Morgunblaðið - 18.05.2010, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 18.05.2010, Qupperneq 27
Raflist Tinna Þorsteinsdóttir held- ur tónleika í Sölvhóli á morgun. Nú stendur sem hæst raflistahá- tíðin RAFLOST – Pikslaverk á veg- um Raflistafélag Íslands og Lorna. Meðal viðburða eru fyrirlestrar, gjörningar, vinnustofur og tón- leikar og á morgun kl. 20 heldur pí- anóleikarinn Tinna Þorsteinsdóttir tónleika í Sölvhóli, sal Listaháskóla Íslands. Á tónleikunum leikur Tinna með- al annars píanóverk Magnúsar Blöndals Jóhannssonar, Sonorities, frá árunum 1963-1972, en eitt þeirra, Sonorities II frá árinu 1968, hefur ekki heyrst áður á tónleikum. Magnús samdi röð verka sem bera þetta heiti fyrir mismunandi hljóðfærasamsetningar og í Sonori- ties II, sem frumflutt er á þessum tónleikum, leikur Tinna alfarið á strengi píanósins með tólum og tækjum. Þriðja verkið í röðinni, So- norities III, er samið fyrir píanó og tónband, en Magnús var einn helsti frumkvöðull elektrónískra tón- smíða á Íslandi. Í kjölfar tónleikanna verður heimildarmyndin Surtur fer sunn- an eftir Ósvald Knudsen frá árinu 1965 um Surtseyjargosið sýnd, en Magnús samdi tónlistina við mynd- ina og byggði hana á hljóðum úr gosinu sjálfu. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Píanótón- leikar á raf- listahátíð Frumflutt verk eftir Magnús Blöndal Samstarf Sinfóníuhljómsveit Vaasaborgar leikur finnska og íslenska tón- list með Caput-hópnum og íslenskum og finnskum einleikurum á morgun. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Meðal gesta á Listahátíð í Reykja- vík 2010 er Sinfóníuhljómsveit Vaasaborgar sem heldur tónleika með Caput-hópnum í Íslensku óp- erunni á miðvikudaginn. Yfirskrift tónleikanna er Söngvar harms og hláturs og á efniskránni eru finnsk og íslensk gleðilög og sorgar- söngvar frá síðustu 100 árum; Sibe- lius, Markus Fagerudd, Toivo Kuula og Jón Nordal. Einnig verður Flautukonsert nr. 2 eftir Atla Heimi Sveinsson frumfluttur á Íslandi. Þrír einleikarar og einn söngv- ari koma fram á tónleikunum: Bryndís Halla Gylfadóttir, selló, Kolbeinn Bjarnason, flauta, Tatu Kantoma, harmónikka og Jorma Uotinen „chanson“-söngvari. Langaði að gera meira Stjórnandi á tónleikunum er Guðni Franzson sem segir samstarf Caput-hópsins og Sinfóníuhljóm- sveitar Vaasaborgar hafa hafist er hluti úr Caput-hópnum fór utan á síðasta ári og lék þá með Sinfóní- unni í Vaasa. „Við frumfluttum meðal annars flautukonsertinn eftir Atla með Kol- bein á flautu og Bryndís Halla spil- aði Canto elegiaco eftir Jón Nordal. Það gekk svo vel að vinna með hljómsveitinni að okkur langaði að gera meira og þá kom upp sú hug- mynd að fá hana hingað á Listahá- tíð.“ Guðni segir að hljómsveitin sé borgarhljómsveit Vaasa og þó hún sé ekki fjölmenn sé hún mjög góð. „Það var gaman að tengjast hljómsveitinni á þennan hátt, að það gerðist ekki i gegnum opinber apparöt, millilandasamstarf og sendiráð. Þegar listamenn tengj- ast í gegnum tónlistina og eru á svo svipuðu róli náum við svo góðu sambandi.“ Auk ofangreindra verka eftir Atla Heimi og Jón Nordal verða fluttir þættir úr Pelleas og Mel- isande eftir Jean Sibelius, sem Guðni segir ofsalega vel samda tónlist og skemmtilega. Einnig verður fluttur Konsert fyrir harm- óníku og hljómsveit eftir finnska tónskáldið Markus Fagerudd, sem er staðartónskáld Sinfón- íuhljómsveitar Vaasaborgar. Ein- leikari í því verki er Tatu Kant- omaa. Af öðrum verkum má nefna lag eftir Tatu, og tónverk eftir tónskáldið Toivo Kuula sem er frá Vaasaborg, en hann var uppi frá lokum nítjándu aldar og lést þegar hann varð fyrir skoti í kjölfar finnska borgarastríðsins árið 1918. „Hann er ekki stórt nafn,“ segir Guðni, „en margt af því sem hann skrifaði er mjög falleg músík.“ Ný hlið á Uotinen Undir lok tónleikanna verður síðan óvenjulegt atriði, því þá mun Jorma Uotinen, einn þekktasti og áhrifamesti danslistamaður Finna sýna á sér nýja hlið. „Jorma er þekktur danshöf- undur og var á sínum tíma yfir finnska þjóðarballettinum, en hann á sér aukaferil sem chanson- söngvari og við ætlum að enda tónleikana á því að hann syngur meðal annars tangóa, finnsk lög og Edith Piaf. Hann er ekki menntaður söngvari en er með frábæra, dökka og djúpa rödd. Hann er líka meira kvenkyns en karlkyns og það verður dregið fram með búningum og sviðs- framkomu. Hann syngur ofsalega fallega og mig hefur langað til þess lengi að setja eitthvað upp með honum.“ Finnsk-íslenskt samstarf á Listahátíð í Reykjavík Söngvar harms og hláturs Ísland - Finnland » Sinfóníuhljómsveit Vaasa- borgar, Caput-hópurinn og ís- lenskir og finnskir einleikarar leika á tónleikum í Íslensku óp- erunni á miðvikudag kl. 20:00. » Á efnisskránni eru finnsk og íslensk verk frá síðustu 100 árum. » Einleikarar eru Bryndís Halla Gylfadóttir á selló, Kol- beinn Bjarnason á flautu og Tatu Kantoma á harmónikku. Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2010 Sjöundu og síðustu hádegistón- leikar Óp-hópsins í Íslensku óperunni í vetur verða haldnir í dag og hefjast kl. 12.15. Fram koma meðlimir hópsins ásamt Antoníu Hevesí píanóleikara og Gissuri Páli Gissurarsyni tenórsöngvara. Efnisskráin á þessum loka- tónleikum er alíslensk og eru á efnisskránni aríur, sönglög og samsöngvar úr íslenskum óp- erum og söngleikjum eftir Jón Ásgeirsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Þórunni Guðmundsdóttur, Gunn- ar Reyni Sveinsson, Tryggva M. Baldvinsson, Hreiðar Inga Þorsteinsson og Gunnar Krist- mannsson. Tónleikarnir standa í um 40 mínútur. Tónlist Gissur Páll gestur Óp-hópsins Gissur Páll Gissurarson Kór Hjallakirkju heldur vor- tónleika í kirkjunni í dag og hefjast þeir kl 20. Á efnis- skránni er að mestu veraldleg tónlist, til að mynda lög eftir Árna Harðarson, Báru Gríms- dóttur, Friðrik Jónsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Inga T. Lárusson, Jón Nordal, Karl O. Runólfsson og Stefán S. Stefánsson. Einnig verða flutt erlend lög. Einsöngvarar með kórnum eru Einar Clausen og Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir. Píanóleikari á tónleikunum er Julian Isaacs og gítarleikari er Halldór Másson. Söngstjóri kórsins er Jón Ólafur Sigurðsson. Tónlist Vortónleikar Kórs Hjallakirkju Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir Dr. Annette Kreutziger-Herr, prófessor í tónlistarfræði við tónlistarháskólann í Köln flyt- ur erindið „Af hverju konur í (tónlistar)sögunni skipta máli“ kl. 17 í dag í Sölvhóli, sal Listaháskóla Íslands við Sölv- hólsgötu. Í fyrirlestrinum fjallar Kreutziger-Herr um mikilvægi kvenna í vestrænni tónlistarsögu. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Að loknum fyrirlestri verður boðið upp á veitingar. Fyrirlesturinn er haldinn með stuðningi frá Þýska sendiráðinu og í samvinnu við Listaháskóla Íslands og Rannsóknastofu í kvenna- og kynja- fræðum við Háskóla Íslands. Kvennasaga Mikilvægi kvenna í tónlistarsögunni Annette Kreutziger-Herr Það þykir bara frekar eðlilegt að menn hlusti á danstónlist eða væmnar stelpusveitir 32 » Það var mikið ævintýri aðhlusta á og sjá nokkrahelstu nýdjasslistamennNorðurlanda í Óperunni í tilefni tvöfalds Reykjavíkurafmælis: Listahátíð fertug og Jazzhátíð tvítug. Ekki hefði þetta þó gerst nema með tilstyrk Norska sendiráðsins í Reykjavík, sem verið hefur kynd- ilberi skandinavískrar menningar hér í bæ undanfarin ár. Listamennirnir voru allir norskir utan Marilyn Mazur hin danska, einn fremsti slagverksleikari okkar tíma, sem gert hefur garðinn frægan með Miles Davis, Jan Garbarek og Wayne Shorter auk eigin sveita, og svo má ekki gleyma að Marilyn stjórnaði alþjóðlegu vinnustofu- hljómsveitinni í Brande 1997 þar sem Veigar Margeirsson var einn einleik- ara. Fyrir hlé ríkti tónlist Sidsel Endresen. Hún hefur verið í fremstu röð ryþmískra söngkvenna Evrópu í áratugi. Hún upphóf ferilinn í rokk- sveit en varð frægust fyrir samvinnu sína með Bugge Wesseltoft. Ég hef hustað á Sidsel og Bugge um langt árabil og hrifist af mörgu sem þau hafa gert. Þó hefur Sidsel aldrei heillað mig eins og þarna í Óperunni. Kannski af því að rödd hennar hefur þroskast eftir að hún tók að nálgast sextugt; er djassaðri og grófari – laus við seljastúlkuhreiminn hefði Múlinn sagt – annað að það er eins og hinn ungi saxófónleikari, Håkon Korn- stad, hafi blásið nýju lífi í söng henn- ar. Það var engin efnisskrá, svo ég dreg þá ályktun að lögin sem Sidsel söng/spann hafi verið hennar en einsleikslög Håkons hans. Það er ekki langt síðan ég heyrði í Håkon fyrst, var að hlusta á einar fimmtíu norskar sveitir sem ég þekkti fæstar og hann sat einna fastast í minninu. Tónleikar Sidsle og Håkons, sem skipta má í níu kafla, hófust á fögrum ballöðusöng Sidsle en fljótt kom hljóðspuninn til sögunnar og ansi gaman að saxriffunum undir böb- bluðum söng Sidsle. Í þriðja verki voru náttúrhljóðin allsráðandi: vind- ur/brim uns gaggandi babblið tók við og minnti á stundum á þöglu gam- anmyndirnar, enda skemmti sal- urinn sér konunglega. Svo söng Sid- sel ein og lék á strengleik – undurfallegt. Spennan var meiri í einleikslögum Håkons sem var magnaður á tenórinn – flaut frá harð- asta Garbarek til mýksta Byasar – og tunguskotin svo mögnuð að undir tók í salnum. Öllu var svo smalað í rafappatrötin sem mögnuðu stemn- inguna. Ekki má gleyma að minnast á flautónettuna hans, eins konar bastarð flautu og klarinetts, flautu- leika hans, munnstykkisblásturs og flauts. Þarna var hann nærhendis landa sínum Arve Henriksen sem gat þetta allt með trompet í hendi. Tónleikum Sidsel og Håkans lauk á verki söngkonunnar um setustof- una, slappelsið og tívíið. Falleg ball- aða og fín lok á flottum tónleik – sem ekki voru, síður fyrir augað en eyrað. Augað en eyrað segi ég; tónleik- unum í Óperunni eftir hlé væri óhugsandi að njóta til fullnustu nema bæði sjón og heyrn komi til. Marilyn Mazur er drottning slagverksins og maður verður helst að sjá hana sitj- andi við settið umkringda óteljandi trommum, gjöllum, hristum, krús- um, dollum og dóti til að undirbúa sig undir hljóðgosið er hún framkallar. Í upphafi slegið á gong – og hljóm- urinn endurómar sterkt og í kjölfarið tónaveggur Nils Petters og Eivinds. Allt er þetta spunnið á staðnum, en að sjálfsögðu byggt á áratuga reynslu – þau þrjú eins og einn. Nils Petter er styrkur í hljómnum og á stundum ógnardimmur, síðan eilítið Miles-legur áður en hann umlar í hljóðnemann í bjöllu trompetsins. Eivind byggir fyrst og femst upp óvinnandi hljóðvegg sem er und- irstaða tónsköpunar þremenning- anna; gítarsólóa hans í klassískum skilningi má telja í mínútum. Svo er það Mailyn. Alllt verður henni að hljóði og settið, gjöllin og bjöllurnar gella svo salurinn er töfrum sleginn – hún toppar það þó þegar hún hendist um sviðið og slær potta og tunnur og allt hvað er. Íslenska búsáhaldabylt- ingin vaknar að nýju til lífsins í þess- um hamförum – eða kannski Eyja- fjallajökull. Svo ríkir hún ein við leirkerald frá Afríku, sem hljómar líkt og indversk tabala, en er trúlega bara keypt á basar í Kaupmanna- höfn. Húsið nötrar við bassahljóminn sem hljóðnemi, falinn í kerinu, magn- ar og hrynurinn er ómótstæðilegur, félagar hennar taka undir og hún sest við setti; djasshrynur af bestu gerð og tónleikunum er lokið. En sal- urinn vill meira og Nils Petter leikur ljúfan söng og þau magna hann upp – allt er þetta spunnið frá uppahafi til enda þó að söngurinn eigi sér ætt og óðul. Slíkur er galdur spunans, sem sumir trúa að ekki sé til, en hefur verið kveikjan að helstu meist- araverkum vestrænnar tónlistar frá Bach til Armstrongs. Aftur á móti er eitt víst; svona spinna engir saman sem ekki þekkja hverja aðra til fulln- ustu í tónlistinni. Magnþrunginn galdur tónanna Íslenska óperan Tvennir tónleikar: Sidsel Endresen & Marilyn Mazur bbbbm Sidsel Endresen rödd, Håkon Kornstad tenórsaxófón, flautónettu og flautu auk hljóðsmala/ Marlyn Mazur slagverk, Nils Petter Molvær trompet, hljóðsmala og Eivind Aarset gítar og hljóðsmala. Föstudagskvöldið 14.5. 2010 VERNHARÐUR LINNET TÓNLIST

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.