Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2010 Kvöldið áður en elsku amma mín dó var hún sárlasin og átti erf- itt með mál. Hún hafði þó þrek til að þakka af öllu hjarta fyrir að vera orðin hitalaus. Þegar ég kvaddi hana þetta sama kvöld og bað hana um að láta sér batna brosti hún út í annað og sagðist ætla að gera sitt besta. Hún gerði sitt besta. Amma mín gerði alltaf sitt besta og þakklætið var aldrei langt undan. Lífið hlífði ömmu ekki við áföllum. En það er ekki það sem verður á vegi okkar sem skiptir máli heldur hvernig við bregðumst við því. Amma mín stóð Sigfríður Theódórsdóttir Bjarnar ✝ Sigfríður Theó-dórsdóttir Bjarn- ar kennari fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1920. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 9. maí sl. Útför Sigfríðar fór fram frá Kópavogs- kirkju 19. maí 2010. flestum framar í að snúa sorg í gleði og missi í þakklæti. Sjálfsvorkunn átti hún ekki til. Hún var óend- anlega þakklát fyrir ástríka fósturforeldra eftir að hafa sem barn misst báða foreldra sína og eftir barnsmissi þakkaði hún fyrir til- hlökkunina, vonirnar og draumana. Ekkert af áföllum ömmu varð alvöru hindranir heldur nýtti hún þau til lærdóms og þroska og dýpkaði þannig rýmið í hjartanu fyrir kærleika og þakklæti. Amma hafði áhuga á lífinu. Hún var mikill listunnandi hvort heldur listin var mannanna verk eða náttúrunnar. Hún kunni að njóta þess smáa og átti auðvelt með taka eftir fegurð hvers- dagsins. Enga hef ég þá manneskju hitt sem hefur haft jafnmikinn og ein- lægan áhuga á öðru fólki. Hún hafði áhuga á uppruna fólks, námi, starfi og síðast en ekki síst hugsunum þess, vonum og þrám. Hún gaf sér tíma til að líta á hverja manneskju sem per- sónu, hversu stóru eða smáu hlutverki sem hún gegndi í lífi hennar. Við sem stóðum henni næst nutum þessara eiginleika enn betur. Amma hafði áhuga á öllu sem við tókum okk- ur fyrir hendur. Ef hún var ekki við- ræðuhæf um það í upphafi þá bara kynnti hún sér málið. Skarpgreind og fróðleiksfús sem hún var átti hún svo sem ekki í vandræðum með að setja sig inn í hlutina. Amma var afar þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að mennta sig og var mikilvægi menntunar henni hugleikið alla tíð. Hún starfaði sem kennari og síðustu kennsluárin sem sérkennari. Hún hafði mikla samúð með börnum sem áttu erfitt með nám og þær voru ófáar sögurnar sem hún sagði mér af sætum sigrum skjólstæð- inga sinna. Sérlega minnisstæður er mér glampinn í augum hennar þegar hún sagði mér söguna af drengnum sem hafði það að markmiði að geta lesið á pakkana sína ein jólin. Það tókst. Já, amma var kennari af guðs náð og sjálf hef ég orðið þeirrar gæfu að- njótandi að vera nemandi hennar alla mína tíð. Amma var ekki bara þátttak- andi í að kenna mér að lesa og skrifa heldur kenndi hún mér mikilvægi Fallin er frá, langt fyrir aldur fram, Margrét Jósefína Ponzi. Ég minnist Margrétar fyrst þeg- ar ég slysaðist með kunningja mín- um í afmæli til Margrétar, þar sem hún var liðlega tvítug. Þá bjó hún í næsta húsi við Háteigskirkju. Í af- mælinu dró hrokkinhærður maður fram „Fjárlögin“ og byrjaði að leika á flygilinn. Afmælisgestir söfnuðust margir að flyglinum og sungu með. Þessi söngur endaði með því að organistinn, dr. Orthulf Prünner, „sjanghæjaði“ mig í Há- teigskirkjukórinn. Þar var einn kórfélaganna auðvitað hún Mar- Margrét Jósefína Ponzi ✝ Margrét JósefínaPonzi fæddist í Reykjavík 2. maí 1961. Hún lést á sjúkrahúsi í Bologna á Ítalíu 18. mars síð- astliðinn. Minningarathöfn um Margréti var haldin í Mosfells- kirkju, Mosfellsdal, 2. maí 2010. grét. Þannig varð því að við hittumst aldrei sjaldnar en tvisvar í viku eftir þetta, oft- ast þrisvar. Margrét var auðvitað mjög góður söngvari og var vissulega lang- samlega fremst með- al jafningja í kórnum. Það var gaman að kynnast Margréti. Hún hafði yndislega nærveru. Hún virtist alltaf geisla af gleði, sem sást einnig í tindrandi augnaráði hennar. Ávallt stutt í brosið og gleðina. Það var ávallt gaman á kóræfingum með Margréti, ekki síst vegna hins ótrúlega þolinmóða og ljúfa kór- stjóra, sem er sennilega einhver besti organisti sem hefur starfað á Íslandi. Þá var Margrét framtakssöm umfram marga aðra, en hún opnaði heilsubar með vinkonu sinni í litlu garðhúsi á Vesturgötu 7. Þar var hægt að fá ferskan nýpressaðan appelsínusafa og þess háttar. Þar fékk hún mig til að halda opn- unarræðu, en það var mér ljúft og skylt að mæra slíka framtakssemi. Það kom mér því ekki á óvart þeg- ar ég frétti að hún starfrækti söngskóla á Ítalíu. Eftir einhvern tíma fór hún í heimsflakk og var því sjaldnar á landinu. Þó hittumst við alltaf ann- að slagið þegar hún kom til lands- ins. Það var alltaf gaman að um- gangast Margréti. Hún létti lundina með nærveru sinni og lífs- gleði. Söngvari var hún góður eins og fyrr segir, en sönggenin átti hún auðvitað ekki langt að sækja, en móðir hennar er auðvitað lands- þekkt fyrir góðan söng og ljúf- mennsku, auk þess að þjálfa presta og prestsefni í söngtækninni. Ég man hvað það kom mér alltaf á óvart hversu mikinn raddstyrk Margrét hafði, með svona nettan líkama. Í huga mínum voru „stór- dívur“ í sópran ávallt barmmiklar og vel þéttar. Þess þurfti Margrét greinilega ekki með til að skara fram úr í söng og styrk, og tónviss var hún auðvitað. Margrét var myndarleg og falleg kona, hnar- reist og hafði fallega framkomu og hæfði vel í hin ýmsu hlutverk óp- eruheimsins. Nú er skarð fyrir skildi hjá fjöl- skyldu Margrétar. Margrét er sofnuð, en við örvæntum ekki því Drottinn segir um efsta dag í Guð- spjalli Jóhannesar: „… þegar allir þeir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust Hans og ganga fram, þeir, sem gjört hafa hið góða, munu rísa upp til lífsins.“ Í trausti þessa fyrirheits Frelsarans getum við sem lifum hana vonast til að hitta hana á ný í himneskum heim- kynnum í fyllingu tímans. Þangað til verðum við að minnast góðrar vinkonu og þakka allar góðu stundirnar, og þreyja þorrann með Guðs styrk. Ég sendi fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur og bið þeim Guðs blessunar og styrks. Megi Margrét Jósefína hvíla í friði. Kópavogi, 29. apríl Þorsteinn Halldórsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ERNA JÓNSDÓTTIR, Hvassaleiti 58, andaðist á líknardeild Landspítala Landakoti fimmtudaginn 6. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Skúli Már Sigurðsson, Sigrún Einarsdóttir, Gísli Jón Sigurðsson, Þorbjörg Jónsdóttir, Örn Sigurðsson, Una Guðlaug Haraldsdóttir og barnabörn. ✝ Elsku hjartans drengurinn okkar, bróðir, barnabarn og frændi, KRISTÓFER DARRI ÓLAFSSON, lést af slysförum á gjörgæsludeild Landspítalans mánudaginn 17. maí. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Barna- spítalasjóð Hringsins, sími 543 3700. María Magdalena Steinarsdóttir, Ólafur Haukur Hákonarson, Emilía Þóra Ólafsdóttir, María Jolanta Polanska, Steinar Þór Guðjónsson, Kristín Kristjánsdóttir, Hákon Hákonarson, aðrir ættingjar og vinir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR HANNES FINSEN fv. forstjóri, Vesturgötu 50a, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 16. maí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 27. maí kl. 15.00. Guðbjörg A. Finsen, Guðrún Finsen, Bjarne Wessel Jensen, Aðalsteinn Finsen, Hulda Hrönn Finsen, Sigríður Finsen, Magnús Soffaníasson, barnabörn og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, PÁLÍNA KJARTANSDÓTTIR, Fellsmúla 10, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðju- daginn 18. maí. Útförin fer fram frá Grensáskirkju þriðjudaginn 25. maí kl. 15.00. Sigrún Haraldsdóttir, Jón S. Ástvaldsson, Bergþóra Haraldsdóttir, Guðmundur Ómar Þráinsson, Herdís Haraldsdóttir, Kjartan Haraldsson, Sigríður E.M. Biering og ömmubörn. ✝ Móðir mín og tengdamóðir, amma okkar og lang- amma, JÓHANNA SÆMUNDSDÓTTIR fyrrv. handavinnukennari og húsmóðir á Ísafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum mánudaginn 17. maí. Útför hennar verður tilkynnt síðar. Sighvatur Björgvinsson, Björk Melax, Elín K. Sighvatsdóttir, Sigþór Örn Guðmundsson, Björgvin S. Sighvatsson, Dóra Valdís Gunnarsdóttir, Rúnar S. Sighvatsson, Alma Kovac, Bryndís og Nicholas Mavrou og barnabarnabörn. ✝ Bróðir okkar og vinur, BJARNI RUNÓLFSSON frá Bakkakoti 1 í Meðallandi, Hjallatúni, Vík í Mýrdal, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í Meðallandi laugardaginn 22. maí kl. 14.00. Guðni Runólfsson, Runólfur Runólfsson og aðrir vandamenn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRDÍSAR AÐALBJARGAR ÞORVARÐARDÓTTUR, Digranesheiði 35, Kópavogi. Þorgeir Þorbjörnsson, Erla Vigdís Kristinsdóttir, Sigurgeir Þorbjörnsson, Hlín Gunnarsdóttir, Jón Baldur Þorbjörnsson, Auðbjörg Bergsveinsdóttir, Þorvarður Ingi Þorbjörnsson, Arinbjörn Þorbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.