Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2010 Auglýst er eftir þremur fulltrúum í sérfræðinefnd til að gera úttekt á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Ennfremur er óskað eftir tilnefningum frá almenningi um fulltrúa í nefndina. Hlutverk nefndarinnar er meðal annars að yfirfara stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar í ljósi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og kanna grundvöll ákvarðanatöku í mikilvægum hagsmunamálum Reykjavíkurborgar á síðastliðnum árum. Niðurstöður úttektarinnar eiga að liggja fyrir þann 31. desember 2010. Nefndinni verður veittur aðgangur að öllum þeim gögnum sem hún þarf á að halda til að upplýsa einstök mál og umboð til að kalla aðila í stjórnkerfi borgarinnar á fund sinn. Nefndin mun hafa svigrúm til að ráða verkefnisstjóra og utanaðkomandi sérfræðinga sér til aðstoðar. Leitað er eftir sérfræðingum til starfa í nefndinni með menntun á sviði lögfræði, hagfræði, viðskiptafræði eða stjórnsýslufræða. Starfsreynsla og þekking á stjórnkerfi sveitarfélaga er æskileg. Umsækjendur skili umsóknum í Ráðhús Reykjavíkur merktum „Sérfræðinefnd“ fyrir 25. maí næstkomandi. Ennfremur er hægt að senda umsóknir og tilnefningar á netfangið uttekt@reykjavik.is. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. – til að gera úttekt á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar ÓSKAÐ EFTIR SÉRFRÆÐINGUM Nánari upplýsingar veitir Regína Ásvaldsdóttir skrifstofustjóri í síma 411 4505 eða 693 9390 regina.asvaldsdottir@reykjavik.is Undanfarið rúmt eitt og hálft ár hafa verið miklar sveiflur í verði á bæði afla- og krókaaflamarki í þorski, en verðið er nú mjög hátt. Eftir að verð á aflamarki hafði haldist stöðugt í kringum 250 krónur á kíló í um eitt ár, fisk- veiðiárið 2007/2008, varð umtals- verð verðlækkun í kjölfar banka- hrunsins haustið 2008, þar sem það fór niður í 160 krónur á kíló. Miðað er við hæsta verð hvern dag í viðskiptum með aflamark/ krókaaflamark sem flutt er á milli óskyldra aðila. Reynslan sýnir að hæsta dagverðið lýsir verðþróun- inni best. Þrátt fyrir meiri sveiflur í krókaaflamarki fylgdi verðið nið- ursveiflunni í aflamarkskerfinu á þessu tímabili. Frá vormánuðum 2009 hóf verð- ið að rísa að nýju. Frá haustmán- uðum í fyrra hefur það verið nokkuð stöðugt og er nú í sögu- legu hámarki í rúmum 290 kr/kg, sem stafar óneitanlega af minna framboði á þorski, segir á heima- síðu Fiskistofu. aij@mbl.is Verðþróun aflamarks og krókaaflamarks í þorski 1. jan. 2005 18. maí 2010 Heimild: Fiskistofa kr/kg 350 300 250 200 150 100 50 0 Aflamark Krókaaflamark Hátt verð á aflamarki undanfarið Verðlækkun í kjölfar bankahrunsins Guðni Einarsson gudni@mbl.is Eðjuflóð, líkast fljótandi pússningar- lögun, kom niður Svaðbælisá ofan við Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum um klukkan níu í gærmorgun. Flóðið tók að sjatna upp úr hádeginu. „Farvegurinn var orðinn hálffull- ur af fyrra flóðinu. Svo kom þetta og þá flaut yfir varnargarðana á um 150 metra svæði og gutlaði yfir á nýjum stöðum,“ sagði Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri. Drullan fyllti farveg árinnar svo hann varð slétt- fullur alveg upp á barma á varnar- görðunum. Farvegurinn hefur breitt svo úr sér að hann er orðinn margir ferkílómetrar að stærð að mati Ólafs. Eðjan á eftir að fjúka og skolast til. „Þetta er algjör eyðimörk – líflaus eins og á tunglinu,“ sagði Ólafur. „Svo eru fjöllin kolbikasvört. Þar sést ekki í strá. Það er helst að lúp- ínan rífi sig upp úr drullunni.“ Í gær komu vinnuvélar frá Vega- gerðinni til að hækka varnargarðana til bráðabirgða þar sem flaut yfir í gærmorgun. Búið er að teikna nýja garða og á að fara í gerð þeirra þegar eftir hvítasunnu. Gilin og brekkurnar ofan við Þor- valdseyri eru full af ösku. Ólafur seg- ir að þegar rigni í gjóskuna og hún nái vissri vatnsmettun fari þetta allt af stað. „Þetta kemur mér ekki á óvart, þótt ég hafi aldrei séð svona fyrr. Maður er búinn að sjá þessa ösku- drullu í kringum sig og hvernig þetta verður í bleytu. Þetta var það sem maður átti von á,“ sagði Ólafur. Ræktunarland slapp við aurflóðið í gær. Ólafur sagði að búið hafi verið að laga til bráðabirgða varnargarða ofan og neðan við brúna yfir Svað- bælisá og komu þeir í veg fyrir skemmdir á ræktunarlandi. Vatnsósa gjóska af jöklinum Ekkert skyggni var til Eyjafjalla- jökuls í gær en töluverð úrkoma hafði verið, að minnsta kosti til fjalla. TF-SIF, flugvél Landhelgisgæsl- unnar flaug yfir svæðið í gær og tók myndir með SAR-radar. Með honum sjást útlínur og áferð landsins þótt ský liggi yfir. Myndirnar sýndu glöggt upptök aurflóðsins. Svo virðist sem gjóska, sem legið hefur á jöklinum neðan 1.200-1.300 m hæðar, hafi flotið fram og hreins- ast af á 4-5 km2 svæði. Við úrkomuna í fyrrinótt hefur gjóskan orðið vatns- ósa, fengið eiginleika vökva og flætt fram sem grautur af ösku og vatni, að mati Magnúsar Tuma Guðmunds- sonar prófessors. Talið er að hliðstæðir atburðir geti orðið á vatnasviði Laugarár og Holtsár og ef til vill einnig austar á jöklinum. Eyðimörk eins og á tunglinu  Gríðarmikið eðjuflóð æddi niður farveg Svaðbælisár við Þorvaldseyri í gærmorgun og fyllti farveginn  Gjóska á um 4-5 ferkílómetra svæði á Eyjafjallajökli varð vatnsósa og skreið af stað niður jökulinn Ljósmynd/Ólafur Eggertsson Eyðimörk Eðjan fyllti farveg Svaðbælisár og flaut yfir varnargarðana á köflum. Aurinn er gjörsamlega lífvana. Hvenær hófst eldgosið? Eldgosið í toppgíg Eyjafjallajök- uls hófst 14. apríl síðastliðinn og hefur því staðið í 37 daga. Hvernig gos er þetta? Eldgosið er sprengigos sem hófst undir jökli. Fyrstu fimm daga gossins komst bræðsluvatn úr jöklinum í tæri við kvikuna. Sprengivirkni er þó mikil í gígn- um og hraunkleprar kastast hátt í loft upp. Er öskufallið hættulegt? Askan hefur slæm áhrif á dýr og fugla en getur haft góð áhrif á gróður sé öskulagið ekki of þykkt og komist niður í svörðinn. Óvenju mikið flúorinnihald er í gjóskunni og askan er mjög fín- kornuð og ísúr. Flúor getur verið hættulegur fyrir búfé. Fínkornótt svifryk hefur ert öndunarfæri fólks og augu. Ekki þarf að fjöl- yrða um áhrif öskunnar á flug- umferð sem hefur orðið fyrir mikilli röskun víða um heim. Spurt&Svarað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.