Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 9. M A Í 2 0 1 0  Stofnað 1913  115. tölublað  98. árgangur  KIMMO MÆTIR Á LISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK LÁN KOSTAR MEIRA NÁM STÓRSTJÖRNUR Í KVIKMYNDUM SLÁST UM SILFRIÐ ÚTLÁNAREGLUR LÍN 16 BIRTA Í CANNES 30ALLT HÆGT Á NIKKUNA 28 Fréttaskýring eftir Hlyn Orra Stefánsson Mikið svifryk mældist á höfuðborgarsvæðinu um miðjan dag í gær en myndin var tekin úr Perlunni síðdegis, horft er yfir Kópavog. Má rekja mengunina til öskufoks frá svæðum í sem fór mest upp í um 320 míkrógrömm miðað við hálftíma- mælingu um fjögurleytið á mælistöð við Grensásveg. Um átta- leytið var mengunin komin niður í aðeins sex milligrömm. grennd við gosstöðvarnar. Þéttleikinn var langt undir hættu- mörkum, þ.e. 50 míkrógrömmum á rúmmetra miðað við sólar- hringsmælingu. Síðar rigndi og dró þá mjög úr menguninni Morgunblaðið/Kristinn Þurrleg kveðja frá Eyjafjallajökli til höfuðborgarsvæðisins  Icebank veðsetti skuldabréf, út- gefin af Landsbanka, Glitni og Kaupþingi, fyrir samtals 160 millj- arða króna að nafnvirði hjá Seðla- banka Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu slitastjórnar Icebank fyrir kröfuhafa bankans. Skuldabréf Landsbankans eru umfangsmest í viðskiptunum sem um ræðir. Icebank notaði skulda- bréf Landsbankans fyrir samtals 65 milljarða króna í endurhverfum viðskiptum við Seðlabanka Íslands. Næst í röðinni eru Glitnisbréf fyrir alls 55 milljarða, og loks Kaupþings fyrir 40 milljarða. Slitastjórn Ice- bank metur virði þessara veða tæp- lega 25 milljarða í dag. »14 Ástarbréf Icebank fyrir 160 milljarða Hlynur Orri Stefánsson hlynurorri@mbl.is Ferðaþjónustuaðilar á Suðurlandi hafa áhyggjur af sumrinu. Lítið hef- ur verið um bæði innlenda og er- lenda ferðamenn á svæðinu frá því gos hófst í Eyjafjallajökli og mun minna verið bókað en á sama tíma undanfarin ár. „Við finnum klárlega fyrir sam- drætti,“ segir Elías Guðmundsson, sem rekur Hótel Vík og Víkurskál- ann. Gistirými hafi verið illa nýtt í apríl og maí. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra fór í gær yfir stöðu mála með ferðaþjónustufyrirtækjum á Suður- landi. „Það hefur orðið töluverður samdráttur og segja má að svört- ustu spár hafi ræst.“ Hún segir mikilvægt að snúa þær hugmyndir sem kynntar voru á fundunum í gær, en hefur áhyggjur af afbókunum fyrir júnímánuð. Friðrik Pálsson, eigandi Hótels Rangár, tekur undir að afbókanir fram á sumarið valdi áhyggjum. Þótt hann vilji ekki tala um að hrun hafi orðið í ferðamannaþjónustu segir hann ljóst að spár um aukinn fjölda ferðamanna muni ekki ganga eftir.  Gosið kemur hart niður á ferðaþjónustu á Suðurlandi  Iðnaðarráðherra átti fund með fyrirtækjum Svörtustu spárnar hafa ræst stöðunni fyrirtækjunum í hag og kynna Suðurlandið sem spennandi kost. Í framhaldi af fundunum í gær verður farið í að stilla saman strengi ferðaþjónustuaðila, ferðamálayfir- valda og sveitarstjórna á Suður- landi. Þá verður upplýsingagjöf bætt, bæði til útlanda og eins til þeirra sem þegar eru komnir hingað til lands og vilja heimsækja svæðið. Elías segir að sér lítist vel á Brugðist við gosinu » Strengir fyrirtækja í ferðaþjónustu og sveit- arstjórna á Suðurlandi verða stilltir saman. » Upplýsingagjöf verður bætt í útlöndum. Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Magma Energy fær samtals 14,7 milljarða króna að láni frá opinber- um aðilum vegna kaupa á 98,53% hlutafjár í HS Orku. Þegar Geysir Green Energy (GGE) keypti stóran hlut í HS Orku af Reykjanesbæ fékk félagið seljendalán frá bæjarfélag- inu. Nú þarf bæjarstjórn Reykja- nesbæjar að taka afstöðu til þess hvort lánið verði framlengt til Magma Energy, en það hefur ekki verið gert formlega. Morgunblaðið greindi frá því í gær að tæp 40% kaupverðs Magma Energy á hlut Geysis Green Energy fælust í yfirtöku á skuldabréfi sem gefið var út til Reykjanesbæjar. Sveitarfélagið sendi frá sér tilkynn- ingu í kjölfarið þar sem meðal ann- ars sagði að tilboðið yrði skoðað af bæjarstjórn, þar sem Magma Energy væri sterkari bakhjarl en GGE. Magma verður því að öllum líkindum endanlegur greiðandi skuldabréfsins, en ekki GGE, að því gefnu að Reykjanesbær geri ekki kröfu um að Magma greiði skulda- bréfið upp við kaupin á hlutnum. OR lánaði 70% kaupverðs Þegar Orkuveita Reykjavíkur (OR) seldi ríflega 30% hlut í HS Orku til Magma Energy sl. haust voru um 70% greidd með skuldabréfi sem Magma gaf út til OR, eða um 8,4 milljarðar króna. »14 Magma fær 14,7 milljarða  Af 32 milljörðum sem Magma Energy hefur fjárfest í HS Orku eru 14,7 milljarðar í formi láns frá opinberum aðilum Ólöf Nordal al- þingismaður hef- ur ákveðið að bjóða sig fram í embætti varafor- manns í Sjálf- stæðisflokknum á landsfundi í lok júní. Ólöf gagnrýnir ríkisstjórnina. „Á öllum þessum stóru póstum, Evrópusambands- málum, ríkisfjármálum og atvinnu- málum, er þessi ríkisstjórn ósam- stiga. Þetta hefur áhrif á allt þjóðfélagið og tefur uppbygg- inguna sem þarf að fara fram.“ »4 Sækist eftir emb- ætti varaformanns Ólöf Nordal þingmaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.