Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2010 Astro Boy er með mögn-uðustu minnum manga-sögunnar, vélmennið semhélt að það væri drengur, Gosi okkar tíma. Ólíkt Gosa Collodis var hann þó ekki latur og hyskinn og heimskur (hér er vísað í upp- runalega útgáfu Collodis, ekki Disn- ey) heldur iðinn og góður. Fyrstu manga-blöðin með Astro Boy komu á markað í Japan í upp- hafi sjötta áratugarins og þar birtist vonin um bjarta framtíð þar sem menn og vél héldust í hendur og sköpuðu betri heim. Japanir voru þá enn að jafna sig eftir hildarleik heimsstyrjaldar og horfðu vongóðir fram á veginn, en næsta kynslóð teiknara var ekki eins bjartsýn, þeir sáu ekki bara framfarir, heldur líka firringu og þá koma fram þau minni sem við þekkjum svo vel í dag úr myndum eins og Akira, Ghost in the Shell og Uzumaki (þó að í því síðast- nefnda sé ógnin yfirnáttúruleg en ekki tæknileg). Austur í Japan birtist Astro Boy, eða Atómstrákurinn eins og hann er víst kallaður þar í landi, fyrst á pappír og fór svo í sjónvarp 1963 þar í landi og á Vesturlöndum sama ár. Þá stóð til að búa til bíómynd en ekkert varð úr fyrr en sú mynd sem hér er gerð að umtalsefni var frum- sýnd á síðasta ári. Einnig er svo vert að geta tölvuleikja sem gerðir hafa verið með drenginn í aðal- hlutverki. Eins og rakið er má segja að Stjörnustrákurinn sé orðinn að menningarlegu fyrirbæri sem á sér ríka skírskotun á Vesturlöndum þrátt fyrir japanskan uppruna og hugmyndin um véldrenginn hefur líka orðið ýmsum listamönnum til- efni listaverka, nefni sem dæmi per- úsk-japanska listamanninn Haroldo Higa. Í kvikmyndinni Astro Boy er vél- pilturinn krúttlegur, sem rímar vel við það hvernig hann þróaðist í manga-blöðunum, og sagan ósköp meinsleysisleg, því þó að ljóti kall- inn, Stone forseti, sé ógurlegur er hann líka hlægilegur í drottnunar- girni sinni. Fyrir vikið er lítil ógn í myndinni, en nóg af spennu. Tenma, „faðir“ drengsins er líka vingjarn- legri en hann var í blöðunum, sem mér þótti reyndar galli, en hann á sína vonskuspretti. Öll vinnsla á myndinni er gríðar- lega vel útfærð, teikningar vel gerð- ar og ótal smáatriði sem lífga upp á Metro-borg, þar sem fjörið er. Þeg- ar leikurinn berst til jarðar vantar aftur á móti heilmikið upp á um- hverfið og þar verður sagan líka ruglingslegri. Að því sögðu er þetta prýðileg útgáfa af sígildu ævintýri. Vélpiltur Í kvikmyndinni Astro Boy er vélpilturinn krúttlegur sem rímar vel við það hvernig hann þróaðist í manga-blöðunum. Astro Boy bbbmn Leikstjóri David Bowers, handrit Osamu Tezuka og Timothy Harris. Raddir meðal annars Nicolas Cage, Kristen Bell og Donald Sutherland. Bandaríkin 2009. ÁRNI MATTHÍASSON KVIKMYNDIR Krúttlegur véldrengureinkum og sér í lagi Holy Diver(1983) eru mörgum flösufeykinumhjartfólgnar. Minningin er góð en ég ræð þó mönnum alfarið frá því að láta nostalgíuna hlaupa með sig í gön- ur og skoða gömul myndbönd með Dio. Það er í besta falli vandræða- legt að sjá kappann, eins rýr og hann var, sveifla sverði í rústum guðshúsa, þótt það hafi svínvirkað þegar maður var tólf ára. Enda þótt tónlistin mæltist vel fyrir var Holy Diver umdeild plata. Fyrir það fyrsta fór það fyr- ir brjóstið á mörgum guðhræddum Bandaríkjamanninum að sjá for- ynju flengja kaþólskan prest með málmkeðju framan á umslaginu. Í annan stað þótti Dio daðra ótæpilega við myrkrahöfðingjann, ekki síst með því að mynda í tíma og ótíma horn með vísifingri og litlaputta en á þeim ósköpum byrj- aði hann á Sabbath-árunum. Sjálf- ur kvaðst Dio nota táknið í þver- öfugum tilgangi, líkt og amma hans gerði að ítölskum sið til að halda illum öndum í skefjum. Ronnie James Dio greindist með krabbamein í maga í nóv- ember síðastliðnum. Eiginkona hans og umboðsmaður, Wendy, sendi frá sér yfirlýsingu um miðj- an mars þess efnis að meðferðin gengi vel. Eftir það seig hins veg- ar hratt á ógæfuhliðina og um liðna helgi varð Dio að láta í minni pokann fyrir meininu. En goðsögnin lifir ... SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Snabba Cash kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára Iron Man kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára Snabba Cash kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS The Spy Next Door kl. 3:40 LEYFÐ Robin Hood kl. 8 - 11 B.i. 12 ára Nanny McPhee kl. 3:40 LEYFÐ The Back-Up Plan kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó HHH T.V. - Kvikmyndir.is Bráðske mmtileg gaman mynd í anda A merican Pie. Sýnd kl. 8 og 10:10 Sýnd kl. 5:40 Sýnd kl. 4, 7 og 10 (POWER SÝNING) Sýnd kl. 5, 7:30 og 10 FYRRI MYNDIN GERÐI ALLT VITLAUST OG ÞESSI ER ENN BETRI! Ath. það er sérstakt leyniatriði á eftir creditlistanum í lok myndarinnar. SÝND Í SMÁRABÍÓI Robert Downey Jr., Samuel L. Jackson, Gwyneth Paltrow, Scarlett Johansson, Don Cheadle og Mickey Rourke eru mætt í fyrstu STÓRMYND SUMARSINS FYRRI MYNDIN GERÐI ALLT VITLAUST OG ÞESSI ER ENN BETRI! Ath. það er sérstakt leyniatriði á eftir creditlistanum í lok myndarinnar. SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI HHHH ...óhætt er að að fullyrða að Hrói Höttur hefur aldrei verið jafn grjótharður og í túlkun Crowe. Þ.Þ. - FBL HHH S.V. - MBL POWE RSÝN ING Á STÆ RSTA DIGIT AL TJALD I LAN DSINS KL. 10 VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greið með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.