Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 31
Cate Blanchett Leikur lafði Mar- íon í kvikmyndinni um Hróa hött. haldsmynd Rússans Nikita Mikhalkovs, Ut- omlyonnye Solntsem 2: Predstoyanie.    Á hverju kvöldi hópast fólk saman viðsýningarhöllina þar sem frumsýning- arnar fara fram. Almenningur fjölmennir á af- girt svæði kringum dregilinn rauða í von um að berja stjörnurnar augum. Sumir mæta árla morguns og koma sér fyrir á bestu stöðunum með kaffibolla og dagblað og bíða rólegir. Aðr- ir freista þess að fá að marsera inn dregilinn í félagsskap stjarnanna og hanga því tímunum saman fyrir framan sýningarhöllina með skilti þar sem eru tíundaðir þeir hlutir sem viðkomandi er tilbúinn að gera fyrir bíómiða. Þeir eru ekki allir prenthæfir … Já, það er eftir nógu að slægjast í Cannes fyrir þá sem virðast eiga þá ósk heitasta að ná ljósmyndum af frægu fólki. Frumsýningar á rauða dreglinum eru að jafnaði tvær á kvöldi og svo má alltaf lafa fyrir utan stóru hótelin á svæðinu þar sem stjörnurnar halla höfði sínu að kveldi eða mæta til viðtala við blaðamenn. Það er kannski ekki oft sem tækifæri gefast til að sjá glitta í stjörnur á borð við Michael Douglas, Russel Crowe, Cate Blanchett, Tim Burton, Eva Longoria Parker og fleiri á einum og sama staðnum. Cannes er trúlega eini staðurinn í heiminum þar sem leiðir Gordon Gecko úr Wall Street og Hróa hattar úr Skírisskógi liggja saman.    En það er sko hreint ekki bara glamúrog glys á Cannes, þrátt fyrir stjörnu- skinið. Fyrir helgi var heimildarmyndin Draquila: Italy Trembles eftir Sabinu Guzzanti frumsýnd á hátíðinni. Í myndinni er skotið föstum skotum að Silvio Berlus- coni, forsetisráðherra Ítalíu og hann harðlega gagrýndur fyrir aðgerða- leysi í kjölfar jarðskjálfta sem skók borgina L’Aquila í fyrra. Rúmlega 300 manns týndu lífi og 65 þúsund manns misstu heimili sín en sé að marka myndina áðurnefndu leit Berlus- coni á þetta sem kjörið tækifæri til að lappa upp á orðspor sitt í kjölfar ítrekaðra hneyksl- ismála tengdra honum misserin á undan. Myndin fékk góða dóma og dúndrandi lófatak frumsýningargesta. Einhver sæti voru þó auð þar sem menningarmálaráðherra Ítala, Sandro Bondi, afþakkaði boð á frumsýn- inguna og sagði óséða myndina „áróð- ursmynd sem smánaði sannleikann sem og ítölsku þjóðina“.    Og þar sem svo margir úr kvikmynda-iðnaðinum eru þarna saman komnir til skrafs, ráðagerða og kynningar berast reglu- lega fregnir af einhverjum væntanlegum verkefnum. Til að mynda mun Martin Scor- sese vera með í bígerð heimildarmynd um George Harrison sem mun heita Living in the Material World. Myndin mun innihalda áður óséðar upptökur frá ferli Harrisons, sem lést árið 2001, auk viðtala við menn á borð við Sir Paul McCartney og Eric Clapton. Og fleiri hyggjast fjalla um Bítlana á hvíta tjaldinu. Hinn geðgóði Liam Gallagher ku vera stadd- ur í Cannes til að kynna myndina The Lon- gest Cocktail Party sem fjallar um upptöku- fyrirtæki Bítlanna og er byggð á bók Richards Dilello. Vandi er að spá fyrir um væntanlega sig- urvegara á hátíðinni. Til þess þarf maður helst að vera á staðnum og hlera almanna- róminn, sem sjaldnast lýgur. Það kemur þó allt í ljós á sunnudaginn kemur þegar hátíð- inni verður slitið með útdeilingu gull- og silf- urlitaðra pálmagreina. Reuters Tim Burton Formaður dómnefndar á Cannes. SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Snabba Cash kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára Iron Man kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára Snabba Cash kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS The Spy Next Door kl. 3:40 LEYFÐ Robin Hood kl. 5 - 8 - 11 B.i. 12 ára Nanny McPhee kl. 3:40 LEYFÐ The Back-Up Plan kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó HHH T.V. - Kvikmyndir.is Bráðske mmtileg gaman mynd í anda A merican Pie. Sýnd kl. 8 og 10:10 Sýnd kl. 5:40 Sýnd kl. 4, 7 og 10 (POWER SÝNING) POWE RSÝN ING Á STÆ RSTA DIGIT AL TJALD I LAN DSINS KL. 10 Sýnd kl. 5, 7:30 og 10 FYRRI MYNDIN GERÐI ALLT VITLAUST OG ÞESSI ER ENN BETRI! Ath. það er sérstakt leyniatriði á eftir creditlistanum í lok myndarinnar. SÝND Í SMÁRABÍÓI Robert Downey Jr., Samuel L. Jackson, Gwyneth Paltrow, Scarlett Johansson, Don Cheadle og Mickey Rourke eru mætt í fyrstu STÓRMYND SUMARSINS FYRRI MYNDIN GERÐI ALLT VITLAUST OG ÞESSI ER ENN BETRI! Ath. það er sérstakt leyniatriði á eftir creditlistanum í lok myndarinnar. SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greið með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.