Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2010 AF MÁLMI Orri Páll Ormarsson orr@mbl.is Enginn maður, lífs eða lið-inn, ber meiri ábyrgð á þvíað ég ánetjaðist málmi en Ronnie James Dio, sem hélt á fund feðra sinna síðastliðinn sunnudag, 67 ára að aldri. Fyrsta málmskífan sem ég festi kaup á var Holy Diver og eftir það varð ekki aftur snúið – ég fann hinn eina sanna tón. Bryð æ síðan bárujárn með morgunkaffinu. Ekki svo að skilja að Dio – eins og sveitin hét eftir skapara sínum – standi Iron Maiden, Metallica, Slayer og slíkum sveitum á sporði. En hún var ágætis byrjun. Dio miðlaði ómenguðum málmi. Ronnie James Dio er almennt álitinn einn fremsti söngvari málmstefnunnar, blæbrigðarík og kröftug röddin nísti inn að beini, enda þótt hann hlyti aldrei neina formlega leiðsögn. Dio bjó hins vegar alla tíð að því að hafa lært á blásturshljóðfæri sem barn. Þar lærði hann að anda. Þannig lagað séð, gegnum málminn. Dio var með litríkari mönnum á sviði, minnti jafnvel meira á fígúru úr galdrasögum en rokkstjörnu, og dró hvergi af sér. Ég var svo lánsamur að sjá hann einu sinni, með Black Sabbath í íþróttahúsinu á Akranesi haustið 1992. Kannski ekki stærsta giggið á ferli kapp- ans en ógleymanlegt eigi að síður. Þökk sé einum málmelskasta manni landsins, Sigurði Sverr- issyni, upplýsinga- og kynning- arstjóra LÍÚ, sem flutti sveitina inn.    Ronald James Padavona fædd-ist í Portsmouth, New Hampshire, 10. júlí 1942, inn í rammkaþólska fjölskyldu af ítölsk- um uppruna. Hann lærði ungur á trompet og bauðst styrkur til tón- listarnáms við hinn virta Juilliard- skóla en hafnaði honum til að sinna ástríðu sinni – rokktónlist. Fyrsta bandið sem hann kom fram með sem bassaleikari seint á sjötta áratugnum hét því fróma nafni The Vegas Kings en því var breytt í Ronnie & the Rumblers eftir að okkar maður tók við hljóð- nemanum. Padavona er ekki nafn á rokk- stjörnu og árið 1961 breytti Ron- nie James eftirnafni sínu í Dio eft- ir alræmdum mafíósa, Johnny Dio. Leiðin upp á stjörnuhimininn getur verið löng og Dio gekk treg- lega að koma sér á framfæri á sjö- unda áratugnum enda þótt ein sveita hans, Ronnie Dio and The Prophets, sendi frá sér breiðskífu. Það var ekki fyrr en hann hitaði ásamt félögum sínum í Elf upp fyrir Deep Purple 1969 að hjólin fóru að snúast. Ritchie Blackmore, gítarleikari Purple, heillaðist af sönghæfileikum Dios og þegar Purple leystist upp stofnuðu þeir félagar Rainbow. Dio söng inn á fjórar plötur með Rainbow á of- anverðum áttunda áratugnum við góðan orðstír. Upp frá því var nafn hans á hvers manns vörum í rokkheimum. Listrænn ágreiningur reis milli Dios og Blackmores og árið 1979 þekktist Dio boð Black Sabbath um að taka við hljóðnemanum af Ozzy Osbourne. Sú göfuga braut- ryðjendasveit í málminum hafði átt í sárri tilvistarkreppu en Dio reif hana upp á óæðri endanum. Gerði tvær frábærar breiðskífur með Sabbath, Heaven & Hell (1980) og Mob Rules (1981). Hann sneri aftur 1992 og gerði þokka- lega plötu, Dehumanizer, og síð- ustu árin starfaði hann með Tony Iommi og Geezer Butler undir merkjum Heaven & Hell og sendi sú ágæta sveit frá sér sína fyrstu plötu fyrir réttu ári. Það reyndist síðasta framlag Dios til málmsög- unnar.    Árið 1982 stofnaði Dio sína eig-in sveit og starfrækti hana með hléum allt til dauðadags. Veg- ur hennar var mestur fyrstu árin en plötur á borð við Sacred Heart (1985), The Last in Line (1984) og Reuters Allur Ronnie James Dio með hornin frægu á lofti á tónleikum. » Sjálfur kvaðst Dionota táknið í þver- öfugum tilgangi, líkt og amma hans gerði að ítölskum sið til að halda illum öndum í skefjum. Leðurlungun lokast SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Date night kl. 6 - 8 - 10 B.i.10 ára Loftkastalinn sem hrundi kl. 6 - 9 B.i.14 ára Un Prophéte enskur texti kl. 6 B.i.16 ára Imaginarium of Dr. P ísl. texti kl. 9 B.i.12 ára Snabba Cash kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára Robin Hood kl. 6 - 9 B.i.12 ára The Back-Up Plan kl. 5:40 - 10:20 LEYFÐ I Love you Phillip Morris kl. 10:30 B.i.12 ára Crazy Heart kl. 5:30 - 8 LEYFÐ Rome&Juliet kl. 8 B.i.14 ára Robin Hood kl. 6 - 9 B.i. 12 ára The spy next door kl. 6 LEYFÐ The Back-up Plan kl. 8 - 10 LEYFÐ Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI HHH „Snabba Cash rennir stoðum undir þá staðreynd að Svíar eru að verða stórveldi í glæpamynda- gerð. Virkilega smart krimmi þar sem kynnt er hægt og rólega undir áhugaverðum persónum þangað til allt sýður upp úr.” Þ.Þ. Fréttablaðið HHH „Það er auðvelt að mæla með þessari spennandi og tilfinningaríku mynd því að hún veit svo sannarlega hvar hún stendur – og gerir allt sem hún ætlar sér.” B.I. kvikmyndir.com HHHH „Ofursvöl Scarface Norðurlanda“ Ómar Eyþórsson X-ið 977 HHHH „Snabba Cash gefur Stig Lars- son myndunum ekkert eftir. Áhrifarík og raunveruleg.” Heiðar Austmann FM 957 HHH „Sterk, raunsæ og vel skrifuð glæpasaga. Kom mér gríðarlega á óvart.” T.V. - Kvikmyndir.is HHH „Enn tekst Svíunum að skila frábærri mynd. Spennandi og geysivel gerð í alla staði.“ Heimir Karlsson, Bylgjan sum stefnumót enda með hvelli SÝND Í REGNBOGANUMSÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓwww.graenaljosid.is VINSÆLUSTU MYNDIR BÍÓDAGA VINSÆLASTA MYND ÁRSINS Í SVÍÞJÓÐ MAGNAÐUR SÆNSKUR SPENNUTRYLLIR Í ANDA STIEG LARSSON MYNDANNA SÝND Í REGNBOGANUM HHHH ...óhætt er að að fullyrða að Hrói Höttur hefur aldrei verið jafn grjótharður og í túlkun Crowe. Þ.Þ. - FBL HHH S.V. - MBL VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.