Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Heitar sósur skilja sig.Ég skil ekki af hverju. – Þú finnur fjölda girnilegra uppskrifta að kvöldmatnum á www.gottimatinn.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 0 -0 0 7 1 Krían er mikil prýði á Tjörninni í Reykjavík en hún verpir í svonefndum Litlahólma. Oftast eru eggin 1–3. Hún er lítil en ákaflega flugfim og ver egg og unga af harðfylgi. Ekki þarf fólk samt að verja sig á gangstígum við Tjörnina með því að veifa höndunum fyrir ofan höfuð eins og víða gerist í kríuvarpi annars staðar á landinu. Krían fer alla leið til svæða við Suðurskautslandið á veturna en kemur hingað í apríl eða maí. Krían heldur tryggð við Litlahólma á Tjörninni Morgunblaðið/Ómar Smávaxinn flugkappi með hvassan gogg Egill Ólafsson egol@mbl.is „Þetta er dálítið raunalegt hvað menn skila seint og illa,“ segir Lárus Ögmundsson, aðallögfræðingur Rík- isendurskoðunar, um þá niðurstöðu að tæplega þriðjungur sjálfseignar- stofnana, sem lögum samkvæmt áttu að skila reikningum sínum fyrir árið 2008 til Ríkisendurskoðunar, hefur ekki gert það. Samkvæmt lögum ber sjóðum og stofnunum sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá að senda ársreikninga sína til Ríkisendur- skoðunar. Um er að ræða sjálfseign- arstofnanir sem ekki stunda at- vinnurekstur, einkum ýmsa styrktar- og minningarsjóði og góð- gerðarstofnanir. Í lok apríl sl. höfðu 486 aðilar af samtals 705 sem féllu undir lögin skilað ársreikningum fyrir árið 2008. Tæplega þriðjungur, eða 219, hafði ekki skilað. Lárus segir að ýmsar ástæður geti verið fyrir því að menn skili ekki reikningum. Margir sjóðir séu með litla starfsemi og forsvarsmenn þeirra gleymi að skila reikningum. Ennfremur eru dæmi um að for- svarsmenn deyi og engir taki við. Gömul saga og ný Lárus segir að Ríkisendurskoðun þrýsti á um að reikningum sé skilað. Ef það sé ekki gert hafi stofnunin heimild til að vísa málum til sýslu- manns og það hafi verið gert í nokkr- um tilvikum. Lárus sagði að það væri gömul saga og ný að menn skiluðu reikningum seint og illa. „Þessar sjálfseignarstofnanir eru því marki brenndar að þær eru staðfestar af því opinbera. Það er sérstök löggjöf í landinu sem kveður á um að menn staðfesti sjóðina. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að koma þessu undir eitthvert opinbert eftirlit.“ Heildareignir sjálfseignarstofn- ana sem skiluðu reikningum fyrir ár- ið 2008 námu samtals 41 milljarði króna í árslok. Skuldir þeirra námu samtals 15,1 milljarði og var eigið fé því samtals 25,9 milljarðar. Heildar- tekjur námu samtals 10,7 milljörðum en gjöld 11,7 milljörðum. Af þessum stofnunum höfðu 104 yfir 5 milljónir króna í tekjur á árinu. Skila ekki reikningum  Ríkisendurskoðun þarf að hafa mikið fyrir því að fá senda reikninga frá sjálfs- eignarstofnunum og sjóðum  Þriðjungur ekki skilað reikningum vegna 2008 Sjóðir Þeir eiga mismikla peninga. Talsverðar truflanir á inn- anlandsflugi vegna ösku Heilbrigðisráðu- neytið segir að tryggt sé að eng- inn sjúklingur, sem njóti lyfja- meðferðar vegna þunglyndis, verði án lyfja í kjölfar nýrrar reglu- gerðar um breytta greiðsluþátttöku vegna þunglyndislyfja. Ráðuneytið segir Frumtök, sam- tök frumlyfjaframleiðenda, hafa gengið lengra í sínum „fullyrð- ingum og hræðsluáróðri gagnvart viðkvæmum sjúklingahópi en hægt sé að láta ósvarað,“ eins og segir í tilkynningu ráðuneytisins. Enginn án þunglyndislyfja Skjálftahrina hófst norðvestur af Gjögurtá á sjötta tímanum í gær- kvöldi. Urðu skjálftarnir norð- austur af Siglufirði, sá öflugasti var nærri fjögur stig. Fyrsti skjálftinn, um hálfsexleytið, var áberandi stærstur. Um tugur eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið, þeir stærstu um 2 stig á Richter. Tilkynningar bárust um að skjálftinn hefði fundist á Ólafsfirði og Siglufirði. Skjálftar af þessari stærðargráðu verða annað slagið á þessum slóðum, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu. Skjálftahrina norð- austur af Siglufirði Sums staðar geta verið svæði í háloftunum með mikilli ösku en sé flogið nokkrum kílómetrum lengra mælist nær engin aska, að sögn BBC. Breska veð- urstofan notar í tilraunaflugi sínu flugvélar með hátæknibún- aði til að mæla þessar sveiflur en það er ekki gert í til- raunaflugi flugfélaga. Ef síðarnefnda vélin slepp- ur við allt öskutjón getur skýringin ein- faldlega verið heppni. Sveiflukennt ASKAN Á FLUGLEIÐUM Tilkynningar um öskufall komu frá Flúðum, úr Fljótshlíð, Rang- árþingi ytra, Húsavík og Skagafirði en þar varð vart ösku samfara rign- ingu um hádegið, að því er fram kom í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands og jarðvísindastofnun Há- skólans. Rúmlega tuttugu eldingar mæld- ust á eldingamælum bresku veð- urstofunnar frá miðnætti og fram á miðjan dag í gær. Er það mun minni tíðni en daginn áður. kjon@mbl.is Millilandaflug var með eðlilegum hætti í gær en er leið á daginn var aflýst áætlunarferðum Flugfélags Íslands til Egilsstaða og Ísafjarðar um kvöldið. Óljóst var hver staðan yrði í dag og voru farþegar hvattir til að fylgjast með fréttum. Gosmökkurinn frá Eyjafjalljökli var heldur lægri í gær en síðustu daga eða fimm til sex kílómetrar. Því lægri sem strókurinn er, þeim mun minna er magnið af ösku sem kemur úr fjallinu. Gjóskufalls gætti norðvestur af eldstöðinni og einnig á Norðurlandi upp úr hádegi. Búist er við öskufalli norðaustur af eld- stöðinni í dag, fimmtudag, áttin verður austanstæð við gosstöðina en vindur verður hægur næstu daga.  Gosmökkurinn nokkru lægri í gær Meðal sjóða sem ekki hafa skil- að reikningum er Gjöf Jóns Sig- urðssonar, en hann er vistaður í forsætisráðuneytinu. Sam- kvæmt skýrslu Ríkisendurskoð- unar hefur sjóðurinn ekki skilað reikningum til stofnunarinnar síðan 1995. Bókasjóður forseta- embættisins að Bessastöðum hefur heldur ekki skilað reikn- ingi síðan árið 1988. Á listanum eru líka sjóðir á vegum sparisjóða, kirkna, skóla og safna. Menningarsjóður Glitnis hefur ekki skilað reikn- ingum og Menningar- og styrkt- arsjóður SPRON ekki heldur. Elstu sjóðirnir, Reynislegat, stofnaður árið 1662, og Thorkillisjóður, frá 1759, hafa ekki skilað reikningum. Skila ekki FJÖLBREYTTUR LISTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.