Morgunblaðið - 19.05.2010, Síða 19

Morgunblaðið - 19.05.2010, Síða 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2010 ✝ Ólafur Hólm Ein-arsson fæddist í Reykjavík 17. júní 1914. Hann lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 6. maí 2010. Hann var sonur hjónanna Einars Hólm Ólafssonar skósmiðs, frá Hvallátrum í Rauðasandshreppi, f. 25.1. 1892, d. 12.8. 1915, og Gíslínu Magnúsdóttur, frá Hnjóti í Örlygshöfn, f. 18.1. 1889, d. 8.6. 1986. Hálfsystkini Ólafs voru þrjú, Gyða Jónsdóttir, f. 27.9. 1920, Erna Jónsdóttir, f. 12.12. 1922, d. 6.5. 2010 og Knútur Jónsson f. 5.8. 1929, d. 24.7. 1992. Þann 23. janúar 1943 kvæntist Ólafur Þorgerði Elísabetu Grímsdóttur, f. 10.12. 1915, d. 9.1. 2006. Þau bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, lengst af á Háteigsvegi 19 og í Skipholti 12. Börn þerra eru: 1) Stella Hólm, f. 22. júní 1943, gift Gavin Mc Farlane. Þau eru búsett í London. Synir þeirra eru Neil Gunn- ar Hólm og Angus Þór Hólm, eig- giftist Gíslína móðir hans Jóni Hall- dórssyni, f. 1889, d. 1973. Jón starf- aði í Gasstöðinni í Reykjavík og hóf Ólafur störf þar um 17 ára gamall og gerðist lærlingur í pípulögnum og varð síðar meistari í þeirri iðn. Hann hóf störf hjá Hitaveitu Reykja- víkur við stofnun hennar og var þar yfirverkstjóri. Þar lét hann af störf- um árið 1984, þegar hann varð sjö- tugur, eftir rúmlega 40 ára starf. Ólafur byrjaði ungur að leika á hljóðfæri, var m.a. í Harmonikku- félagi Reykjavíkur og Lúðrasveit- inni Svaninum, en lengstum lék hann á trommur fram til ársins 1955 og þá með ýmsum harmonikkuleik- urum, þar á meðal Braga Hlíðberg og Halldóri frá Kárastöðum. Einnig lék hann um tíma í hljómsveit Bjarna Böðvarssonar. Og trommu- leikinn hóf hann að nýju, er hann flutti í búsetu á Hrafnistu í Hafn- arfirði, þá orðinn níræður, og lék með DAS bandinu á dansleikjum á hverjum föstudegi í þrjú ár. Ólafur gekk í Oddfellowregluna þegar hann var 24 ára gamall og var mjög virkur í því starfi og var einn af stofnendum stúkunnar Þorkels mána árið 1952. Ólafur verður jarðsunginn frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13. inkona hans er Jane Foulser Mc Farlane. 2) Einar Hólm, f. 10. des- ember 1945, kvæntur Vilborgu Árnýju Ein- arsdóttur. Þau eru bú- sett í Mosfellsbæ. Börn þeirra eru Ingi- björg Hólm, gift Jóni Guðmundi Jónssyni. Börn þeirra eru Íris Hólm, Þórir Hólm og Sóley Hólm. Ólafur Hólm, kvæntur Elvu Brá Aðalsteinsdóttur. Dætur þeirra eru Freyja Hólm og Una Hólm. 3) Birgir Hólm, f. 28. febrúar 1956, kvæntur Ósk Jóhönnu Sigurjónsdóttur. Þau eru búsett í Mosfellsbæ. Börn þeirra eru Garðar Hólm, sambýliskona hans er Hildur Sigursteinsdóttir og dóttir hennar er Ísabella Rún. Berg- lind Hólm. Hún er gift Þorsteini Gíslasyni og er sonur þeirra Birgir Hólm. Fyrir á Þorsteinn dæturnar Anítu Rós og Ísabellu Rós frá fyrri sambúð. Ólafur missti föður sinn, þegar hann var rétt eins árs, en þeg- ar hann var um 6 ára gamall, 1920, Í dag kveðjum við aldinn heiðurs- mann, kæran tengdaföður minn, Ólaf Hólm Einarsson. Honum kynntist ég fyrir hálfri öld og hefur aldrei borið skugga á þau kynni. Margt er að þakka og eru það margar ljúfar minn- ingar sem koma nú í hugann. Það var dýrmætt að eignast þau fyrir tengda- foreldra, hann Óla og hana Gerðu, eins og þau voru ævinlega kölluð. Þau áttu fallegt og hlýlegt heimili og ætíð var gott að koma til þeirra. Ljúft er að minnast allra samveru- stunda fjölskyldunnar á heimili þeirra, hvort sem var á hátíðum og tyllidögum eða í annan tíma. Þau voru samhent um að láta fólkinu sínu líða vel og var Óli þá oftast hrókur alls fagnaðar. Hann flíkaði ekki tilfinn- ingum sínum en hann var hvers manns hugljúfi og sérstaklega greið- vikinn og aldrei hallmælti hann nokkrum manni. Ólafur hafði ríka kímnigáfu og gat hlegið svo innilega að tárin runnu og hreif hann þá aðra með. Hann tók þátt í ýmsu fé- lagsstarfi og gekk ungur til liðs við Oddfellowregluna og var það starf honum ávallt mjög kært. Hann spil- aði brids ásamt þremur félögum sín- um í tugi ára og saman voru þau hjón í hjónaklúbbi þar sem skipst var á matarboðum og þá var oft glatt á hjalla. Ólafur hafði unun af því að ferðast, bæði til útlanda en ekki síður um landið sitt. Og þá var eins gott að far- arskjótinn væri traustur og lagði hann mikið upp úr því að eiga góða bíla og einnig að halda þeim vel við. Hann, og þau hjón bæði, voru frábær- ir ferðafélagar og fékk ég að njóta þess hvort sem var í tjaldútilegum með fjölskyldunni eða á ferðalögum í útlöndum. Ógleymanleg er Norðurlandaferð- in þegar Óli varð sjötugur. Þá ferð- uðumst við fjögur saman í þriggja vikna ferð og í mörg ár endurlifðu þau ferðina í öllum ljósmyndunum sem teknar voru. Þau lögðust sann- arlega í ferðalög þegar þau eignuðust fellihýsi árið 1979 og nutu þess í yfir 20 ár. Skömmu eftir lát Gerðu árið 2006 flutti Óli á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þá var sjóninni hans mjög farið að hraka og þá komu hljóðbækurnar sér vel og naut hann þess að hlusta á hið fjöl- breytilegasta efni og hafði gaman af að segja okkur hinum frá því sem hann hlustaði á. Ávallt lét hann sér annt um fjölskylduna sína og þá sér- staklega börnin. Seinni árin, þegar langafabörnin komu í heimsókn, fannst honum afar vænt um það og spurði ætíð frétta af þeim. Á Hrafn- istu tók Óli upp þráðinn að nýju við að leika á trommur, en það hafði hann gert til margra ára á sínum yngri ár- um. Lék hann með DAS-bandinu á hverjum föstudegi og þegar hann varð 95 ára á síðasta ári bauð hann fjölskyldu og vinum til fagnaðar og lék sjálfur undir dansi ásamt tveimur harmonikkuleikurum. Ég vil ljúka þessum kveðjuorðum um Ólaf tengdaföður minn með ein- lægri þökk fyrir allt sem hann var okkur öllum. Minningin um góðan mann mun lifa í hjörtum okkar. Blessuð sé minning hans. Vilborg Árný Einarsdóttir. Ólafur Hólm Einarsson  Fleiri minningargreinar um Ólaf Hólm Einarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Elísabet Jóns-dóttir fæddist á Breiðabólstað í Mið- dalahreppi í Dalasýslu hinn 11.10. 1924. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Kristín Magn- úsdóttir, f. 1.1. 1891, d. 27.4. 1956, ljós- móðir og húsfreyja, og Jón Sumarliðason, f. 13.9. 1889, d. 20.5. 1971, bóndi og hrepp- stjóri á Breiðabólstað, síðar þing- vörður í Reykjavík. Elísabet var eina barn foreldra sinna. Elísabet giftist 11.6. 1949 Guð- mundi Magnússyni, skrifstofustjóra í Ríkisendurskoðun, f. 24.6. 1917, á Selskerjum í Múlahreppi, A- Barðastrandarsýslu, d. 28. júní 2006. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Pétursson bóndi, lengst af á Innri-Bakka í Tálknafirði og síðar verkamaður í Reykjavík, og Björg með Önnu Guðnýju Björnsdóttur, f. 1958, a) Elín Birna verkfræðingur, f. 1983, sambýlismaður Elfar Hrafn Árnason viðskiptafræðingur, f. 1983, b) Agnes Björg læknanemi, f. 1987, c) Arnór Gunnar nemi, f. 1993. 4) Örn verkfræðingur, f. 22.9. 1961, maki Ragnhildur Sigurð- ardóttir þroskaþjálfi, f. 1963. Börn þeirra eru: a) Helga, nemi, f. 1993, b) Ísak, f. 1995, c) Guðmundur Freyr, f. 1998. Elísabet stundaði nám við héraðs- skólann í Reykholti og lauk gagn- fræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri. Hún var farkennari í Döl- unum í eitt ár. Hún stundaði síðan nám í Húsmæðraskóla Reykjavíkur og helgaði sig húsmóðurstörfum eftir að hún giftist Guðmundi. El- ísabet var félagslynd. Hún tók virk- an þátt í félagsstarfi kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða kross- ins. Einnig tók hún þátt í starfi Fé- lags breiðfirskra kvenna. Eftir að hún flutti í Árskóga tók hún fullan þátt í félagsstarfi aldraða þar sér til mikillar ánægju, enda mikil hann- yrðakona alla tíð. Útför Elísabetar fer fram frá Seljakirkju í dag, 19. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Guðmundsdóttir, ljós- móðir og húsfreyja. Börn Elísabetar og Guðmundar eru: 1) Jón, læknir f. 19.9. 1949, maki Marta Kjartansdóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 1951. Börn þeirra eru: a) Ásdís Björg viðskiptafræðingur, f. 1971, maki Þórir Örn Ólafsson við- skiptafræðingur, f. 1969. Sonur Ásdísar er Matthías Harð- arson, f. 1993, og börn Þóris eru Þórður Axel, f. 1990, og Guðrún Stella, f. 1996, b) Elísabet viðskipta- fræðingur, f. 1976, c) Kjartan Ari verkfræðingur, f. 1979, sambýlis- kona Bára Brandsdóttir sagn- fræðinemi, f. 1978. 2) Björg geð- hjúkrunarfræðingur, f. 19.5. 1951. 3) Gunnar Kristinn læknir, f. 21.6. 1957, sambýliskona Ása Dóra Kon- ráðsdóttir sjúkraþjálfari, f. 1973. Börn Gunnars frá fyrra hjónabandi Elsku móðir mín. Nú er komið að kveðjustund. Það bar brátt að og erf- itt að trúa að þú sért búin að kveðja. Þó að aldursárin hafi verið orðin nokkuð mörg áttaði maður sig ekki alltaf á því, vegna þess hversu hress þú varst. T.d. varst þú hjá okkur Ásu Dóru í samkvæmi helgina áður en þú kvaddir og varst þar hrókur alls fagn- aðar. Það var auðvitað yndislegt að sjá hvað þú varst ánægð allt fram á síðasta dag og hve lífsgleðin skein frá þér alla tíð. Við systkinin urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa þig okkur til halds og trausts á uppvaxtarárunum og varst þú órjúfanlegur hluti af öllu okkar lífi og mótaðir þann grunn sem við erum í dag. Sem barn tók maður þetta sem sjálfsagðan hlut en síðar hef ég áttað mig á því að svo er ekki. Á sama hátt hefur þú verið natin við að sinna barnabörnum sem hafa fengið að njóta samveru þinnar. Í seinni tíð hef ég einnig áttað mig á hve skýra afstöðu þú hafðir til hlut- anna og fylgdir því eftir bæði í orði sem og á borði. Sú minning sem situr sem sterkast er hin mikla hlýja sem geislaði af þér og allir fengu að njóta sem kynntust þér. Þú varst alltaf til staðar, varst styðjandi alla tíð og ekki síst síðasta árið. Það er erfitt að kveðja manneskju sem hefur fylgt manni alla ævi, en á sama tíma er ofarlega þakklæti fyrir að hafa haft þig svona lengi. Þó að söknuðurinn sé mikill er þakklætið efst í huga fyrir að hafa átt svona ein- staka konu fyrir mömmu. Elsku mamma, ég kveð þig og bið góðan guð að geyma þig. Gunnar Kristinn. Tengdamóðir mín Elísabet Jóns- dóttir er látin, áttatíu og fimm ára að aldri. Samfylgd okkar hefur varað í tæp 40 ár. Elísabet var húsmóðir með stóru H. Henni var mjög umhugað um velferð fjölskyldunnar og lagði sitt af mörkum til að afkomendur hennar hittust reglulega. Henni fannst við aldrei hittast nógu oft. Fjölskyldan á eftir að sakna þess að fá ekki pönnukökur og döðluköku hjá henni, að ógleymdum toblerone-ísn- um á jólum. Þegar börnin voru lítil gengu þau í fallega prjónuðum peys- um eftir ömmu sína. Þegar þau voru vaxin upp úr þeim og ef þær voru ekki gatslitnar, reyndi ég ávallt að gefa þær, því ekki tímdi ég að henda þeim. Alltaf fór hún einu sinni í viku í föndrið, en þar komu saman konur úr kvennadeild Rauða krossins og saum- uðu, prjónuðu og föndruðu fyrir jóla- basarinn. Hún hafði gaman af því að segja frá hvað þær voru að gera snið- ugt núna fyrir basarinn og var ávallt á útkikki eftir nýjungum. Hún hafði einnig gaman af að starfa með breið- firskum konum í Félagi breiðfirska kvenna og bauð mér nokkrun sinnum með sér þegar Þórhallur miðill kom til að skemmta þeim. Síðan var hlað- borð að íslenskum sveitasið, hnallþór- ur og annað kruðerí. Elísabet hafði gaman af því að ferðast um landið og helst vildi hún komast í Dalina einu sinni á ári. Ástæðurnar sem hún gaf upp fyrir að hún þyrfti að komast vestur voru stundum frumlegar, eins og að þurfa að komast í berjamó, en sagðist síðan ekki vilja berin. Eða að það væri búið að leggja nýjan veg yfir Bröttu- brekku. Einnig fóru þær Imba m.a. í Hveragerði í eina viku síðastliðin ár, en þær skemmtu sér ávallt vel sam- an. Þegar heilsu Guðmundar fór að hraka og Elísabet gat ekki lengur séð um hann heima þá fór hann í Skó- gabæ og hún flutti í Árskóga. Mörg- um sinnum á dag fór hún niður til hans til að líta eftir að hann fengi góða aðhlynningu, til að aðstoða hann og veita honum félagsskap. Eftir að Elísabet fótbrotnaði fyrir nokkrum árum í ferðalagi með öldruðum, fór hún aftur að stunda sund tvisvar í viku, eitthvað sem hún og Guðmund- ur höfðu áður gert saman og haft mikla ánægju af. Eins og áður sagði var Elísabet mikil hannyrðakona og seinni árin var hún dugleg að fara í félagsmið- stöð aldraðra, þar kynntist hún fólki úr húsinu og komst vel inn í það sam- félag. Elísabet fylgdist vel með þjóðmál- unum og las mikið. Gaman var að hlusta á mömmu og hana þegar þær voru að rifja upp hin ýmsu ljóð og kvæði, heilu kvæðabálkana. Þá sá ég að utanbókarlærdómur er list, sem því miður er ekki eins vel sinnt hjá okkur sem yngri erum. Með hlýhug og þakklæti í hjarta þakka ég sam- fylgdina Ég vil þakka starfsfólki gjörgæslu- deildar og taugadeildar B2 í Fossvogi fyrir alúð og umhyggju í garð hennar og okkar aðstandenda. Marta. Elísabet Jónsdóttir  Fleiri minningargreinar um El- ísabetu Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og dóttir, HEIÐRÚN SVERRISDÓTTIR leikskólakennari frá Skógum í Hörgárdal, Fjallalind 7, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 14. maí. Útförin verður auglýst síðar. Þorsteinn Berg, Þröstur Berg, Sverrir Ágúst Berg, Eva Gunnlaugsdóttir, Gunnlaugur Berg Sverrisson, Heiðrún Berg Sverrisdóttir, Álfheiður Ármannsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, VALDIMAR HELGASON, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður til heimilis á Rauðalæk 23, Reykjavík, lést laugardaginn 15. maí. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Elín Ó. Finnbogadóttir, Helgi Valdimarsson, Jóna Ólafsdóttir, Sigríður G. Valdimarsdóttir, Óttar Ólafsson, Aðalheiður Valdimarsdóttir, Sveinn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, MARGRÉT GUNNLAUGSDÓTTIR, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 10. maí. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 20. maí kl. 11.00. Sigríður Lóa Jónsdóttir, Sigurður Ingi Ásgeirsson, Gunnlaugur Björn Jónsson, Kristrún Jónsdóttir, Ingibjörg Svala Jónsdóttir, Ólafur Ingólfsson, Sigrún Jónsdóttir, Gunnlaugur Gunnlaugsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.