Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2010 Ljós í myrkri Eyjafjallajökull er ekki árennilegur um þessar mundir en þeir sem um jökulinn fara hafa markað slóð sem vísar veginn í svartnætti goss og gjóskufalls á svæðinu. RAX Úthald og dugn- aður Hvals hf. að bíða eftir mögu- leikum til að hefja aftur hvalveiðar skil- aði loks árangri í fyrrasumar. Þá hlýn- aði okkur mörgum um hjartaræturnar fyrrverandi plan- mönnum í Hvalstöð- inni í Hvalfirði. Sér- staklega skemmtilegt á þessum hruntím- um þar sem þjóðin þarf að afla eins mikils gjaldeyris og hægt er. Jafnframt er öll atvinnusköpun sem ekki er beint greidd af ríkinu ákaflega mikilvæg fyrir þjóð- arbúið og þarna fengu margir náms- menn sumarvinnu síðastliðið sumar. Það hefur örugg- lega kostað mikla peninga og tíma að halda við skipunum öll þessi ár og koma þeim svo aftur af stað. Einnig má vera ljóst að miklu hefur þurft að kosta til að koma öllu vinnslu- húsnæði aftur í vinnsluhæft horf. Fyrir þetta finnst mér að ætti að verðlauna fyrirtækið og sér- staklega dugnað og áhuga for- stjórans Kristjáns Loftssonar sem ekki hefur látið deigan síga í þessu máli. Öfgamenn sem m.a. sökktu hvalveiðibátum hér í höfninni hafa því ekki náð markmiðum sínum. Þannig að við getum hald- ið áfram að nýta náttúru hafsins á sjálfbæran hátt sem er und- irstaða lífs okkar á Íslandi. Nú eru hins vegar blikur á lofti og ríkisstjórnin telur nauðsynlegt að skattleggja sérstaklega veiðar á hval upp á tugi milljóna á öllum þessum óvissutíma. Hvalveið- arnar skila af sér margfalt til samfélagsins og engin bráð nauð- syn til að skattleggja þær sér- staklega með auknum álögum akkúrat nú. Þannig er lagt í þá hættu að ekkert verði af hval- veiðum í sumar með meðfylgjandi tekjutapi þjóðarinnar. Nú er nóg komið, Jón Bjarna- son og ríkisstjórn. Dragið frum- varpið þegar til baka og hættið að trufla atvinnulífið. Eftir Atla Árnason »Nú er nóg komið, Jón Bjarnason og ríkisstjórn. Dragið frumvarpið þegar til baka og hættið að trufla atvinnulífið. Atli Árnason Höfundur er læknir með mikinn áhuga á sjávarútvegi. Af hverju er ríkisvaldið að trufla hvalveiðar og atvinnu fyrir ungt fólk Eins og flestir vita, sem fylgst hafa með fréttum að und- anförnu, er rekið fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur sakamál á hendur níu einstaklingum sem ákærðir eru m.a. fyrir brot gegn Alþingi og brot gegn valdstjórn- inni. Hefur fjöldi fólks óskað eft- ir því að vera viðstaddur rétt- arhöldin en þau eru háð í stærsta dómsal Héraðsdóms Reykjavíkur sem tekur um 30 manns í sæti. Í ákvæði 6. gr. Mannréttindasáttmála Evr- ópu, er fjallað um opinbera málsmeðferð, en í réttinum til opinberrar málsmeðferðar felst m.a. að þinghöld skuli háð í heyranda hljóði og opin þeim sem á vilja hlýða og fylgjast með. Þessi réttur er þó ekki fortakslaus, þar sem í ákvæðinu segir að banna megi fréttamönnum og almenningi aðgang réttarhöldunum, m.a. með tilliti til allsherjarreglu eða þjóðaröryggis eða vegna hagsmuna ungmenna, eða verndar einkalífs málsaðila, eða að svo miklu leyti sem dómstóllinn telur brýna nauðsyn bera til. Þá segir í ákvæðinu að hver sá sem borinn er sök- um um refsiverða háttsemi skuli talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð að lögum. Í 10. gr. sakamálalaga nr. 88/2008, er regla þessi áréttuð þar sem segir að dómari geti ákveðið að þinghald fari fram fyrir luktum dyr- um, að öllu leyti eða að hluta, ef hann telji það nauðsynlegt: a. til hlífðar sakborningi, brota- þola, vandamanni þeirra, vitni eða öðrum sem málið varðar, b. vegna nauðsynjar sakborn- ings, brotaþola, vitnis eða annars sem málið varðar á því að halda leyndum atriðum varðandi hags- muni í viðskiptum eða samsvarandi aðstöðu, c. vegna hagsmuna almennings eða öryggis ríkisins, d. af velsæmisástæðum, e. til að halda uppi þingfriði, f. meðan á rannsókn máls stendur og hætta þykir á sakarspjöllum ef þing væri háð fyrir opnum dyrum, g. meðan vitni gefur skýrslu án þess að það þurfi að skýra frá nafni sínu í heyranda hljóði, sbr. 8. mgr. 122. gr. Þá segir í sama ákvæði að þótt þinghald sé háð í heyranda hljóði sé dómara rétt að tak- marka fjölda áheyrenda við þá sem rúmast á þingstað með góðu móti. Dómari geti einnig meinað þeim aðgang sem eru þannig á sig komnir að návist þeirra sam- ræmist ekki góðri reglu við þinghald eða ef hætta er á að nærvera þeirra valdi því að sak- borningur eða vitni skýri ekki satt frá. Jafnframt er dómara rétt að vísa manni úr þinghaldi ef návist hans horfir til truflunar þingfriði eða framkoma hans er óviðeigandi í orði eða verki. Ákvörðun dómara um að víkja manni úr þinghaldi má framfylgja með lög- regluvaldi ef með þarf. Málsmeðferðarreglur þessar, sem eiga sér samhljóm í 6. gr. Mannréttindasáttmála Evr- ópu, eru ekki settar til höfuðs þeim sem fylgj- ast vilja með réttarhöldum, heldur til þess að þeim sem vilja fylgjast með, sé það fært. Þær eru einnig settar til verndar sakborningum, vitnum og öðrum sem viðstaddir eru þinghald- ið. Sakborningur á rétt til að fá úrlausn um ákæru á hendur sér innan hæfilegs tíma, sbr. 70. gr. stjórnarskrárinnar. Þessa reglu ber dómstólum að virða, en til þess að svo megi verða, er þeim nauðsynlegt að hafa starfsfrið, ekki síst við stjórnun þinghalda. Mál þau sem berast til dómstóla, eru af mörgum toga og mörg hver þess eðlis að vitni getur reynst afar þungbært að skýra frá reynslu sinni að viðstöddu fjölmenni. Hið sama getur gilt um sakborninga. Þannig vegast á hagsmunir þeirra sem vilja fylgjast með rétt- arhöldum og þeirra sem réttarhöldin snúast um og málið varðar mest. Reglan um að dóm- þing skuli háð í heyranda hljóði verður þannig ekki skilin á þann hátt að öllum beri skilyrð- islaus óheftur aðgangur að þinghöldum. Dómarar dæma einungis eftir lögunum, sbr. 61. gr. stjórnarskrárinnar. Þær reglur um málsmeðferð sem að ofan eru raktar og varða m.a. takmörkun aðgangs að þinghöldum, eru allar bundnar í lög. Eins og fram kemur í 6. gr. Mannréttinda- sáttmálans skal hver maður eiga rétt til rétt- látrar og opinberrar málsmeðferðar fyrir sjálf- stæðum og óvilhöllum dómi og skal skipan hans ákveðin með lögum. Þannig má dómari aldrei vera háður neinum sem gæti haft áhrif á afstöðu hans í tilteknum málum. Öll viðleitni hagsmunasamtaka, almennings og stjórnmálamanna til að hafa áhrif á úrlausn- ir dómstóla grefur undan réttaröryggi borg- aranna og veikir stöðu réttarríkisins. Eins og að framan greinir er það mál sem hlotið hefur mikla athygli fjölmiðla undanfarna daga, mál svokallaðra níumenninga. Aðal- meðferð í málinu hefur ekki verið háð og því enginn dómur fallið í málinu. Þrátt fyrir það sem lesa má á hinum ýmsu bloggsíðum um væntingar manna til niðurstöðu dómsins í því máli, er brýnt að hafa í huga að saklausir telj- ast menn þar til sekt þeirra hefur verið sönnuð. Þessi grundvallarregla kemur fram í of- annefndri 6. gr. Mannréttindasáttmála Evr- ópu. Hún er fortakslaus og á jafnt við í þessu máli sem og öðrum þeim sakamálum sem ber- ast munu dómstólum á næstunni, hvort sem þau má rekja með einum eða öðrum hætti til hruns íslensks efnahagslífs eða ekki. Eftir Ingveldi Einarsdóttur » Fjallað um rétt manna til opinberrar málsmeðferðar en í þeim rétti felst m.a. að þinghöld skuli háð í heyranda hljóði. Ingveldur Einarsdóttir Höfundur er formaður Dómarafélags Íslands. Um opin og lokuð þinghöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.