Morgunblaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 29
Bedroom Community ersamstarf og útgáfa fimmtónlistarmanna. ValgeirSigurðsson, Ben Frost, Nico Muhly, Sam Amidon og Daní- el Bjarnason hafa allir gefið út plötur og fluttu lög af plötum hver annars í sameiningu í Þjóðleikhús- inu sl. sunnudag. Daníel Bjarnason, nýjasti liðs- maður Bedroom Community, steig fyrstur á svið og flutti eigin tón- smíðar. Hann gaf út sína fyrstu plötu Processions árið 2009 en þau verk sem hann lék má öll finna á þeirri plötu. Víkingur Heiðar Ólafs- son lék á píanó í verkinu „Red Handed“ við mikinn fögnuð tón- leikagesta. Að því loknu flutti sveit- in tvö verk eftir Daníel sem steig svo af sviði. Á meðan hljómsveitin sjálf kom sér fyrir á sviðinu á eftir Daníel hvatti Nico Muhly gesti kvöldsins til að „spjalla við stefnumótið“. Nico var málglaðastur þeirra hljómsveitarmanna og hélt uppi léttu og skemmtilegu spjalli við áhorfendur alla tónleikana. Eftir drykklanga stund höfðu þeir komið sér fyrir, rótarinn yfirgaf sviðið og ljósin sem breyttu um lit gáfu það til kynna að nú væru tónleikarnir sjálfir að byrja. Þeir hófu leikinn á nokkrum verkum eftir Nico Muhly. Tón- smíðar Nico eru nokkuð þungar og mikil ringulreið ríkir í tónlistinni. Lögin eru fulllöng og hafa öll sömu uppbyggingu. Þau byrja lág- stemmd, byggjast upp í mikil læti og fjara loks út. Engu að síður var stórskemmtilegt að fylgjast með innlifun hljómsveitarinnar á sviðinu við flutninginn. Næst var komið að verkum Ben Frost. Þau voru þung og kraft- mikil. Bassaleikari hljómsveitar- innar framkallaði öskrandi hvala- hljóð með boga sínum í bland við taktfasta en þunga hljóma sveit- arinnar. Ekki er víst hvort þessi hljóð hafa átt að tengja verkið við yfirskrift tónleikanna Whale Watching Tour en áhorfendur virt- ust flestir telja svo vera. Hápunktur tónleikanna var þó flutningur Sam Amidon á banda- rískum þjóðlögum. Hann endur- útsetur lögin sjálfur og syngur. Rödd hans er sérstök og grípur mann strax. Lög hans og útsetn- ingar minna að vissu leyti á Sufjan Stevens og Bon Iver. Einlæg, ró- leg, plokkuð á banjó eða kassagítar og lúðra- og strengjasveit sem setja hljómana undir. Valgeir Sigurðsson gaf út plöt- una Draumalandið við samnefnda kvikmynd. Á tónleikunum flutti hann lög af þeirri plötu. Lögin eru tregafull en falleg og flutningurinn tókst vel til. Þegar hljómsveitin var klöppuð upp flutti hún Grýlukvæði í sérstakri útsetningu sem má finna á plötu Valgeirs Sigurðssonar. Sam Amidon söng kvæðið með sinni sér- stöku röddu og bandaríska hreim. Í heild sinni heppnuðust tónleik- arnir gríðarlega vel þó að þeir hafi verið í lengra lagi. Það er gaman að sjá ólíka tónlistarmenn koma saman og styðja við bak hver ann- ars í flutningi á verkum þeirra. Óvenjulegir tónleikar en stór- skemmtilegir. Kröftugur eftirskjálfti krúttkynslóðarinnar Morgunblaðið/Golli Frost og Valgeir Valgeir notaði m.a. plastpoka við hljóðsmíðina og Frost var lipur á tökkunum. Bedroom Community bbbbn Þjóðleikhúsið 16. maí. Hluti af Lista- hátíð í Reykjavík JÓNAS MARGEIR INGÓLFSSON TÓNLIST Sam Amidon Heillaði áhorfendur með fallegri röddu sinni. Nico Muhly Talaði langmest tónlistarmannanna og sló á létta strengi. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2010 Kærustuparið Marilyn Manson (tónlistarmaður) og Ewan Rachel Wood (leikkona) munu leika saman í „splatter“-myndinni Splatter Sis- ters. „Splatter“ er heiti á ákveðinni tegund hryllingsmynda sem ein- kennast öðru fremur af miklum blóðsúthellingum, limlestingum og öðrum viðbjóði. Leikstjóri mynd- arinnar verður David Gordon Green, sá hinn sami og leikstýrði Pineapple Express. Ekki hefur verið kunngjört með hvaða hlutverk skötuhjúin fara en Green segir Manson sem fæddan í hlutverkið. Manson er heldur óhugnanlegur í útliti (sjá mynd) og ætti því að henta vel í splatter- myndir. Manson í „splatter“ Kærustupar Manson og Wood. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is FaustHHHH IÞ, Mbl Gauragangur (Stóra svið) Fös 21/5 kl. 20:00 Sun 30/5 kl. 20:00 Fös 11/6 kl. 20:00 Lau 22/5 kl. 20:00 Fös 4/6 kl. 20:00 Lau 12/6 kl. 20:00 Fös 28/5 kl. 20:00 Lau 5/6 kl. 20:00 Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk Dúfurnar (Nýja sviðið) Fös 21/5 kl. 20:00 Sun 30/5 kl. 20:00 Lau 5/6 kl. 20:00 Lau 22/5 kl. 20:00 Fim 3/6 kl. 20:00 Fös 11/6 kl. 20:00 Fös 28/5 kl. 20:00 Fös 4/6 kl. 20:00 Lau 12/6 kl. 20:00 Faust (Stóra svið) Fim 20/5 kl. 20:00 Fim 27/5 kl. 20:00 Lau 29/5 kl. 16:00 Síðasta sýn í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports. Sýningum líkur 27. maí Rómeó og Júlía Vesturports (Stóra svið ) Mán 24/5 kl. 20:00 k.3. Sun 6/6 kl. 20:00 k.6. Fös 18/6 kl. 20:00 aukas Mið 26/5 kl. 20:00 k.4. Þri 8/6 kl. 20:00 aukas Lau 19/6 kl. 20:00 Ný aukas Þri 1/6 kl. 20:00 aukas Mið 9/6 kl. 20:00 aukas Sun 20/6 kl. 20:00 Ný aukas Mið 2/6 kl. 20:00 k.5. Sun 13/6 kl. 20:00 aukas Í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports. ÞJÓÐLEIKHÚSI SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS Ð Fíasól (Kúlan) Lau 22/5 kl. 13:00 Lau 12/6 kl. 13:00 Sun 13/6 kl. 13:00 Lau 22/5 kl. 15:00 Lau 12/6 kl. 15:00 Sun 13/6 kl. 15:00 Fíasól kemur afur í haust! Hænuungarnir (Kassinn) Fös 10/9 kl. 20:00 Fös 17/9 kl. 20:00 Fös 24/9 kl. 20:00 Lau 11/9 kl. 20:00 Lau 18/9 kl. 20:00 Lau 25/9 kl. 20:00 Sun 12/9 kl. 20:00 Sun 19/9 kl. 20:00 Sun 26/9 kl. 20:00 Fim 16/9 kl. 20:00 Fim 23/9 kl. 20:00 Haustsýningar komnar í sölu! Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Mið 19/5 kl. 19:00 Aukas. Fim 3/6 kl. 19:00 Aukas. Fös 11/6 kl. 19:00 Aukas. Fös 21/5 kl. 19:00 Fös 4/6 kl. 19:00 Lau 12/6 kl. 19:00 Aukas. Lau 22/5 kl. 19:00 Lau 5/6 kl. 19:00 Sun 30/5 kl. 19:00 Fim 10/6 kl. 19:00 Aukas. Ath. sýningarnar hefjast kl. 19:00 Af ástum manns og hrærivélar (Kassinn) Þri 18/5 kl. 20:00 Fors. Lau 22/5 kl. 20:00 Fös 4/6 kl. 20:00 Mið 19/5 kl. 20:00 Fors. Fim 27/5 kl. 20:00 Lau 5/6 kl. 20:00 Fim 20/5 kl. 20:00 Frums. Fös 28/5 kl. 20:00 Fös 21/5 kl. 20:00 Fim 3/6 kl. 20:00 Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og Listahátíðar í Reykjavík Bræður (Stóra sviðið) Fim 27/5 kl. 20:00 Fös 28/5 kl. 20:00 Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Herra Pottur og ungfrú Lok (Kúlan) Lau 29/5 kl. 13:00 Sun 30/5 kl. 15:00 Lau 5/6 kl. 15:00 Lau 29/5 kl. 15:00 Fim 3/6 kl. 17:00 á frönsku Sun 6/6 kl. 13:00 Sun 30/5 kl. 13:00 Lau 5/6 kl. 13:00 Sun 6/6 kl. 15:00 Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík Leikstjórinn Woody Allen lét þau orð falla á fundi með blaðamönnum í Cannes að starfsbróðir hans, Roman Polanski, hefði greitt sínar skuldir en Polanski er ákærður fyrir að hafa nauðgað 13 ára stúlku í Kaliforníu árið 1977. „Þetta gerðist fyrir mörg- um árum ... hann hefur þjáðst, ekki fengið að fara til Bandaríkjanna,“ sagði Allen m.a. Allen styður Polanski Woody Allen Leikstjórinn með eiginkonu sinni í Cannes, Soon-Yi Previn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.