveins- prófi árið 1946. Fékk síðan réttindi sem framreiðslumeistari árið 1951. Starfði hann við ýmis framreiðslu- störf til ársins 1974. Vann lengi vel á Hótel Borg og einnig til margra ára í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri. Á stríðsárunum var hann í sigl- ingum á millilandaskipum. Á tím- um strandferðaskipanna unnu bæði Ólafur og Gyða til sjós, hann sem þjónn og hún sem þerna, en það var einmitt um borð í Esjunni sem þau kynntust fyrst. Um tutt- ugu ára skeið starfaði Ólafur í ál- verinu í Straumsvík við ýmis störf. Útför Ólafs fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 18. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 15. Farinn ertu Óli minn eilífðar til sólarlanda vinskap nú við þökkum þinn, þú varst alltaf nærgætinn hvers manns leysa vildir vanda. Gyða kæra konan þín kærleiksrík og sposk á stundum glæddi allra sálarsýn sönn og mikið fyrir grín, í henni við fjársjóð fundum. Loks þið hafið landi náð lifið upp hin gömlu kynni, Lausnarinn í lengd og bráð leiði ykkur af sinni náð endalaust í eilífðinni. (Bj.Þ.) Með þessum ljóðlínum kveðjum við kæran vin með þakklæti og virðingu og biðjum honum góðrar heimkomu. Aðstandendum vottum við inni- lega samúð. Minning Óla og Gyðu lifir í hjörtum okkar. Kristín og Rúnar. En ástin er björt sem barnsins trú, hún blikar í ljóssins geimi, og fjarlægð og nálægð, fyrr og nú, oss finnst þar í eining streymi. Frá heli til lífs hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi. Þegar ég minnist tengdaföður míns, Ólafs Guðbjörnssonar, finnst mér vel við hæfi að vísa í þetta er- indi úr sálmi Einars Benediktsson- ar „Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum“. Ást Óla til manna og dýra var barnslega ein- læg og hann lifði fyrir líðandi stund. Ég kynntist Óla þegar við Anna Lísa, einkadóttir hans, bundust heitböndum í byrjun níunda ára- tugarins. Allar götur síðan hefur engan skugga borið á okkar sam- ferð. Ólafur var ákaflega fé- lagslyndur maður og gæddur leiftrandi frásagnargleði. Þá var hann annálað snyrtimenni og hafði yndi af því að klæða sig upp. Hann ljómaði þegar hann sýndi manni hvað hann hafði gert góð kaup á buxum og stökum jökkum á ein- hverri útsölunni, engu skipti þótt hann ætti mörg pör fyrir í fata- skápnum. Óli var lærður framreiðslumeist- ari og hafði yndi af að þjóna öðrum af kurteisi og umburðarlyndi. Það einkenndi öll hans hlutverk í lífinu, hvort sem um var að ræða fag- manninn, föðurinn, afann eða eig- inmanninn, hann var þjónn fram í fingurgóma. Hann elskaði börnin sín og barnabörnin áttu, hvert og eitt, sinn stað hjá afa sínum. En mest áberandi var ást hans til Gyðu, eiginkonu sinnar. Hann bar hana alla tíð á höndum sér og ást hans til hennar náði út fyrir gröf og dauða. Óli syrgði Gyðu sína ákaflega og heiðraði minningu hennar með blómum, bænum og kertaljósum hvern einasta dag eft- ir lát hennar í september 2006. Nú hefur ástin byggt brú milli lífs og dauða og Gyða og Óli saman komin í öðrum heimi. Blessuð sé minning þeirra beggja. Kristján Sigurmundsson. Kær vinur okkar, hann Óli henn- ar Gyðu, eins og við nefndum hann, er dáinn. Margt kemur upp í huga manns, þegar litið er til liðinna ára. Oft fórum við með þeim hjónum í útilegur og sumarbústaðaferðir, þá var alltaf glatt á hjalla. Óli kom öll- um í gott skap með sinni léttu lund. Hann vinur okkar var þjónn af guðs náð, enda lærði hann til þjóns. Nú er hann Óli kominn til hennar Gyðu sinnar, sem honum þótti svo vænt um. Blessuð sé minning um góðan dreng. Innilegar samúðarkveðjur. Helga Valgerður (Vala) og Pétur. Ólafur Guðbjörnssonsem með sinni hrjúfu, sterku oghlýju framkomu lét ávallt skoðanir sínar skýrt í ljós. Eitt var Gísli búinn að biðja mig um áður en hann lést sem ég var byrjuð á en á eftir að fullvinna og það var að mála myndir frá okkar heillastað – Heiðardal. Síðastliðið sumar sat ég úti og horfði yfir þennan fallegasta stað á jarðríki. Ég velti fyrir mér hvernig ég gæti fangað þetta einstaka umhverfi í myndum sem ég málaði og minntist um leið þess tíma sem við áttum þarna fjölskyldurnar tvær. Við út- komu myndanna var ég ekki sátt og held áfram að reyna, en minn- ingarnar var ég mjög sátt við. Því- lík gjöf Heiðardalsárin voru og for- réttindi sem við fengum fyrir tilstilli Gísla og föður míns. Hve lánsöm við afkomendur þeirra er- um að hafa fengið að alast upp með og kynnast slíkum heiðursmönn- um. Fyrir það verður aldrei nægi- lega þakkað. Þeir voru einstakir menn, einstakir vinir og þeirra er og verður sárt saknað. Valgerður Hauksdóttir. rekstri og vildi fremur styðjast við eldri gildi eins og hann hafði lært hjá föður sínum og afa. Skúli myndaði sterk tengsl við sína viðskiptamenn og birgja. Hann var virtur hjá Polaris fyrir þátttöku sína í prófunum á nýj- um módelum og kom með ýmsar til- lögur til úrbóta, m.a. fyrir nýjan drif- búnað á sexhjól, sem er nú staðalbúnaður á öllum slíkum Polaris- hjólum. Kynni okkar Skúla urðu náin á ár- unum 14 sem við vorum samstarfs- menn og svo aftur, þegar örlögin hög- uðu því svo að við urðum sameigendur að Bræðrunum Ormsson í október 2008 eftir að félagið skipti aftur um eigendur. Skúli varð þá stærsti hlut- hafinn, en með okkur var Einar Þór Magnússon, sem starfaði við fyrir- tækið frá 2003. Það var ekki erfitt að velja hópinn. Skúli var þar fyrstur – í raun sjálfkjörinn. Skúli sagði stundum að hann væri ekki mikill pappírsmaður, en hann gæti selt. Með tímanum varð Skúli vel læs á rekstrar- og efnahagsreikninga og þær stærðir í rekstri, sem mestu máli skipta, þegar dæmi þarf að ganga upp. Skúla verður best lýst sem ljúflingi og hreinskilnum manni, sem vildi allra götu greiða. Einlægni, kappsemi og vinnusemi eru orð, sem lýsa við- horfi hans og vinnulagi. Tiltrú á verk- efnin var mikilvæg og kraftarnir voru aldrei sparaðir. Hann var vinur vina sinna og vinmargur. Einstök hæfni hans til að ná góðu sambandi við er- lenda viðskiptamenn lýsir honum vel. Hreinn og beinn, með íslenska gest- risni og Ísland á matseðlinum. Mat- arboð heima eða sleðaferð kunnu allir að meta. Við Halla sendum fjölskyldunni, Bergrósu, Ásdísi, Ingibjörgu, Gumma og Karli, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi orðspor góðs drengs lifa með ykkur um langa framtíð. Andrés B. Sigurðsson, Hallgunnur Skaptason. Ég kynntist Skúla fyrir rúmum 10 árum þegar ég og Ásdís urðum góðar vinkonur. Skúli var hávaxinn og stundum grimmur á svipinn sem gerði það að verkum að við vinkonur Ásdísar vorum til að byrja með svolít- ið hræddar við hann. Það leið hins vegar ekki á löngu þar til ég kynntist þessum góða og trausta manni og þá var hræðslan fljótlega úr sögunni. Skúli féll frá of snemma og án neins fyrirvara en margar minningar sitja eftir, meðal annars óteljandi mörg matarboð í Bugðutanganum, veislur, ferðir, hversdagslegt spjall og heim- sóknir í sveitina hjá fjölskyldunni, Stíflisdal, þar sem Skúli undi sér vel. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Megi minningin um góðan mann lifa í huga okkar allra. Anna Sigga Lúðvíksdóttir. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, andaðist þriðjudaginn 11. maí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 19. maí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalar- heimilið Höfða. Guðríður Halldóra Halldórsdóttir, Haukur Halldórsson, Hrafnhildur Hannibalsdóttir, Magnús Davíð Ingólfsson og ömmubörn. ✝ Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, DÓRA SKÚLADÓTTIR, lést á krabbameinsdeild Landspítalans föstudaginn 15. maí. Útför hinnar látnu fer fram frá Seljakirkju mánu- daginn 31. maí kl. 13.00. Jón B. Sveinsson, Sveinn Ragnar Jónsson, Elín B. Haraldsdóttir, Rakel Jónsdóttir, Birkir Leósson, Ólöf Rut Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GARÐAR ÓLI ARNKELSSON, Gullsmára 9, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 14. maí. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju 21. maí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Axelína María Garðarsdóttir, Gunnar Böðvarsson, Kristrún Lilja Garðarsdóttir, Viðar Sigurðsson, Erla Björk Garðarsdóttir, Kristinn Steingrímsson, Arna Kristín Garðarsdóttir, Gunnar Stefánsson, Garðar Már Garðarsson, Linda Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug vegna fráfalls systur okkar og frænku, EYDÍSAR EYÞÓRSDÓTTUR. Guðmundur Pétursson, Ingibjörg Eyþórsdóttir, Sigríður Eyþórsdóttir, Þórður Eyþórsson, Guðríður Lillý Guðbjörnsdóttir og systkinabörn. ✝ Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGUNN ÁRNADÓTTIR kennari, til heimilis Aflagranda 40, lést þriðjudaginn 11. maí. Jarðarförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 25. maí kl. 13.00. Gunnvör Sverrisdóttir, Grétar Sigurgeirsson, Sigurbjörg Sverrisdóttir, Árni Baldursson, Arndís Inga Sverrisdóttir, Jóhannes Þórðarson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.