Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 11
Undir berum himni Svona mun Fiskmarkaðurinn við gömlu verbúðirnar líta út. Sviðsett mynd Theresu Himmer. Fiskshausar og beinagrindur til súpu- og soðgerðar „Með þessum fiskmarkaði vilj- um við líka efla menningarlífið við höfnina, enda vita allir sem þekkja það frá öðrum löndum að fiskmark- aðir eru stórkostlegir viðkomu- staðir. Ég á ekki von á öðru en að Íslendingar taki þessu fagnandi, enda er núna mikill almennur áhugi hjá fólki að geta nálgast hrá- vöru og sækja hana beint, eins og hefur sannað sig í framtakinu Beint frá býli. Fólk er orðið leitt á því að kaupa allt tilbúið í stórmark- aði, það er miklu meiri upplifun að kaupa fisk á markaði þar sem hægt er að þreifa á honum og fá upplýs- ingar um hann,“ segir Erna og bætir við að fólk muni geta keypt fiskinn í heilu lagi á markaðinum sem lækki verðið og þá geti það líka nýtt bæði hausinn og beina- grindina til súpu- og soðgerðar. Líka fágætur harðfiskur, söl kryddjurtir og grænmeti „Við ætlum að leigja út básana og alla aðstöðuna og núna erum við að leita að fólki sem vill selja af- urðir sínar á markaðinum. Þó nokkrir hafa gefið sig fram en við viljum gjarnan fá fleiri. Við erum meðal annars að leita til smábáta- eigenda og fá þá til að vera með fiskinn, sem þeir veiða, til sölu í básunum og vonum að það skili sér. Við leggjum mikla áherslu á að allt hráefni sem til sölu verður á markaðnum verði í hæsta gæða- flokki. Markmið er að vera með eins breytt úrval og hægt er og til dæmis ýmsar tegundir skeldýra, fersk söl, hertan fisk úr óhefð- bundnum tegundum og ýmislegt fleira. Við viljum líka hafa græn- meti, kryddjurtir, salöt og kart- öflur til sölu á markaðinum, þannig að hægt sé að kaupa allt ferskt til máltíðarinnar rétt áður en eldað er.“ Góð stemning við höfnina með Sægreifa og gullsmið Markaðurinn verður við gömlu verbúðirnar við Suðurbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. „Þetta verður á milli verbúð- anna í grænu húsunum. Markaður- inn verður utandyra og nú er verið að ganga frá smíðum á básunum sem tjöld verða yfir. Það er búið að leggja rafmagn, vatn og hita í þetta svæði og uppfylla allar heilbrigð- iskröfur. Þetta verður því frábær aðstaða fyrir fólk til að selja sinn varning,“ segir Erna og bætir við að nú sé að myndast sérlega góð stemning í gömlu grænu verbúð- unum. „Þar eru núna meðal annars að koma sér fyrir gullsmiður, hönnuðir og glerlistakonur og svo setur hann mikinn svip á svæðið sjálfur Sægreifinn sem er einn af frumherjunum hér og hefur aldeilis vaxið fiskur um hrygg í sínum rekstri, en hann byrjaði með litla fiskbúð sem hefur stækkað og breyst, er núna líka vinsæll veit- ingastaður.“ Erna segir höfnina vera vax- andi svæði og vettvang uppbygg- ingar og því kjörið svæði fyrir firskmarkað. „Hér myndaðist fyrsta raun- verulega auðmagnið í landinu með togaraútgerðinni. Reykjavík byggð- ist upp í kringum útgerðina og þjónustu við hana.“ Fiskmarkaðurinn verður opn- aður í fyrsta sinn á Hátíð hafsins, laugardaginn 5. júní, og verður einnig opinn daginn eftir á Sjó- mannadeginum, en annars verður hann á hverjum laugardegi í sum- ar. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2010 Daglegt líf 11 Fyrir þá sem hafa áhuga á að prjóna og hekla er vefsíðan Prjóna.net ómissandi félagi. Tilgangur síðunnar er að vera upplýsingatorg prjónara og á henni á að vera hægt að fylgjast með öllu því sem er að gerast í heimi prjónsins á Ís- landi sem og á netinu. Netsíðan á líka að fylla notendur innblæstri og svala fróðleiksfýsn um prjón. Það gerir síðan svo sannarlega en á forsíðu hennar eru meðal annars settar inn myndir af alls- konar prjóni og hekli sem ætti að fylla áhugamenn innblæstri. Meðal nýrra færslna eru myndir af flottum töskum sem má prjóna eða hekla og tengill á uppskrift af þeim. Einnig eru myndir af smáhlutum, eins og tehettum, sem hægt er að prjóna og af hekluðum hálsmenum sem eru mjög flott. Á síðunni er bent á viðburðinn Lykkjur: Norræn prjónalist sem er sýn- ing sem fer fram í Norræna húsinu 17. júní til 4. júlí næstkomandi. Um er að ræða sýningu á verkum þar sem nær eingöngu er notast við hekl- og prjóna- tækni. Norræna húsið mun standa fyr- ir veglegri viðburðadagskrá og verður prjónalist fagnað í öllum sínum marg- breytileika. Markmiðið með hátíðinni er að miðla prjóni eins og það birtist í samtímanum og munu prjónahönn- uðir og listamenn heiðra hátíðina með þátttöku sinni. Sýningin á Lykkjur: Norræn prjónalist mun standa til 4. júlí en sjálf viðburðadagskráin stendur yfir 17.-20. júní. Á Prjóna.net má finna mikið af upp- lýsingum um prjónaaðferðir, slóðir á prjónablogg og á vefsíður um prjón, og á annað sem viðkemur prjóni og hekli sem hægt er að finna á netinu. Uppskriftir spila svo stóra rullu á síð- unni en bæði eru gefnar upp upp- skriftir á síðunni og tenglar á aðrar síður sem gefa uppskriftir. Prjóna.net er virkilega lifandi og skemmtileg síða og þeir sem halda hannyrðir leiðinlegar ættu að kíkja þarna inn og sjá allt það flotta sem má gera með því að hekla eða prjóna. Vefsíðan www.prjóna.net Morgunblaðið/Frikki Prjónadagur Upplýsingar um prjónaviðburði má finna á síðunni. Heimur prjónsins á einum stað Í dag verður opnuð í Kirsuberja- trénu á Vesturgötu 4 sýningin Hekl- að í herberginu. Það eru nítján lista- menn sem eiga myndir á sýningunni og eru þær allar heklaðar. Verkin eru í stærðinni 25x25 og eru fjöl- breytt og skemmtileg. Listamennirnir fimmtán sem sýna í Kirsuberjatrénu eru: Dóra Emils, Edda Lilja Guðmundsdóttir, Margrét Guðnadóttir, Arndís Jóhannsdóttir, Hulda B. Ágústsdóttir, Valdís Har- rysdóttir, Lára Gunnarsdóttir, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Sigríður Ásta Árna- dóttir, Unnur Knudsen, Sonja Bent, Elísabet Jónsdóttir, Olga Hrafns- dóttir, Patrick Zein, Íris Ólöf Sig- urjóns, Jónborg, Þórdís Jónsdóttir og Þorbjörg. Heklað í herberginu verður opnuð kl. 17 í dag og stendur til 21. júní. Endilega … … farið á sýninguna Heklað í herberginu í Kirsuberjatrénu Heklað í herberginu Heklað verk eftir Eddu Lilju Guðmundsdóttur. 13:10-13:20 Welcome Address Sigurður Magnús Garðarsson, Chairman of the Board 13:20-13:40 International Partnership of Geothermal Technology (IPGT) Ólafur G. Flóvenz, IPGT board member, ÍSOR 13:40-14:00 The IEA Geothermal Implementing Agreement (GIA) Jónas Ketilsson, GIA - Vice Chairman The National Energy Authority 14:00-14:20 International Operation of Mannvit Engineering Tryggvi Jónsson, Mannvit 14:20-14:45 Kaffihlé 14:45-15:00 Geothermal Models Using Inverse Analysis, Iceland / US Cooperation Magnús Þór Jónsson, University of Iceland 15:00-15:15 Biological Utilization of Geothermal Gas Guðmundur Óli Hreggviðsson, University of Iceland 15:15-15:30 High Pressure and High Temperature Geothermal Grouts Gísli Guðmundsson, Mannvit 15:30-15:45 Resistivity Survey of Grímsvötn Arnar Már Vilhjálmsson, ÍSOR 15:45-16:00 How should GEORG proceed? Almennar umræður MÁLÞING UM RANNSÓKNIR Í JARÐHITA www.georg.hi.is í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur föstudaginn 21. maí, kl. 13:10 - 16:00 Málþingið mun fara fram á ensku og er öllum opið Í tengslum við ársfund GEORG, alþjóðlegs rannsóknaklasa í jarðhita, er efnt til opins málþings um jarðhitarannsóknir og nýtingu jarðhita. Markmið rannsóknaklasans er að leiða saman aðila á jarðhitasviðinu og mynda sterkt afl til skjótra framfara í jarðhitarannsóknum, verkfræði og hönnun. Framtíðarsýn klasans er að verða leiðandi afl í alþjóðlegum jarðhitarannsóknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.