Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það verður seint sagt að rík- isstjórnin fari laumulega með þau áform sín að leggja auknar byrðar á sjávar- útveginn svo hann riði til falls. Í þessu efni líkt og öðr- um ræður Samfylkingin ferð- inni og nú hefur starfshópur um breytingar á fisk- veiðistjórnunarkerfinu, und- ir forystu Guðbjarts Hann- essonar, þingmanns Samfylkingarinnar, lagt drög að „réttri“ niðurstöðu í rannsókn á fyrningarleiðinni. Á síðustu mánuðum hafa þrjár skýrslur verið birtar þar sem skoðaðar eru afleið- ingar þess að fara leið stjórn- arflokkanna, fyrningarleið- ina, í sjávarútvegi. Sl. haust birti endurskoð- unarfyrirtækið Deloitte skýrslu þar sem fram kemur að innköllun aflaheimilda á 20 árum, líkt og stjórn- arflokkarnir hafa verið með hugmyndir um, myndi setja stærstan hluta sjávarútvegs- ins í þrot. Síðan hafa tvær skýrslur verið skrifaðar um svipað efni þar sem nið- urstaðan er sú sama. Önnur skýrslan var skrifuð í Há- skólanum á Akureyri og hin í Háskóla Íslands. Starfshópur Guðbjarts Hannessonar hefur þess vegna nýlegt álit sérfræðinga úr þremur ólíkum átt- um sem allir kom- ast að sömu nið- urstöðu: Fyrningarleiðin er ófær vegna þess að hún mundi kalla fjölda- gjaldþrot yfir undirstöðu- atvinnuveg þjóðarinnar. Þetta er hins vegar ekki „rétt“ niðurstaða að mati Sam- fylkingarinnar, sem leggur allt kapp á að koma sjávarútveg- inum á kné. Þess vegna hefur Jón Steinsson, hagfræðikenn- ari við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, verið fenginn til að „rýna“ skýrslu háskól- anna tveggja. Sjávarútvegur er að vísu ekki sérsvið Jóns en hann hefur þann kost að vera sammála Samfylkingunni um að leggja þurfi auknar byrðar á sjávarútveginn. Sú afstaða hans er eina sjáanlega ástæða þess að til hans er leitað um að rýna skýrslur sérfræðinganna. Starfshópur Guðbjarts hefði getað leitað til ýmissa sem hafa sérhæft sig á þessu sviði en þá hefði ef til vill verið meiri vafi um niðurstöðu rýn- andans. Þó að stjórnsýslan sé al- mennt ekki opin og gegnsæ eins og lofað var hefur þessi tiltekni leikþáttur Samfylking- arinnar verið alveg gegnsær. Ríkisstjórnin leynir því ekki að hún vill koma sjávarútveg- inum á kné } Gegnsær leikþáttur Einn hinna þekkt- ari fréttaskýrenda um efnahagsmál, Martin Wolf, segir í blaði sínu Finaci- al Times að „alveg sé hugs- anlegt að evran lifi af“. Þetta hefðu þótt ótrúleg ummæli fyrir fáeinum misserum eða jafnvel mánuðum. Nú birtast mönnum reglulega nýjar frétt- ir af björgunaraðgerðum, sem tengdar eru einstökum aðild- arríkjum ESB en snúa þó mest að evrunni og óttanum um að tiltrú hennar og jafnvel tilveru sé ógnað. Nú síðast tilkynntu Þjóðverjar að þeir hefðu ein- hliða bannað svonefnda skort- sölu gegn gjaldmiðlinum og bréfum stórra fjármálafyr- irtækja í Þýskalandi. Þessi ákvörðun er harðlega gagn- rýnd í Evrópu af tveimur ástæðum. Sú fyrri snýr að ein- leik Þjóðverja og skorti á sam- ráði og hin að efni hennar og umgjörð. Slíkt bann haldi ekki fyrst mönnum sé frjálst að fara framhjá því utan landa- mæra Þýskalands. „Þýskir gætu rétt eins bannað mönn- um að skora hjá þeim mörk í heimsmeist- aramótinu í fót- bolta,“ segja gagn- rýnendur. (Það hefur reyndar ekki verið auðsótt hingað til). Áður höfðu þeir ákveðið að sér- hverja ákvörðun um greiðslur um björgunarsjóði evru yrði í hvert eitt sinn að bera undir þýska þingið sem þá gæti sett skilyrði fyrir greiðslunum. Þetta segja aðrar evruþjóðir að séu brigð á því sem áður hafi verið sammælst um. En kanslari Þýskalands er í mikl- um vanda. Merkel hefur þegar fengið að súpa á beiskum bikar kosingaútreiðar sem beint má rekja til vandræða Grikklands og evrunnar. Vegna kostnaðar við björgunaraðgerðir hefur hún orðið að falla frá kosn- ingaloforðum um skattalækk- anir. Og yfir henni vofir að stjórnlagadómstóll landsins segi að atbeini ríkisins að björgunarstarfinu sé kominn út fyrir þau mörk sem stjórn- arskráin setur. Það horfir því ekki vel en hægt er þó að taka undir að enn er alveg hugs- anlegt að evran lifi þetta af. Traust og tiltrú á evru hefur laskast}Evran við öndunarvélina H inn mikli stuðningur Reykvík- inga við framboð Besta flokks- ins stafar ekki af því að borg- arbúar hafi svo einstaklega mikla kímnigáfu að þeir vilji gera lýðræðislegar kosningar að sprelli. Stuðningurinn við Besta flokkinn stafar af því að kjósendur eru búnir að fá nóg af litlausum stjórnmálamönnum með hjarðeðli sem lofa öllu fögru fyrir kosningar en svíkja loforðin síðan við fyrsta hentugleika. Fólk nennir ekki lengur að greiða götu sljórra stjórnmála- manna sem stöðugt setja eigin hagsmuni í for- grunn. Framboð Besta flokksins er ekki eintómt spaug þótt það sé bráðskemmtilegt. Þetta er framboð þar sem óspart er gert grín að fjórflokknum og innihaldslausum loforðum stjórnmálamanna. Þegar stjórnmálamennirnir sem Besti flokkurinn hæðist að koma síðan fram í fjölmiðlum og segj- ast vera alvarlegi valkosturinn í komandi borgarstjórn- arkosningum er flestum ljóst að stjórnmálamennirnir skynja ekki takt tímans. Þeir ríghalda í þá draumsýn sína að ekkert hafi breyst og brýnt sé fyrir þjóðarhag að þeir nái kjöri. Ekki er ljóst hvaðan þeim kemur sú hugmynd að þeir séu ómissandi en það hvarflar að manni að sú hug- mynd hafi fæðst sama kvöld og stjórnmálamaðurinn náði kjöri í borgarstjórn. Stjórnmálamennirnir þora fæstir að lasta kröftuglega framboð Besta flokksins enda er ekki viturlegt að hæða það sem er fjörugt og frumlegt. Slíkt gera bara fýlupokar. Um daginn var Sóley Tómasdóttir reyndar í nokkru uppnámi vegna góðs gengis Besta flokksins í skoðanakönnunum. Hún sagði af miklum þunga að borgarbúar yrðu að muna að kosningarnar snerust um framtíð barnanna. Ekki verður með góðu móti séð hvaða ógn börnum stafi af því að Jón Gnarr setjist í borgarstjórn. Varla étur hann ung- börn í morgunmat. Dagur B. Eggertsson tók svo fram í viðtali að á lista Samfylkingar væru ný andlit. Hon- um fannst það greinilegur kostur á framboði síns flokks. En þegar kemur að endurnýjun slær enginn út lista Besta flokksins. Þar eru allir frambjóðendur ný andlit í augum kjósenda. Engir pró- grammeraðir stjórnmálamenn á þeim bænum. Það er engin ástæða fyrir atvinnustjórnmálamennina að tala eins og ekki sé hægt að treysta frambjóðendum Besta flokksins fyrir nokkurs konar uppbyggingu í borginni. Þar er fólk sem hefur náð góðum árangri í lífinu, hefur sköp- unarkraft, ríkt ímyndunarafl og kraft til að koma hug- myndum í framkvæmd. Þetta hljóta að vera eiginleikar sem henta í pólitík. Mánuðum saman hefur almenningur reynt að koma þeim skilaboðum til stjórnmálamanna að þeir standi sig ekki. Stjórnmálamennirnir hafa ekki hlustað. Það eina sem fær þá til að vakna af doðanum er ef atkvæðin rata ekki til þeirra. Það þarf að koma stjórnmálamönnunum í snertingu við raunveruleikann. Sennilega er það helst gert með því að kjósa þá ekki. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Skilaboð til stjórnmálamanna STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Hlynur Orri Stefánsson hlynurorri@mbl.is D ómarafélag Íslands bíð- ur eftir umsögn Evr- ópusamtaka dómara um 10 til 15% lækkun dómaralauna sem kjararáð ákvað í mars 2009. Dóm- arafélagið hefur mótmælt kjara- skerðingunni og lagði á fundi Evr- ópusamtakanna í byrjun maí fram gögn og bað samtökin að veita álit á því hvort skerðingin væri lögmæt og hvort jafnræðis hefði verið gætt. „Viðbrögð Dómarafélagsins við kjaraskerðingunni munu meðal ann- ars ráðast af því hver niðurstaða Evrópusamtakanna verður,“ segir Ingveldur Einarsdóttir, héraðsdóm- ari og formaður félagsins. Alþingi samþykkti í lok árs 2008 lög þar sem kveðið er á um 5 til 15% launalækkun ráðherra og alþing- ismanna og að kjararáð skuli til sam- ræmis endurskoða kjör annarra sem undir það heyra. Jafnframt var kveðið á um að launin mættu ekki hækka til ársloka 2009, sem síðar var framlengt til 30. nóvember 2010. Taki tillit til sérstöðu dómara Í frumvarpi að lögunum segir sérstaklega að lækka skuli laun dómara til samræmis, en að teknu tilliti til stjórnskipulegrar sérstöðu þeirra – þ.e. mikilvægis þess að þeir séu óháðir löggjafar- og fram- kvæmdavaldinu. Í athugasemdum með frumvarpinu kemur þó fram sú afstaða að sjálfstæði dómstóla komi ekki í veg fyrir að Alþingi lækki dómaralaun að því gefnu að lækk- unin sé almenn en snúi ekki bara að dómurum. Kjararáð klofnaði í afstöðu sinni til málsins er meirihluti þess ákvað í mars 2009 að lækka laun dómara á grundvelli laganna. Töldu tveir af fimm kjararáðsmönnum að ekki hefði átt sér stað sú almenna launa- lækkun sem vegna sérstöðu dóm- stóla er skilyrði þess að lækka megi laun dómara. Athyglisvert er að þegar hækk- unarbannið var framlengt með lög- um sem samþykkt voru fyrir síðustu áramót, skilaði meirihluti efnahags- og skattanefndar áliti þar sem lögð er áhersla á að kjararáð nýti það svigrúm sem orðalag laganna veiti til að taka mið af sérstöðu dóms- valdsins. Dómarafélagið sendi kjararáði í framhaldinu erindi þar sem meðal annars er vísað til álitsins og kjara- ráð beðið um að upplýsa hvort það telji jafnræðis hafa verið gætt við launalækkunina. Telja forsendur óbreyttar Í svarbréfi kjararáðs, sem sent var undir lok síðasta mánaðar, kem- ur fram að meirihluti ráðsins telur ekki tilefni til að endurskoða laun dómara. Segir þar að ráðinu hafi verið falið að lækka laun allra þeirra sem undir það heyra, en dómarar séu 8% af þeim hópi. Lækkunin sé því nægilega almenn til að lækkun dómaralauna vegi ekki að sjálfstæði dómstólanna. Þá bendir meirihlut- inn á að Alþingi fjölgaði nýverið í þeim hópi sem fellur undir ráðið, en sem kunnugt er lækkaði ráðið laun svonefndra ríkisforstjóra sem áður heyrðu ekki undir það. Minnihluti ráðsins áréttar hins vegar fyrri skoðun sína og segir ekkert hafa gerst síðan laun dómara voru lækkuð sem breyti þeirri afstöðu. Telur minnihlutinn rétt að taka launa- kjör dómara til endurskoðunar og að hafa beri hliðsjón af áð- urnefndu áliti meirihluta efna- hags- og skattanefndar um sér- stöðu dómsvaldsins við þá endurskoðun. Dómarafélagið ósátt við kjaraskerðingu Morgunblaðið/G.Rúnar Launin lækkuð Með úrskurði sem kjararáð felldi í mars 2009 lækkuðu laun dómara, bæði við Hæstarétt og héraðsdóma landsins, um 10 til 15%. Héraðsdómur Reykjavíkur komst í lok árs 2006 að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Alþing- is um að afnema með lögum úr- skurð Kjaradóms (sem nú heitir kjararáð) um hækkun dómara- launa samrýmdist ekki grunn- reglum stjórnarskrárinnar um sjálfstæði dómstóla. Kjaradómur hafði í lok árs 2005 hækkað laun forseta um 6,15% og annarra sem undir hann heyrðu um 8,16%. Hækk- unin vakti hörð viðbrögð og felldi Alþingi dóminn ur gildi en ákvað að hækka þess í stað launin um 2,5%. Guðjón St. Marteinsson, dómari við hér- aðsdóm Reykjavík- ur, hafði höfðað mál gegn ríkinu sem var dæmt til að greiða honum vangreidd laun og máls- kostnað. Vegið að sjálfstæðinu ÁÐUR DÆMT UM LÆKKUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.