Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 30
AF CANNES Birta Björnsdóttir birtabjorns@gmail.com Ímaímánuði ár hvert beinist athygli kvik-myndaáhugamanna og stjörnufræðingaað smábænum Cannes í Frakklandi. Þó að borgin sé ekki stór að flatarmáli flykkjast þangað árlega þúsundir gesta að þessu tilefni, kvikmyndastjörnur, leikstjórar, framleiðend- ur, blaðamenn, ljósmyndarar, bílstjórar og fleiri og fleiri. Það sama virðist vera upp á ten- ingnum í ár, þegar hátíðin er haldin í 62. sinn.    Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig aðkoma kvikmyndahátíðinni í Cannes í startholurnar í ár. Til að byrja með lék veð- urofsi strandlengjuna grátt, rok og flóð urðu til þess að vinna þurfti öflugt hreinsunar- og uppbyggingarstarf við sjávarsíðuna nokkrum dögum áður en hátíðin hófst. Þá varð gosið í Eyjafjallajökli til þess að einhverjir sáu sér ekki fært að mæta til hátíðarinnar og menn á borð við Sean Penn neyddust til að sitja heima í sveit í þetta sinn. Fréttaveiturnar Reuters, Getty TV og AP áttu svo ekki sína fulltrúa við opnun hátíðarinnar. Hæstráðendur þar á bæ voru fúlir vegna nýfengins einkaréttar Canal plus og Orange TV frá útsendingum á hátíð- inni og ákváðu að skrópa í mótmælaskyni. Það eru kannski ekki nýjar upplýsingar að fjöldinn allur af myndum er frumsýndur á hátíðinni, en myndunum er skipt upp í hópa. Þannig eru sumar myndanna í keppninni og eiga þar af leiðandi möguleika á Gullpálm- anum góða. Það er aðal-dómnefndin sem sér um að velja þær bestu úr þeim flokki, en for- seti dómnefndar að þessu sinni er leikstjórinn Tim Burton. Keppnismyndirnar vekja oftar en ekki mesta athygli auk þeirra mynda sem flokkaðar eru utan keppni. Í þeim síðarnefnda má oft finna svokallaðar stórmyndir, kvik- myndir sem fá mikla umfjöllun, eru stjörnum prýddar og eru sýndar í flestum kvikmynda- húsum víða um heim. Í ár eru myndir á borð við Robin Hood og Wall Street: Money Never Sleeps sem sýndar eru í þessum flokki.    Hinn lúsiðni Woody Allen sýndi einnignýjustu mynd sína á hátíðinni í ár utan keppni. Myndin nefnist You Will Meet a Tall Dark Stranger og sagði Allen á blaðamanna- fundi eftir frumsýninguna að titillinn hefði nokkrar merkingar. „Þegar bandarískar kon- ur vita að stefnumót við hávaxinn, dökkhærð- an mann er í uppsiglingu iða þær í skinninu og ímynda sér menn á borð við Antonio Banderas eða Warren Beatty. Hin merkingin er svo auð- vitað hái dökki maðurinn sem við hittum öll á endanum, maðurinn með ljáinn …“ Þó að Allen hefði slegið á létta strengi á sínum blaðamannafundi byrjaði samskonar fundur kollega hans, Mike Leigh, ekki eins vel. Leigh neitaði að svara spurningu blaðamanns Sunday Times og sagði blaðamanninn „vita fullvel hvers vegna“. Getspakir gátu sér til um að Leigh væri enn móðgaður út í viðkomandi blaðamann vegna slæmrar gagnrýni um eina af myndum leikstjórans fyrir nokkrum árum. Leigh á einmitt mynd í keppninni góðu og að vanda ægir þar saman ýmiskonar myndum frá flestum heimshornum. Sjálfur sagði for- maður dómnefndarinnar, Tim Burton, að hann væri ánægður með hversu fáar bandarískar myndir væru í keppninni í ár. Hann gleðst þá væntanlega yfir að fá að sjá mynd um dauð- vona fjölskylduföður í hinni spænsku Biutiful, mynd um hrottalega valdabaráttu mafíósa í hinni japönsku Outrage og stríðshrjáða fram- Hrói höttur hittir Gordon Gekko Reuters Shia LaBeouf og Michael Douglas Fara með aðalhlutverk í Wall Street: Money Never Sleeps. SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Date night kl. 6 - 8 - 10 B.i.10 ára Loftkastalinn sem hrundi kl. 6 - 9 B.i.14 ára Un Prophéte enskur texti kl. 6 B.i.16 ára Imaginarium of Dr. P ísl. texti kl. 9 B.i.12 ára Snabba Cash kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára Robin Hood kl. 6 - 9 B.i.12 ára The Back-Up Plan kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ I Love you Phillip Morris kl. 10:30 B.i.12 ára Crazy Heart kl. 5:30 - 8 LEYFÐ Robin Hood kl. 6 - 9 B.i. 12 ára The spy next door kl. 6 LEYFÐ The Back-up Plan kl. 8 - 10 LEYFÐ Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI HHH „Snabba Cash rennir stoðum undir þá staðreynd að Svíar eru að verða stórveldi í glæpamynda- gerð. Virkilega smart krimmi þar sem kynnt er hægt og rólega undir áhugaverðum persónum þangað til allt sýður upp úr.” Þ.Þ. Fréttablaðið HHH „Það er auðvelt að mæla með þessari spennandi og tilfinningaríku mynd því að hún veit svo sannarlega hvar hún stendur – og gerir allt sem hún ætlar sér.” B.I. kvikmyndir.com HHHH „Ofursvöl Scarface Norðurlanda“ Ómar Eyþórsson X-ið 977 HHHH „Snabba Cash gefur Stig Lars- son myndunum ekkert eftir. Áhrifarík og raunveruleg.” Heiðar Austmann FM 957 HHH „Sterk, raunsæ og vel skrifuð glæpasaga. Kom mér gríðarlega á óvart.” T.V. - Kvikmyndir.is HHH „Enn tekst Svíunum að skila frábærri mynd. Spennandi og geysivel gerð í alla staði.“ Heimir Karlsson, Bylgjan sum stefnumót enda með hvelli SÝND Í REGNBOGANUMSÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓwww.graenaljosid.is VINSÆLUSTU MYNDIR BÍÓDAGA SÝNDAR ÁFRAM VINSÆLASTA MYND ÁRSINS Í SVÍÞJÓÐ MAGNAÐUR SÆNSKUR SPENNUTRYLLIR Í ANDA STIEG LARSSON MYNDANNA SÝND Í REGNBOGANUM Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann m MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.