Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2010 Amma Hulda er glæsilegasta og falleg- asta gamla kona sem ég hef séð. Amma Hulda var reyndar alltaf glæsileg og falleg kona. Og afskaplega skemmti- leg. Nú hefur hún loks fengið hvíld- ina sína, hvíld sem hún var svo sann- arlega búin að vinna fyrir. Ævi ömmu var góð ævi, hún var gleðileg ævi og hún færði öðrum gleði og ánægju með tilveru sinni. Amma Hulda hefur einhvern veg- inn alltaf, frá því ég man fyrst eftir mér, verið ættarhöfðingi. Á ættar- óðalinu á Seljavegi bjó Edda dóttir hennar á 2. hæð með manni og börn- um og Hörður, sonur hennar og pabbi minn, á efstu hæð með mömmu og okkur bræðrum. Á 1. hæð bjuggu svo amma og afi, og það var amma sem fór með stjórn mála á þessu ætt- aróðali. Amma sá um súpuna, ham- borgarhrygginn og frómasinn á jól- unum og las að sjálfsögðu upp öll jólakortin. Hún sauð hangikjötið á jóladag og hún stjórnaði púkkinu sem öll fjölskyldan spilaði á jóladags- kvöld. Svo tók fjölskyldan slátur og þá var amma verkstjórinn í þvotta- húsinu. En ekki hvað? Það var sama hvað til stóð hjá fjölskyldunni, alltaf stóð amma í stafni og sá til þess að allt færi rétt og vel fram. Amma Hulda kenndi mér að lesa, hún passaði okkur börnin, hún bak- aði pönnukökur og svo áttum við barnabörnin alltaf fulla fataskápa af lopapeysum, vettlingum og sokkum. Enda rann undan prjónunum hennar ömmu eins og heil prjónastofa væri í stofunni. Samt voru alltaf til heitar pönnukökur í eldhúsinu. Svo liðu árin og þegar amma var rúmlega sextug dó afi. En amma lagðist ekki í kör, öðru nær, hún fór að lifa lífinu af tvöföldum krafti. Hún Huld Kristmannsdóttir ✝ Huld Kristmanns-dóttir fæddist í Steinholti, Vest- mannaeyjum, 19. febrúar 1917. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 10. maí 2010. Útför Huldar fór fram frá Fossvogs- kirkju 19. maí 2010. og Veiga systir hennar lögðust í ferðalög og þvældust um alla heima og geima eins og sannkallaðar heimsdömur, sem þær svo sannarlega voru. Og það var sama hvar amma kom, alltaf skyldi gripið í spil og spiluð að minnsta kosti ein berta. Ég fór til Danmerk- ur til náms þegar amma var tæplega sjö- tug. Þrátt fyrir það var amma sú sem heimsótti mig hvað oft- ast þann áratug sem ég bjó þar. Enda alltaf á faraldsfæti. Ein heimsókn er mér minnisstæðari en aðrar. Þá höfðu amma og Veiga verið í Taílandi og kíktu við hjá mér á heimleiðinni. Við skoðuðum myndir úr ferðinni og allt í einu rekur mig í rogastans: „Hvað er eiginlega á seyði hérna?“ „Æ hún amma þín vildi endilega prófa að fara í fallhlífarstökk,“ sagði þá Veiga eins og ekkert væri. Svo hlógu þær eins og skólastelpur og fengu sér annan Tuborg. Amma var sjötug. Síðustu árin fór heilsu ömmu hrak- andi og minnið varð gloppóttara. Eitt breyttist þó aldrei; það var stóra fal- lega einlæga brosið á andliti ömmu. Hún var svo brosmild og hún fyllti umhverfi sitt og þá sem umgengust hana gleði. Þegar ég sagði henni að yngsta langömmubarnið hennar væri fætt á afmælisdaginn hennar ljómaði hún af gleði … í hvert einasta sinn. Amma Hulda er nú farin til fundar við afa Árna og Herðina sína tvo sem hún elskaði alla tíð svo heitt. Þar verður vel tekið á móti henni og alveg ábyggilega tekin ein berta eða tvær. Við sem eftir sitjum þökkum ömmu Huldu fyrir allt sem hún gaf okkur og allt sem hún var okkur. Sem var ekki svo lítið. Jóhann Hlíðar Harðarson. Elsku amma, það bærast með mér blendnar tilfinningar nú þegar þú hefur kvatt okkur – í senn sorg, sökn- uður og gleði. Gleði vegna þess að ég er þess fullviss að þú ert nú með 30 punkta hendi og ert að taka pabba, Árna afa og Veigu í karphúsið í brigde. Ég mun ávallt minnast stundanna á Seljavegi, þar sem rifsið var tínt undir lok sumars og gott var að vera í garðinum þínum, Púkk spilað af krafti í kringum hátíðir og nóg af Elvis plötum til að sitja dáleiddur að hlusta á. Ég minnist þín sem glæsilegrar konu með kímnigáfuna í lagi, þú gast ósjaldan komið mér til að hlæja. Sá hæfileiki var vel metinn í ferðalaginu sem við fórum saman eftir fráfall pabba, þú léttir andrúmsloftið með kímni þinni og varst til staðar fyrir mömmu á erfiðum stundum. Ég kveð þig, elsku amma, með þakklæti í hjarta fyrir allar góðu stundirnar og veit að þú ert sátt og sæl í góðum félagsskap. Brynjar Skjöldur Harðarson. Elskuleg amma okkar er fallin frá. Amma Huld var einstaklega bros- mild og glaðleg kona og skemmtileg- asta amma sem hægt var að hugsa sér. Við ólumst upp í sama húsi og amma og afi bjuggu í og það var gam- an og gott að alast upp á Seljavegi 25. Þar var alltaf einhver heima á ein- hverri hæðinni, verið að spjalla, spila á spil og skemmta okkur saman. Amma Huld var hlý og einlæg og hún var mikil og góð nærvera börnunum okkar sem eiga ljúfar minningar um skemmtilega langömmu sem var hress og kát og spilaði á spil við þau. Amma ferðaðist mikið með okkur fjölskyldunni og það voru ófáar ferð- irnar þar sem við, foreldrar okkar og amma fórum í alls kyns ferðalög um heiminn og alltaf setti amma ákveð- inn svip á ferðirnar með skemmtileg- um tilsvörum, uppákomum og spila- mennsku. Henni fannst bridge eitt það skemmtilegasta sem hægt var að gera og spilaði mikið, var í spila- klúbbum en að vera í góðum fé- lagsskap var hennar líf og yndi. Hún var mikil hannyrðakona, prjónaði, saumaði og heklaði og það lék allt í höndunum á henni. Hún sat aldrei auðum höndum og við vorum alveg hissa sem börn á því hvernig var hægt að prjóna lopapeysu og horfa á sjónvarpið samtímis. Amma hafði næmt auga fyrir hlut- um og hönnun og það var ákaflega gaman að sýna henni fallega muni og ræða við hana en hún átti yfirleitt til eitthvert skemmtilegt tilsvar. Hún var mikil dama og alltaf svo huggu- lega klædd, átti föt sem hétu eftir kvikmyndastjörnum og hugsaði fyrir öllum smáatriðum. Tíminn var kominn og hvíldin er góð. Að baki er löng og viðburðarík ævi full af skemmtilegum minningum sem við fjölskyldan notum til að fylla upp í tómarúmið sem hefur myndast í okkar lífi. Á það sérstaklega við um Eddu, móður okkar, sem hugsaði um móður sína af einskærri hlýju og natni, enda var samband þeirra mæðgna alveg sérstakt og hennar missir mikill. Við þökkum ömmu fyr- ir skemmtilega samfylgd og erum þess fullviss að á himnum verður nú hlegið meira, skálað í sérríi og spilað bridge. Huld og Ólafur. Elsku amma lang, ég er búin að þekkja þig í um það bil 12 ár og þau ár hefðu ekki geta verið betri. Það helsta sem ég og systir mín eigum eftir að sakna eru brandarar þínir. Þú varst ekki hrædd við að segja sannleikann og það var svo gaman að koma til þín og spila við þig og knúsa þig. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þín langömmubörn Edda Marín og Hanna Karen. Elsku amma Hulda, núna ertu far- in og ég á eftir að sakna þín. Ég á eft- ir að sakna þess þegar við amma Brynja heimsóttum þig og spiluðum. Ég á líka eftir að sakna fyndnu brandaranna þinna og þegar þú sagðir eitthvað fyndið. Og mest á ég eftir að sakna þegar þú brostir til mín. Takk fyrir allar góðu gleðistund- irnar sem við áttum saman. Perla Kristín. Látin er stórfrænka okkar og móð- ursystir Huld Kristmannsdóttir. Huld frænka okkar var einstök kona og henni fylgdi líf og kraftur. Hún var glettin, kát, hnyttin í tilsvör- um, stóð á sinni sannfæringu, fé- lagslynd og sannur vinur vina sinna og vandamanna. Á langri lífsleið skiptast á gleði og sorgir. Gleðistund- irnar kunni Huld sannarlega að meta en sorgir sínar bar hún aldrei á torg. Eins og þegar eldur deyr í hlóðum yfirgefins tjaldstaðar um haust, vindur slökkvir hinsta gneista í glóðum, sópar af hellu silfurgráa ösku, sáldrar henni yfir vatn og fjörð svo vil ég duft mitt berist burt með þeynum um beitilönd og þýfðan heiðamó, falli sem skuggi á fjallsins spegil, finni sér skjól í hlýrri mosató, heimkomið barn við barm þér, móðir jörð. (Rose-Marie Huuva, þýð. Einar Bragi.) Þökkum þér allt og allt. Far þú í friði. Agnar, Erla, Þórný, Jónína og Magnús Þór Jóns og Veigubörn. Mín kæra föðursystir er farin í sína hinstu ferð. Það er ferðalag sem hún var farin að bíða eftir sökum langvarandi vanheilsu. Hún Hulda frænka var yndisleg manneskja, lífs- glöð og skemmtileg og hafði svo góða nærveru. Börnin mín skemmtu sér vel þegar Hulda frænka kom í heim- sókn á tyllidögum og var þá mikið hlegið. Við vorum búnar að eiga sam- an margar góðar stundir gegnum ár- in í kvenfélaginu okkar, á fundum og ferðalögum og í spilaklúbbi í yfir 20 ár. Það er ekki hægt að minnast henn- ar Huldu nema að nefna hana Veigu systur hennar sem lést fyrir nokkr- um árum. Hún var einnig þátttak- andi með okkur í þessu öllu. Þær voru mjög ólíkar manneskjur en féllu saman eins og samloka. Báðar ynd- islegar og á ég þeim systrum mikið að þakka. Þær voru ógiftar í föður- húsum á Seljaveginum þegar ég kom þangað nýfædd og undir handarjaðri þeirra ólst ég upp fyrstu árin. Það var gaman að alast upp í húsi afa og ömmu þar sem stórfjölskyldan bjó á þremur hæðum. Hulda var síðasti niðjinn sem flutti úr húsinu eftir 60 ára búsetu og flutti þá á Aflagranda 40 þar sem hún undi vel hag sínum með góðu fólki en síð- ustu árum eyddi hún á Hjúkrunar- heimilinu Sóltúni við gott atlæti. Ég kveð þig, elsku frænka mín, með miklum söknuði en nú ertu laus við allar þrautirnar og vonandi komin til Við eigum óendan- lega margar og góðar minningar um ömmu. Það var alltaf notalegt að koma til hennar og afa í Hamrahlíðina þar sem afi sat og las og amma prjónaði. Það var alltaf svo mikil ró yfir heim- ili ömmu og afa. Við vorum mikið hjá þeim systkinin þegar við vorum yngri og dagarnir þar voru allir með svipuðu sniði. Á morgnana fengum við ristað brauð sem var ristað eftir pöntun. Þegar afi kom heim í hádeg- ismat vorum við búin að hræra skyr með ýsunni í hádeginu. Í minning- unni gekk afi alltaf að ömmu við eld- húsvaskinn, kyssti hana á kinn og sagði „sæl Beta mín“. En afi var sá eini sem kallaði ömmu Betu. Af ein- skærri list bakaði amma sínar frægu pönnukökur eitthvað sem enginn getur leikið eftir og við mok- uðum sykri yfir þær úr sykurkarinu sem hefur fylgt þeim alla okkar tíð. Þegar þau fluttu svo í Árskóga varð ekki mikil breyting á umhverfinu þar sem húsgögnum var nánast rað- að inn á sama hátt og í Hamrahlíð- inni. Þeirra heimili hefur því verið eitt af fáum hlutum sem hefur hald- Elísabet Jónsdóttir ✝ Elísabet Jóns-dóttir fæddist á Breiðabólstað í Mið- dalahreppi í Dala- sýslu hinn 11.10. 1924. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. maí síð- astliðinn. Útför Elísabetar fór fram frá Selja- kirkju 19. maí 2010. ið sér nokkurn veginn óbreytt alla okkar ævi. Amma sat alltaf í sama stólnum, spjall- aði við okkur og prjónaði enda var hún mikil hannyrðakona. Hún prjónaði ótelj- andi peysur á okkur auk þess sem hún reyndi að kenna okk- ur til verka með mis- góðum árangri þó. Amma var mikil fjölskyldukona, gerði allt fyrir sína og setti fjölskylduna alla tíð í forgang. Hún vildi hafa okkur hjá sér eins mikið og hægt var og það var alltaf gaman að koma í heimsókn. Ómissandi þáttur jólahátíðarinnar er jóladagur hjá ömmu og afa en þar hittist öll fjölskyldan í hangikjöt og uppstúf, ræðir þjóðmálin og krakkarnir spila. Vonandi höldum við þeirri hefð áfram og heiðrum þannig minningu ömmu okkar og afa. Amma var alla tíð mjög fé- lagslynd og starfaði af krafti með kvennadeild Rauða krossins. Þegar við vorum lítil fengum við stundum að vera í pössun hjá ömmu og afa og þá var mjög spennandi að fá að fara með ömmu á Landakot að útdeila bókum af bókavagninum. Þær ferðir voru mikil ævintýri og í lok dagsins, þegar búið var að heimsækja sjúk- lingana, fengum við svo stundum appelsín í gleri að launum. Við getum verið þakklát fyrir hversu hress amma var fram á síð- asta dag. Amma naut hvers dags og var glöð með lífið og tilveruna. Það var auðvelt að gleyma að aldurinn væri að færast yfir hana þar sem hún var alltaf vel með á nótunum, fylgdist vel með því sem var að ger- ast hjá okkur öllum og í þjóðfélag- inu. Þrátt fyrir að það sé sárt að kveðja ömmu í dag þá er mikil huggun í því að vita af henni með afa núna. Elsku amma þú skilur eftir þig stóra, samhenta og góða fjölskyldu sem mun ávallt minnast þín með hlýhug. Þín barnabörn, Ásdís Björg, Elísabet og Kjartan Ari. Ég kynntist Elísabetu móður Bjargar, vinkonu minnar, fyrir margt löngu. Framan af voru sam- skipti okkar að mestu í kringum af- mælisveislur og önnur tækifæri af slíku tagi. Nú á síðari árum hafa leiðir okkar legið saman í ýmsu öðru samhengi og kynnin aukist. Eftir því sem ég kynntist Elísa- betu betur varð mér ljóst að þar fór gáfuð og grandvör kona, með auga fyrir spaugilegri hliðum mannlífs- ins. Maður kom ekki að tómum kof- unum í samræðum við hana, það var alltaf gefandi að hitta hana og ræða málin. Hún las mikið og fylgdist af áhuga með samfélagsmálum, menn- ingu og sínu fólki. Þegar hún missti Guðmund, lífs- förunaut sinn, fyrir nokkrum árum var aðdáunarvert að sjá hvernig hún bjó sér líf við breyttar aðstæður með aðstoð barna sinna. Hún naut þess að umgangast vini og fjöl- skyldu, sækja listviðburði og fara í ferðalög og var virk fram á síðasta dag. Ég tala fyrir hönd okkar hjóna þegar ég þakka henni fyrir gefandi samveru, nú síðast þegar við heim- sóttum þær mæðgur í Hrunamanna- hreppi í sumar sem leið þar sem við nutum gestrisni og hlýju og skoð- uðum markverðar minjar og nátt- úru. Ég veit að bæði Björg og aðrir afkomendur Elísabetar missa mikið en minningin um góða konu lifir. Sigríður Jónsdóttir. Elsku amma okkar er látin. Það er erfitt að átta sig á því til fulls því þetta gerðist svo snögglega og okk- ur fannst hún eiga mörg góð ár eft- ir. Það var alltaf svo gott að fara í heimsókn til hennar. Ávallt var tek- ið vel á móti manni og vippað fram mörgum kextegundum, kökum og kaffi, og oftast ömmupönnsum og appelsíni líka. Það var samt ansi erf- itt að fá uppskriftina að pönnsunum þar sem hún notaðist ekki við upp- skrift, heldur fór eftir tilfinningunni með „smáeggjum, hveiti og mjólk þar til þær væru orðnar passlegar“. Hún fylgdist vel með þjóðmálunum og hafði sterkar skoðanir á flestu – enda var mjög gaman að rökræða við hana og þá sérstaklega þegar hún sagði eitthvað með stríðnis- glampa í augum. Hún var líka mjög vel lesin, og þegar við vorum yngri og áttum að læra íslensk ljóð utan- bókar kunni hún þau öll og fannst gaman að hlýða okkur yfir. Ef kom að því að við ættum sjálf að yrkja kvæði í skólanum og börmuðum okkur yfir að það ætti að vera með stuðlum og höfuðstöfum, þá var enga vorkunn að fá frá henni heldur sagði hún að það væri ekkert mál – við ættum bara að yrkja. Og viti menn – það var ekki mikið flóknara en svo þegar maður hætti að kvarta. Reglulega spurði hún okkur hvort okkur vantaði ekki eitthvað sem hún gæti prjónað fyrir okkur, henni fannst svo gott að hafa alltaf eitt- hvað til að prjóna. Það eru ófáar sérpöntuðu ullarpeysurnar sem við fengum frá henni, og margar af ömmupeysunum tók maður svo miklu ástfóstri við að þær urðu gat- slitnar. Þó það sé sárt að hugsa til þess að við eigum aldrei eftir að geta farið í heimsókn til ömmu Elísabetar aftur þá er það okkur huggun hvað hún fékk að fara snögglega og þjáðist ekki. Þau afi áttu langt og gott líf saman. Við skynjuðum það hvað það var henni erfitt þegar afi átti í sín- um veikindum undir það síðasta og líklegast hefði hún ekki viljað það fyrir sjálfa sig. Elsku amma okkar, við erum þakklát fyrir stundirnar sem við átt- um saman og við munum minnast þeirra með hlýju alla tíð. Við látum fylgja með tvö af ljóðunum sem hún hjálpaði okkur með og minna okkur á hana. Ó, blessuð vertu, sumarsól, er sveipar gulli dal og hól og gyllir fjöllin himinhá og heiðarvötnin blá. (Páll Ólafsson.) Þér frjálst er að sjá hve ég bólið mitt bjó ef börnin mín smáu þú lætur í ró, þú manst að þau eiga sér móður. Og ef að þau lifa, þau syngja þér söng um sumarið blíða og vorkvöldin löng, þú gerir það vinur minn góður. (Þorsteinn Erlingsson.) Guð geymi þig og afa, þín barna- börn, Elín Birna, Agnes Björg og Arnór Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.