Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2010 ✝ Sigfríður Theó-dórsdóttir Bjarnar kennari fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1920. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnu- hlíð 9. maí sl. Foreldrar hennar voru Vilborg Vil- hjálmsdóttir, hús- freyja í Reykjavík, f. 21.10. 1889, d. 21.10. 1923, og Theódór Vil- hjálmsson Bjarnar, kaupmaður í Reykja- vík, f. 9.11. 1892, d. 10.12. 1926. Alsystkini Sigfríðar voru a) Guðný Th. Bjarnar, hús- móðir, f. 9.4. 1922, d. 30.10. 2006, gift Árna Björnssyni lækni, f. 14.6. 1923, d. 24.10. 2004. b)Vilhjálmur Th. Bjarnar tannlæknir, f. 19.8. 1923, d. í Uddevalla í Svíþjóð 30.11. 1986, kvæntur Irmu Elviru Bjarnar sjúkraliða, f. 4.3. 1923. Hálfbróðir Sigfríðar var Aðalsteinn Th. Nor- berg ritsímastjóri, f. á Kaupangi í Eyjafirði, f. 26.1. 1917, d. 19.12. 1975, kvæntur Ásu Norberg, f. 10.4. 1908, d. 26.1. 1999. Hann var sonur Ingibjargar Sveinsdóttur og Theó- dórs Vilhjálmssonar Bjarnar. Kjör- foreldrar Aðalsteins voru Einar Helgason garðyrkjustjóri og Kristín framhaldsskólakennari, f. 31.5. 1975, og Pálmi Ólafur, nemi, f. 29.6. 1980, unnusta Pálma er Birgitta Strange, nemi f. 5.7. 1980 og er son- ur hennar Kristófer f. 15.3. 1999. 3) Gunnlaugur Halldórsson póst- maður, f. 3.10. 1963. Unnusta Gunn- laugs er Cécile Gaillot, heimspek- ingur og póstmaður, f. 4.12. 1981. Sigfríður ólst upp á Lokastíg 7 og bjó þar til ársins 1965 þegar hún flutti í Kópavog. Hún lauk stúdents- prófi frá MR árið 1939. Sigfríður lauk BA-prófi frá HÍ í ensku, frönsku og heimspeki árið 1946. Hún var við enskunám á vegum The British Council árið 1947. Árið 1967 lauk hún prófi í uppeldis- og kennslufræðum frá HÍ og fram- haldsnámi í móðurmáli og kennslu nemenda með sérþarfir frá KH Í ár- ið 1980. Eftir stúdentspróf starfaði Sig- fríður á Pósthúsinu við Póst- hússtræti til ársins 1942, hjá ný- byggingar- og fjárhagsráði til ársins 1950 og hjá Framkvæmdabanka Ís- lands á árunum 1952 til 1954. Hún starfaði jafnframt á Alþingi sem þingritari á 13 aðalþingum og einu aukaþingi. Sigfríður kenndi við Hagaskóla árin 1959 til 1971. Jafn- framt kenndi hún við Gagnfræða- skóla Austurbæjar 1960 til 1966 og síðan Réttarholtsskóla árin 1971 til 1984. Sigfríður kenndi ýmsar grein- ar, þar á meðal vélritun, íslensku og ensku, og stundaði sérkennslu. Útför Sigfríðar fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 19. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 15. Guðmundsdóttur. Vilborg, móðir Sig- fríðar, lést skömmu eftir fæðingu Vil- hjálms og þremur ár- um síðar fórst Theó- dór í sjóslysi. Móðursystir Sigfríðar, Guðný Ingibjörg Vil- hjálmsdóttir, hús- freyja á Seyðisfirði og síðar í Reykjavík, f. 14.5. 1883, d. 5.8. 1969, og maður henn- ar, Einar Sveinn Ein- arsson, trésmiður á Seyðisfirði, síðar bankaritari í Reykjavík, f. 4.11. 1877, d. 30.5. 1936, tóku börnin þrjú í fóstur og gengu þeim í foreldrastað. Áður höfðu þau tekið bróðurson Einars Sveins í fóstur, Inga Árdal, f. 3.8. 1907, d. 29.7. 1988, kvæntur Helgu Björnsdóttur f. 20.8. 1909, d. 14.11. 2008. Hinn 10.11. 1948 kvæntist Sig- fríður Halldóri Ólafi Jónssyni, f. 26.9. 1919, d. 9.4. 2001. Þau eign- uðust 3 börn:1) Sveinbarn andvana- fætt 4.6. 1950. 2) Theódór Skúli Hall- dórsson framkvæmdastjóri, f. 20.12. 1951, kvæntur Ólöfu Helgu Pálma- dóttur leikskólastjóra, f. 15.3. 1951, börn þeirra eru Sigfríður Guðný Minningarnar í mínum huga geymi móður veittir kærleik okkar til. Þó án þín lífið okkar áfram streymi. áhrifanna gætir, þrátt fyrir skil. Ég vil hér minnast Sigfríðar, tengdamóður minnar, í nokkrum orð- um. Það var fyrir tæpum 40 árum að ég hitti hana fyrst þegar ég kom á heim- ili hennar í fylgd með Theódóri syni hennar. Þar mætti mér yfirveguð tignarleg kona sem tók mér hlýlega. Alla tíð síðan hef ég notið kærleika hennar og einarðrar hvatningar í hverju því sem ég hef tekið mér fyrir hendur í námi og starfi. Sigfríður var skörp til náms og þyrsti í fróðleik um hvað eina sem lífið varðaði og þess naut fölskyldan í ríkum mæli. Hún las og kynnti sér námsefni barna- barnanna og gat þannig rætt við þau um viðfangsefnið. Samviskusemi hennar í einu og öllu birtist ekki síst varðandi nám og minnist ég þess að hún fór með kafla úr námsefni í þýsku frá árunum í MR þegar nafna hennar var þar við nám. Hún horfði alltaf til framtíðar og hélt áfram að mennta sig alla starfsævina, bæði af þekkingar- þorsta og ekki síst til að skila sínu hlutverki sem kennari enn betur. Meðan hún var kennari var umhyggja hennar fyrir nemendum augljós, en síðustu árin í starfi helgaði hún sig kennslu nemenda með námsörðug- leika. Við Theódór fórum með henni í skemmtilega ferð til Parísar í tilefni sjötíu ára afmælis hennar, þar sem hún naut þess að skoða listasöfn og tala frönskuna sem hún hafði lært fyrir tæpri hálfri öld. Sigfríður var ávallt vel til höfð, vel klædd og fáguð kona í framkomu og unni fegurð bæði í listum og náttúrunni. Hin síðari ár þegar okkur bar að garði var oft bið á því að hún kæmi til dyra, en við viss- um að hún var að líta í spegil og mála varirnar. Hún naut þess að sjá náttúr- una vakna til lífsins og blómstrandi lambagrasið var henni kær sumar- boði, en holtasóleyin var hennar uppáhaldsblóm. Lokstígur 7 var hennar æskuheim- ili þar sem hún naut uppeldis móð- ursystur sinnar, Guðnýjar,og manns hennar, inars Sveins, í hópi tveggja alsystkina og fósturbróður. Móðir Sigfríðar lést þegar hún var þriggja ára og faðir hennar þremur árum síð- ar. Hún fékk því snemma að reyna að dauðinn spyr ekki um aldur í þessum heimi. Lífið á Lokastígnum einkennd- ist af kærleika og umhyggju þar sem ættmóðirin Guðný lagði áherslu á að börnin nytu menntunar. Bestu stundir Sigfríðar voru þegar Lokastígsfólkið kom saman á gleði- stundum, þá greindi ég ákveðið blik í auga sem ekki var í aðra tíma. Kæra tengdamóðir og vinkona. Komið er að leiðarlokum samferðar við þig í þessum heimi. Ég vil þakka þér fyrir allar samverustundir, aldrei bar skugga á þann kærleika sem þú sýndir mér og umhyggju fyrir mínu fólki nær og fjær. Virðing mín fyrir þér hefur vaxið með ári hverju og þakklæti fyrir að hafa átt þig að í blíðu og stríðu. Ég þakka klökk þína samferð hér þarfa leiðsögn vegi lífsins á. Vináttu og elsku þú veittir mér. sem veginn áfram ætíð lýsa má. Líkn er þér að leggja í þessa ferð sem leysir þig úr viðjum elli. Þá lyftir dróma allri ljósagerð er lit þinn setur á nýja velli. (H.P.) Ólöf Helga Pálmadóttir. Elsku hjartans amma mín. Ég kveð þig nú eftir hartnær þrjátíu ára sam- veru. Það eru forréttindi að hafa feng- ið að njóta visku þinnar og vísdóms á lífsins vegi. Hvort heldur sem var í leik eða starfi var hugur þinn og áhugi ávallt til staðar og hefur hvatning þín og eljusemi verið ómetanlegur hluti af lífsgöngu minni. Það er mér sárara en nokkuð annað að þurfa að kveðja þig nú, en ég trúi því og treysti að þú sért komin í faðm allra þeirra sem þú hef- ur þurft að kveðja. Þín er sárt saknað og mun merki þitt ríkja um ókomin ár. Hér set ég með kvæðið sem þú fórst með fyrir mig og systur mína þegar mikið lá við. Fyrir allar próf- raunir lífsins á þetta kvæði svo vel við og endurspeglar það þinn sterka og metnaðarfulla anda sem okkur öllum er svo kær. Sé takmark þitt hátt, þá er alltaf örðug för, sé andi þinn styrkur, þá léttast stríðsins kjör. Sé merkið hreint, sem hátt og djarft þú ber, snýr hindrun sérhver aftur, er mætir þér. (Guðmundur Magnússon.) Elsku hjartans amma mín. Ég veit að bænir þínar halda áfram að styrkja okkur öll á lífsleiðinni. Þú lifðir fyrir daginn í dag, framtíðina, vorið, nátt- úruna, listina, okkur og alla sem þurftu á þér að halda. Fyrir þér var einn dagur sem þúsund ár. Ég kveð þig með þínum eigin orðum, Guð og Jesús Kristur, sr. Friðrik og allar góðar vættir verndi þína sál og varð- veiti. Takk fyrir allt og allt. Pálmi Ólafur Theódórsson. Sigfríður Theódórsdóttir Bjarnar  Fleiri minningargreinar um Sig- fríði Theódórsdóttur Bjarnar bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær eiginmaður minn, TÓMAS P. ÓSKARSSON, Sóltúni 13, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 15. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Karitas Jensen. ✝ Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, SIGRÚNAR GÍSLADÓTTUR, Hafnarbergi 3, Þorlákshöfn. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fossheima á Selfossi fyrir yndislega og hlýja umönnun. Gunný Hallgrímsdóttir, Ingi Guðmundsson, Inga Hallgrímsdóttir, Hafdís Hallgrímsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns og föður, JÓNS EYJÓLFSSONAR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Svava Gunnarsdóttir, Gunnar Jónsson. ✝ Eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN SIGFÚS SIGURÐSSON fyrrv. garðyrkjubóndi, Skúlagötu 40, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 14. maí. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. maí kl. 15.00. Benný Sigurðardóttir, Magnús Björnsson, Hallfríður K. Skúladóttir, Sigríður Á. Pálmadóttir, Guðmundur I. Sigmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, sunnudaginn 9. maí. Útför hennar fer fram frá Neskirkju föstudaginn 21. maí kl. 13.00. Haraldur Þorsteinsson, Sigurður Haraldsson, Jóna Guðjónsdóttir, Þorsteinn Haraldsson, Lára V. Júlíusdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Sturla Þorsteinsson, Ástráður Haraldsson, Eyrún Finnbogadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra MARÍA LILJA JÓNSDÓTTIR, Hafrafellstungu, lést mánudaginn 10. maí. Útförin verður gerð frá Skinnastaðakirkju laugar- daginn 22. maí kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUNNÞÓRA BJÖRNSDÓTTIR, Blásölum 24, Kópavogi, lést á Landspítalanum mánudaginn 10. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum hlýhug og auðsýnda samúð. Börn og fjölskyldur. ✝ Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR DAVÍÐSDÓTTIR, Engjaseli 65, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 16. maí. Runólfur Runólfsson, Gerður H. Hafsteinsdóttir, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.