Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 24
24 UmræðanKOSNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2010 Í þeirri stöðu sem sveitarfélagið Álftanes er hefur umræðuna um sameiningu borið hátt. Við frambjóðendur D-listans ætlum að eiga frumkvæði að formlegum sameining- arviðræðum við önnur sveitarfélög með hags- muni Álftnesinga að leiðarljósi. Við setjum skýr samningsmarkmið og munum við leita víðtæks samstarfs við íbúana. Við leggjum áherslu á að endanleg ákvörðun um samein- ingu verði borin undir atkvæði íbúa Álftaness. Frjáls sameining Í sveitarstjórnarlögum er rætt um þrjár leiðir til sameiningar sveitarfélaga. a) Samkvæmt 90. grein um frjálsa sameiningu sveitar- félaga b) Samkvæmt 89. grein um sameiningu vegna of fárra íbúa í sveitarfélagi c) Samkvæmt 79. grein um heim- ild ráðherra til að sameina sveitarfélag sem er undir fjár- haldsstjórn. Bæði leið a og c geta átt við Álftanes. Við leggjum áherslu á réttindi Álftnesinga til að fara í við- ræður við önnur sveitarfélög um frjálsa sameiningu. Þá koma fulltrúar þeirra sveitarfélaga sem um ræðir sam- kvæmt lögunum jafnir að borðinu. Kosin skal samstarfs- nefnd með fulltrúum beggja aðila sem vinnur að áliti um sameiningu. Í þeirri vinnu þurfa fulltrúar Álfta- nesinga að hafa skýr samningsmarkmið: Örugg samfélagsleg þjónusta og blómlegt mannlíf í öflugu samfélagi með sterka innviði í umhverfi sem við viljum að tekið verði fullt tillit til. Íbúarnir hafa síðasta orðið Náist samkomulag um álitið skal leggja það fyrir sveitarstjórn til umræðu. Að henni lokinni skal fara fram atkvæðagreiðsla innan sveitarfé- laganna um sameininguna. Það eru því íbúarnir sem hafa síðasta orðið. Vanda þarf til verka Þetta er blasir við okkur. Við ætlum okkur ekki nauðungaryfirtöku samkvæmt 79. grein. Mikilvægt er í kosningunum 29. maí að við veljum til þessarar veg- ferðar það fólk sem við treystum best. Fólk með skýra sýn á framtíð Álftaness og er fúst til náins samstarfs við íbúana og aðra sem að málinu koma. Við þurfum að vanda okkur og vinna málið af yfirvegun, en láta ekki fljótaskrift eða arfleifð gamalla ágreinings- mála villa okkur sýn. Frjáls sameining með skýrum samningsmarkmiðum Eftir Snorra Finnlaugsson Snorri Finnlaugsson Höfundur skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisfélags Álftaness. Það er erfitt að spara þegar maður er góðu vanur en flestir draga úr óþarfa en halda í nauðsynjar þegar að kreppir. Við í Frjáls- lynda flokknum teljum velferðina vera nauðsyn og ætlum að verja hana. Við verðum að verja börnin okkar og einnig þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Það er óá- sættanlegt að börnin okkar borgi fyr- ir glæpi fjárglæframanna. Á kreppu- tímum verðum við að draga úr allri yfirbyggingu. Þá eigum við við þau stjórnsýslustig sem mega missa sig án þess að grunnþjónustan skaðist. Allur lúxus eins og bílastyrkir, síma- styrkir, einkabílstjórar, utanlands- ferðir og fleira í þeim dúr sem ekki tengist velferð beint verður að bíða betri tíma. Skattar á almenning hafa aukist verulega sem gerir einstaklingum erfitt fyrir, hvað þá að örva hagvöxt með neyslu. Frjálslyndi flokkurinn telur þá leið fullreynda. Frjálslyndi flokkurinn er algjörlega andvígur sölu á auðlindum þjóðarinnar til erlendra aðila og mun gera allt til að Orkuveita Reykjavíkur verði áfram í eigu borgarbúa. Frjálslyndi flokkurinn vill beita sér fyrir því að Reykjavíkurborg kaupi innlendar vörur til að efla íslensk fyrirtæki. Mjög nauðsynlegt er að skapa fyr- irtækjum möguleika á að vaxa og dafna í borginni. Tengja þarf grunn- atvinnuvegi eins og sjávarútveg og iðnað við þekkingariðnað til að auka verðmæti. Sprotafyrirtæki atvinnu- lífsins verða að fá andrými, jafnvel með ívilnunum, ekki dugar að skatt- leggja hvert annað eða að við sitjum öll í nefndum á vegum hins opinbera. Það verður seint í askana látið. Hverjum treystið þið fyrir velferðinni? Eftir Helgu Þórðardóttur Helga Þórðardóttir Höfundur er oddviti Frjálslynda flokksins í Reykjavík. Margt hefur breyst í íslensku samfélagi á síð- ustu misserum. Ríkjandi gildismat var orðið brenglað þar sem mikil áhersla á efn- ishyggju varð til þess að önnur lífsgildi féllu í skuggann. Við hjá Bæj- arlistanum teljum mik- ilvægt, í þeirri endur- skoðun sem nú er í gangi á lífsgildum, að leggja mark- vissa áherslu á að efla mannvirðingu í samfélaginu. Mannvirðing byggist á því að sér- hver einstaklingur er dýrmætur og að allir einstaklingar eru jafnir og eiga því jafnan rétt. Þetta er ekki hugsað sem falleg hugmynd sem gott er að setja fram í tækifærisræðum. Bæjarlistinn vill tryggja að að allar ákvarðanir hjá Akureyrarbæ, hvort sem um er að ræða stefnumörkun í málaflokkum eða ákvarðanir er varða ein- staklinga, miði að því að tryggja sem best að öllum sé sýnd eins mikil mannvirðing og unnt er. Dæmi um breytingu á grundvelli mannvirðingar sem Bæjarlistinn vill beita sér fyrir er að öllum ein- staklingum sem þurfa á þjónustu Akureyrarbæjar að halda til lengri tíma, t.d. vegna fötlunar, fé- lagslegrar stöðu eða veikinda, fái sérstakan talsmann. Tals- maður einstaklinga mun fara yfir þjónustuþörf við- komandi og útvega síðan þjónustuna hvort sem það er þjónusta á vegum Ak- ureyrarbæjar, sjúkrahúss- ins á Akureyri eða ríkisins s.s. hjá TR. Í dag þurfa ein- staklingar sjálfir að ganga á milli stofnana til að sækja um þjónustu og oft getur verið erfitt að átta sig á því hvar viðkomandi á rétt á viðeigandi þjónustu. Þetta fyrirkomulag er niðurlægjandi og orkufrekt fyrir fólk sem þegar er undir miklu álagi. Þessi breyting á starfsháttum ætti ekki að vera mjög kostn- aðarsöm þar sem nú þegar er mikið af góðu fólki við störf hjá Akureyr- arbæ, auk þess sem vinnuálag minnkar þegar sami einstakling- urinn þarf ekki að taka tíma margra starfsmanna við að endurtaka frá- sögn sína um aðstæður og þjón- ustuþörf. Með umræddu fyrirkomulagi og samvinnu talsmanna verður einnig mun auðveldara að fylgjast mark- visst með hvort þjónustan sé nógu góð og hvort skortur sé á einhverri þjónustu. Með mannvirðingu að leiðarljósi Eftir Önnu Guðný Júlíusdóttur Anna Guðný Júlíusdóttir Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi f.h. velferðarhóps Bæjarlistans. Það er ófremdarástand í fangelsismálum landsins, eins og fram kemur í fréttum síð- ustu vikna eru menn ekki teknir til afplán- unar í lengstu lög. Við höfum þyngt dóma og hert refsiramma án þess að auka pláss í fangelsum, á þetta bætist svo góður árangur lögreglunnar í „stríðinu“ gegn eiturlyfjum. Þetta hefur og er að hafa slæmar afleiðingar, hópurinn stækk- ar hratt án úrræða. Í þetta er hægt nýta aðalstöðvar Íslands- banka/Glitnis við Kirkjusand ásamt gamla strætósvæðinu og gera það að fangelsi, húsið er virkilega vel til þess fallið og lítur meira að segja út eins og fangelsi, strætósvæðið gæti svo nýst sem viðhaldsplan fyrir ríki og bæ þar sem hægt er að gera við og jafnvel búa til einhverja skemmtilega hluti sem nýtast okkur á þeim skemmtilegu tímum sem framundan eru svo fangelsið getur að vissu leyti rekið sig sjálft. Sérálmu er hægt að gera fyrir fjárglæframennina okk- ar þar sem þeir verða nýttir til að hjálpa til við að gera upp fortíðina. Þar gæti líka farið fram síbrotavistun og frelsissvipt- ing fyrir fíkla til endurhæfingar þar sem ég trúi lítið á að dæma veikt fólk í fangelsi og ég persónulega tel eiturlyfjaneytendur veikt fólk sem þarf hjálp. „Stríðið“ gegn eiturlyfjum sem Nancy Reagan og maður hennar stóðu fyrir er ekki eiginlegt stríð vegna þess að stríð í skilningi þess orðs enda einhvern tímann, þetta mun aldrei taka enda. Þarna væri hægt að kalla saman alla þá að- ila sem vinna að endurhæfingu fíkla og stofna til „Endurhæfingarfangelsis“ sem án spaugs er að miklu leyti byggt á Kardemommubæn- um. Ég er draumóramaður en ég er ekki sá eini og þetta er vel geranlegt. Hver sýnist ykkur vera árangurinn af hertum við- urlögum við eiturlyfjum? Ég hef svarað því fyrir mitt leyti að sá árangur er lítill sem enginn. Gerum fangelsi að freistandi fjárfestingu fyrir ríki og sveitarfélög og notum svo tímann í að endurhugsa þetta stríð gegn eiturlyfjum og refsingar almennt. Kirkjusandsfangelsi leysir allan aðkallandi vanda Eftir Ágúst Má Garðarsson Ágúst Már Garðarsson Höfundur er matreiðslumaður hjá Hjallastefnunni og fram- bjóðandi Besta flokksins í borgarstjórn. Framboðið Fólkið – í bænum býður nú fram í fyrsta sinn í Garðabæ. Frambjóðendur þess eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á málefnum og velferð Garðabæjar og vilja efla þar skapandi og gagnrýna umræðu um bæj- armálin. Í Garðabæ hafa hinir hefðbundnu flokkar boðið fram í áraraðir. Margt hefur verið gert vel en hinu er þó ekki að leyna að lítill hagsmunahópur hefur löngum ráðið för. Hagsmunahópur sem hefur skotið rótum inn í flestar stoðir bæjarfélagsins og komið í veg fyrir eðlilega umræðu um vinnubrögð og áherslur. Það verður fyrsta forgangsverkefni framboðs- listans að hafna slíkum vinnubrögðum. Viðbrögð við framboðinu hjá ríkjandi meirihluta segja best til um nauðsyn þess að Fólkið – í bænum komist að í bæjarstjórn. Reynt hefur verið að hindra framgöngu Fólksins – í bænum með áróðri við stuðningsmenn þess en slíkt fer á svig við ákvæði stjórnarskrár um skoðana- frelsi. Þá er sú umræða að frambjóðendur listans séu tapsárir sjálfstæðismenn úr lausu lofti gripin enda hefur þess verið gætt að nefna ekki í hræðsluáróðrinum að þeirra eigin oddviti og oddviti Fólksins – í bænum höfnuðu hlið við hlið í 5. og 6. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna. Annað forgangsverkefni Fólksins – í bæn- um er að skerpa áherslur í ýmsum málaflokk- um og forgangsraða fjármunum í samræmi við þær. Síðastliðin kjörtímabil hefur ýmiss konar uppbygging átt sér stað en meg- ináherslan verið á ytri umgjörðina og minni á innra starf, m.a. í skólamálum. Margir kunna að efast um þörf á breyt- ingum þar sem Garðabær standi betur en önnur sveitarfélög. Því er til að svara að sú staðreynd að bærinn stendur betur fjárhags- lega byggist ekki á því að rekstur Garðabæjar hafi verið betri en annarra sl. kjörtímabil heldur á arf- leifð fyrri tíma þegar lántökur voru takmarkaðar og því að bærinn hefur hærri útsvarstekjur/ íbúa – sjá mynd: Þeir bæjarbúar sem vilja segja skilið við hagsmuna- pólitík og búa í samfélagi þar sem allir hafa jafnan rétt og vönduð málefnavinna er í forgrunni – setji X við M á kjörseðlinum í Garðabæ. Af hverju nýtt framboð í Garðabæ – Fólkið – í bænum? Ragný Þóra Guðjohnsen Ragný Þóra Guðjohnsen Höfundur er oddviti M-lista, Fólksins – í bænum, í Garðabæ. Ekki blæs byrlega í at- vinnumálum þjóðarinnar um þessar mundir. Yfir sextán þúsund manns eru atvinnulausir og lítil batamerki sjást. Að- gerðaleysi ríkisstjórn- arinnar er algert. Nán- ast engin áform eru uppi um nýtingu auðlinda þjóðarinnar svo sem vatns- og gufu- orkunnar. Þar virðist vera allt í frosti og hver höndin er uppi á móti annarri í ríkisstjórninni. Lífeyrissjóðirnir eru tilbúnir að fjármagna verkefni í vega- gerð og virkjunarframkvæmdum en þau mál eru stopp í ríkisstjórninni. Staðan hjá okkur í Kópavogi er tals- vert önnur en í nágrannasveitarfélög- unum í byggingarmálunum. Í dag eru einungis 50 til 60 íbúðir tilbúnar og auðar en voru yfir 200 fyrir rúmu ári síðan, þannig að það er alveg ljóst að þessar auðu íbúðir munu seljast eða leigjast á þessu ári. Það vantar hins vegar tilfinnanlega smærri íbúðarein- ingar, frá 70-100 m² að stærð, bæði í sérbýli og fjölbýli. Unga fólkið okkar hættir ekki að vera til og vandamálið í dag er að einingarnar eru of stórar og dýrar. Það er mitt mat að markaður verði fyrir minni íbúðir strax á næsta ári. Breyta þarf skipulagi á nýbyggingasvæðunum fyr- ir smærri einingar. Með þessu móti er hægt að koma byggingariðnaði aft- ur í gang. Þetta mun skapa hundruð starfa og verð- mætasköpun strax á næsta ári. Kópavogsbær getur einnig létt undir með bygg- ingaraðilum með því að kaupa leiguíbúðir fyrir fé- lagsþjónustuna og rýmka greiðslur á byggingaréttargjöldum. Bæði Samfylking og vinstri grænir eru með „Kópavogsbrú“ sem að- alstefnumál sitt.Vilja kaupa hálfkar- aðar byggingar af bönkum, ljúka þeim og leigja. Til að þetta sé hægt þarf bæjarsjóður að skuldsetja sig um milljarða króna til að fjármagna ævintýrið. Með því er verið að senda skattgreiðendum reikning fyrir óá- byrg kosningaloforð. Það þarf ekki mikinn fjármálasnilling til að sjá að þetta dæmi gengur aldrei upp. Þetta lýsir í hnotskurn fjármálaviti vinstri- flokkanna, en þeim er alltaf fyr- irmunað að ráðstafa fjármunum af hagsýni og ábyrgð eins og dæmin sanna frá þeirra valdatíð hér í Kópa- vogi. Kópavogsbrú vinstri- flokkanna er rugl Eftir Gunnar I. Birgisson Gunnar I. Birgisson Höfundur er bæjarfulltrúi og fyrrver- andi bæjarstjóri í Kópavogi. Kosningar 2010 w w w . m b l . i s / k o s n i n g a r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.