Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2010 ✝ Sýrus GuðvinMagnússon fædd- ist 27. desember 1931 á Hellissandi. Hann lést á Landakoti 8. maí síðastliðinn. For- eldrar Sýrusar voru hjónin Ásta Gilslaug Sýrusdóttir, f. 16.4. 1890, d. 31.7. 1966, og Magnús Ólafsson, f. 19.9. 1890, d. 10.2. 1969. Sýrus ólst upp í stórum systkinahópi í Fáskrúð á Hellissandi. Systkini hans voru: Hallbjörn og Kristján Guðmundur er létust báðir í frumbernsku. Níu systkini komust á legg: Hallfríður, Kristmundur, Gestur Bergmann og Ester en þau eru öll látin. Eftirlif- andi systkini Sýrusar eru Ólafur Oddgeir og Hrefna. Sammæðra voru Hlöðver og Guðrún Einara Þórðarbörn, bæði látin. Sýrus giftist eftirlifandi eig- inkonu sinni Matthildi Katrínu Jónsdóttur frá Djúpavogi, f. 27.11. 1934, og eignuðust þau þrjú börn. 1. Viðar, f. 3.6. 1958, kvæntur Elsu Ólafsdóttur. Viðar á tvo syni, Stefán Örn og Heimi Frey. 2. Ásta Kristín, f. 20.5. 1960, gift Jóni Bern- harði Þorsteinssyni. Ásta á þrjá syni, Andra Pétur, Aron Ísak og Ruben Remý. 3. Reynir, f. 29.4. 1966, börn hans eru Lísa Karen og Alex Daði. Sýrus bjó lengst af í Kópavoginum og síð- ast í Lækjasmára 8 í Kópavogi. Sýrus nam ungur renni- smíði hjá Steðja og var mikill hag- leikssmiður. Lengst af starfaði hann hjá Neon og Neon-þjónustunni, bæði sem verkstjóri og síðar með- eigandi. Sýrus var mikill söng- maður og söng m.a. í Samkór Kópa- vogs og Snæfellingakórnum. Sýrus dvaldi á Landakoti síðustu mánuði ævi sinnar og naut þar einstakrar umönnunar. Útför hans fer fram frá Digra- neskirkju í Kópavogi í dag 20. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Ástkær faðir okkar hefur kvatt okkur og þessu jarðlífi hans því lok- ið. Minningin um einstakan föður lif- ir í minningum okkar svo lengi sem við lifum. Við systkinin vorum ótrú- lega heppin að fá að alast upp í slíkri fjölskyldu þar sem við vorum umvaf- in ást, hlýju og öryggi alla okkar barnæsku. Pabbi studdi okkur í öllu því sem við tókum okkur fyrir hend- ur, hvort heldur sem það varðaði nám eða atvinnu, vildi að við stæðum okkur vel þó svo að hann hefði aldrei sett á okkur neinn þrýsting. Margar ljúfar minningar streyma í hugann þessa dagana þó að sorgin sé ekki langt frá. Pabbi var einstakt ljúf- menni og skipti aldrei skapi og þar af leiðandi ólumst við upp í miklu jafnvægi og öryggi sem var einstök blessun og gott veganesti út í lífið. Pabbi var einkar handlaginn og féll aldrei verk úr hendi hvort sem það var í vinnunni eða heima, hann var einstakur uppfinningamaður og afar handlaginn og fann leið út úr öllum vandamálum. Bílskúrinn hans á Borgarholtsbrautinni var lítið fram- leiðslufyrirtæki og þar renndi hann í rennibekknum sínum lampa, hús- gögn og ýmislegt annað, vorum við systkinin aldrei langt frá og fengum jafnvel stundum að fara í vinnuna með honum í Neon og hjálpa aðeins til en sennilega mest til að þvælast fyrir. Pabbi reiddist okkur aldrei og ef við vorum óþekk talaði hann bara rólega til okkar og við hlýddum strax, annað kom ekki til greina. Okkar bestu bernskuminningar eru úr Kjósinni en þar byggðu pabbi og mamma fallegan sumarbústað ásamt fjórum systkinum pabba og fleira skyldfólki. Þau voru frum- byggjar í Eilífsdalnum og öllum frí- um fjölskyldunnar var varið í bú- staðnum. Pabbi smíðaði bæði bústaðinn, innréttingarnar og hús- gögnin sem í honum voru, ekkert var honum ofviða í þeim efnum. Í daln- um eyddum við ótal ánægjustundum í leik og starfi ásamt frændsystk- inum okkar, minningarnar úr daln- um eru sveipaðar ævintýraljóma enda margt spennandi brallað í þá daga. Árið 1996 urðu mikil þáttaskil í lífi pabba og okkar allra því þá fékk hann mjög alvarlegt hjartaáfall og var vart hugað líf en auðvitað vakn- aði pabbi úr dáinu en varð aldrei samur aftur því að minnið bilaði í kjölfarið. Pabbi átti samt mörg góð ár, eftir þó svo að þrekið og starfs- gleðin hefði minnkað til muna. Að lokum náði óvinurinn mikli, dauðinn, yfirhöndinni og hann dó eftir nokk- urra mánaða legu á Landakoti þar sem hann naut einstakrar umönn- unar starfsfólksins. Pabbi var mikill söngmaður og gladdi marga með söng sínum, hann söng fram í and- látið starfsfólki og sjúklingum á Landakoti til mikillar gleði. Okkur systkinin langar til að þakka elsku- legri móður okkar fyrir þá óeigin- gjörnu og ástríku umönnun sem hún sýndi pabba allan þann tíma sem hann var veikur, hún gerði allt sem í hennar valdi stóð til að létta honum lífið og aðstoða í veikindum hans og því munum við systkinin aldrei gleyma. Við biðjum algóðan Guð að geyma pabba í minningu sinni svo að hann fái upprisu þegar paradísin verður að veruleika og gefa mömmu styrk í hennar miklu sorg og sökn- uði. Viðar, Ásta og Reynir. Okkur bræðurna langar til að minnast elskulegs afa okkar með þessu fallega ljóði. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku amma, mamma, Viðar og Reynir, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð í sorginni, minningin um yndislegan afa mun lifa með okk- ur. Andri, Aron og Ruben. Hinn 8. maí sl. andaðist mágur minn og vinur Sýrus Guðvin Magn- ússon frá Fáskrúð á Hellissandi á sjúkrahúsinu Landakoti í Reykjavík. Söknuður nú eftir stendur, en sjálfur tíminn lækna kann. Tíminn tifar, en ekki bindur, trúðu bara, á sjálfan, hann. ( A. Alex.) Sýrus fór ungur að heiman og til náms í Reykjavík. Hann lærði renni- smiði í Vélsmiðjunni Steðja í Reykjavík. Sýrus þótti nettur og góður smiður og bera verkin hans vott um það. Sýrus var heiðarlegur, kurteis og sérlega ljúfur maður í allri framkomu. Hann vann sér því fljótlega vináttu og virðingar fjölda fólks. Sýrus gekk í hjónaband 1957 með Matthildi Katrínu Jónsdóttur. Þau eignuðust þrjú vænleg börn, sem eru,Viðar, f. 1958, Ásta, f. 1960, og Reynir, f. 1966. Þau hjónin Matthild- ur og Sýrus voru ein með þeim fyrstu sem byggðu sér sumarhús í Eilífsdal í Kjós, þar sameinuðust flest af Sýrusar systkinum um að koma sér upp sumarhúsi, og þar eiga börnin þeirra og hinna systkinanna sínar dýrmætustu minningar. Sýrus réðst fljótlega eftir námið til Neon ljósagerðar, og eignaðist síðar hlut í því fyrirtæki, hann bar það fyrirtæki ávallt fyrir brjósti, enda dafnaði það ört, fljótlega þurfti að stækka og styðja það. Sýrus var þar við störf þar til hann seldi sinn hlut og hætti störfum. Sýrus varð fyrir því óláni að veikjast og fékk slag, sem dró hann næstum til dauða, en hann komst ótrúlega vel frá því, með traustri umönnun Matt- hildar og barnanna. En árin líða allt- of hratt. Það finnum við þegar komið er yfir miðjan aldur og hefur Sýrus ekki sloppið við það frekar en aðrir. Nú þegar komið er að skilnaðar- stund bið ég góðan guð að vaka yfir eiginkonu og börnum hans og fjöl- skyldum þeirra og öllum öðrum ætt- ingjum. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Eiginkonu og börnum Sýrusar og öllum öðrum aðstandendum votta ég dýpstu samúð mína. Alexander Alexandersson. Sýrus, móðurbróðir okkar, er lát- inn. Hann var næstyngstur systk- inanna frá Fáskrúð á Hellissandi og næstur í aldri við mömmu. Það var alltaf mjög kært á milli þeirra og nutum við systur þeirrar gæfu að fjölskylda Sýrusar flutti á Borgar- holtsbrautina í næsta nágrenni við okkur í vesturbæ Kópavogs. Við krakkarnir kynntumst vel og geng- um í sömu skóla. Sýrus munum við sem glettinn, stríðinn og skemmtilegann frænda það var alltaf stutt í dillandi hlát- urinn og ekki var leiðinlegt að syngja með honum eins og öllum systkinunum frá Fáskrúð. Við syst- ur, ásamt mömmu, Óla bróður þeirra, Sýrusi, Möttu og Ástu dóttur þeirra sungum saman í Samkór Kópavogs til nokkurra ára þar söng Sýrus tenór, og seinna meir fóru mamma, Sýrus og Matta ásamt Hrefnu systur þeirra í Snæfellinga- kórinn. Sérstaklega viljum við þakka öll árin í Kjósinni en þar undum við krakkarnir okkur vel saman þar sem foreldrar okkar og systkinin höfðu reist heilt sumarhúsahverfi. Við vilj- um þakka Sýrusi samfylgdina og vottum elsku Möttu, Viðari, Ástu, Reyni og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Hvíl í friði kæri frændi. Hjördís, Bára og Erla Alexandersdætur. Þá er sá mæti maður Sýrus Magn- ússon fallinn frá eftir langvarandi Sýrus Guðvin Magnússon Inga kennari er látin. Fallegasti og besti kennarinn hefur kvatt okkur. Sú sem hvað mestu máli skipti á mikilvægustu árunum, þegar fyrstu skrefin voru tekin út í lífið, er dáin og verður sárt saknað.. Ég var orðinn níu ára þegar ég kom til Ingu í 9 ára G í Laugarnes- skóla. Ég streittist á móti, vildi ekki fara frá Jakobi Sveinssyni í Austurbæjarskóla, þar sem ég hafði verið í sjö og átta ára bekk, grét sáran en varð að hlýða. En mikið voru tárin fljót að þorna þeg- ar þessi yndislega kona bauð mig velkominn í bekk hjá sér. Ég hafði ekki séð svona fallegan kennara áð- ur. Hún þurfti ekki að beita aga, því að hann kom af sjálfu sér. Hún vakti hjá okkur heilbrigðan metnað og áhuga á náminu en líka á lífinu fyrir utan kennslustofuna. Hún hvatti okkur til tónlistarnáms, lét okkur æfa upplestur og leikrit fyrir Inga Þorgeirsdóttir ✝ Inga Þorgeirs-dóttir fæddist á Hlemmiskeiði á Skeiðum 2. febrúar 1920. Hún lést 30. apríl 2010. Útför Ingu fór fram frá Hallgrímskirkju 10. maí 2010. skólaskemmtanir og í minningunni er það einsog engir aðrir hafi komist að en okkar bekkur á jóla- og páskaskemmtun- um. Aldrei hefði ég far- ið í Barnamúsíkskól- ann til Róberts Abra- hams ef ekki hefði verið fyrir Ingu og enn bý ég að því. Ég á minningu um það þegar Róbert, sem var mér sem faðir, leyfði sér að kalla mig frekan að Ingu móður minni og Ingu kennara áheyrandi, vafalítið ekki að ástæðu- lausu. Þær tóku þetta hins vegar óstinnt upp báðar tvær og ætluðu að reka þetta ofan í hann. Róbert minn vildi nú ekki kyngja því mót- bárulaust og niðurstaðan varð sú að það mætti kannski kalla mig frakkan á stundum. Þannig lét Inga sér annt um mig og minn orðstír, rétt einsog hún væri móðir mín. Þegar ég leit til Ingu á seinni ár- um tók ég eftir því að hún var ekk- ert búin að sleppa hendinni af okk- ur bekkjarsystkinunum. Hún var enn vakandi fyrir velferð okkar jafnvel þótt hálf öld væri liðin síðan við kvöddum hana, 12 ára bekkur G, vorið 1960. Inga kennari átti alltaf heima á Hofteignum í næsta húsi við skól- ann og þar uxu dætur hennar og frömuðarins Ingólfs Guðbrands- sonar upp. Við nemendurnir fórum ekki á mis við þann fríða flokk stúlkna sem lögðu nær allar fyrir sig tónlist með þvílíkum glans að eftir þær liggur einstætt brautryðj- andastarf rétt einsog föður þeirra. Allt þetta gerðist undir handarjaðri Ingu, fyrir hvatningu hennar og fylgd. Það hafði óneitanlega sterk og smitandi áhrif á nemendahópinn að fylgjast með dætrum hennar Ingu og afrekum þeirra. Ég á fallega minningu af Ingu á síðasta afmælisdeginum hennar þegar hún varð níræð. Hún hafði þá orðið fyrir áfalli sem truflaði tal hennar en hún skildi mig og ég hana. Hún var jafn glæsileg og æv- inlega, ljómandi í reisn sinni og virðingu, fögur og glöð, sveitastúlk- an af Skeiðunum sem hafði komið á mölina og gerst besti og fallegasti kennari sem sögur fara af. – Minn- ing þín lifir. Sveinn Rúnar Hauksson. Með fátæklegum orðum kveðjum við ástkæra konu og einlægan vin. Orðin kærleikur og ljós lifa í hjarta okkar um þessa einstöku konu, Ingu Þorgeirsdóttur, og á heiðríkum himni skín minningin um þá væntumþykju sem ævinlega var bundin henni í okkar huga. Hún var drottning og alþýðu- kona í senn, glæsileg og einlæg. Kennari af Guðs náð, sem þurfti ekki að beita öðru valdi en því að veita af auðlegð anda sins og end- urskini síns hreina sálarspegils. Fyrir allt það, sem Inga Þor- geirsdóttir veitti okkur og þá miklu gjöf sem við hlutum með fölskva- lausri vináttu hennar, eru forsjón- inni fluttar þakkir og lof. Það lán, að mega eiga Ingu að, verður þó aldrei fullþakkað. Skáldið Sigurður Breiðfjörð orti: „Veröld má sinn vænleik sjá í vatnabláum speglum“/. Veröld okkar má sinn vænleik sjá í vináttunni við þá yndislegu konu, Ingu Þorgeirsdóttur, sem við kveðjum nú með þakklæti, en trega. Innilega samúð vottum við dætr- um hennar, mökum, ömmubörnum og fjölskyldum þeirra. Jón Hlöðver, Sæbjörg og börn þeirra: Sigurbjörg, Hrund og Heimir Freyr. Ungur og lítt reyndur kennari kom ég í Laugarnesskólann haustið 1949. Þar var fyrir margt mætra manna og í hópi þeirra var Inga Þorgeirsdóttir. Hún vakti strax at- hygli mína fyrir blátt áfram fram- komu sína og hlýtt viðmót. Inga lauk almennu kennaraprófi 1943 og var því búin að vera kenn- ari í 6 ár við skólann, þegar mig bar þar að garði. Hún lauk einnig söngkennaraprófi þetta sama ár frá Kennaraskólanum og sýnir það vel eins og berlega kom í ljós síðar, að hún vildi alltaf búa sig sem best undir komandi störf. Allmargir kennarar við skólann reistu sér hús við Hofteig steinsnar sunnan við skólann og í hópi þeirra voru þau Inga og Ingólfur. Oft gátu þessir kennarar leigt ungum kennurum við skólann herbergi eða íbúð og því má segja, að þarna hafi mynd- ast eins konar kennaraþorp. Ég hef það líka fyrir satt frá fyrstu hendi, að það hafi verið gott að alast upp á Hofteigstorfunni. Stutt var í skól- ann og gangstígurinn í gamni nefndur menntabraut eða þá, að kennarar og nemendur gengju menntaveginn! Svo líða stundir fram. Annar grunnskóli er reistur í Laugarnes- inu norðan Sundlaugarvegs, Laugalækjarskólinn, og tók hann til starfa haustið 1960 og er því 50 ára um þessar mundir. Við þessar breytingar fluttust margir kennar- ar sjálfkrafa yfir í hinn nýja skóla. Inga var ekki í þeim hópi, en haust- ið 1964 sótti hún um stöðu við skól- ann og var það auðsótt mál. Inga Þorgeirsdóttir var frábær kennari. Hún kaus að kenna á unglinga- stiginu og fljótt kom í ljós sú gagn- kvæma virðing, sem skapaðist milli nemendanna og hennar. Í fasi þess- arar ljóshærðu og myndarlegu konu var eins konar sambland af reisn og virðingu, eigi að síður var hún alþýðleg, nánd hennar var góð, hún var félagslynd og féll vel inn í kennarahópinn og kunni hvort tveggja að segja frá og hlusta á aðra. Ingu dugði ekki kennslan ein. Áhugi hennar á viðbótarmenntun var til fyrirmyndar. Hún sótti fjöl- mörg námskeið bæði erlendis og hér heima, má þar nefna þjóð- minjafræði, myndlist, íslensk fræði og leikræna tjáningu á árunum 1974-1977. Þannig einbeitti hún sér að því að auka þekkingu sína. Þrjú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.