Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 18
18 Umræðan MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2010 ✝ Einar Haukur Ei-ríksson fæddist á Ísafirði 8. des. 1923. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 10. maí sl. Einar var af Hraunsætt á Ingjalds- sandi í föðurætt og Arnardalsætt í móð- urætt. Foreldrar hans voru Eiríkur Brynj- ólfur Finnsson, f. 1875, d. 1956, versl- unarmaður á Flateyri síðar verkstjóri og fiskmatsmaður á Ísafirði og Kristín Sigurlína Einarsdóttir, f. 1888, d. 1968. Einar var yngstur 6 alsystk- ina, en þau voru Jóhann, f. 1912, d. 1991, Baldur Trausti, f. 1913, d. 1988, Bragi, f. 1915, d. 1999, Iðunn, f. 1921, d. 1974, og Arnfríður (Adda Bergström), f. 1919, búsett í Banda- ríkjunum og er nú sú eina eftirlif- andi af systkinunum. Hálfsystur Einars voru Jóhanna Ögmunda, f. 1902, d. 1909, og Ingibjörg Bryndís, f. 1908, d. 1999. Hinn 6. okt. 1948 kvæntist Einar eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Þorláksdóttur, f. 1920. Foreldrar hennar voru Þorlákur Sverrisson, f. 1875, d. 1943, og k.h. Sigríður Jóns- dóttir, f. 1879, d. 1964. Synir Einars og Guðrúnar eru tveir: 1) Eiríkur Þór, 1950, kv. Önnu Gísladóttur, f. 1952. Synir þeirra eru a) Einar Haukur, f. 1973, kv. Bryndísi Huld Ólafsdóttur, f. 1971, börn þeirra eru Sandra Sif, f. 1995, og Ólafur Þór, f. 1999. Einar á dótturina Tinnu Rut, f. 1990, með Önnu Krist- ínu Tryggvadóttur, f. 1973. b) Finn- ur, f. 1983, sambýlisk. Erna Sif Ólafsdóttir, f. 1983. Sonur þeirra er Emil Óli, f. 2008. 2) Óskar Sigurður, f. 1951, kv. Kristrúnu Hjaltadóttur, f. 1953. Dætur þeirra eru þrjár, a) Guðrún Anna, f. 1979, sambýlism. Sveinn Arndal Torfason, f. 1977. Börn þeirra eru Kristrún Lilja, f. 2002, Torfi Jóhann, f. 2005, Óskar Valdi- mar, f. 2008. b) Krist- ín Edda, f. 1984, sam- býlism. Geir Ólafsson, f. 1985. c) Adda Val- dís, f. 1986. Óskar á soninn Elvar Þór, f. 1978, með Hrefnu Eg- ilsdóttur, f. 1956. Sambýlisk. Elvars Þórs er Anna Mar- grét Óskarsdóttir, f. 1986, sonur þeirra Egill Flóki, f. 2006. Einar varð stúdent frá MA árið 1944. Hann kenndi við Gagnfræðaskólann í Vest- mannaeyjum til 1961 en þá varð hann bæjarritari og síðar skatt- stjóri í Eyjum. Hann lét af störfum skattstjóra árið 1978 og flutti þá í Kópavog þar sem hann bjó til ársins 2006 og vann á Skattstofunni í Reykjavík til loka starfsævinnar. Í Eyjum tók Einar þátt í bæjarpólitík fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var ritstjóri Fylkis, var kosinn í bæj- arstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var forseti bæjarstjórnar. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Vest- mannaeyjabæ. Einar var félagi í Oddfellow-reglunni og Rotary- klúbbi Vestmannaeyja, var m.a. forseti klúbbsins. Einar var hafsjór fróðleiks um margt, en þó sér- staklega um gamla báta og hefur sá áhugi sennilega kviknað snemma þar sem hann ólst upp í Faktorshús- inu í Neðstakaupstað á Ísafirði, við hlið Skipasmíðastöðvar Mars- ellíusar Bernharðssonar, frænda síns. Hann var minnugur, las mikið og átti mikið og gott bókasafn. Ein- ar var ljúfur í umgengni og lét sér annt um fjölskyldu sína, bæði nær og fjær. Útför Einars Hauks Eiríkssonar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 19. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 13. „Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund.“ (Vald. Briem) Kallið kom ekki á óvart því síð- ustu mánuðina hafði hallað undan fæti hjá elskulegum tengdapabba okkar. Á viðkvæmri skilnaðarstund birtast minningarnar hver af ann- arri eins og myndir í fallegri bók. Minningar um einstakan mann sem ávallt var boðinn og búinn að rétta öðrum hjálparhönd. Í bók minninganna eru nokkrar myndir sem okkur langar að staldra við. Tengdapabbi var fæddur og uppalinn á Ísafirði. Þaðan átti hann góðar bernskuminningar og naut þess að miðla þeim. Frá Ísafirði lá leið hans í Menntaskólann á Akur- eyri og útskrifaðist hann þaðan árið 1944. Til Vestmannaeyja kom hann 1945 og ætlaði sér að staldra stutt við en reyndin varð önnur. Hann réð sig sem kennari við Gagnfræðaskól- ann og var svo heppinn að fá hús- næði á Hofi hjá Sigríði Jónsdóttur en þar var fyrir heimasætan Guðrún og þar með voru örlögin ráðin. Við tengdadæturnar komum inn í fjöl- skyldu Einars og Guðrúnar á svip- uðum tíma eða nánar tiltekið rétt „fyrir gos“ eins og Vestmannaeying- um er tamt að taka til orða. Sú mynd er mjög skýr í huga okkar þegar við kærustur strákanna þeirra mættum á Fjólugötu 5 á okk- ar fyrstu þjóðhátíð. Það var ekki laust við að þessari heimsókn væri tekið með ákveðnum fyrirvara. Sá fyrirvari var fljótur að breytast í ástúð og umhyggju. Á þessari fyrstu þjóðhátíð með tilvonandi tengdafor- eldrum okkar varð okkur ljóst að þau hjón voru óvenjusamhent. Þar kynntumst við skemmtilegum hefð- um og siðum í fjölskyldunni sem haldist hafa fram á þennan dag. Hefðirnar fluttu þau með sér í Kópavoginn og ekki er hægt að minnast tengdapabba nema að nefna árlega lundaveislu sem haldin var á Reynigrundinni svo lengi sem þau bjuggu þar. Voru þessar veislur ávallt tilhlökkunarefni í fjölskyld- unni. Tengdapabbi naut sín vel á þessum stundum enda höfðingi heim að sækja. Ein myndanna úr minn- ingabókinni er jóladagur á Reyni- grundinni. Tengdapabbi í essinu sínu að taka á móti okkur og barna- börnunum, húsið fagurlega skreytt, stemningin einstök. Einar var fróð- ur mjög og víðlesinn enda mikill bókaunnandi, átti mikið og fjöl- breytt safn bóka. Þessum bóka- áhuga tengdist annað áhugamál – bókband – og sóttu þau hjónin nám- skeið í bókbandi hjá Kvöldskóla Kópavogs í 16 ár samfleytt. Eftir að starfsævinni lauk og meiri tími gafst til að sinna eigin hugðarefnum, sat hann löngum stundum við skrifborð- ið við lestur og skriftir. Það var einnig á þessum tíma sem barna- börnin voru að vaxa úr grasi og áttu þau alla tíð öruggt skjól hjá ömmu og afa „á Grund“. „Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund.“ (Vald. Briem) Tengdapabbi hefur nú lagt frá sér bókina í hinsta sinn. Hann kvaddi þetta líf á bjartri og fallegri vornótt og þannig er minning okkar um mætan mann og umhyggjusaman fjölskylduföður sem alltaf vildi okk- ur allt það besta. „Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð.“ (Vald. Briem) Elskulegri tengdamóður okkar vottum við samúð. Anna og Kristrún. Meira: mbl.is/minningar Einar Haukur Eiríksson  Fleiri minningargreinar um Einar Hauk Eiríksson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Lengi höfum við almennir borg- arar treyst því að stjórnkerfið og lýðræðislega kjörnir fulltrúar tryggðu að samfélagslegt umhverfi okkar sé nokkuð öruggt. Þessu trúðum við flest um bankakerfið og fjármálaeftirlit ríkisvaldsins. Öll þekkjum við hvernig leiktjöldin hrundu. Nú er hins vegar kominn tími til fyrir Seltirn- inga að líta sér nær. Við höfum öll trúað því að í okkar góða sam- félagi hér á Nesinu séu hlutirnir almennt í lagi og stjórnkerfið okkar og meirihluti bæj- arstjórnar á nokkuð viðunandi siglingu með málefni bæjarins. Mönnum krossbregður því nú þegar fjárhags- niðurstöður ársins 2009 liggja fyrir. Við vitum öll að árið 2008 var, vegna hrunsins, mörgum sveit- arfélögum erfitt. Hins vegar tókst öllum sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu og í Reykjanesbæ að bæta reksturinn (minnka tap eða snúa í hagnað) á árinu 2010 nema Seltjarnarnesi. Hjá okkur margfaldaðist tap- ið bæði af beinum rekstri og einnig að teknu tilliti til fjármagnsliða. (Tafla) Samtals höfum við tap- að 953 milljónum á und- anförnum tveimur fjár- hagsárum, meðan upprunalegar fjárhags- áætlanir áranna gerðu ráð fyrir samtals 260 m.kr. hagnaði. 953 m.kr. samsvara meira en 53% af áætluðum tekjum bæjarins á árinu 2010. 953 millj- ónir í tap þýða um 213 þús. kr reikning á hvern íbúa Seltjarn- arness. Á sama tíma hefur eig- infjárhlutfall bæjarins lækkað úr 0,72 í lok árs 2008 niður í 0,59 í lok árs 2009. Það er ljóst að bærinn okkar þolir ekki fleiri ár með slíkri fjármálastjórn. Framsóknarmenn og óháðir á Seltjarnarnesi telja að það verði að gefa sjálfstæðismönnum á Nesinu rauða spjaldið fyrir þessa frammi- stöðu og skora á bæjarbúa að kjósa ábyrga fjármálastjórn til að forðast hrun í fjármálum bæjarins – kjósa xBhttp://xbnes.is. Björgum fjárhag Seltjarnarness Eftir Kristjönu Bergsdóttur Kristjana Bergsdóttir Höfundur er efsti maður á lista Framsóknar og óháðra á Seltjarn- arnesi. Tafla 1 Seltj,nes Hagnaður(tap) í m. Kr. Skekkja frá áætlun bæjarins. Ár Áætlun Niðurstaða Í mkr. Í % 2008 235 -225 -460 -196 2009 25 -728 -728 -2912 2010 5 ?? Samtals 265 -953 -1188 KOSNINGAR 2010 Þótt margt sé óljóst í stjórnmálum landsins í dag er augljós munur á þeirri framtíðarsýn sem ólík framboð kynna kjósendum. Í Kópa- vogi kristallast þessi munur í mismunandi áherslum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar varðandi atvinnumál og val kjósenda er skýrt: að búa atvinnulífinu umgjörð til að dafna eða kjósa óljósan orðaleik um inngrip í atvinnulífið. Markviss stefna sjálfstæðisfólks í at- vinnumálum Sjálfstæðisfólk í Kópavogi hefur í stefnu- málum sínum lagt fram margháttaðar tillögur um verk- efni sem miða að því að búa atvinnulífinu ákjósanlega umgjörð. Auka má atvinnu og framkvæmdir með ýmsum aðgerðum:  Með breyttu skipulagi í Þingum og á Rjúpnahæð er hægt að mæta eftirspurn sem er að myndast eftir minni íbúðum fyrir ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð.  Með afnámi gatnagerðargjalda vegna stækkunar á eldra húsnæði má auka framkvæmdir í byggingariðnaði sem þýðir líka mörg störf í tengdum greinum, s.s. versl- un og flutningum.  Með því að horfa til ferðamannaiðnaðarins og skipu- leggja eftir þörfum hans má skapa mörg störf. Hér má nefna landnámsbæ á Kópavogstúni, opnun aðgengis að Þríhnúkagíg, og nýtingu hafnarinnar undir ferðamannaiðnað Þessar hugmyndir ásamt öðrum um að- gerðir í atvinnumálum sýna frumkvæði sem er nauðsynlegt nú á tímum. Aðgerðaleysi landsmálanna má ekki taka yfir Samfylkingin hefur kynnt hugmyndir sínar í atvinnumálum í Kópavogi undir heitinu Kópavogsbrú. Hér er um innihaldslausan orðaleik að ræða. Samfylkingin vill að bærinn fjármagni framkvæmdir til að ljúka við bygg- ingu húsnæðis í Kópavogi sem að mestu er í eigu og á ábyrgð bankanna. Þessi hugmynd er sett fram án nánari útlistunar og spurningar vakna: Því skyldi bæjarsjóður fjármagna björgun á húsnæði í eigu bankanna sem högn- uðust á síðasta ári um fjórfaldar skatttekjur bæjarins? Samfylkingin er söm við sig í Kópavogi og í landsmálum en gæta verður þess að aðgerðaleysi og innihaldslausir orðaleikir landsmálanna nái ekki ítökum í Kópavogi. Skýrt val í Kópavogi Eftir Ármann Kr. Ólafsson Ármann Kr. Ólafs- son Höfundur er forseti bæjarstjórnar Kópavogs og skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi til sveitarstjórn- arkosninganna 29. maí. Flest sveitarfélög eru í niðurskurði þessi miss- erin og mikið horft í hvernig hagræða má í skólum. Flest lögðu í töluverðan kostnað við yfirfærslu málaflokksins frá ríki og miklum fjár- munum var varið í að- stöðu sem ekki hefur bein áhrif á kennslu. Er- um við að leggja of mikið í aðstöðu í stað innra starfs? Víða var bætt við kennslustundum og skóla- starf gert metnaðarfyllra. Nú hafa flest sveitarfélög dregið úr viðbótarstundum og marg- ir hafa áhyggjur af því að kennsla í öðru en grunn- greinum falli út. Grunn- þjónusta er í raun það sem bundið er í lög um skóla. Er ekki tækifæri nú að hugsa skólastarf upp á nýtt? Skoða styrkleika og veik- leika og forgangsraða í skólum svo allir fái notið sín. Það væri möguleiki að flétta listkennslu inn í al- menna kennslukerfið. Vett- vangsferðir hafa verið skornar niður, auðvelt væri að hafa þær ódýrari og nýta nærumhverfið í styttri ferðir. Nota grenndarkennslu meira og auka fjölbreytni í skólastarfi með því að nýta umhverfi til kennslu og nýta þau gæði sem þar er að finna. Það mætti hugsa sér að hleypa utanaðkomandi að í skólastarfi foreldrum sem áhuga hafa og bjóða þeim að taka þátt. Eða hugsanlega nýta félagasamtök í nær- samfélaginu inn í leikskóla og grunn- skóla. Það má hugsa sér sameiginlegt valgreinaframboð, meiri samvinnu á milli skóla svo ekki þurfi að skerða námsvalið heldur samnýta. Hvert svæði geti nýtt sín sérkenni í kennslu og miðlað hvað þau eru að gera. Skólabyggingar eru vannýttar fjár- festingar, getum við nýtt þær betur fyrir leikskóla, tómstundir og list- greinakennslu? Það er fullt af tæki- færum. Það sem er mikilvægast er að niðurskurður sé ekki tilvilj- anakenndur heldur í nánu samstarfi þeirra sem að skólastarfi koma; kennara, foreldra og nemenda með framtíðarsýn að leiðarljósi. Það hefur verið stefna okkar sjálfstæðismanna og við viljum móta nýja skólastefnu á skólaþingi í haust í samvinnu allra sem að skólastarfi koma þar sem við fáum öll tækifæri til að koma að vinnu við að gera skólana okkar enn betri. Af skólamálum og grunnþjónustu Eftir Sigrúnu Eddu Jónsdóttur Sigrún Edda Jónsdóttir Höfundur er formaður skólanefndar Seltjarnarness og skipar 3. sæti á lista sjálfstæðismanna á Seltjarn- arnesi. Kosningar 2010 w w w . m b l . i s / k o s n i n g a r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.