Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 10
Hver eru meginskilyrði fyrirveitingu endurhæfingarlíf-eyris? Meginskilyrði fyrir veitingu end- urhæfingarlífeyris er að umsækj- andi taki þátt í endurhæfingu með starfshæfni að markmiði. Trygg- ingastofnun metur hvort endurhæf- ingaráætlun telst fullnægjandi og hefur eftirlit með að henni sé fram- fylgt og önnur skilyrði uppfyllt. At- hygli er vakin á að endurhæfing- aráætlun skal vera unnin af lækni/meðferðaraðila eða ráðgjafa í samvinnu við umsækjanda. Eft- irfylgni, stuðningur og eftirlit með framgangi endurhæfingar getur verið í höndum læknis/meðferð- araðila eða ráðgjafa sem jafnframt heldur utan um endurhæfinguna. Hverjir geta sótt um? Heimilt er að greiða ein- staklingum á aldrinum 18-67 ára endurhæfingarlífeyri í allt að 18 mánuði þegar ekki er ljóst hver starfshæfni verður til frambúðar í kjölfar sjúk- dóma eða slysa. Ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi er hægt að lengja greiðslutímabilið um aðra 18 mánuði. Áður en til mats á end- urhæfingarlífeyri kemur þarf um- sækjandi að hafa lokið áunnum rétti sínum til veikindalauna frá atvinnu- rekanda, sjúkradagpeningum frá sjúkrasjóði stéttarfélags og eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Hvernig er sótt um? Á vef Tryggingastofnunar www.tr.is er umsókn- areyðublað um endurhæfing- arlífeyri/endurhæfingu. Um er að ræða eyðublað sem felur í sér nákvæma upplýs- ingaöflun m.a. um umsækj- anda með tilliti til stöðu hans á vinnumarkaði. Ennfremur er á vef Trygg- ingastofnunar eyðublað sem heitir Endurhæfingaráætlun, sem er ætl- að fagaðilum. Í endurhæfing- aráætlun þurfa að koma fram upp- lýsingar um langtíma- og, skammtímamarkmið endurhæf- ingar, ásamt greinargóðri lýsingu á innihaldi hennar. Mikilvægt er að starfshæfni sé alltaf höfð að leið- arljósi í endurhæfingu og end- urhæfingaráætlun því byggð upp með áherslu á endurkomu á vinnu- markað. Þess ber að geta að með umsókn um endurhæfingarlífeyri þarf alltaf að liggja fyrir endurhæfing- aráætlun og læknisvottorð. Þinn réttur Þegar sótt er um endurhæfingar- lífeyri hjá Tryggingastofnun Æfing Heimilt er að greiða einstaklingum, 18-67 ára, endurhæfingarlífeyri. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2010 10 Daglegt líf Morgunblaðið/Ernir Matreiðslumaðurinn Þráinn keppir fyrir Íslands hönd í Bocuse D’Or mat- reiðslukeppninni. Hann æfir nú af fullum krafti, sex sinnum í viku. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Þráinn Vigfússon, mat-reiðslumaður á Grillinu áHótel Sögu, keppir fyrirÍslands hönd á einni stærstu matreiðslukeppni heims, Bocuse D’Or, í júní. „Ég fer fyrst á Evrópufor- keppnina sem er haldin 8. júní í Sviss, lokakeppnin er svo í Lyon í Frakklandi í janúar á næsta ári. Það eru tíu efstu þjóðirnar í for- keppninni sem fara áfram í loka- keppnina, það taka um tuttugu lönd þátt í Evrópukeppninni en svo eru þrjár aðrar álfukeppnir, í Suður- Ameríku og Asíu. Sextíu lönd taka þátt allt í allt í forkeppni Bocuse D’Or og 24 komast í lokakeppnina,“ segir Þráinn sem var á æfingu í Fastus í Síðumúla þegar blaðamað- ur náði tali af honum. Þar er búið að stilla upp fullkomnu æfingareldhúsi fyrir hann. „Keppnin er haldin annað hvert ár, Ísland hefur tekið þátt síðan 1999. Besti árangur sem við höfum náð var 2001 þegar Hákon Már lenti í þriðja sæti, annars erum við búnir að ná mjög góðum árangri í loka- keppninni, í fimmta sæti tvisvar og sjötta sæti einu sinni,“ segir Þráinn. – Hvers vegna varðst þú fyrir valinu í ár? „Ég var valinn síðasta sumar vegna keppnisreynslu og fyrri af- reka í matreiðslukeppnum. Ég vann Matreiðslumann ársins 2007 á Ís- landi og vann álfukeppnina One World Culinary Competition sem var haldin í Rússlandi 2008. Ég lenti svo 2. sæti í Norðurlandakeppninni í fyrra,“ segir Þráinn sem útskrif- aðist sem kokkur 2006 og hefur ver- ið á Grillinu á Hótel Sögu síðan með Humarhraun og íslenskt birki Þráinn Vigfússon byrjaði að æfa sig í janúar fyrir eina stærstu mat- reiðslukeppni í heimi, Bocuse D’Or, sem verður haldin í Sviss í júní. Hann þarf að elda úr norskri lúðu og svissneskum kálfi og þemað sem hann vinnur út frá er íslenskt hraun og birki. Matur er misjafn eftir heimsálfum, löndum, héruðum, þorpum, fjöl- skyldum og fólki. Á vefsíðunni Foodbycountry.com, (matur eftir löndum), má fræðast um matarhefðir í mörgum löndum. Síðan er mjög einföld, á forsíðunni eru löndin sem eru í boði talin upp. Ísland er ekki í boði og er Svíþjóð eitt Norð- urlanda. Ef Perú er valið koma fyrst upp upplýsingar um landið. Þá er fræðsla um sögu landsins og mat- arhefð en kartöflur og avokadó eiga sér langa sögu í Perú. Spánverjar komu síðan með áhrif frá sér inn í matarhefð landsins. Eftir sögulega upptalningu koma uppskriftir að vinsælum réttum frá völdu landi. Í Perú er byrjaði á kart- öfluuppskrift, síðan eru uppskriftir sem er hefð að elda á hátíðisdögum og fleiri. Þá kemur kafli um matmáls- hefðir í landinu, Perúar þykja ein- staklega gestrisnir og njóta þess að útbúa máltíðir og borða þær í fé- lagsskap. Margt fleira má lesa um valið land. Foodbycountry.com er einstaklega fræðandi síða og skemmtileg fyrir þá sem hafa áhuga á fjölbreyttri mat- argerð og er tilvalin fyrir þá sem stefna að þematengdu matarboði. Vefsíðan www.foodbycountry.com Reuters Hlátur Skemmtilegt símtal á matvörumarkaði í Perú. Matur eftir löndum Þegar sól hækkar á lofti, grasið grænkar og dagur lengist er svo gam- an að vera úti að það má bara ekki sleppa því. Að blása sápukúlur er eitt af því skemmtilega sem hægt er að gera úti undir berum himni. Það er al- veg jafn gaman hvort sem maður er tveggja ára eða 40 ára. Börn hafa svo gaman að sápukúlum að fullorðnir geta ekki annað en smitast af gleðinni. Það má búa til allskonar leiki í kringum það að blása sápukúlur, telj- ið saman sápukúlurnar sem myndast, látið börnin elta þær og reyna að grípa og skiptist á að blása. Sápukúlur eru stuð. Endilega … … blásið sápukúlur Morgunblaðið/Kristinn Sápukúlur Skemmtilegur leikur. „Ég er bara venjulegur Íslendingur sem fílar sumar og sól og logn og gleði. Ég er ekki að fara til útlanda til að fá slíkt veður, verð bara að fara suður fyrir skjólvegginn til að ná í smásælu,“ segir Hilda Jana spurð um uppáhaldsveðrið sitt. „Ætli ég sé nokkuð Íslendingur að uppruna, lík- lega með spænskt blóð í DNA-inu langt aftur,“ bætir hún við spurð um ástæðuna fyrir uppá- haldsveðrinu. „Ég panta allavega eitt stykki Spánarveður í sumar, held að við eigum það inni eftir hrun og gos að fá almennilegt veður til Íslands.“ Hilda Jana Gísladóttir, dagskrárgerð- armaður hjá sjónvarpsstöðinni N4. Uppáhaldsveður Hildu Jönu Gísladóttur Morgunblaðið/Júlíus Nauthólsvík Sumar, sól og sandur á Íslandi. Vill sumar, sól, logn og gleði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.