Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 41
Dagbók 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2010 Sudoku Frumstig 9 5 6 3 5 2 8 3 1 8 2 5 4 9 5 1 2 1 6 2 9 2 8 3 6 4 5 4 2 9 8 3 9 1 8 5 7 3 2 5 9 4 8 2 4 3 3 5 7 8 3 6 6 2 1 4 7 4 6 7 1 9 1 2 4 9 2 4 5 7 9 7 6 2 3 7 4 3 6 9 5 8 2 1 2 9 1 3 8 7 6 5 4 6 5 8 4 1 2 7 9 3 9 2 7 1 3 6 5 4 8 3 1 4 5 2 8 9 7 6 8 6 5 9 7 4 3 1 2 4 8 9 7 6 1 2 3 5 5 7 6 2 4 3 1 8 9 1 3 2 8 5 9 4 6 7 3 4 9 2 7 8 1 5 6 8 1 7 9 5 6 4 2 3 5 2 6 3 1 4 7 8 9 7 6 5 1 4 9 8 3 2 1 9 2 8 3 7 5 6 4 4 3 8 5 6 2 9 1 7 6 8 3 7 9 5 2 4 1 2 7 4 6 8 1 3 9 5 9 5 1 4 2 3 6 7 8 1 4 2 3 6 5 7 8 9 7 9 3 8 1 2 5 6 4 5 6 8 4 7 9 2 1 3 2 7 4 1 5 6 9 3 8 6 1 9 7 8 3 4 2 5 3 8 5 2 9 4 1 7 6 8 5 6 9 2 1 3 4 7 9 3 1 6 4 7 8 5 2 4 2 7 5 3 8 6 9 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 20. maí, 140. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Enginn er þinn líki, Drottinn! Mikill ert þú og mikið er nafn þitt sakir máttar þíns. (Jeramía 10, 6.) Peningar eru ekki bara af skorn-um skammti á Íslandi. Mikill niðurskurður blasir við hjá nýrri stjórn íhaldsmanna og frjálsra demó- krata á Bretlandi en skilaboðin, sem biðu David Laws, nýs aðstoðarfjár- málaráðherra, þegar hann kom í vinnuna, komu honum þó í opna skjöldu. „Þegar ég kom að borðinu mínu á mínum fyrsta degi sem að- stoðarfjármálaráðherra fann ég bréf frá fráfarandi aðstoðarráðherra og gerði ráð fyrir að hann væri að gefa mér ráð um það hvernig ég ætti að fara að næstu mánuði,“ sagði Lewis. „Þegar ég opnaði umslagið var því miður í því bréf með aðeins einni línu, sem hljóðaði svo: „Kæri aðstoð- arráðherra, mér þykir leitt að segja þér að það eru engir peningar eftir.“ Þetta var hreinskilið, en ekki alveg jafn gagnleg ráð og ég hafði búist við.“ x x x Til að gæta allrar sanngirni er réttað taka fram að fráfarandi að- stoðarráðherra fjármálaráðherra Bretlands, Liam Byrne, segir að bréfið til eftirmanns hans hafi átt að vera einkabrandari: „Ég vona að skopskyn Davids Laws hafi ekki ver- ið enn eitt fórnarlamb sáttmála sam- steypustjórnarinnar.“ x x x Stjórnarskiptin gengu að öðruleyti snurðulaust fyrir sig í London eftir því sem Víkverji kemst næst. Sú er ekki alltaf raunin, jafnvel í lýðræðisríkjum. Þekkt er að þegar George W. Bush og stjórnarliðar hans tóku við völdum blasti við glundroði. Skjöl voru á tjá og tundri og var sérstaklega tekið til þess að stafurinn W hafði verið fjarlægður af lyklaborðum við tölvur, en sá bók- stafur hefur oft verið notaður sem stytting á nafni forsetans fyrrver- andi. Clinton-hjónin höfðu með sér húsgögn að andvirði 28 þúsund doll- ara úr Hvíta húsinu og þurftu að skila þeim aftur. Bush og hans fólk munu hins vegar hafa komið fram af miklum sóma þegar rýma þurfti fyrir Barack Obama og lagt sig fram um að stjórnarskiptin gengju vel fyrir sig. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 smjaður, 8 miðla málum, 9 baul, 10 nægilegt, 11 mólendið, 13 gljái, 15 kjána, 18 korn, 21 guð, 22 ósveigj- anlega, 23 hlífir, 24 heill- uð. Lóðrétt | 2 standa gegn, 3 húsdýrið, 4 skarp- skyggn, 5 ljúka, 6 fisk- um, 7 jurt, 12 eykta- mark, 14 meis, 15 eru föl, 16 kvenmannsnafns, 17 vinna, 18 angi, 19 málmi, 20 líffæri. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 felds, 4 forði, 7 öflum, 8 læðan, 9 díl, 11 drag, 13 ærin, 14 áburð, 15 sumt, 17 aska, 20 fas, 22 ertur, 23 klökk, 24 lúrir, 25 pokar. Lóðrétt: 1 fjöld, 2 lalla, 3 sæmd, 4 féll, 5 róður, 6 innan, 10 íhuga, 12 gát, 13 æða, 15 svell, 16 mítur, 18 skökk, 19 askur, 20 frár, 21 skip. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 f5 2. Rf3 Rf6 3. g3 e6 4. Bg2 d5 5. 0-0 Bd6 6. c4 c6 7. b3 Rbd7 8. Bb2 0-0 9. Re5 Bxe5 10. dxe5 Rg4 11. cxd5 cxd5 12. Dd4 Rb8 13. f4 Rc6 14. Dc5 Bd7 15. h3 b6 16. Dc1 Rh6 17. Rc3 Hc8 18. Dd2 De7 19. Hfd1 Hfd8 20. Hac1 Ra5 21. e3 Be8 22. Bf3 Db4 23. Hc2 Hc7 24. Dc1 Rxb3 25. axb3 Dxb3 26. Dd2 Hdc8 27. Hcc1 b5 28. Rxd5 Hc2 29. Dd4 H8c4 30. Dxa7 Hxb2 Staðan kom upp á alþjóðlegu skák- móti sem lauk fyrir skömmu í Bosníu í Sarajevo. Guðmundur Gíslason (2.372) hafði hvítt gegn aserska al- þjóðlega meistaranum Nijat Abasov (2.525). 31. De7! Bg6 32. Rf6+! og svartur gafst upp enda óverjandi mát. Guðmundur fékk 15 stig á mótinu af 30 mögulegum og lenti í 66 sæti af 168 keppendum. Frammistaða hans samsvaraði stigaárangri upp á 2.197 stig. Hvítur á leik. Brids Guðmundur S. Hermannsson | ritstjorn@mbl.is 8 spil betri en 10 Norður ♠ÁKD4 ♥9752 ♦932 ♣106 Vestur Austur ♠52 ♠1076 ♥6 ♥KG ♦D875 ♦G106 ♣ÁKG943 ♣D8752 Suður ♠G983 ♥ÁD10843 ♦ÁK4 ♣– Hvað á norður að segja eftir að suður hefur sagnir á 1♥ og vestur stekkur í 3♣? Þetta vandamál mætti spilurum í kjördæmakeppni Bridgesambands Ís- lands, sem haldið var á Flúðum ný- lega. Víðast hvar studdi norður hjart- að, sagði 3 eða 4♥. Spilið var spilað á 32 borðum og við 5 borð komust NS í 6♥ sem unnust þegar ♥K lá fyrir svíningu, annars voru spiluð 4♥. En þegar betur er að gáð sést að 6♠ er mun betri slemma en 6♥ og raunar vinnast 7♠ í þessari legu með sömu svíningu. Þangað er þó sennilega ómögulegt að komast en les- endur geta velt því fyrir sér hvort ein- hver leið liggi í lokasamning í spaða. Suðurland varð kjördæmameistari, fékk 1 stigi meira en Austurland en Reykjavík varð í 3. sæti. Í þessari keppni fara svæðamörk eftir gömlu kjördæmaskipaninni. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú hefur þurft að endurskoða hug þinn til þeirra sem þú hittir reglulega. Láttu engan þvinga þig til að gera eitt- hvað sem þú vilt ekki. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það gerist ekkert í fjármálum þín- um, nema þú takir þér tak og komir skikki á hlutina. Hvað er fólk að reyna að hafa áhrif á þín örlög! Það gengur ekki. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú berst á móti breytingum, þótt þú vitir að þær séu bráðnauðsynlegar. Frá og með deginum í dag ættirðu hins vegar að geta horft fram á veginn. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Fólk mun sýna þér stuðning. Þú hefur svo sannarlega heppnina með þér ef þú leyfir öðrum að glíma sjálfum við vandamál sín. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú hefur látið mörg smáverkefni hrúgast upp á borði þínu. Láttu verða af þátttöku í athöfnum sem þú hefur mikla ánægju af. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Bjartsýni og sjálfstraust er sér- staklega mikilvægt í dag. Njóttu þess eins og þú frekast getur og endurnýjaðu lífs- þrótt þinn. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Nú skaltu líta yfir farinn veg og sjá hverju þú hefur fengið áorkað. Þolinmæði þín gagnvart öðrum gerir kvöldið ánægjulegt. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú þarft að leysa vandamál sem krefst mikillar einbeitingar og yf- irsýnar. Vertu opin/n fyrir nýjum hug- myndum úr óvæntri átt. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Einhverjar breytingar á vinnustað þínum valda þér óróleika. Heima fyrir gengur allt vel. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú lætur flækja þig í þreng- ingar annarra en þér er alveg sama. Gefðu þér samt tíma til þess að hvílast inni í milli. Leitaðu aðstoðar hjá þeim sem þú getur treyst. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú vekur athygli annarra og finnst notalegt að láta hana leika um þig. Fólk er jafnvel til í að deila öllu sem það veit með þér. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú ert fljót/ur að gera greinarmun á góðum tækifærum og þeim sem hafa að- eins takmörkuð hlunnindi í för með sér. Láttu það eftir þér að vera þú sjálf/ur. Stjörnuspá 20. maí 1944 Þjóðaratkvæðagreiðsla um lýðveldisstofnun hófst, en hún stóð í fjóra daga. Kjör- sókn var 98,4%, sem mun vera einsdæmi í lýðræðisríki. Um 97,4% samþykktu sam- bandsslit við Dani og 95,0% lýðveldisstjórnarskrána. 20. maí 1950 Farþegaskipið Gullfoss kom til landsins. Þúsundir Reyk- víkinga fögnuðu skipinu sem rúmaði 210 farþega og 60 manna áhöfn. Gullfoss var í förum fyrir Eimskipafélag Íslands til 1973. 20. maí 2004 Hæstaréttur sýknaði sak- borninga í svonefndu mál- verkafölsunarmáli, en þeir höfðu hlotið skilorðsbundna dóma í héraðsdómi. 20. maí 2008 Stjórn Orkuveitu Reykjavík- ur samþykkti að hætta und- irbúningi Bitruvirkjunar og fresta öllum framkvæmdum á svæðinu, í kjölfar álits Skipulagsstofnunar. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Frú Unnur Axelsdóttir og sr. Hjörtur Hjartarson, fyrrverandi sóknarprestur, eiga sextíu ára brúðkaupsafmæli í dag, 20. maí. Þau halda upp á þessi tímamót í faðmi fjöskyldunnar á heimili sonar síns Sveins Hjartar í Kópavogi. Demantsbrúðkaup „Það er þakkarvert að ná þessum áfanga,“ sagði Hafsteinn Ingólfsson, kafari og annar eigandi Sjó- ferða Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði. Hann er sextugur í dag. Sumarvertíðin hjá Sjóferðum er að byrja og stendur fram í september. Auk þess stundar Hafsteinn enn köfun og er elsti atvinnu- kafarinn með réttindi á landinu. Hafsteinn ætlar ekki að gera sér mikinn daga- mun í dag í tilefni afmælisins, enda búinn að halda upp á það. „Við fórum í vetur með hluta fjölskyld- unnar í skíðaferð til Ítalíu. Það var mjög skemmti- legt,“ sagði Hafsteinn. Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar gera út þrjá stóra farþegabáta og bjóða upp á ferðir frá Ísafirði. „Við förum tvisvar í viku í Hornvík, jafn oft í Aðalvík og erum daglega með ferðir í Vigur og annan hvern dag á Hesteyri. Það er nóg að gera,“ sagði Hafsteinn. Hann sagðist ekki hafa fundið fyrir því að pöntunum hefði fækkað fyrir sumarið. „Við erum í samstarfi við ferðaskrifstofuna Vesturferðir og það er ekkert lát á pöntunum hjá þeim.“ Margir Íslendingar fara með Sjó- ferðum og einnig útlendingar. Sumarið í fyrra var metsumar, að sögn Hafsteins. Hjá Sjóferðum vinna átta starfsmenn. gudni@mbl.is Hafsteinn Ingólfsson á Ísafirði 60 ára Nóg að gera í Sæferðum Nýirborgarar Reykjavík Brynjar Sveinn Austmann fæddist 18. október kl. 5.35. Hann vó 1.880 g og var 44 cm langur. Foreldrar hans eru Sif Sveinsdóttir og Björgvin Austmann Þor- björnsson. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.